Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf samskiptastjóra. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, metnaði og áhuga til að stýra markaðs- og kynningarmálum Þjóðminjasafns Íslands. Samskiptastjóri tilheyrir fjármála- og þjónustusviði með starfsstöð á Suðurgötu 41, Reykjavík. Fjármála- og þjónustusvið hefur umsjón með fræðslu og miðlun á menningartengdu efni. Sérfræðingar sviðsins sjá meðal annars um fræðslu fyrir skólahópa, ferðafólk, almenna gesti, skipulagningu viðburða, umsjón með vef- og samfélagsmiðlum og markaðs- og kynningarmálum. Helstu verkefni og ábyrgð • Umsjón með markaðs- og kynningarmálum • Öflun og viðhald tengsla við fjölmiðla, ferðamálaiðnaðinn, menningar- og atvinnulíf • Umsjón með samfélagsmiðlum • Frétta- og greinaskrif • Samskipti við auglýsingastofur, hönnuði, prentsmiðjur og öflun tilboða • Vinna við útgáfu í samvinnu við sérfræðinga safnsins • Þátttaka í öðrum verkefnum á fjármála- og þjónustusviði Hæfniskröfur • Háskólapróf (BA/BS) sem nýtist í starfi • Reynsla af markaðs- eða kynningarstörfum • Reynsla af textaskrifum og miðlun upplýsinga • Mjög góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli • Góð almenn tölvufærni • Skipulagshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót • Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Gunnarsdóttir - Thorbjorg@thjodminjasafn.is - 8647900 Hildur Halldórsdóttir - hildur@thjodminjasafn.is - 8646186 Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í skráningu. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og menningarsögu. Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sér- fræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safnkosts. Aðalstarfsstöð viðkomandi starfs- manns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði. Helstu verkefni og ábyrgð • Skráning í skráningarkerfið Sarp • Vinna við inn- og útlán safnkosts • Önnur umsýsla með safnkost • Þjónusta við einstaklinga og stofnanir • Móttaka og úrvinnsla fyrirspurna • Þátttaka í mótun og innleiðingu gæðakerfis • Þátttaka í öðrum verkefnum kjarnasviðs safneignar Hæfniskröfur • Háskólapróf (BA/BS) sem nýtist í starfi • Reynsla af safnastarfi æskileg • Reynsla af skráningu í skráningarkerfi æskileg • Reynsla af vinnu við gæðamál og verkferla æskileg • Góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli • Góð almenn tölvufærni • Skipulagshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót • Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi Nánari upplýsingar veitir Ágústa Kristófersdóttir - agusta@thjodminjasafn.is - 620-7744 Hildur Halldórsdóttir - hildur@thjodminjasafn.is - 864-6186 Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í miðlun menningarsögu. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á menningarsögu, miðlun, ritstjórn og textavinnu. Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sér- fræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði. Helstu verkefni og ábyrgð • Þátttaka í gerð grunn- og sérsýninga og ritun sýningatexta • Umsjón með og/eða ritun texta í útgáfum á vegum safnsins • Ritun texta fyrir stafræna miðlun • Önnur verkefni tengd miðlun safnkostsins • Önnur textavinnsla t.d. vegna styrkumsókna • Þátttaka í öðrum verkefnum kjarnasviðs safneignar Hæfniskröfur • Háskólapróf (BA/BS) sem nýtist í starfi • Reynsla af textavinnu nauðsynleg • Reynsla af safnastarfi æskileg • Mjög góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli • Góð almenn tölvufærni • Skipulagshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót • Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi Nánari upplýsingar veitir Ágústa Kristófersdóttir - agusta@thjodminjasafn.is - 620-7744 Hildur Halldórsdóttir - hildur@thjodminjasafn.is - 864-6186 Samskiptastjóri - markaðs- og kynningarmál Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir að ráða öfluga einstaklinga í ný og spennandi störf Sérfræðingur í skráningu Sérfræðingur í miðlun menningarsögu Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 141/2011, lögum um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011 og lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Frekari upplýsingar um störfin má finna á www.thjodminjasafn.is Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2021. Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.