Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021
HREYFING
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Það er allt að fara á fullt og lífið
er að komast í sama horf og
áður, þó maður hafi á misst
trúna af og til á þessum síðustu
nítján, tuttugu mánuðum. En nú eru
gleðitímar hér í Hress. Eina sem er
breytt er að bilið hefur lengst á milli
manna í tímum því við hleypum ekki
jafn mörgum inn í salina og áður. En
það er dásamlegt í vinnunni og nú
sér maður bæði gömul og ný andlit
og fólk streymir hér í hús. Ég held
að fólk hafi mikla þörf fyrir að kom-
ast aftur í sínu venjubundnu hreyf-
ingu,“ segir Linda Hilmarsdóttir,
eigandi Hress Heilsurækar í Hafn-
arfirði.
Nýtt fyrir bjölludýrkendur
„Við sjáum nú marga af okkar fasta-
kúnnum sem hafa fylgt okkur í tutt-
ugu ár jafnvel en hafa ekki látið sjá
sig á Covid-tímum. Það fólk er að
koma aftur og vilja margir fara á
námskeið þar sem er byrjað rólega.
Svo eru alltaf einhverjir nýir við-
skiptavinir að bætast í hópinn,“ seg-
ir Linda og segir ýmislegt nýtt á
boðstólum í Hress sem hefur verið
starfandi í 34 ár.
„Við erum með nýtt námskeið sem
heitir bjölluform og erum þar í sam-
starfi við Loga Geirsson sem hefur
verið með fólk í fjarráðgjöf. Nú ætl-
um við að blanda saman hreyfing-
unni hér og ráðgjöfinni frá honum.
Hann hittir fólk og fer yfir pró-
grömm og mataræði, en þetta er ein-
staklingsmiðað og allir fá að vinna
æfingar við sitt hæfi. Það er ótrúlegt
hvað er hægt að gera með bjöllur,“
segir Linda og segir að bjöllur hafi
orðið vinsælar á kórónuveirutímum.
„Bjölludýrkendur sem keyptu sér
bjöllu í Covid vilja nú fara að komast
í faglega meðferð með bjöllurnar og
svo getur fólk auðvitað haldið áfram
heima,“ segir Linda og segir þau
einmitt hafa verið dugleg að leigja út
bjöllur, lóð og tæki þegar lokað var í
Hress.
„Hér hefur verið lokað í sjö mán-
uði, fjórum sinnum. Þetta hefur ver-
ið skelfilegur tími fyrir atvinnurek-
andur eins og okkur hjónin. Við
höfum verið bæði hrædd og reið og
óttuðumst um tíma að lífsstarfið
okkar væri farið. Lokunarstyrkir
hafa hjálpað okkur gríðarlega og
gert okkur kleift að halda áfram sem
við gerum nú á fullum styrk.“
Eins og á vöggustofu
„Nú er fólk tilbúið í slaginn og vill fá
eitthvað nýtt og ferskt. Þannig að
við erum búin að verða við þeim ósk-
um, enda erum við í svo miklu stuði.
Ég elska núna að vera í vinnunni vit-
andi það að það verður ekki lokað á
mann aftur,“ segir Linda og segist
ekki eiga von á frekari lokunum.
„Flestir eru bólusettir í dag og
hér hefur enginn smitast eða verið
settur í sóttkví.“
Hvað annað er nýtt hjá ykkur í
haust?
„Við erum með nýja tíma sem
heita para-wod, sem eru paraæf-
ingar. Wod stendur fyrir „workout
of the day“, eða æfingar dagsins.
Fólk þarf ekki að þekkjast, því það
þarf ekki að snertast og notar ekki
sömu áhöld, en unnið er saman í pör-
um. Parið vinnur saman æfingar og
skiptir þeim á milli sín eftir getu
hvers og eins og er þetta mjög
skemmtilegt. Við erum líka komin
með nýtt „tvist“ á heitu tímana, en í
Covid fundum við mikinn áhuga á
þeim tímum. Nú ætlum við að koma
með alls kyns nýjar útgáfur af heitu
tímunum, eins og lotuþjálfun, styrk
og meiri bruna. Við erum líka að
bjóða upp á átta vikna „langt og
strangt“ námskeið og eru þau alltaf
full, en við höfum ekki boðið upp á
átta vikna námskeið í fimmtán ár.
