Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Side 2
Hvað er á döfinni hjá leikhópnum Kanarí? Við frumsýnum sýninguna Kanarí í Kjallaranum 18. sept- ember. Þetta er „live“ sketsasýning, 31 skets með 64 karakter- um, leiknir af fjórum leikurum. Hvaða mál takið þið fyrir? Þetta er ekki um það sem er efst á baugi heldur frekar það sem okkur finnst fyndið. Við tökum fyrir vandamál og óþægilegar tilfinn- ingar okkar kynslóðar. Hugmyndin er að fólk eigi að koma til að hlæja; fá sjötíu mínútna hláturskast. Er ekki líka þáttaröð á dagskrá? Jú, við erum búin að taka upp þáttaröð; sex þætti sem verða sýndir á RÚV núna í vetur. Hvaða fólk er í Kanaríhópnum? Í þessari sýningu er Guðmundur Felixson leikstjóri og við erum fjögur að leika, ég, Eygló Hilmarsdóttir, Steiney Skúladóttir og Pálmi Freyr Hauksson. Við skrifuðum öll saman sketsana fyrir sýninguna. Guð- mundur Einar er líka partur af hópnum og leikstýrir þáttaröðinni okk- ar. Hafið þið prófað sýninguna á fólki til að sjá hvort hún sé fyndin? Já, við vorum með tvær forsýningar í sumar, en upphaflega átti að sýna þetta í fyrra. Það hefur verið bölvað bras að fá að sýna, vegna Covid, þannig að við erum mjög spennt að frumsýna loksins. En já, fólk hló! Hvað ertu annars að brasa? Ég er í fullri vinnu sem eðlisfræðikennari í Versló. Ég er lærð- ur verkfræðingur og eðlisfræði hefur alltaf verið í uppáhaldi. Svo hef ég verið að leika og skrifa undanfarin ár. Morgunblaðið/Unnur Karen MÁNI ARNARSON SITUR FYRIR SVÖRUM 70 mínútna hláturskast Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 25 ára 1996-2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Ég hef á tilfinningunni að sparkguðirnir hafi yfirgefið mig. Lítið bara á holninguna á liðunum mínum þessa dagana! Arsenal liggur marflatt á botni ensku úrvalsdeildarinnar; Þór frá Akureyri gæti ennþá fallið í C-deild hér heima og svo hefur maður auðvitað taugar til íslenska landsliðs- ins. Ekki þarf að segja nokkrum manni, hvorki lifandi né dauðum, hvernig ástandið er á þeim bænum, innan vallar sem utan. Er nema von að maður telji dagana þangað til Íslandsmótið í handbolta hefst en af taktískum ástæð- um upplýsi ég ekki hvaða liði ég fylgi þar að málum – enda hef ég traustar heimildir fyrir því að kastguðirnir séu með helgaráskrift að Mogganum. Til að bæta gráu ofan á svart þá fara svarnir andstæðingar minna manna með himinskautum um þessar mundir; bæði í Norður-Lundúnum og á Brekkunni. Almættinu, þeim háð- fugli, þótti það ekki nógu svívirði- legur gjörningur að henda Arsenal á botninn heldur kom það Totten- ham Hotspur á sama tíma mak- indalega fyrir á toppnum á töflu sem í þokkabót hefur lifað í tvær vikur vegna landsleikja. Þrjú mörk, níu stig. Þeir kunna aldeilis að blóð- mjólka það, þeir Nunungar. Hér heima hefur KA verið í topp- baráttu efstu deildar í sumar enda þótt sjálfur Íslandsbikarinn sé nú horfinn úr augsýn. Eina huggunin fyrir mig er fólgin í því að ég bý hvorki á Akureyri né í Norður-Lundúnum. Ekki svo að skilja að ég sé hólp- inn undan háðsglósunum. Þegar maður hélt að búið væri að minna mann nógu oft á yfirburði KA gagnvart Þór þá tók einhver kona sig til í vikunni og málaði Flatusarvegginn í Kollafirðinum, sem ég ek framhjá á hverjum degi, gulan og bláan. Já, Flatus lifir! Þjálfari Þórs er þegar fokinn, nafni minn Hjaltalín, enda eyðimerkurganga minna manna fyrir norðan síst að verða bærilegri með árunum. Nú held ég að menn verði að taka alvöru fund í Hamri fyrir næsta sumar. Arnar Þór Við- arsson landsliðsþjálfari er svo nýtekinn við að of snemmt er að tala um að farið sé að hitna undir honum – enda fáir menn í Íslandssögunni fengið erf- iðara verkefni í hendurnar. Það verður að taka með í reikninginn. Þjálfari Arsenal, Mikel Arteta, er orðinn verulega valtur í sessi enda Bar- ónarnir í frjálsu falli undanfarin ár. Gott væri að gaurinn sem fyrstur fékk þá hugmynd að skynsamlegt væri að losa sig við Arsène Wenger – og tókst að sannfæra stjórn félagsins um það – gefi sig fram þannig að hægt verði að sækja hann til saka. Mitt litla sparkvit sagði mér að brotthvarf Frakkans myndi bara þýða eitt – að liðið færi niður á við en ekki upp. Auðvitað hafði Arsenal gefið eftir undir lokin á vakt Wengers en sá ágæti maður myndi aldrei taka í mál að búa í kjallara. Án rennandi vatns og rafmagns. Sparkraunir Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Til að bæta gráu ofan á svart þá fara svarnir andstæðingar minna manna með himinskaut- um; bæði í Norður-Lund- únum og á Brekkunni. Helga Emilsdóttir Já, hlaup og jóga. SPURNING DAGSINS Stundar þú einhverja hreyfingu? Valdimar Kr. Baldursson Já, ég labba mikið og oft á fjöllum. Hildur Pálsdóttir Já, ég fer í ræktina á hverjum degi og stunda líka golf. Alexander Eggertsson Já, ég æfi körfubolta. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Sýningin Kanarí í Kjallaranum verður frumsýnd 18. september í Þjóðleik- húskjallaranum. Leikhópurinn Kanarí stendur að sýningunni og er Máni Arnarson þar leikari og einn handritshöfunda. Miðar fást á tix.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.