Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 ✝ Aðalheiður Árnadóttir fæddist niðri á Stekkjum í Hnífs- dal 19. desember 1928. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á Ísa- firði 28. september 2021. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ína Rannveig Ragúelsdóttir, f. 21. júní 1898, d. 4. maí 1986, og Sigurður Árni Jónsson, f. 10. júlí 1900, d. 9. apríl 1987. Hún á einn bróður á lífi, Hörð Lín- dal Árnason, f. 3. mars 1934. Látin eru Jón Guðmundur Árnason, f. 4. febr. 1927, d. 28. júlí 1935, og Júlíana Ólöf Árna- dóttir, f. 7. júní 1930, d. 3. okt. 1953, og Rakel Sólborg Árna- dóttir, f. 27. ágúst 1936, d. 29. sept. 1999. Frá fyrra hjóna- bandi móður hennar eru Sig- urborg Helgadóttir, f. 7.10. 1920, d. 21.1. 2002, Júlíus Helgi Helgason, f. 4.2. 1923. d. 21.10. 2011, og Matthías Helgason, f. 11.4. 1918, d. 6.5. 1983. Hinn 28. maí 1949 giftist hún Skaftason, þau áttu tvö börn, síðari maki var Sigurjón Þor- grímsson sem er látinn, hann átti tvær dætur. Aðalheiður og Friðbjörn ólu upp bróð- urdóttur Friðbjarnar, dóttur Páls Friðbjarnarsonar, og syst- urdóttur Aðalheiðar, dóttur Júlíönu, Rannveigu Sig- urbjörgu Pálsdóttur, f. 24.6. 1948, maki Ernir Ingason, þau eiga þrjú börn. Heiða eins og Aðalheiður var ávallt nefnd fór suður til Reykjavíkur 16 ára gömul og hóf störf á Landakotsspítala og síðar á sjúkrahúsinu Hvíta- bandinu. Hugur hennar stóð til hjúkrunarnáms en breyttar að- stæður heima fyrir urðu til þess að ekki gat orðið af nám- inu og hún fluttist aftur vestur. Fyrir vestan starfaði hún m.a. við fisk- og rækjuvinnslu. Síðar vann hún við mötuneyti Menntaskólans á Ísafirði, við afgreiðslu í Gamla bakaríinu og við matseld við Sjúkrahúsið á Ísafirði. Eftir að Heiða flutti suður árið 1982 starfaði hún á Reykjalundi og síðar við mat- seld í Verslunarskólanum, þar starfaði hún í fimmtán ár þar til hún hætti sökum aldurs. Síðustu æviárin bjó Heiða á Hlíf 1 á Ísafirði. Útför Aðalheiðar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 9. október 2021, og hefst athöfnin klukkan 14. Friðbirni Frið- bjarnarsyni, f. 11. mars 1923, d. 30. sept. 1994. Þau slitu samvistir. Foreldrar Frið- bjarnar voru Frið- björn Helgason, f. 5. okt. 1883, d. 24. sept. 1946, og Sól- veig Steinunn Pálsdóttir, f. 30. nóv. 1899, d. 21. feb. 1993. Þau bjuggu á Sút- arabúðum í Grunnavík. Börn Aðalheiðar og Frið- bjarnar eru: 1) Friðbjörn Heið- ar, f. 31.12. 1949, d. 3.3. 1994, maki hans var Jórunn Jóhanna Þórðardóttir, þau eiga þrjú börn. 2) Sólveig, f. 16.8. 1952, maki Aðalsteinn Sigfússon, þau eiga þrjú börn. 3) Árni Júlíus, f. 23.11. 1953, maki Ágústa Marísdóttir, þau eiga eina dóttur. 4) Snæbjörn, f. 3.8. 1955, maki hans var Guð- rún Valgarðsdóttir, þau slitu samvistir, þau eiga tvær dæt- ur, síðari kona er Anna Irena Smoter, hún á einn son. 5) Að- albjörg, f. 10.7. 1960, fyrri maki var Magnús Hafsteinn Hvað segir þú fallegt? Þannig heilsaði Heiða amma mér þegar ég kom í heimsókn. Hún var glæsileg kona, sem eftir var tekið hvert sem hún kom og hélt hún þeirri reisn til síðasta dags. Hún var hrókur alls fagnaðar og heyrðist hláturinn í henni langar leiðir. Eins lá henni hátt rómur þegar hún talaði og meinti hvert einasta orð og hafði sterkar skoðanir á flestu. Hún átti erfitt með að standast fallega skó og helst varð hún að eiga hanska og veski í stíl. Eins átti hún urmul af alls konar glingri og skarti. Fötin saumaði hún svo á sig sjálf, nýmóðins dragtir og kjóla. Í minningunni sé ég ömmu að- eins fyrir mér á Bakkaveginum í Hnífsdal, með svuntu annaðhvort í þvottahúsinu, sem var heilög stund, eða í eldhúsinu. Allt sem kom frá eldhúsinu var borið á borð á smekklegan hátt. Ekki man ég eftir henni sitjandi við borðið