Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021FRÉTTIR
110
Það er eitthvað einstaklega hrífandi
við gámaflutningageirann: staðlaðar
einingar sem minna á risastóra og lit-
ríka legókubba, á ferð og flugi um
heiminn í stanslausu kapphlaupi um að
hámarka skilvirkni og bæta afköst.
Lögmálin eru skýr og fylgja reglum
framboðs og eftirspurnar upp á hár.
Um allan heim sitja snjallir karlar og
konur yfir teikniborðum, kortum og
Excel-skjölum og leita leiða til að gera
betur með æ stærri og sparneytnari
gámaskipum, æ lengri vöruflutn-
ingalestum, sjálfakandi flutn-
ingabílum, afkastameiri skipaskurðum
og nýrri tækni.
Nýlegur vandi skipaflutningageir-
ans sýnir vel hvað þetta gangverk er í
senn fínstillt og næmt fyrir breyt-
ingum því vegna óvæntra flöskuhálsa
og sveiflna í eftirspurn hefur kostn-
aðurinn við að flytja gáma frá Asíu til
helstu markaðssvæða í N-Ameríku og
Evrópu rokið upp úr öllu valdi. Fyrir
örfáum misserum kostaði í kringum
2.000 dali að láta ferja 40 feta gám frá
Asíu til Evrópu en í dag kostar sama
þjónusta um og yfir 12.000 dali – og
jafnvel með þetta verð geta útflytj-
endur ekki alltaf stólað á að koma
gámunum sínum á áfangastað í tíma.
Gámaskipaútgerðirnar græða vel á
þessu ástandi, á meðan það varir, en
viðskiptavinir þeirra barma sér yfir
skyndilegri og óvæntri hækkun sem
setur öll rekstrarplön í uppnám.
Bandaríkjamönnum í
fjarvinnu um að kenna
McKinsey hefur greint vandann í
þaula og bendir á að þó að verðið á
sumum flutningaleiðum hafi sexfaldast
þá hafi eftirspurnin eftir skipaflutn-
ingum ekki vaxið nema um 5% í kór-
ónuveirufaraldrinum. Í venjulegu ár-
ferð myndi skipaflutningafyrirtækin
ekki muna um að bregðast við þessari
aukningu en gallinn er sá að eft-
irspurnin dreifist ekki jafnt á milli
markaðssvæða og þar sem álagið er
mest hafa hafnir átt í mesta basli með
að ferma og afferma gámaskipin á
skikkanlegum tíma.
Jaana Remes, sem starfar hjá
McKinsey í Kaliforníu og sérhæfir sig í
greiningum á flutningamarkaði, segir
að á svæðum eins og Bandaríkjunum
hafi eftirspurn eftir hvers kyns hús-
búnaði og heimilistækjum rokið upp í
kórónuveirufaraldrinum og stóraukið
álagið á gámaflutninga milli Kína og
vesturstrandar Bandaríkjanna. Í höfn-
unum í Long Beach og Los Angeles,
sem taka við megninu af innflutningi
frá Asíu, hefur gegnumstreymi flutn-
ingagáma á köflum verið 40% meira en
árið 2019 og ekki lítill vandi fyrir alla
flutningakeðjuna frá höfn til verslunar
að bregðast við öðrum eins flaumi af
varningi. Og þegar komur gámaflutn-
ingaskipa eru langt umfram getu
flutningakerfisins á landi þurfa skipin
að bíða fulllestuð þar til röðin kemur
að þeim, sem svo aftur þýðir að flutn-
ingageta skipaflotans nýtist ekki sem
skyldi. Ofan í þetta allt saman bætast
síðan bylgjur kórónuveirusmita sem
hafa á köflum skapað mönnunarvanda
hjá stórum vöruflutningahöfnum.
Bætti heldur ekki úr skák þegar
skipið Ever Given teppti Súez-
skurðinn í apríl og tók margar vikur
fyrir greinina að leysa úr þeim upp-
safnaða vanda sem hlaust af tíma-
bundinni lokun þessarar slagæðar
skipaflutninga
Loks er sú staða komin upp, vegna
flöskuhálsa hér og þar í kerfinu, að
skortur er orðinn á flutningagámum.
Ef gámarnir flæða ekki með eðlilegum
hætti um alþjóðahagkerfið er lítil um-
framgeta til að bregðast við þar sem
gáma vantar, og dýrt að koma tómum
gámum þangað sem þeirra er þörf.
Greindi Wall Street Journal frá því
fyrr í mánuðinum að þetta hafi valdið
því að verð á kínverskum 40 feta gám-
um sé meira en tvöfalt hærra í dag en
árið 2016 og ríflega 60% hærra en árið
2020.
