Morgunblaðið - 12.11.2021, Side 5

Morgunblaðið - 12.11.2021, Side 5
Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra Grein heilbrigðisráðherra, „Mikilvægi bólusetninga“, sem birt var í Morgunblaðinu 9. nóvember sl. vekur upp margar spurningar sem nauðsynlegt er að ráðherra svari. Um er að ræða málefni sem snýr ekki aðeins að lýðheilsu heldur einnig að borgaralegu frelsi og almennum mannréttindum. Stjórnvöldum ber að leggja heildarmat á þær aðgerðir sem þau standa fyrir, þ.m.t. áhættu, kostnað og ábata. Á þessum forsendum er þess óskað að heilbrigðisráðherra veiti skilmerkileg svör við eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða vísindalegu og lýðheilsufræðilegu rök styðja þá ákvörðun að heilbrigð börn og ungmenni, sem ekki eru í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar, séu sprautuð með lyfjum sem engar langtímarannsóknir eru til um? 2. Hve langt er það tímabil sem menn teljast „bólusettir“ eftir 2. sprautu og „örvunarskammt“? (Spurningin byggir á þeirri forsendu að menn teljist „hálfbólusettir“ eftir 1. sprautu og „fullbólusettir“ 14 dögum eftir 2. sprautu og örvunarskammt). M.ö.o. hve lengi teljast 2. sprauta og síðari sprautur gilda sem vörn að áliti heilbrigðisyfirvalda? 3. Hvað skýrir margra mánaða athafnaleysi landlæknis og annarra embættismanna sem VIÐVILJUM SVÖR var kunnugt um 2.000 tilkynningar um grunaðar aukaverkanir vegna sprautuherferðar gegn SARS-COV 2? 4. Hvaða vísindalegu gögn liggja að baki því að setja „óbólusetta” einstaklinga í sóttkví í 5 daga við komuna til landsins þrátt fyrir neikvætt PCR-próf á meðan „bólusettir” þurfa þess ekki? 5. Hvers vegna eru barnshafandi konur sprautaðar gegn SARS-COV 2 þrátt fyrir að rannsóknir bendi til að lyfin kunni að valda auknum líkum á fósturskaða á fyrsta þriðjungi meðgöngu? 6. Viðurkenna heilbrigðisyfirvöld að náttúrulegt ónæmi veitir sterkustu vörn sem völ er á gegn SARS-COV 2? Ef svo er, hvers vegna er þá verið að sprauta fólk sem sannanlega hefur fengið náttúrulegt ónæmi? 7. Ef „fullbólusettur” einstaklingur getur enn þá smitast af SARS-COV 2 OG getur enn þá smitað aðra OG getur enn þá veikst OGmælst með jafnvel minna magn mótefna en þeir sem kusu að þiggja ekki SARS-COV 2-sprauturnar – af hverju á viðkomandi þá að þiggja fleiri sprautur? 8. Hvaða vísindalegu rök liggja að baki því að mótefnamælingar eru ekki gerðar áður en fólk er sprautað gegn SARS-COV 2? Með hliðsjón af þeim miklu almannahagsmunum sem í húfi eru, væntum við þess að ráðherra víki sér ekki undan því að bregðast skjótt við með skýrum svörum. Við væntum þess að sjálfsögðu að svör ráðherra verði studd tilvísunum í vísindalegar rannsóknir og gögn. Virðingarfyllst, SAMTÖKIN FRELSI OG ÁBYRGÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.