og hún borðaði oftast þeg- ar allir voru búnir. Svo voru bakstursdagarnir og á sunnu- dögum voru sko kaffiboð, sem í dag væri nær að kalla ferming- arveislu. Hvern sunnudag kom stórfjölskyldan saman og drakk heitt súkkulaði úr mánaðarboll- unum og gos úr kristalsglösum. Borðið svignaði undan öllum kræsingunum hennar. Ég var svo hjá ömmu og afa Bjössa í einn vetur á meðan mamma stundaði nám í Íþróttakennara- skólanum að Laugarvatni. Ég hef verið 4 eða 5 ára. Ég minnist þess ekki að hafa fengið ein- hverja sérmeðferð þar, varð ein af börnunum þeirra. Ég þurfti að gegna og fara eftir settum reglum. Þar leið mér alltaf vel, mikið líf og fjör á stóru heimili. Þar var ég eins og blómi í eggi og fann fyrir væntumþykju frá öll- um á Bakkaveginum. Ekki má gleyma garðinum í Hnífsdal sem var smekklega hannaður og vel hirtur. Ekki kom annað til greina en að fá besta skít sem völ var á í garðinn hennar Heiðu Árna og lét hún senda eftir honum alla leið til Grunnavíkur. Þangað þurfti hún líka að komast á haustin til berja því þar voru þau mun betri en úr Djúpinu eða annars staðar frá. Heimili ömmu voru alla tíð fagurlega skreytt, stífaðir dúkar á fægðum borðum. Bónuð gólfin og gluggatjöldin svo glæsilega saumuð og hönnuð af henni, að þau hæfðu kónga- fólki. Við sem þekktum, vitum að amma átti það til að segja upp- hátt það sem hún hugsaði og gat það stundum verið bagalegt. Hún byrjaði í megrun árið 1970 og stóð sá megrunarkúr til ársins 2020. Hún lét mig vita ef ég varð of búttuð og eins ef ég varð of grönn því þá væru hrukkurnar mínar bara meira áberandi. En þetta fór inn um annað og út um hitt. Svona var hún bara og varla færi ég að breyta því. Amma mín, ég vissi að ég væri að kveðja Aðalheiður Árnadóttir Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Tökum á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt húsnæði og nýir glæsilegir bílar. Sjá nánari upplýsingar á utfor.is Útfararþjónusta Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina – Þjónusta um allt land og erlendis – Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum í yfir 70 ár Guðný Hildur Kristinsdóttir Framkvæmdastjóri Ellert Ingason Sálmaskrár, útfararþjónusta Emilía Jónsdóttir Félagsráðgjöf, útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson Útfararþjónusta Lára Árnadóttir Útfararþjónusta Sigurður Bjarni Jónsson Útfararþjónusta Magnús Sævar Magnússon Útfararþjónusta Jón G. Bjarnason Útfararþjónusta Helga Guðmundsdóttir Útfararþjónusta Elsku eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, SNORRI BALDURSSON líffræðingur, Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju í Reykjavík föstudaginn 15. október klukkan 13. Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir Heimir Snorrason Signý Kolbeinsdóttir Narfi Þorsteinn Snorrason Svava Þorleifsdóttir Baldur Helgi Snorrason Sunna Kristín Hannesdóttir Snorri Eldjárn Snorrason Alda Valentína R. Hafsteinsd. Snorri, Svava, Þorleifur Kári, Benjamín Eldjárn, Dagur Snorri, Lovísa Guðrún Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN HELGASON, fyrrv. skrifstofustjóri, Akureyri, lést sunnudaginn 3. október á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 14. október klukkan 13. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – Beinar útsendingar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð á vegum Knattspyrnufélags Akureyrar. Sigríður Árnadóttir Stefán Jóhannsson Karólína Margrét Másdóttir Helgi Jóhannsson Kristín Sólveig Eiríksdóttir Hólmfríður Jóhannsdóttir Unnar Vilhjálmsson Sigríður Jóhannsdóttir Sigurður Sigurðsson Eiríkur S. Jóhannsson Friðrika Tómasdóttir Jónína Þuríður Jóhannsd. Guðmundur Örn Sverrisson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.