Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.09.2021, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.9. 2021 LESBÓK VELMEGUN Bandaríska leikkonan Angela Bassett, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í dramaþáttunum 9-1-1 sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans, játar því hvorki né neitar að hún sé hæstlaunaða hörundsdökka leikkonan í sjónvarpssögunni en sjón- varpsþátturinn Deadline hélt þessu fram fyrir skemmstu; segir hana fá 450 þúsund Bandaríkjadali fyrir hvern þátt eða sem nemur rúmum 57 milljónum króna. Þokkalegasta kaup. „Veistu hvað?“ segir hún í samtali við breska dagblaðið The Guardian. „Það sem ég stefndi að snemma á ferlinum var að vinna jafnt og þétt og uppskera sanngjörn laun. Það á ugglaust við um fleiri og þegar að því kem- ur, þá er það góður dagur. Og ég vona að það leiði til jafnréttis öðrum til handa. Það er mín von.“ Launahæst í sögunni? ÓLÁN Amy Lee, söngkona rokkbandsins Eva- nescence, varð fyrir því óláni á dögunum að snúa sig illa á ökkla meðan hún var á heilsu- bótargöngu úti í náttúrunni nærri heimili sínu í Nashville. Í samtali við bandarísku útvarps- stöðina 102.9 The Buzz sagðist Lee hata rækt- ina eins og pestina og því hefði hún verið him- inlifandi þegar hún uppgötvaði göngur í skóglendi og hlíðum enda mikilvægt fyrir rokkara að halda sér í formi. Ekki vildi þó betur til en svo að hún hrasaði með fyrr- greindum afleiðingum. Lee hefur tæpa tvo mánuði til að jafna sig en Evanescence leggur upp í túr með Halestorm 5. nóvember. Hrasaði og sneri á sér ökklann Amy Lee hélt að náttúrugöngur væru fyrir sig. AFP Anette Olzon var að gefa út plötu. Ennþá lögð í einelti EINELTI Sænska málmsöngkonan Anette Olzon, sem í eina tíð var í finnska bandinu Nightwish, viður- kennir í samtali við finnska tímarit- ið Tuonela að sér líði stundum eins og hún sé aftur komin í barnaskóla þegar hún fer inn á samfélags- miðla. Ástæðan er sú að hún var lögð í einelti í skóla og sama hefur gerst á samfélagsmiðlum. „Fólk skrifar ennþá hræðilega hluti um mig á netinu; ég fæ stöðugt slík skilaboð. Eftir langa mæðu bar ég gæfu til að verja mig þegar ég var í skóla og ég er þess líka umkomin í dag. Þið sem verðið fyrir einelti á netinu skuluð vita að það snýst ekki um ykkur. Það eru eineltissegg- irnir sem eiga bágt,“ segir Olzon. G od Hates Us All, níunda breiðskífa kaliforníska þrassbandsins Slayer, átti upphaflega að koma út 10. júlí 2001 en seinkaði vegna vangaveltna um hljóðblöndun og útlit umslagsins, auk þess sem útgáfufyrirtækið, Am- erican Recordings, var að skipta um dreifingaraðila. Nýr útgáfudagur var því ákveðinn, 11. september sama ár. Ekki þarf að minna nokk- urn mann sem kominn er til vits og ára á hvað gerðist þann dag; hryðju- verkamenn gerðu árás á World Trade Center og Pentagon í Banda- ríkjunum og heimurinn hélt niðri í sér andanum. Hvaðan kom slík heift, hvaðan kom slík grimmd? Ekki svo að skilja að margir hafi verið að gefa útgáfu God Hates Us All gaum þennan tiltekna dag en þegar frá leið hafa ábyggilega fleiri en einn og fleiri en tveir hugsað: Eru þessir menn skyggnir? Ég meina, platan inniheldur lög á borð við Dis- ciple, God Send Death, War Zone, Here Comes the Pain og Payback. Allt með miklum ólíkindum. Í texta Disciple segir m.a.: Pessimist, terrorist targeting the next mark Global chaos feeding on hysteria Cut throat, slit your wrist, shoot you in the back fair game. Auðvitað blasti hryðjuverkaógn Þið megið drepa helvítið! 11. september 2001, daginn sem hryðjuverka- menn réðust á Bandaríkin, sendi málmbandið Slayer frá sér plötuna God Hates Us All, þar sem m.a. var ort um trú, morð, hefnd og sjálfsaga. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Tom Araya í Laugardalnum sumarið 2018. Hann er nú sestur í helgan stein. Morgunblaðið/Árni Sæberg Slayer henti atómsprengju inn í málmheima með þriðju breiðskífu sinni, Reign In Blood, árið 1986 en hún er af mörgum talin ein allra besta málmplata sögunnar. Henni var þétt fylgt eftir með South of Heaven (1988) og Seasons in the Abyss (1990) en næstu þrjár skífur, Divine Intervention (1994), ábrei- ðulagaplatan Undisputed Attitude (1996) og Diabolus in Musica (1998) skoruðu ekki eins mörg málmstig. Þess vegna var mikill hugur í mönnum við upphaf nýrrar aldar; God Hates Us All átti að hrista upp í liðinu. Og hún gerði það – upp að vissu marki. Fékk býsna góða dóma á heildina litið og náði hæst í 28. sæti á Billboard- listanum. Þá fékk Slayer sína fyrstu Grammy-tilnefningu fyrir Dis- ciple. Ekki svo að skilja að mönnum hafi þótt mikið til þess koma; þeir músiseruðu aldrei fyrir hinn breiða fjölda. Slayer sendi frá sér þrjár breiðskífur í viðbót, áður en bandið lagði upp laupana síðla árs 2019. Og hvaða svar hafði almættið við því? Kófið. Stimpluðu sig út laust fyrir kófið Listaverkið framan á God Hates Us All er umdeilt. Angela Bassett gerir það gott. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.