Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 Vörusmiðjunni. Þannig auka menn virði afurða sinna sem bæði eru seldar í matsölustaði, manna á milli og eru líka til sölu í sölubíl Vöru- smiðjunnar sem fer reglulega í hringferð um Norðurland vestra. - - - Um þessar mundir standa yfir umfangsmiklar framkvæmdir á miðhæðinni í Stjórnsýsluhúsinu, sem nú er allt í eigu sveitar- félagsins. Hótelið, sem eitt sinn var þarna, hefur verið rifið og nú er verið að innrétta hæðina sem skrif- stofuhúsnæði. Að því loknu mun greiðslustofa Vinnumálastofnunar, sem er nú í þrengslum á efstu hæð- inni og á jarðhæð, flytja á miðhæð- ina. Skrifstofa sveitarfélagsins, sem nú er á jarðhæð, mun svo flytja upp á efstu hæðina en þó ekki fyrr en fyrirhuguð lyfta hefur verið byggð. Áætlað er svo að leigja jarðhæðina út undir skrifstofur. - - - Nýlega lauk forkönnun meðal íbúa Skagabyggðar og Sveitar- One Tree Planted. Vegirnir eru girðingavegur efst á svæðinu og hins vegar vegir til að fara um svæðið með plöntur og áburð þegar útplöntun hefst. Til að útskýra framkvæmdirnar var haldinn kynn- ingarfundur um þær í Fellsborg þar sem Þröstur Eysteinsson skógrækt- arstjóri og Rúnar Ísleifsson, skóg- arvörður og umsjónarmaður verk- efnisins, fóru yfir málin og svöruðu spurningum fundarmanna. Eftir fundinn var fólk mun sáttara við framkvæmdirnar en áður eins og oft verður ef mál eru útskýrð af fagfólki. - - - Sífellt fleiri notfæra sér aðstöð- una í Vörusmiðju BioPol til að vinna fjölbreyttar afurðir sínar. Vöru- smiðjan er vottað vinnslurými, vel búið tækjum og tólum, sem gerir fólki kleift að selja afurðir sínar á markaði án vandræða. Gæsa- veiðimenn eru búnir að uppgötva kosti þess að vinna og pakka bráð sinni þarna og sjómaður hefur unn- ið og pakkað hluta afla síns hjá félagsins Skagastrandar um hvort hefja ætti sameiningarviðræður milli sveitarfélaganna tveggja. Til- laga um sameiningu allra sveitar- félaganna í Austur-Húnavatnssýslu var felld í sumar í báðum þessum sveitarfélögum. Í forkönnuninni nú var meirihluti í báðum sveitar- félögum fyrir að hefja viðræður þeirra tveggja. Í Skagabyggð svör- uðu 48% játandi en 46 % neitandi. 6% vildu ekki svara eða voru óákveðin. Á Skagaströnd sögðu 92% já en 5% nei en 3% vildu ekki svara eða voru óákveðin. Ekkert hefur enn verið ákveðið hvort eða hvenær verður farið í formlegar sameining- arviðræður þannig að það er spenn- andi að fylgjast með vendingum í málinu. - - - Eftir nokkur ár án þess að hér væri matsölustaður ber nú nýrra við. Nú getur fólk valið milli tveggja mjög frambærilegra mat- sölustaða ef það hefur áhuga fyrir að fara út að borða. Harbour rest- aurant og bar var opnað 17. júní sl. og hefur aðsókn þar farið fram úr björtustu vonum eigendanna. Harbour stendur, eins og nafnið gefur til kynna, við höfnina á Skagaströnd. Hólanes restaurant og bar er hitt veitingahúsið. Það er í húsinu sem áður hýsti veitingahúsin Kántrýbæ og síðar Borgina. Því miður er Hólanes bara opið um helgar því eigendum þess hefur ekki tekist að fá nauðsynlegt fólk til starfa. Airbnb-íbúðir, nýlegt gisti- heimili og mikil fjölgun ferðafólks á tjaldsvæðinu hjálpa til við rekstur veitingahúsanna sem svo aftur hafa áhrif á aðsókn í gistiheimilin og á tjaldsvæðið. - - - Ástand gömlu löndunarbryggj- unnar – Ásgarðs – í höfninni er orð- ið mjög bágborið og því löngu kom- inn tími á að gera endurbætur á henni. Bryggjan er gömul staura- bryggja frá árunum kringum 1943 með steyptri þekju. Nú er í píp- unum að reka niður stálþil kringum hana og laga þekjuna. Þessi fram- kvæmd er á fimm ára samgöngu- áætlun 2020-2024 og samkvæmt henni á frumhönnun og efnis- kaupum að ljúka á þessu ári. Fram- kvæmdir eiga svo að hefjast 2022 og ljúka 2023. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 245 milljónir króna sem skiptist þannig að sveitarfélagið ber 25% en Vega- gerðin 75%. Framkvæmdin mun stórbæta aðstöðuna í höfninni því í dag er umferð mjög takmörkuð á bryggjunni. - - - Segja má að loftslagsbreytingar með tilheyrandi skógareldum og þurrkum séu farnar að hafa áhrif hér á litlu Skagaströnd. Kemur það meðal annars fram í því að bygging atvinnuhúsnæðis tveggja manna tefst vegna þess að burðarvirkið úr límtré fæst ekki afgreitt á tilsettum tíma. Ástæðan er að sögn skógar- eldar í Evrópu þannig að tafir eru á afgreiðslu á timbri frá birgjum þar. Þetta hefur líka í för með sér gríð- arlega verðhækkun á timbri, eins og fólk sem stendur í fram- kvæmdum hefur sannarlega fundið fyrir. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skagaströnd Haustið kom með hvelli í bænum og virtist koma blómum og trjám í opna skjöldu. Fallin lauf og fölnuð blóm í varpa ÚR BÆJARLÍFINU Ólafur Bernódusson Skagaströnd Í byrjun október kom fyrir al- menningssjónir húsnæðisáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd 2021-2024. Í henni er mikið af for- vitnilegum upplýsingum um stöðu þeirra mála í dag, mannfjöldaspá, aldursdreifing íbúa og þarfagrein- ing ásamt ýmsu öðru sem snertir sveitarfélagið og þróun þess. Þar kemur meðal annars fram að hús- næðisskortur er farinn að standa í vegi fyrir fjölgun íbúa í sveitar- félaginu og þróun atvinnulífsins hér. - - - Í skýrslunni er talið að byggja þurfi tvær til fjórar íbúðir á ári næstu þrjú árin til að skapa jafn- vægi á húsnæðismarkaðnum á Skagaströnd. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu hefur sveitarfélagið ýtt undir byggingar- framkvæmdir með því að útvega fólki fríar íbúðarhúsalóðir við frá- gengnar götur. Hefur það orðið til þess að þegar hefur risið eitt ein- býlishús og tveimur lóðum í viðbót hefur verið úthlutað fyrir slík hús. Ein af rótum þessa húsnæðis- vanda felst í því að þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað til muna á Skagaströnd á síðustu misserum er verð hér enn frekar lágt og í flestum tilfellum mun lægra en byggingarkostnaður við nýtt hús. Þar að auki lána lánastofnanir miklu minna til nýbygginga á svæð- inu en í sveitarfélögum á suðvest- urhorninu. Það jákvæða er að allar fasteignir sem koma í sölu seljast mjög fljótt og að sjálfsögðu munar mikið um að fá ókeypis bygging- arlóð. - - - Mörgum Skagstrendingi brá í brún í lok september við að sjá jarðýtu leggja akvegi þvers og kruss í fjallinu okkar, Spákonufell- inu. Hér var um að ræða byrjunar- framkvæmdir vegna skógræktar- átaks í fjallinu í samvinnu Skóg- ræktarinnar, sveitarfélagsins og Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 565 Fjöldi glæsilegra verka á uppboð.is til 18. október Jóhannes S. Kjarval Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is Perlur í íslenskri myndlist Stórval Jóhannes S. Kjarval K arólín a Lárusdóttir „Kranskónguló (steatoda nobilis) er talin nokkuð kuldaþolin og er því vel hugsanlegt að hún gæti lifað þokka- legu lífi í vel upphituðum húsum okkar. Tegundin hefur fundist hér tvisvar með vissu sem staðfestir möguleika hennar á að berast,“ skrifar Erling Ólafsson skordýra- fræðingur á facebook-síðunni Heim- ur smádýranna. Vitnar Erling til umfjöllunar í írskum fjölmiðlum undanfarið en kranskónguló hefur lagt undir sig húsakynni í Dyflinni og úthýst þar hefðbundnum tegundum kóngulóa. Kranskónguló er að sögn Erlings talin upprunnin í eyjunum suður í höfum, eins og Madeira og Kanarí- eyjum, og hefur borist þaðan til meginlands Evrópu. Erling skrifar einnig um svart- ekkju (latrodectus mactans) sem getur verið illskeytt þá sjaldan hún nær að bíta. Hann segir lífsháska af bitum svartekkju orðum aukinn. Bit af ekkjukóngulóm geti vissulega verið sár og betra að koma sér til læknis ef eituráhrifa gætir. Erling telur Íslendinga ekki þurfa að óttast ekkjukóngulær, þar sem þær lifa í fjarlægum löndum. Svart- ekkjan sé helst þekkt í N-Ameríku og stundum hafi þær borist hingað. „Alls hafa fjórar tegundir þeirra verið greindar hér, svartekkjan þeirra á meðal, en hún hefur einkum fundist í vínberjaklösum frá Vestur- heimi,“ ritar Erling Ólafsson. Kranskónguló nálgast Ísland - Gæti lifað af í upphituðum húsum Ljósmyndir/Heimur smádýranna Kranskónguló Farin að hrella nágranna okkar á Írlandi. Svartekkja Auðþekkjanleg með „rautt stundaglas“ á búknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.