Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 ✝ Soffía Heið- veig Friðriks- dóttir fæddist 7. október 1931 á Hverhóli í Skíða- dal. Hún lést á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 26. september 2021. Foreldrar henn- ar voru Svanfríður Gunnlaugsdóttir, f. 27. nóvember 1900, d. 8. ágúst 1991, og Friðrik Jóns- son, f. 2. nóvember 1892, d. 30. júní 1985. Systkini Soffíu Heiðveigar voru Anna Sig- urlína, Birna Guðrún, Júlíus Dalmann, Kristinn Dalmann, Vorsveinn Dalmann og Tryggvi Dalmann. Þau eru öll látin. Hinn 15. september 1956 giftist hún Sigurði Flóvent Gunn- laugssyni frá Brattavöllum á Árskógsströnd, f. 1. janúar 1928, d. 9. september 1996. Börn þeirra eru: 1) Freygerður, f. 30. mars 1955, maki Sigurgeir Jónsson. 2) Gunn- laugur, f. 14. apríl 1956, maki Soffía Hreinsdóttir. 3) Svanfríður, f. 3. júlí 1959, maki Jón Grétar Rögnvalds- son. 4) Friðrik, f. 29. júlí 1969, maki Sólveig Rögnvaldsdóttir. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörnin 24. Útför Soffíu Heiðveigar verður gerð frá Dalvík- urkirkju í dag, 9. október 2021, klukkan 13.30. Þær verða tómlegar helgarn- ar í vetur. Engar ferðir á Dalbæ í spjall og kaffi eins og verið hefur undanfarin ár. Svona er gangur lífsins og nú þegar lífsgöngu mömmu er lok- ið og horft er yfir hennar ævi rifjum við upp ljúfar minningar þegar hún sagði okkur krökk- unum sögur frá sínum æskuár- um. Gleði og væntumþykja ein- kenndi bernskuárin hjá mömmu þótt oft væri þröngt í búi hjá foreldrum hennar enda hópur- inn þeirra stór. 21 árs fór mamma einn vetur í Tóvinnu- skólanum á Svalbarði. Þar kynntist hún skólasystrum sem urðu vinkonur hennar til ævi- loka. Meðan þær höfðu heilsu til hittust þær reglulega og var það mömmu dýrmætur tími. Vorið 1953 fór hún sem vinnu- kona í Brattavelli og þar kynnt- ist hún pabba. Mamma og pabbi voru alla tíð samrýnd. Þau voru bæði virk í félagsstarfsemi á Ströndinni og höfðu eins bæði unun af því að fara í fjölskyldu- ferðir með ættingjunum, ann- aðhvort með systkinum pabba eða mömmu, og voru þá farnar dagsferðir fram í Leyningshóla, í Vaglaskóg, eða vestur í Skaga- fjörð. Eftir að mamma og pabbi hættu búskap og fóru að hafa meiri frítíma ferðuðust þau mikið. Eftir að pabbi lést bjó mamma ein þar til hún flutti, heilsu sinnar vegna, á Dalbæ á Dalvík. Þar leið henni vel í góðri umönnun og hlýju. Starfs- fólk Dalbæjar á miklar þakkir skilið fyrir alla þá alúð sem mömmu var sýnd þessi ár sem hún dvaldi þar. Á Dalbæ hafði hún útsýni fram Svarfaðardal- inn og Skíðadal. Stundum fór- um við hringinn í dalnum og fram í Skíðadal. Þá var stund- um stoppað þegar komið var fram fyrir Kóngsstaði til að anda að sér sveitaloftinu og rifja upp nöfn á bæjum, fjöllum og ýmsum kennileitum. Nú verða ekki farnar fleiri bílferðir með mömmu því hún er farin í sína hinstu ferð. En það er gott að eiga góðar minn- ingar því þær lifa með okkur um ókomin ár. Góða ferð mamma mín og takk fyrir allt. Þín Svanfríður. Elsku amma. Það myndast tómarúm þegar þeir sem alltaf hafa verið til staðar kveðja þessa jarðvist, frá því maður fyrst man, fastir punktar í tilverunni. Það var stór hluti af okkar uppvaxtarárum að fara í heim- sókn til ömmu og afa á Dalvík, steinasafnið heillaði alltaf litla fingur þó svo að fræðslan sem fylgdi með hafi ekki alltaf setið lengi eftir. Jóladagur og nýárs- dagur voru ómissandi hluti af jólahefðunum þar sem við kom- um öll stórfjölskyldan saman og áttum góðar stundir með heitu súkkulaði og spilum. Afi kvaddi allt of snemma, en hefðirnar héldu áfram og fyrir það erum við þakklát í dag. Eftir að börnin okkar fædd- ust hafðir þú unun af því að fá þau í heimsókn og meðan heils- an leyfði, hikaðir þú ekki við að skella þér á gólfið í smá bolta- eða bílaleik, þrátt fyrir að vera komin um áttrætt. Langömmu- börnin vissu að þau áttu alltaf vísan súkkulaðimola í nátt- borðsskúffunni þegar þau komu í heimsókn á Dalbæ. Góðlátleg- ur metingur ykkar Mikka um hvort ætti betri göngugrind líð- ur okkur seint úr minni. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín og spjalla, um dag- inn og veginn, veðrið og ferða- lög. Þó svo minnið hafi verið farið að svíkja þig síðustu ár, þá voru enn gömlu dagarnir ljóslif- andi og gaman að heyra meira um þá. Við kveðjum þig með þakk- læti fyrir allt og yljum okkur við góðar minningar, fullviss um að þið afi séuð að njóta ykkar í göngu við Gardavatnið eða skoða steina uppi í fjallshlíð. Ásta, Valdís, Hulda, Sigurður og fjölskyldur. Soffía Heiðveig Friðriksdóttir þig í hinsta sinn og þú vissir það einnig, þegar þú sagðir ég vildi að ég gæti komið með þér til Te- nerife í sólina, Júlíana mín. En ég verð komin í sólina í sumar- landinu þegar þú kemur til baka. Ég neitaði því ekki. Við fæðumst, göngum í gegnum lífið með öllum þeim sigrum og sorgum sem það býður upp á. Það er mikil blessun þegar fólk er sátt þegar þessari jarðvist er að ljúka. Sú stund var komin hjá þér, elsku amma mín. Ég minnist ömmu með hlýhug og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Júlíana Aðalheiður Ernisdóttir. Hún Heiða Árna, amma mín, var goðsögn í lifanda lífi og eft- irminnileg þeim sem fengu að kynnast henni. Þegar ég var lítil fannst mér amma lifa algjöru draumalífi þar sem hún þeyttist um á sínum svarta Daihatsu Charade, bjó í fallegri íbúð í Reykjavík, með glæsilegasta sófasetti sem ég hafði augum lit- ið, leit alltaf út fyrir að vera ný- klippt út úr tískublaði og auk þess reykti hún stundum vindla. Svo kunni hún ótrúlegustu hluti, sem ég hélt að ömmur kynnu ekki, eins og að kaupa bland í poka. Ég man eftir einni heim- sókn ömmu Heiðu til okkar upp á Akranes þar sem hún færði okk- ur systrum bland í poka. Fyrir mér var amma Heiða lifandi táknmynd þess að konur gætu gert það sem þær vildu. Þær hrannast upp minning- arnar um ömmu úr barnæskunni, útilegur í Grunnavík með stór- fjölskyldunni, þar var hún með afa Bjössa og systrum sínum þeim Rakel og Boggu. Kannski eru þetta allt minningar úr sömu ferðinni en það skyggir ekki á gæði þeirra. Ég man líka eftir því að hafa eitt skipti farið í hring- ferð með pabba þar sem við stoppuðum hjá Aðalbjörgu frænku og þá voru þær þar amma Heiða og Bogga, höfðu ákveðið að fara í ferðalag og hvort þær voru ekki líka að fara hringinn. Síðustu árin bjó amma á Ísa- firði, það var alltaf gaman að heimsækja hana og þótt heim- sóknirnar hefðu að sjálfsögðu mátt vera fleiri þá var hver ein- asta eftirminnileg. Amma var nú ekki þekkt fyrir að sitja á skoð- unum sínum og þar sem ég byrj- aði ekki að eignast börn fyrr en á gamals aldri þá tilkynnti hún mér nú nokkrum sinnum að ég skildi passa mig á því að vera ekki að standa í barneignum eftir fertugt, það væri orðið allt of gamalt. Hún minnti mig líka iðu- lega á að hætta ekki að ganga í háhæluðum skóm þótt ég væri komin með börn því þá yrði svo erfitt að venja sig á þá aftur seinna. Amma Heiða var listakona, hvort sem það var matseld, bakstur, skreytingar, fatasaum- ur eða útsaumur þá var allt glæsilegt sem hún gerði. Við sem fengum að kynnast ömmu erum ríkari fyrir vikið, minningar mín- ar um hana ömmu eru mér dýr- mætar og kærar. Ein af annarri birtast okkar samfylgdarstundir, hlýjar í huga mér. (Jakobína Sigurðardóttir) Aðalheiður Snæbjarnardóttir. Elsku amma Heiða er látin. Þegar ég minnist ömmu þá hugsa ég um hversu glæsileg kona hún var. Hún var fé- lagslynd, hörkudugleg, hress, hafði sterkar skoðanir, dýrindis kokkur, fagurkeri, eftirminnileg og skemmtileg kona. Amma var alltaf vel tilhöfð, saumaði fallegu fötin sín sjálf, alltaf með þykkt fallegt hár og falleg. Hún lagði mikið upp úr því að líta vel út og hafa fallegt í kringum sig. Amma reykti vindla lengi vel og fékk sér reglulega viskíglas, meðal annars með Axel sambýlismanni mínum. Amma var