Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021
N
ý könnun MMR sýndi að
fylgi flokka haggaðist lítið
þótt hiti færi að færast í
kosningabaráttuna. Samkvæmt
henni fengju stjórnarflokkarnir 33
þingsæti og meirihluta. Kosið er 25.
september.
Hingað til hefur ekki verið hægt að
þekkja í sundur landbúnaðarhéruð
landsins á lyktinni en á því varð
breyting með fyrstu hvítlauks-
uppskeru Íslandssögunnar á Efri-
Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum.
Íslenska karlalandsliðið fór í gang
síðasta kortérið gegn Norður-
Makedóníu á Laugardalsvelli á
sunnudag, vann upp tveggja marka
forskot og náði jafntefli.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði
sitt fyrsta landsliðsmark sem varð til
þess að þýskir sparkspekingar líktu
honum við markavélina Gerd Müller.
Hlaup hófst úr Skaftárkötlum en
átti langa leið til byggða.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-
isráðherra sagði að leiðin lægi til
frekari tilslakana.
. . .
Lundastofninn mun vera á uppleið í
Vestmannaeyjum. Voru Eyjamenn
vonlega léttir í lund.
Í lögum er mælt fyrir um að nota
skuli ritblý til að greiða atkvæði. At-
kvæði hafa þó ekki verið gerð ógild
þótt notaður hafi verið penni og hafa
nú verið tekin af öll tvímæli um að
það verði ekki gert.
Hafi þeir 5.326 sem greitt höfðu at-
kvæði utankjörfundar á mánudag
haft áhyggjur vegna þessa geta þeir
varpað öndinni léttar.
Ljót ummerki fundust eftir akstur
utan vega í Vonarskarði í Vatna-
jökulsþjóðgarði.
Starfshópur lagði til við samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra að
Akureyri yrði skilgreind svæðis-
borg, sem yrði sérstakt byggðastig
milli höfuðborgar og stærri þétt-
býliskjarna.
Sumarið 2021 hefur verið það hlýj-
asta í sögu veðurmælinga á Akur-
eyri, Egilsstöðum, Dalatanga og
Grímsstöðum á Fjöllum. Í Reykja-
vík var það í 26. sæti á listanum yfir
hlýjustu sumurin.
Skaftárhlaup færðist í aukana, en
var enn ekki komið til byggða.
Breskur fjárfestingarsjóður keypti
Verne Global, sem rekur gagnaver
á Ásbrú og meðal annars var í eigu
Novator, fjárfestingarfélags Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar. Dregur
þar með verulega úr umsvifum hans
hér á landi.
. . .
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagði í viðtali í Dagmálum á
mbl.is að ríkisstjórnarsamstarfið
hefði gengið vel og jafnvel betur en
flestir hefðu þorað að vona. Því væri
„í meira lagi einkennilegt ef við
ræddum ekki saman – ef við höldum
meirihluta – hvort það væri flötur að
halda áfram“.
Skaftárhlaup kom til byggða en
raskaði ekki ró bænda.
Pawel Bartoszek, formaður skipu-
lagsráðs Reykjavíkur, vill grisja
bílastæði ofan jarðar á Héðinsreit
vestast í Vesturbænum. Þar búi þó
fólk og því verði að gera ráð fyrir
einhverjum stæðum.
Enn eru vandræði vegna Fossvogs-
skóla þremur árum eftir að þau hóf-
ust vegna myglu. Nú eru tafir við að
setja upp færanlegar kennslustofur
vegna þess að þær voru ætlaðar til
notkunar í heitari löndum en Ís-
landi.
Byrjað var að taka hraðpróf til að
greina kórónuveirusmit við Suður-
landsbraut. Varð til nýtt orðtak:
„Best er PCR-próf, næstbest er
hraðpróf og síst er sjálfspróf.“
98% stjórnenda iðnfyrirtækja vilja
að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á
stöðugleika, samkvæmt könnun,
sem Samtök iðnaðarins létu gera.
Óstöðugleikinn á greinilega undir
högg að sækja.
Gosið í Geldingadal skipti um takt
og hafði á þriðjudag verið rólegt í
viku og látið sér nægja að spúa gasi í
gríð og erg. Óróaritið stóð ekki undir
nafni. Ekki var þó útilokað að gosið
tæki við sér á ný.
Dregið hefur úr viðskiptum í Blóð-
bankanum á meðan kórónuveiru-
faraldurinn hefur staðið. Notkun á
rauðkornum hefur verið 5-10%
minni en venjulega og er það svipað
og í nágrannalöndunum.
Þýska landsliðið í knattspyrnu kom
til Íslands eftir að hafa kjöldregið
Armeníu og sá ekki ástæðu til að
kynna sér aðstæður á Laugardals-
velli með því að æfa þar fyrir lands-
leikinn við Ísland.
. . .
Enn rís land við eldstöðina Öskju og
hefur nú risið um 6,5 til 7 sentimetra
síðan bera fór á því í byrjun ágúst.
Miðja þenslunnar er við vesturjaðar
Öskjuvatns nálægt Ólafsgígum.
Hannes Þór Halldórsson upplýsti
eftir 4:0 ósigur gegn Þjóðverjum á
Laugardalsvelli að hann væri hættur
í íslenska landsliðinu í knattspyrnu
eftir áratug sem aðalmarkvörður
liðsins. Hann lék bæði á EM og HM.
Norðurljósin létu fyrst á sér kræla
fyrir norðan í vikunni. Norðurljós
sáust einnig yfir Reykjavík í vikunni
en þau voru ekki sterk og dönsuðu
aðeins í nokkrar mínútur áður en
skýjahulan faldi þau.
