Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021
HRYÐJUVERK
Rústahaugurinn eins og hann blasti við vegfarendum sem leið áttu um Broadway í fjármálahverfinu tveimur vikum síðar.
Morgunblaðið/Einar Falur
Farþegi á Staten Island-ferjunni horfir yfir til Manhattan-eyju þar sem
reykjarmökkurinn frá rústum World Trade Center-byggingarinnar grúfði enn
yfir, tæplega hálfum mánuði eftir árás hryðjuverkamannanna.
Morgunblaðið/Einar Falur
27. september 2001 birti bandaríska alríkislögreglan, FBI, myndir af 19 ungum,
dökkhærðum mönnum sem grunaðir voru um að vera þeir sem rændu flugvél-
unum sem notaðar voru til hryðjuverkanna 11. september.
Reuters
Meira en fimm hundruð manns komu saman í Washington Square-garðinum í
New York daginn eftir ódæðið og héldu á kertum í minningu hinna látnu.
Heimurinn var í uppnámi og fólk upplifði yfirgnæfandi sorg og samúð.
Reuters
Bandaríski fáninn blaktir á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu, til minn-
ingar um konu sem lést í árásinni. Svæðið nær frá Vesey Street í norðri, West
Side Highway í vestri, Liberty Street í suðri og Church Street í austri.
AFP