Er rétt að það fljóti með að bless-
unarlega virðist Ísland að mestu hafa
sloppið við þennan vanda og segja
heimildarmenn mínir í atvinnulífinu að
kostnaður við gámaflutninga til og frá
landinu hafi ekki hækkað nein ósköp
en að sérgjöld vegna eldsneytiskostn-
aðar hafi verið á óþægilega hraðri upp-
leið.
Hugsum eins og McLean
Góðu fréttirnar eru þær að flestir
greinendur spá því að smám saman
muni takast að koma gámaflutningum
aftur í eðlilegt horf og hægt að reikna
með að í lok þessa árs og byrjun þess
næsta hafi verð lækkað umtalsvert.
Kína, sem er langstærsti framleiðandi
flutningagáma, mun skaffa metfjölda
nýrra gáma á þessu ári og skipaflutn-
ingafélögin hafa verið dugleg að panta
ný fley til að setja í umferð – en það
tekur eitt og hálft ár að smíða skipin
svo þau koma ekki að gagni í bráð.
McKinsey spáir óbreyttu eftirspurn-
armynstri til skemmri tíma litið enda
lúra mörg heimili á Vesturlöndum á
miklu sparifé eftir faraldurinn og
grundvallarbreyting orðið á því hvern-
ig fólk nýtir heimili sín til vinnu og af-
þreyingar. Þýðir það áframhaldandi
eftirspurn eftir sjónvörpum, sófasett-
um, hlaupabrettum og skrifborðum, í
gámavís.
Hins vegar er það áhyggjuefni að
tímabundið vandræðaástand í flutn-
ingageiranum gæti orðið til þess að
gefa kaupauðgisstefnu (þ.e. merkant-
ílisma) byr undir báða vængi. Hefur
t.d. heyrst frá æðstu valdastöðum í
bandaríska stjórnkerfinu að það sé
óheppilegt að bandaríska hagkerfið
skuli vera háð flutningagámum og
flutningabílaundirvögnum sem smíð-
aðir eru í Kína. Þeir sem hafa setið
fleiri en einn hagfræðitíma vita að
kaupauðgisstefna gerir samfélög ekki
ríkari, og þeir sem hafa setið fleiri en
einn sögutíma vita líka að í stjórnkerfi
allra þjóða er enginn hörgull á tæki-
færissinnum sem nýta tímabundin
áföll til að fella pólitískar keilur. Væri
það alveg afleitt fyrir alþjóðahagkerfið
ef bandarísk stjórnvöld ákvæðu að
ráðast í það verkefni að reyna að gera
bandaríska gámaflutningahagkerfið
sjálfu sér nægt – til að „skapa störf“ og
þetta venjulega sem matað er ofan í
hinn almenna kjósanda sem veit ekki
betur.
Miklu skynsamlegra er að leita leiða
til að gera flutningakerfi heimsins enn
fjölbreyttara og sveigjanlegra og
þannig betur í stakk búið til að takast á
við tímabundnar raskanir. Rétt eins og
bandaríski athafnamaðurinn Malcolm
McLean hratt af stað nýju tímabili í
hagsögunni þegar hann þróaði og
markaðssetti á 6. áratugnum þá gáma
sem við sjáum í öllum höfnum í dag, þá
þurfum við að halda áfram að breyta
og bæta.
Gott dæmi um rétta hugsun er
hvernig ýmsir framleiðendur eru þeg-
ar byrjaðir að freista þess að laga sig
að breyttum aðstæðum. Þannig grein-
ir WSJ frá að risafyrirtæki á neyt-
endavörumarkaði á borð við Hershey,
McCormick og Mattel hafi leitað leiða
til að straumlínulaga vöruframboð sitt
og endurhanna umbúðir til að nýta
betur þá takmörkuðu flutningsgetu
sem er í boði um þessar mundir. Þetta
eru breytingar sem ættu að skila þess-
um fyrirtækjum langtímaávinningi
löngu eftir að verð á gámaflutningum
er aftur komið á eðlilegt ról, og löngu
eftir að fólk hættir að hlusta á pólitík-
usa sem vilja ólmir leysa vandann með
inngripum.
Árið sem gámahafnirnar tepptust
Ásgeir Ingvarsson
skrifar frá Playa del Carmen
ai@mbl.is
Í dag er orðið nærri sexfalt
dýrara að flytja gám með
skipi frá Asíu til Evrópu en
það var fyrir kórónufarald-
urinn og víða glíma fyrirtæki
við skort á gámum. Þetta
ástand má rekja til ótal
flöskuhálsa sem mynduðust
í flóknu gangverki sem teygir
sig um allan heim.
AFP
Skip við bryggju í gámahöfninni í Lianyungang í Kína. Kerfið er viðkvæmt fyrir því þegar margir flöskuhálsar myndast samtímis.