einhvern veginn ekki hefðbundin amma heldur var hún mikill töffari sem lá aldrei á skoðunum sínum. Hún minnti mig reglulega á það þegar ég var ófrísk af mínu þriðja barni að það hefði verið alveg nóg að eignast tvö börn. Einnig hafði hún alltaf skoðun á því hvernig ég leit út, hvernig ég var klædd hverju sinni og hvernig heimili mitt liti út. Henni fannst ég oft ekki nógu dömulega klædd og heimilið ansi tómlegt þar sem engin blóm voru hjá mér, fáar myndir, engar síðar þykkar gardínur og fleira. En ég tók ömmu bara eins og hún var því eins og hún var gerði hana einstaka. Þegar ég var yngri hitti ég ömmu sjaldnar en síðastliðin ár. Hún bjó í Reykjavík og ég á Akranesi. En alltaf þegar ég kom til ömmu pæju í Reykjavík var gaman. Alltaf var veisla hjá henni og borinn fram dýrindis matur sem hún gerði. Þegar ég fékk bílpróf kynntist ég ömmu upp á nýtt. Þá fórum við saman í Kringluna að versla, kaffihús og út að borða. Síðustu ár bjuggum við báðar á Ísafirði. Ég kíkti eins oft og ég gat til ömmu. Það var alltaf gott að koma til hennar og gátum við spjallað um allt. Amma var góð við börnin mín og þótti þeim hún skemmtileg kona. Þeim fannst gott að koma til hennar og raða í sig súkku- laðirúsínum. Börnin min sakna langömmu sinnar og minnast hennar með hlýju, gleði og súkkulaðirúsínum. Elsku amma, nú hefur þú fengið hvíldina og ert eflaust ein- hvers staðar með góðu fólki að borða góðan mat og skála. Takk fyrir allt amma mín, minning þín mun lifa. Þín sonardóttir, Dagný Sif. HINSTA KVEÐJA Elsku amma, við þökk- um fyrir allar ljúfu stund- irnar sem við áttum. Við kveðjum þig amma kyrrt og hljótt, klökk við bjóðum góða nótt og biðjum guð þig að geyma. Andi þinn lyftist á æðra svið, og afi þar bíður það vitum við þið eigið um eilífð þar heima. (Ingibjörg Magnúsdóttir) Hvíl í friði og guð geymi þig. Guðrún María, Daði Freyr, Elvar Bjarki, Heiðar Flóvent og langömmubörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Þökkum af alhug hlýjar kveðjur og samhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Kjarnagötu 14, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu og starfsfólki á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Rafn Sveinsson Sveinn Rafnsson Berghildur Þóroddsdóttir Jón Rúnar Rafnsson Jónína Vilborg Karlsdóttir Ingvar Rafnsson Íris Dröfn Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri SIGURÐUR UNNSTEINSSON bifvélavirki, sem lést á sjúkrahúsi í Sønderborg, Danmörku þriðjudaginn 14. september, verður jarðsunginn frá Garðakirkju fimmtudaginn 14. október klukkan 15. Sambýliskona, börn, barnabarn, systkini og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÖÐVÍNA MARÍA BÖÐVARSDÓTTIR, Klettaborg 30, Akureyri lést á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri 29. september. Útförin fór fram í kyrrþey. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn Okkar kæri INGVI PÁLMI GRÉTAR JÓHANNESSON, fyrrv. framkvæmdastjóri endurskoðunarsviðs General Motors, Berea, Cleveland, Ohio, lést 31. ágúst. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskapellu miðvikudaginn 13. október klukkan 15. Fyrir hönd ástvina hans, Unnur Ólafsdóttir Pálmi Matthíasson Ástkær sonur okkar og bróðir, EINAR VIGNIR SIGURJÓNSSON, Álfaskeiði 127, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 5. október. Útförin verður auglýst síðar. Elín S. Hallgrímsdóttir Sigurjón E. Einarsson Hrafnhildur Elínardóttir Íris Sigurjónsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI JÖRUNDSSON frá Miðhrauni, lengst til heimilis á Sólvöllum 11, Selfossi, lést á hjúkrunardeildinni Ljósheimum sunnudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 14. október klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Vinafélag Ljósheima og Fossheima. Kristbjörg Óladóttir Gestur Haraldsson María Óladóttir Svanur Ingvarsson afabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.