Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 44
44 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021
Undankeppni HM karla
J-RIÐILL:
Ísland – Armenía...................................... 1:1
Þýskaland – Rúmenía .............................. 2:1
Liechtenstein – N-Makedónía ................ 0:4
Staðan:
Þýskaland 7 6 0 1 19:3 18
N-Makedónía 7 3 3 1 15:6 12
Armenía 7 3 3 1 8:10 12
Rúmenía 7 3 1 3 10:8 10
Ísland 7 1 2 4 7:15 5
Liechtenstein 7 0 1 6 2:19 1
E-RIÐILL:
Tékkland – Wales ..................................... 2:2
Eistland – Hvíta-Rússland ...................... 2:0
Staðan:
Belgía 16, Tékkland 8, Wales 8, Eistland 4,
Hvíta-Rússland 3.
G-RIÐILL:
Lettland – Holland ................................... 0:1
Gíbraltar – Svartfjallaland ...................... 0:3
Tyrkland – Noregur................................. 1:1
Staðan:
Holland 16, Noregur 14, Tyrkland 12,
Svartfjallaland 11, Lettland 5, Gíbraltar 0.
H-RIÐILL:
Kýpur – Króatía ....................................... 0:3
Malta – Slóvenía ....................................... 0:4
Rússland – Slóvakía ................................. 1:0
Staðan:
Króatía 16, Rússland 16, Slóvenía 10, Sló-
vakía 9, Malta 4, Kýpur 4.
Suður-Ameríka
Venesúela – Brasilía................................. 1:3
Úrúgvæ – Kólumbía..................................0:0
Ekvador – Bólivía..................................... 3:0
Paragvæ – Argentína............................... 0:0
Staðan:
Brasilía 27, Argentína 19, Ekvador 16,
Úrúgvæ 16, Kólumbía 14, Paragvæ 12,
Perú 11, Síle 7, Bólivía 6, Venesúela 4.
>;(//24)3;(
Subway-deild karla
Grindavík – Þór Ak .............................. 69:61
Tindastóll – Valur................................. 76:62
Staðan:
Njarðvík 1 1 0 107:82 2
Tindastóll 1 1 0 76:62 2
KR 1 1 0 128:117 2
Stjarnan 1 1 0 113:102 2
Grindavík 1 1 0 69:61 2
Keflavík 1 1 0 101:99 2
Vestri 1 0 1 99:101 0
Þór Ak. 1 0 1 61:69 0
Breiðablik 1 0 1 117:128 0
ÍR 1 0 1 102:113 0
Valur 1 0 1 62:76 0
Þór Þ. 1 0 1 82:107 0
1. deild karla
Hamar – Skallagrímur......................... 78:64
Höttur – Álftanes ................................. 88:84
ÍA – Selfoss ........................................... 66:87
Sindri – Hrunamenn ............................ 92:73
Fjölnir – Haukar ................................ 68:111
Staðan:
Haukar 3 3 0 321:178 6
Höttur 3 3 0 312:234 6
Álftanes 3 2 1 271:226 4
Selfoss 3 2 1 267:250 4
Sindri 3 2 1 251:238 4
Hamar 3 1 2 229:243 2
Fjölnir 3 1 2 231:281 2
Hrunamenn 3 1 2 242:313 2
Skallagrímur 3 0 3 208:267 0
ÍA 3 0 3 211:313 0
1. deild kvenna
Ármann – Aþena/UMFK..................... 87:50
Staðan:
Þór Ak. 2 2 0 157:135 4
Ármann 2 1 1 155:128 2
ÍR 1 1 0 73:57 2
Tindastóll 1 1 0 89:76 2
Snæfell 2 1 1 141:152 2
Aþena/UMFK 2 1 1 129:136 2
Fjölnir b 0 0 0 0:0 0
KR 1 0 1 73:74 0
Hamar/Þór 1 0 1 76:89 0
Stjarnan 1 0 1 57:73 0
Vestri 1 0 1 49:79 0
>73G,&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Undankeppni EM kvenna:
Ásvellir: Ísland – Serbía......................... S16
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Víkin: Víkingur – Valur.......................... L14
Eyjar: ÍBV – KA ..................................... S16
Sethöllin: Selfoss – Afturelding........ S19.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Austurberg: ÍR – Þór............................. L18
Digranes: Kórdrengir – Fjölnir ............ L18
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Smárinn: Breiðablik – Grindavík...... S18.15
Ljónagryfjan: Njarðvík – Fjölnir ..... S19.15
Borgarnes: Skallagrímur – Valur..... S19.15
Blue-höllin: Keflavík – Haukar......... S20.15
1. deild kvenna:
MG-höllin: Stjarnan – KR ..................... L17
Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR.............. L18
Ísafjörður: Vestri – Fjölnir b................. L18
UM HELGINA!
vann 69:61 eftir að hafa verið yfir í
hálfleik, 47:30.
Grindvíkingar skoruðu aðeins 22
stig í seinni hálfleik en það var nóg.
Þeir héldu forystunni, voru sterk-
ari á lokamínútunum og fögnuðu
átta stiga sigri.
Nahor Sharabani skoraði 15 stig
fyrir Grindavík og Kristinn Pálsson
13 stig. Ólafur Ólafsson var með 9
stig og 9 fráköst. Hjá Þórsurum var
Jordan Connors stigahæstur með
23 stig og níu fráköst, þá skoraði
Ragnar Ágústsson 12 stig.
Tindastóll vann Val, 76:62, í úrvals-
deild karla í körfuknattleik,
Subway-deildinni, í síðasta leik
fyrstu umferðar deildarinnar í Sík-
inu á Sauðárkróki í gærkvöld.
Tindastóll var yfir í hálfleik,
45:35, og var með sextán stiga for-
ystu eftir þriðja leikhluta. Hittni
Valsmanna var ekki til eftirbreytni
en liðið skoraði fjórar þriggja stiga
körfur úr 30 tilraunum. Þá hittu
Valsmenn úr fimm af fjórtán víta-
skotum sínum.
Javon Bess skoraði 19 stig fyrir
Tindastól og Sigurður Gunnar Þor-
steinsson skoraði 16 stig og tók
þrettán fráköst. Þá skoraði írski
framherjinn Taiwo Badmus 13 stig
og tók átta fráköst.
Pablo Cesar var stigahæstur
Valsmanna með 18 stig og Kári
Jónsson skoraði 16 stig. Kristófer
Acox skoraði 13 stig og tók 15 frá-
köst.
_ Spánverjinn Ivan Aurrecoec-
hea skoraði 17 stig fyrir Grindavík
gegn sínum gömlu félögum þegar
liðið tók á móti Þór frá Akureyri og
Sannfærandi sigur Tindastóls
Morgunblaðið/Eggert
Tindastóll Sigurður Gunnar Þor-
steinsson mætir sterkur til leiks.
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék tíma-
mótalandsleik í Svíþjóð á fimmtu-
dag eins og fram hefur komið og á
nú að baki 100 A-landsleiki. Sá 101.
bætist væntanlega við á móti Serb-
um á Ásvöllum á morgun.
„Ég er ótrúlega stolt og ánægð að
hafa náð þessum áfanga. Ég vissi
ekki að það væru svona fáar konur
sem hefðu náð þessu. Ég vissi svo
sem að það væri farið að styttast í
100. leikinn. Ég hef einnig gaman af
því að hafa náð að spila með mörg-
um þeirra sem hafa náð þessum
áfanga. Mér finnst alltaf vera mikill
heiður að spila fyrir Íslands hönd,“
sagði Rut þegar Morgunblaðið sló á
þráðinn til hennar í gær þegar hún
var stödd ásamt íslenska hópnum á
Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi.
Svíþjóð vann Ísland 30:17 í fyrsta
leik liðanna í undankeppni Evrópu-
mótsins. Þótt úrslitin hafi ekki verið
góð segist Rut ánægð með að tíma-
mótaleikurinn hafi verið mótsleikur
á móti einu besta liði í heimi.
„Mér fannst gaman að ganga inn
á völlinn. Full höll, flott umgjörð og
andstæðingurinn sterkt lið. Vonandi
var það aukahvatning fyrir ungu
leikmennina okkar að upplifa þetta
andrúmsloft í undankeppni. Von-
andi hvetur þetta þær frekar til að
reyna að komast á þennan stað sem
Svíar eru um þessar mundir. Mér
finnst skemmtilegt að vera með
þessum stelpum í landsliðinu því
þær leggja mikið á sig og eru hæfi-
leikaríkar.“
Hvatning að mæta þeim bestu
Rut fékk sjálf að upplifa stórmót
sem frekar ungur leikmaður þegar
Ísland komst í fyrsta skipti í loka-
keppni árið 2010. Reyndist það
henni aukahvatning til að komast
langt í handboltanum?
„Mér fannst það. Algerlega. EM í
Danmörku var svakalega stórt
dæmi og ég var frekar ung. Við vor-
um margar í því liði að spila erlend-
is og það var gamn að mæta stelp-
um sem maður hafði fylgst með
lengi. Ég óska þess að þær sem eru
í kvennalandsliðinu í dag fái líka að
upplifa stórmót með A-landsliðinu,“
sagði Rut en eins og fram hefur
komið er nú unnið eftir áætlun hjá
HSÍ til að kvennalandsliðið geti aft-
ur barist um að komast á stórmót
eftir nokkur ár líkt og liðið gerði um
tíma. Hún segir því ekki miklar
vonir hafa verið bundnar við að
vinna Svía á útivelli sem léku um
verðlaun á Ólympíuleikunum í
ágúst.
„Við vissum að við værum að
mæta ógnarsterku liði. Þær sænsku
hafa verið að spila vel og voru mjög
góðar á ÓL. Þetta er mjög vel spil-
andi lið sem hefur fengið mikinn
tíma saman. Enda er góð stemning í
kringum liðið og þær fengu góðan
stuðning á leiknum. Við hefðum að
sjálfsögðu viljað gera örlítið betur.
Okkur langar að komast á þennan
stað sem Svíarnir eru á en þetta er
staðan. Við erum í uppbyggingu og
það tekur tíma fyrir þessar ungu að
aðlagast. En mér líst vel á margt í
okkar leik og þar er fullt jákvætt
sem hægt er að taka með sér.
Það hefur rosalega mikið að segja
fyrir landslið að fá tíma til að vinna
saman. Ef dagarnir sem sænska lið-
ið hefur fengið eða okkar landslið
eru bornir saman þá er mikill mun-
ur. Þær eru auk þess atvinnumenn
og lifa af þessu. Það er allt annað
dæmi en að vera í fullri vinnu með
boltanum.“
Serbar á öllum stórmótum
Fram undan er næsti leikur í
undankeppninni á móti Serbíu á
morgun klukkan 16.
„Ég hef ekki séð þær enn þá en
serbneska liðið er einnig lið sem
hefur verið á öllum stórmótum und-
anfarin ár. Margir leikmenn þeirra
spila með stórum félögum sem eru í
Evrópukeppnum. Við eigum eftir að
sjá hvernig þær mæta í leikinn.
Við ætlum að gera betur en gegn
Svíum. Við erum að reyna að bæta
okkar leik og viljum vera jákvæðar í
kringum uppbygginguna. Vonandi
hittum við á góðan leik gegn Serbíu.
Ég hvet alla sem hafa tök á til að
mæta á leikinn og taka með sér
unga iðkendur sem eru að æfa
handbolta,“ sagði Rut enn fremur.
Vissi ekki að svo fáar
hefðu náð 100 leikjum
- Reynt að halda í jákvæðnina í kringum uppbyggingu landsliðsins
Morgunblaðið/Eggert
Á Ásvöllum Rut Jónsdóttir leikur sinn 101. landsleik þegar Ísland mætir Serbíu í Hafnarfirði á morgun.
Rut Jónsdóttir varð tíunda lands-
liðskona Íslands í handknattleik frá
upphafi til að spila 100 A-landsleiki
þegar hún lék með landsliðinu gegn
Svíum í undankeppni EM í Eskils-
tuna á fimmtudaginn.
Hrafnhildur Skúladóttir á leikja-
metið en hún spilaði 170 landsleiki
fyrir Íslands hönd.
Þessar tíu eiga 100 leiki að baki:
Hrafnhildur Skúladóttir............. 170
Arna Sif Pálsdóttir...................... 150
Hanna Guðrún Stefánsdóttir ..... 142
Dagný Skúladóttir....................... 119
Berglind Íris Hansdóttir............. 108
Þórey Rósa Stefánsdóttir ........... 106
Karen Knútsdóttir....................... 103
Anna Úrsúla Guðmundsd. .......... 102
Rakel Dögg Bragadóttir ............ 102
Rut Jónsdóttir .............................. 100
Rut sú tíunda til að
spila 100 landsleiki