Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.10.2021, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2021 ✝ Guðrún Ragna Kristjánsdóttir fæddist í Stykk- ishólmi 17. febrúar 1937. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 2. október 2021. Foreldrar henn- ar voru Rannveig Guðmundsdóttir, f. 25. júlí 1909, d. 6. febrúar 2003, og Kristján Magnús Rögnvaldsson, f. 3. október 1900, d. 1. júlí 1965. Systkini Guðrúnar eru: Ester Sigurlaug, f. 4. febrúar 1931, d. 16. júní 2007, Sigurður Amlín, f. 3. nóvember 1933, d. 19. janúar 2010, Guðmundur, f. 2. janúar 1936, Ólafur, f. 11. september 1940, Edda Svava, f. 1. júní 1947, og Þuríður, f. 5. maí 1950. Hinn 1. september 1957 gift- ist Guðrún Lúðvíg Alfreð Hall- dórssyni, fv. skólastjóra í Stykkishólmi, f. 7. desember 1932, d. 19. september 2018. Börn Guðrúnar og Lúðvígs eru: 1) Lára, f. 12 júní 1958, eig- inmaður hennar er Sigurður G. Guðjónsson. Dætur þeirra eru: a) Edda Sif, sonur hennar og Fjeldsted Jakobsson, f. 7. júní 1950, eiginkona hans er Guðrún Hjálmdís Hjálmarsdóttir. Börn þeirra eru a) Róbert Már, sam- býliskona Stephanie Mauler, börn þeirra eru Lilja Ósk og Jakob Már, b) Herdís Rós, eig- inmaður hennar er Einar Þór Hjaltason, börn þeirra eru Daníel Þór og Karen María, c) Hjálmar Jakob, sambýliskona Kolbrún Kristjánsdóttir, dætur þeirra eru Nadía Dís og Tinna Rún. Dóttir Hjálmars og Írisar Katrínar Barkardóttur er Matt- hildur Embla, d) Alfreð Ragnar, sambýliskona hans er Sandra Rut Vignisdóttir. Guðrún ólst upp í Stykk- ishólmi og gekk þar í barna- og gagnfræðaskólann. Einnig lauk hún prófi frá Hússtjórnarskól- anum í Reykjavík. Fyrstu 15 ár hjúskapar var hún heimavinn- andi en hóf svo störf hjá Bún- aðarbanka Íslands í Stykk- ishólmi 1973, þar sem hún var skrifstofustjóri. Hún var m.a. virk í Málfreyjufélaginu Emblunum. Eftir að Lúðvíg lét af störfum fluttust þau til Reykjavíkur. Þar starfaði hún hjá Búnaðarbanka Íslands allt fram til þess tíma sem hún fór á eftirlaun. Síðustu ár ævinnar dvaldi hún á Hjúkrunarheim- ilinu Eir. Útför Guðrúnar Rögnu fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 9. október 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Sveins Skúla Páls- sonar er Sigurður Páll, b) Sandra Rún, sambýlis- maður Einar Bald- ur Einarsson, dæt- ur þeirra eru Matthildur og Theódóra. 2) Hall- dór, f. 14. nóv- ember 1963, eig- inkona hans er Margrét Þóra Sig- urðardóttir. Dóttir Halldórs og Katrínar Guðjónsdóttur er Guð- björg. 3) María Ragna, f. 11. janúar 1970, sambýlismaður hennar er Björgvin G. Sigurðs- son. Dætur þeirra eru Guðrún Ragna og Elísabet. Börn Maríu og Þórðar Ingvarssonar eru a) Stefanía Ýrr Tokić, eig- inmaður hennar er Hrvoje Tokić, sonur þeirra er Gabríel. Dóttir Stefaníu og Eiðs Birgissonar er Manúela Tanja. b) Lúðvíg Árni. c) Karólína, hennar sambýlismaður er Hringur Pjetursson, dóttir þeirra er Valka. d) Þóra Andr- ea, hennar sambýlismaður er Árni Steinarsson, sonur þeirra er Steinar. Uppeldissonur Guð- rúnar og Lúðvígs er Grétar Létt er að stíga lífsins spor, ljúf er gleðin sanna, þegar eilíft æsku vor, er í hugum manna. (Ragnar S. Gröndal) Með sanni má segja að eilíft æskuvor hafi verið í huga Guðrún- ar Rögnu, tengdamóður minnar, enda lifði hún farsælu og fallegu lífi. Þau Lúðvíg heitinn voru sann- kallað gæfufólk. Stór og samheld- in fjölskylda og traustur vinahóp- ur kveður nú einstaka sómakonu sem skildi eftir sig ljós og birtu hvar sem hún kom. Það er einkar bjart yfir minn- ingunni um mín fyrstu kynni af þeim hjónum fyrir liðlega 18 ár- um. Þau héldu einstaklega fallegt og gott heimili á Selásbrautinni þar sem þau nutu efri áranna um- kringd sínu fólki. Að baki var langur búskapur í Stykkishólmi þar sem hugurinn dvaldi tíðum. Alúð og umhyggja einkenndi samskiptin við afkomendur og venslafólk þar sem þau mynduðu traust bakland fyrir sitt fólk. Gunna og Lúlli, eins og þau voru ávallt kölluð, voru sérstaklega vel gert fólk. Góðmennska og skemmtilegheit gengu í gegnum allt og ávallt tilhlökkunarefni að hitta þau. Sérstaklega var eftirminnilegt að vera með þeim á uppvaxtar- og æskuslóðum þeirra; í Stykkis- hólmi, Þingeyri og í Skagafirðin- um, þar sem Lúðvíg var fæddur og uppalinn. Þá geislaði af þeim enda rætur heimahaganna sterk- ar. Með þakklæti og söknuði höf- um við nú séð á bak þeim báðum. Eftir standa allar góðu minning- arnar, enda, líkt og Sókrates sagði forðum, þá fær góðu fólki ekkert grandað, hvorki lífs né liðnu. Björgvin G. Sigurðsson. Elsku amma. Það tók dálítinn tíma að finna orðin til að minnast þín, eins og fennt hefði yfir allar ljúfu minningarnar, og það fyrsta sem kom upp í hugann voru sárar minningar síðustu ára. En svo lokaði ég augunum, sá fallega brosið þitt, heyrði smitandi hláturinn, fann ilminn og hlýjuna í faðmlagi þínu. Hugurinn fór með mig á Sundabakkann, í sólina á Mallorca, eldhúsið í Lækjarási og svo aftur heim til ykkar afa. Nú ertu frjáls og þið afi getið loksins notið ykkar saman. Ég kveð þig elsku amma og þakka þér fyrir allar stundirnar okkar saman. Þín Edda Sif. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustundinni sem við höfum beðið eftir. Þið afi eruð sameinuð á ný. Þú varst ávallt glæsileg, hraust og mikill fagurkeri. Minningarnar um flottu og skemmtilegu ömmu mína munu lifa með mér um ókomna framtíð; tilefnislausu hlátursköstin, söng- stundir með Matthildi minni, sýna þér nýju fötin í Dúkkuhúsinu, sækja þig í Búnaðarbankann, ferðirnar til Mallorca, þú og afi á leið í golf, rekast á þig í strætó á heimleið, kaffi í Lækjó, skoða handavinnuna þína, fylgjast með þér flysja kartöflur, spesíurnar þínar (því þær voru öðruvísi en mömmu) og svo mætti lengi telja. Ein sterkasta minningin er þegar þú hittir Matthildi mína fyrst þriggja daga gamla. Afi sagði mér að þú hefðir ekki getað setið kyrr í bílnum á leiðinni til okkar, þú varst svo spennt. Alla heimsóknina horfðir þú svo á hana í vagninum og skælbrostir. Dýr- mæt stund. Seinustu ár hefur verið erfitt að fylgjast með sjúkdómnum taka þig frá okkur en alltaf var nú ljúft að heimsækja þig, faðma og fá fullt af kossum. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en um leið gott til þess að vita að nú ertu frjáls. Að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir allt elsku amma mín. Ég elska þig. Þín Sandra Rún. Elsku Gunna okkar systir og mágkona hefur kvatt okkur. Við munum minnast ástríkrar systur og mágkonu, Gunna hafði einstakt jafnaðargeð og hlýjan frá henni mun ylja um ókomna tíð. Þrátt fyrir langt og erfitt stríð við Alzheimer-sjúkdóminn var alltaf hlýja sem frá henni skein, þrátt fyrir að við vissum ekki hvort hún þekkti okkur. Frá fyrstu árum sambúðar okkar hjóna, sem hún var svolítið áhrifavaldur að, var gott að geta hringt til stórusystur og leita ráða og til- sagnar því lund okkar og skap- ferli var sagt líkt ásamt útliti. En Gunna var alltaf stóra syst- ir með stóru S-i. Minnisstæð eru árin úr Stykk- ishólmi þegar ég, fjórtán ára gutti úr Grundarfirði, kom í heimavist Miðskóla Stykkishólms eins og það hét þá. En þar hófust kynni okkar Gunnu fyrst en hún ásamt Lúðvíg höfðu umsjón með heimavistinni, það var ekki í kot vísað ef leita þurfti ráða, þau hjón voru eins og foreldri af bestu gerð. Þennan tíma sem við unga fólk- ið vörðum saman, víða að komin, mynduðust vináttubönd sem vara áratugum saman, þessi tími verð- ur seint fullþakkaður. Við kveðjum systur og mág- konu með djúpri lotningu og hlýju í einlægri trú að hún sé hvíldinni feginn eftir erfitt og langt stíð við illvígan sjúkdóm. Fjölskyldunni vottum við okk- ar dýpstu samúð. Edda Svava og Runólfur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Gunna, ég er þér ævin- lega þakklát fyrir allt. Megi guð vera með þér. Þuríður Kristjánsdóttir. Guðrún Ragna Kristjánsdóttir Okkar hinsta kveðja til þín. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Dýrley Dan, Stella Ósk, S. Lovísa og Elísabet Anna Sigurðardætur. ✝ Dýrley Sigurðardóttir fæddist 25. september 1936. Hún lést 19. sept- ember 2021. Dýrley var jarðsungin 29. september 2021. Til langömmu okkar. Þitt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgöngu veginn, þú varst okkur stjarna skær. Þitt hús var sem helgur staður, hvar hamingjan vonir ól. Þín ástúð til okkar streymdi sem ylur frá bjartri sól. Við þökkum þá ástúð alla, sem okkur þú njóta lést, í sorgum og sólarleysi það sást jafnan allra best. Þín milda og fagra minning sem morgunbjart sólskin er. Þá kallið til okkar kemur, við komum á eftir þér. (F.A.) Þín langömmubörn frá Láru Dan, Kristófer Dan, Lára Dís, Eva Mjöll og Hrafn Dan Þórðarbörn. Sigurður Dan, Díana Ósk og Brynjólfur Dan Óskarsbörn. Kristinn Dan Víðisson, Aron og Gabríel Frosti Davíðs- synir. Daníel Máni, Helga Vala, Brynja Dan og Harpa Dan Agnarsbörn. Dýrley Sigurðar- dóttir Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Innilegar þakkir færum við vinum, vandamönnum og öðrum sem sýndu okkur samhug og hlýju og veittu okkur aðstoð er eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN BERNÓDUSSON verkfræðingur, Hvammsgerði 8, lést miðvikudaginn 22. september, svo og þeim sem komu til útfarar hans í Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 1. október. Af alhug þökkum við samstarfsmönnum Jóns hluttekningu og samúðarkveðjur. Systkinum Jóns og fjölskyldum þeirra þökkum við stuðning við okkur og umhyggju. Vinátta og tryggð ykkar er og verður okkur mikill styrkur í sorginni eftir góðan mann. Martina Bernódusson María Lára Jónsdóttir Aðalbjörg Jóhanna Jónsdóttir Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ALFONSDÓTTIR frá Hnífsdal, lést 25. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorgerður Helga Halldórsd. Jakob K. Kristjánsson Grétar A. Halldórsson Ásdís Bragadóttir Bryndís Halldórsdóttir Jóhann Svavar Jóhannsson ömmu- og langömmubörn Elsku eiginmaður minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, BJÖRN DANÍELSSON kennari, Laugabrekku, Svarfaðardal, lést 27. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. október klukkan 13. Fjóla Guðmundsdóttir Bryndís Björnsdóttir Svavar Alfreð Jónsson Hrafnhildur Björnsdóttir Þorsteinn Hjaltason Sigríður Birna Björnsdóttir afabörn og langafabarn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR ÞORSTEINSSON, Öxará, lést sunnudaginn 3. október. Útför hans fer fram frá Þorgeirskirkju á Ljósavatni fimmtudaginn 14. október klukkan 14. Elín Inga Þórisdóttir Þröstur Agnarsson Jónína Sigurbergsdóttir Þórir K. Agnarsson Dagný Pétursdóttir Agnar Berg Þrastarson Inga Lóa Þrastardóttir Kjartan Sigurðsson og börn Pétur Rósberg Þórisson Elvar Logi Þórisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.