Fólk vill núna hitta sama þjálfarann
og vera með sama fólkinu, en við er-
um enn með skráningu í alla tíma.
Við erum líka enn með allar varnar-
ráðstafanir í gangi og hér er ekkert
kæruleysi. Við göngum hér um eins
og þetta sé vöggustofa.“
Veiran bankaði upp á
Linda og eiginmaður og viðskipta-
félagi hennar, Jón Þórðarson, hafa
ekki farið varhluta af veirunni því
þau nældu sér bæði í hana í sumar-
fríinu í sumar.
„Við vorum fullbólusett og vitum
ekki hvernig við fengum þetta. Við
vorum í sumarfríi þannig að það má
segja að þetta hafi komið á besta
tíma fyrir okkur. Ég fór í tékk eftir
ferðalag erlendis en hafði ekki fund-
ið nein einkenni. En þá var ég með
veiruna og stuttu síðar greindist líka
Nonni. Við erum nú bara glöð að
geta hakað í þetta box líka, þótt
þetta hafi verið sjokk fyrst. Ég var
líka hrædd um að hafa smitað ein-
hvern, sem var sem betur fer ekki
raunin. Nú erum við sem sagt með
bæði belti og axlabönd,“ segir Linda
og brosir.
„Þetta hafði ekki miklar afleið-
ingar fyrir okkur og við urðum sem
betur fer ekki veik, en ég fann
hvorki lykt né bragð. Ég reyndi að
nota tækifærið og borða bara egg og
laufblöð,“ segir hún og hlær.
„Um að gera að borða bara hollt
fyrst ég fann ekkert bragð. Ég fór
að lykta af öllu til að reyna að þjálfa
upp lyktarskynið; þefaði af blómum
og kaffinu mínu. Þegar ég var í ein-
angrun langaði mig mest í ís með
dýfu en það gekk ekki að koma með
það til mín,“ segir hún hlæjandi og
bætir við að bæði lyktar- og bragð-
skyn sé sem betur fer komið til
baka.
„Ég fann líka hvað ég var með lít-
ið þol eftir veikindin og er ég búin að
vera að byggja það upp smátt og
smátt. Nú er ég orðin eins og ég var.
Þetta var viss lífsreynsla og við náð-
um líka að hvíla okkur og safna
kröftum eftir erfiða tíma. En nú er-
um við himinlifandi!“
Litla vinalega stöðin
Linda segist vel finna hvað við-
skiptavinunum finnst gaman að
koma og hittast á ný.
„Þegar ég er að kenna þá tala
konurnar svo mikið að ég kemst ekki
að! Og ég elska það. Hér eru margir
litlir hópar og við viljum vera litla
vinalega stöðin. Ég er í gleðikasti.“
Svona að lokum, verða Hress-
leikar?
„Við erum mikið búin að vera að
ræða það og já, þeir verða örugglega
í einhverri mynd. Við förum fram á
að fólk sé bólusett og ætlum að fá
fólk til að taka hraðpróf deginum áð-
ur og það verða fjöldatakmarkanir.“
„Ég er í
gleðikasti“
Líkamsræktarstöðvarnar fara yfirleitt á fullt á
haustin en sennilega aldrei eins og nú eftir tíðar
lokanir síðasta eina og hálfa árið. Linda Hilmars-
dóttir hjá Hress Heilsurækt er himinlifandi yfir
því að sjá aftur fólk streyma í ræktina.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Linda Hilmarsdóttir sér nú loks fram
á bjarta tíma og hefur tekið gleði sína
á ný eftir erfiða kórónuveirutíma.
Morgunblaðið/Ásdís
Þeir voru sprækir félagarnir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í hand-
bolta, Jón Þórðarson, eigandi Hress, og Aðalsteinn Arndal, handboltaþjálfari
meistaraflokks FH í handbolta, þegar blaðamaður leit inn í vikunni.