Ákveðið hefur verið að hverfa frá
þeirri 100% hækkun á vanrækslu-
gjaldinu sem lagt er á vegna óskoð-
aðra ökutækja.
Samkvæmt kjörskrárstofni Þjóð-
skrár eru nú ríflega 254 þúsund
manns sem hafa rétt á að kjósa í
þingkosningunum fram undan. Þar
af eru 127.752 konur og 126.889
karlar. Þjóðskrá hefur einnig bætt
við flokknum kynsegin/annað og
þar eru 40 kjósendur skráðir sem
slíkir.
Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjavíkurborgar hefur ákveðið
að hafna öllum tilboðum sem bárust í
verkið „Bryggjuhverfi vestur, land-
fylling“. Þóttu tilboðin sem bárust í
verkið vera of há.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins, segir nóg
komið af yfirborðskenndum nýald-
arstjórnmálum, þar sem ásýnd ráði
öllu en innihaldið ekki.
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í
markaðsviðskiptum hjá Landsbank-
anum, segir lága vexti og skort á
fjárfestingartækifærum eiga þátt í
hækkandi eignaverði. Bæði verði
hlutabréfa og fasteigna. Framboð af
fjárfestingarkostum sé takmarkað
samhliða því sem fé streymi inn í líf-
eyrissjóðina.
„Okkur finnst yfirvöld ekki hafa
sýnt mikinn áhuga á að ná samn-
ingum við okkur,“ segir Þórarinn
Guðnason, formaður Læknafélags
Reykjavíkur, en félagið sleit samn-
ingaviðræðum við Sjúkratryggingar
Íslands í vikunni.
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir
óvissustigi vegna landriss við Öskju
en undanfarnar vikur hafa hraðar
landbreytingar mælst þar. Talið er
líklegt að kvika sé að safnast þar fyr-
ir á 2-3 km dýpi.
„Líðanin er ekki endilega verst í
bylgjunum sjálfum heldur er það
stundum frekar þegar þær eru bún-
ar þar sem þá er minni félagsleg
samstaða,“ segir Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýð-
heilsusviðs hjá embætti land-
læknis, en í gær kom út lýð-
heilsumat á óbeinum áhrifum
Covid-19-faraldursins á Íslandi.
Miðað við bráðabirgðatölur sem
byggjast á fyrstu skilum fyrir ágúst-
mánuð má ætla að gistinætur á hót-
elum í ágúst hafi verið um 413.300,
þar af hafi gistinætur Íslendinga
verið um 65.500 og gistinætur út-
lendinga um 347.800.
Félagsmálaráðuneytið auglýsti eft-
ir umsóknum um embætti forstjóra
nýrrar Barna- og fjölskyldustofu
sem verið er að stofna og um emb-
ætti forstjóra Gæða- og eftirlits-
stofnunar velferðarmála, sem er ver-
ið að byggja upp.
Hlaup hófst og
Hannes kvaddi
Skaftárhlaup var fyrirferðarmikið í fréttum vikunnar.
Morgunblaðið/Eggert
04.09.-10.09.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Hannes Þór ver víti frá Messi á HM 2018. Hann er nú hættur í landsliðinu.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hof 1 Austurhús og Klettasel í Sveitarfélaginu Hornafirði
Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina Hof 1 Austurhús og Klettasel í Sveitarfélaginu Hornafirði. Staðsetning 20 km frá
þjóðgarðinum í Skaftafelli í vestur og 38 km frá Jökulsárlóni í austur.
Hof 1 Austurhús á um 1/5 hluta heildarjarðarinnar sem er mjög landmikil. Húsakostur er mjög glæsilegt einbýlishús og sumarhús.
Einbýlishúsið er um 120,1 m2 auk þess sambyggt sérstakt gestaherbergi 28 m2 og geymsla 10,2 m2. Einbýlishúsið skiptist í
alrými með eldhúsi, 2 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Öll tæki í eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergjum fylgja með. Allar
innréttingar í húsunum eru sérsmíðaðar úr þýskum hlyn (cycamore) og hvítir eldhússkápar, þvottahúsinnrétting og baðinnrétting. Í
gestaherberginu er einnig baðherbergi. Gólfefni er íslenskt gabbró sem var flutt frá Breiðamerkursandi til Reykjavíkur, þar sem grjótið
var unnið í flísar, alls 150 fermetrar á gólf og tæpir 100 fermetrar á verönd. Fyrir utan húsið er heitur pottur og jafnframt er húsið
skreytt með steindum gluggum eftir Nínu Tryggvadóttur. Húsið er steypt í hólf og gólf og er með torfþaki. Með glæsilegri húsum sem
Fasteignamiðstöðin hefur haft til sölu.
Sumarhúsið er 32,2 m2 stakstætt fullbúið hús með 1 svefnherbergi, alrými með eldhúskróki og baðherbergi. Útsýni er glæsilegt.
Náttúrufegurð Öræfanna er engu lík. Í vestri handan við svartan Skeiðarársand blasir við Lómagnúpur þar sem einn af landvættum
Íslands tók sér bólfestu. Öræfajökull trónir yfir sveitinni með hæsta fjall landsins Hvannadalshnjúk og niður hlíðar fjallanna skríða
tignarlegir skriðjöklar. Í suðri blasir við Ingólfshöfði umleikinn svörtum sandi og hafinu. Fyrsti landnámsmaður Íslands Ingólfur
Arnarson tók sér þar vetursetu, en í dag ráða þar lundinn og aðrir fuglar ríkjum. Áhugaverð jörð og húsakostur sem vert er að skoða.
Frábær staðsetning.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson.