Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 Veronika Steinunn Magnúsdóttir Oddur Þórðarson Stefán Gunnar Sveinsson Vettvangsferð undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa til Borgar- ness í gær leiddi í ljós „ákveðin frá- vik“ við flokkun kjörgagna. Þetta sagði Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Birgir sagði að nefndin væri að skoða þessi frávik og hygðist ræða þau betur á fundi sínum í dag, en tók fram að ekki hefði verið um mörg atriði að ræða. Birgir sagði aðspurður að ekki hefði verið um endurtalningu að ræða. „Við hefðum þurft meiri tíma og mannskap í það en við vorum að reyna að átta okkur á flokkuninni og í því komu upp ákveðin frávik sem við þurfum að skoða betur,“ sagði Birgir í gær. Þá bætti hann við að nefndin væri nú að ljúka gagnaöflun sinni og leggja lokahönd á málsatvikalýsingu. Sagð- ist hann ekki gera ráð fyrir að nefnd- in myndi fara aftur í vettvangsferð til Borgarness. Nú tæki hins vegar við umræða um lagaleg atriði í málinu, samhliða umræðu um málavexti. Andmæli tekin saman Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pí- rata í undirbúningskjörbréfa- nefndinni, segir í samtali við Morgun- blaðið, að nefndin muni á fundi sínum í dag ræða Borgarnesferðina, en ein- ungis hluti nefndarmanna tók þátt í henni. Þá verði tekin saman þau and- mæli sem hafi borist og þau rædd, en skilafrestur á andmælum rann út í gær. „Og þá ættum við að vera komin með allt sem liggur fyrir, þannig að við getum farið að komast að niður- stöðu.“ Björn segir að hann telji nefndar- störfin hafa verið vel ásættanleg þeg- ar á heildina sé litið. „En það var byrjað með loforð um að allt yrði opið, og mér finnst það hafa verið uppfyllt að hluta til.“ Segir Björn að aðgangur að skriflegum gögnum hafi verið betri en oft áður, en að eftir á að hyggja hefðu fleiri af fundum nefnd- arinnar mátt vera opnir. „Fólk í nefndinni hefur tekið öllum ábendingum alvarlega og elt alla þræði sem hægt hefur verið að elta. Það hefur verið kallað eftir svörum við öllum spurningum sem fólk hefur eins og tækifæri hafa verið til.“ Björn segir hins vegar að eitt sé að stunda rannsóknina, og annað að draga ályktun af henni. „Lögin eru það óná- kvæm og það er það mikið af mögu- leikum til að túlka hluti þröngt eða vítt, þannig að niðurstaðan sem fólk kemst að þarf ekki að vera eins vönd- uð og undirbúningurinn, en það er mjög erfitt að benda á það og segja það rangt á sama tíma, þannig að það verður mjög áhugavert að sjá hver niðurstaðan verður.“ Morgunblaðið/Eggert Nefndarstörf Svandís Svavarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúar VG og Viðreisnar í nefndinni, voru með í för í Borgarnesi. Vinna undirbúningskjörbréfanefndar er komin langt á veg og gagnaöflun því sem næst lokið. Rannsóknarvinna Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, tók þátt í að lyfta kössum með kjörgögnum svo nefndin gæti farið yfir gögnin. Vettvangsferð Nefndin fór yfir nokkur atriði um frágang kjörgagna í þriðju ferð sinni til Borgarness. Voru kjörgögnin geymd í plastkössum. Vettvangsferð leiddi í ljós ákveðin frávik - Nefndin ætti að vera komin með allt sem liggur fyr- ir í kosningamálinu Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hreyfingar jarðfleka á Suðurlands- brotabeltinu eru sennileg skýring á jarðskjálfta sem varð kl. 13:20 í gær og átti upptök sín við Vatnafjöll, um 8 kílómetra suður af Heklu. Að styrk mældist skjálftinn 5,2. Um klukkan 18 höfðu rúmlega 150 eftirskjálftar mælst, sá stærsti 2,7 að stærð. Að sögn Veðurstofunnar varð skjálftinn austast á Suðurlandsbrota- beltinu sem er um 70 km langt þver- brotabelti sem teygir sig frá Hengli austur að Vatnafjöllum. Veðurstofan mun þó vakta virkni í Heklu sérstak- lega vel í kjölfar skjálftans en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðing- ur sagði við mbl.is í gær að engin ástæða væri til að tengja hann við Heklugos. Drunur og mikill hávaði Jarðskjálftinn fannst víða á Suður- og Vesturlandi, m.a. á höfuðborgar- svæðinu og í Vestmannaeyjum. Við Laugarvatn, í um 60 kílómetra fjar- lægð frá Heklu, fann fólk fyrst þyt í lofti og greindi þá hvað verða vildi. „Hávaðinn var mikill,“ sagði Kristín Sigfúsdóttir, skólastjóri grunnskólans á Hellu. „Ég var á gangi í skólabygg- ingunni þegar drunurnar komu og svo hristist húsið. Nei, ég var ekki hrædd en óneitanlega var mér brugðið. Eng- ar skemmdir urðu í skólanum né annars staðar þar sem ég þekki til. Í skóladagheimilinu okkar voru krakk- ar að byggja turn úr spýtukubbum sem var um einn metri á hæð. Kastali krakkanna haggaðist ekki.“ Daníel Svanur Ólafsson, bóndi á Guttormshaga í Holtum, var á ferð í bíl milli húsa þegar skjálftinn reið yfir „Þetta stóð í fimm sekúndur eða svo. Strax var ljóst að þetta væri jarð- skjálfti sem ég get best lýst með þeim orðum, að hér væri eins og einhver stæði á afturstuðaranum á bílnum og stappaði þar niður fótum. Þegar skjálftinn var afstaðinn leit ég út í fjós eftir kúnum sem voru mjög rólegar. Annars eru dýr alltaf mjög næm fyrir náttúruhamförum: ég man að í Suður- landsskjálftanum mikla 17. júní árið 2000, sem átti upptök sín hér skammt frá, fóru kýrnar að hlaupa áður en fólk fann skjálftann. „Auðvitað fór hrollur um fólk,“ sagði Hrafnhildur Ágústsdóttir á Stöðulfelli í Gnúpverjahreppi. Hún starfar í Þjórsárskóla við Árnes, þar sem kennsla var í fullum gangi þegar allt skalf svo hressilega. Skólastarfið raskaðist þó ekkert og ekkert skemmdist. Heima í Stöðulfelli var Oddur Bjarnason, eiginmaður Hrafn- hildar, og hann varð einskis var. Fjallið er undir feldi Um 30 km eru í beinni loftlínu frá Heklu að Stöðulfelli. „Hekla blasir héðan við og eftir svona hristing horf- um við auðvitað meira en aðra daga til fjallsins. Þó er Hekla duttlungafull. Fjallið hefur í dag verið sveipað skýja- teppi, rétt eins og hún liggi undir feldi og leggi á ráð um stærri hluti,“ segir Hrafnhildur. Umbrot við Heklu ekki tengd eldgosi - Jarðskjálfinn 5,2 - Þytur í loftinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Undir feldi Sérstaklega verður fylgst með virkni í Heklu vegna jarðskjálftans sem varð skammt frá fjallinu í gær. Jarðskjálftar sunnan Heklu Skjálfti að stærð 5,2 varð í gær kl. 13:21 í Vatnafjöllum um 7,5 km suður af Heklu. Hvolsvöllur Hella Hekla FLJÓTSHLÍÐ RANGÁRVELLIR VESTUR-LANDEYJAR 1 G ru n n ko rt /L o ft m yn d ir eh f. Kristín Sigfúsdóttir Hrafnhildur Ágústsdóttir Daníel Svanur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.