Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Qupperneq 8
Jónas Kristjánsson og Hansína Benediktsdóttir ásamt börnum sínum árið 1923. Að neðan Ásta, Hansína, Jónas og Kristján sem lést ungur. Að ofan Rannveig, Guðbjörg og Regína sem lést þetta ár. T il þess að skapa heilbrigt og dugandi þjóðfélag, þarf andlega og lík- amlega heilbrigða þegna. Und- irstaða heilbrigðinnar eru réttir lifnaðarhættir og rétt fræðsla. En heilsurækt og heilsuvernd þarf að byrja, áður en til sjúkdóms kemur, áður en menn verða veikir. Í þessu starfi þurfa allir hugsandi menn að taka þátt, allir góðir synir og dætur fóstur- jarðar vorrar verða að telja það sína helgustu skyldu að vernda heilsu sína ættjörð- inni til handa. Og takmark allra þarf að vera það, að deyja frá betri heimi en þeir fæddust í.“ Margir læknar og heilsu- frömuðir myndu án efa telja sig fullsæmda af þessum orðum í dag en þau féllu þó fyrir 75 árum; í ávarpi Jónasar Kristjánssonar læknis í fyrsta tölublaði Heilsuverndar. „Jónas Kristjánsson var langt á undan sinni samtíð. Það fengum við staðfest um leið og við fórum að rýna ævi hans og störf betur. Það er magnað að íslenskur sveitalæknir hafi á fyrri hluta seinustu aldar farið um allan heim að kynna sér náttúrulækningar og síðan kynnt þær þjóðinni. Það er á okkar ábyrgð að segja þessa merkilegu sögu og lyfta henni upp,“ segir Ingi Þór Jónsson, verkefnastjóri heimild- armyndarinnar Láttu þá sjá og markaðsstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði, en myndin verð- ur sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld, sunnudags- kvöld, klukkan 19.45. Framúrstefnulegar hugmyndir Ingi Þór segir Jónas hafa gengið með þann draum í maganum að opna heilsuhæli á Íslandi í meira en þrjá áratugi og tókst það loksins árið 1955, þegar hann var 85 ára að aldri. Hann var yfirlæknir þar til hann lést. „Berum ábyrgð á eigin heilsu eru kjörorð samtakanna og Heilsu- stofnunin hefur lifað góðu lífi fram á þennan dag og enda þótt formið sé annað þá er í grunninn sömu straumum fylgt.“ Hugmyndir Jónasar áttu ekki endilega mik- inn hljómgrunn í því samfélagi sem hér var á öndverðri síðustu öld. „Hann byrjaði snemma að tala um mikilvægi mataræðis; að tóbak og áfengi væru heilsuspillandi, eins hvítur sykur og hveiti. Til að byrja með var hlegið að honum en með tímanum og seiglunni vann hann sífellt fleiri á sitt band og hreif fjöldann með sér í þessa vegferð. Ekki nóg með það, Jónas talaði líka um mikilvægi svefns og hreyfingar, auk þess sem brýnt væri að klæða sig vel. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi samskipta milli fólks til að sporna við dapurleika. Hugtakið þung- lyndi þekktist ekki í þá daga. En margir voru einangraðir á býlum sínum mánuðum saman yf- ir vetrartímann,“ segir Ingi Þór. Þá mun Jónas hafa brýnt fyrir fólki að hætta að kyssast og faðmast á mannamótum því það væri smitleið fyrir sjúkdóma. Að hans sögn hófst markviss söfnun efnis fyr- ir um tólf árum ef ske kynni að ráðist yrði í það verkefni að gera heimildarmynd um Jónas. Tekin voru fjölmörg viðtöl, meðal annars við fólk sem nú er fallið frá. Sagafilm kom að verk- efninu ásamt NLFÍ árið 2019. Framleiðandi er Margrét Jónasdóttir og leikstjóri Guðjón Ragn- arsson. Ingi Þór segir samvinnuna við þau hafa verið sérstaklega ánægjulega og Guðjón, sem er fæddur árið 1992, hafi komið með ferska sýn að borðinu. Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low semur tónlistina í myndinni. „Hugmyndin var alltaf að hafa persónu Jón- asar í forgrunni; að þetta yrði fyrst og fremst hans saga. Það hljómar kannski ekkert spenn- andi að gera heimildarmynd um löngu látinn mann en að mínu viti hefur tekist afar vel til; myndin er mögnuð og viðbrögð fólks sem hefur séð hana, bæði í Bíói Paradís og hér á Heilsu- stofnun, hafa verið mjög góð,“ segir Ingi Þór. Ekkert lá á Til stóð að frumsýna myndina á liðnu ári, í til- efni af 150 ára fæðingarafmæli Jónasar, en af því varð ekki vegna heimsfaraldursins. „Þegar upp er staðið kom það ekki að sök; við ákváðum bara að anda betur ofan í verkefnið og gera þetta ennþá betur. Enda lá ekkert á,“ segir Ingi Þór. Heimilda var leitað víða; meðal annars í fyrr- nefndu tímariti Heilsuvernd sem NLFÍ gaf út og Jónas var frumkvöðull að. Þá reyndist Jón Ormar Ormsson, fyrrverandi dagskrárgerð- armaður á Sauðárkróki, betri en enginn en hann mun vera sérfróður um ævi og störf Jón- asar og sögu NLFÍ. Þá koma læknar fram í myndinni, svo sem Óttar Guðmundsson geð- læknir og Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræðum, en Covid-19 fléttaðist óhjá- kvæmilega inn í söguna á lokasprettinum. Einn- ig má nefna Magnús A. Sigurðsson sagnfræðing og marga fleiri. Ýmsir sem þekktu Jónas persónulega leggja orð í belg, þeirra á meðal barnabarn hans og al- nafni, Jónas Kristjánsson ritstjóri. Hann segir afa sinn ekki endilega hafa verið barnelskan mann en eigi að síður hafi verið ákaflega gaman að heimsækja hann enda gamli maðurinn haf- sjór af fróðleik, auk þess sem hann bjó að góðu bókasafni. „Fólk er sammála um að Jónas hafi verið metnaðarfullur, ákveðinn og sérstaklega kapp- samur. Þess vegna kom hann öllu þessu í verk. Það má heldur ekki gleyma þætti Hansínu Benediktsdóttur, eiginkonu hans, í þessu öllu. Hún var stoð hans og stytta alla tíð og án henn- ar hefði þetta aldrei verið hægt,“ segir Ingi Þór. Missti móður sína ungur Jónas Kristjánsson fæddist á Snæringsstöðum í Svínadal í Húnavatnssýslu 20. september 1870 og lést á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði 3. apríl 1960. Jónas varð fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína þegar hann var barn að aldri og hét Helgasta skyld- an að vernda heilsuna Láttu þá sjá, ný íslensk heimildarmynd um lífshlaup Jónasar Kristjánssonar, læknis og stofnanda Náttúrulækn- ingafélags Íslands og Heilsuhælisins í Hveragerði, verður sýnd á RÚV í kvöld. Jónas þótti langt á undan sinni samtíð þegar kom að heilsurækt og heilsuvernd. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ingi Þór Jónsson Jónas Kristjánsson fór víða um dagana. Hér er hann ásamt ljóns- ungum í Hamborg. HEILSA 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.