Morgunblaðið - 12.11.2021, Page 10

Morgunblaðið - 12.11.2021, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 577-1515 • Ve veVe Traust og fa Áætlað er að rekstrarafgangur A- og B-hluta Hafnarfjarðarbæjar á næsta ári verði 842 milljónir króna á næsta ári og að rekstrarniðurstaða A-hlut- ans verði jákvæð um 106 milljónir. Þá er stefnt að því að afborganir eldri lána verði umfram nýjar lán- tökur í A-hlutanum og verður skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar komið niður í 97% í lok næsta árs gangi áætlanir eftir og hefur það ekki verið lægra í áratugi. Árangursrík varnarviðbrögð Þetta kemur fram í tillögu að fjár- hagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár, sem lögð hefur verið fyrir bæjarstjórn. Haft er eftir Rósu Guðbjartsdótt- ur bæjarstjóra í frétt á vef Hafnar- fjarðarbæjar að áætlunin beri með sér að aðhald í rekstri og varnarvið- brögð bæjaryfirvalda við efnahags- legum áhrifum Covid-faraldursins hafi skilað árangri en bæjarsjóður Hafnarfjarðar tók engin lán á yfir- standandi fjárhagsári. „Fram undan er mikil uppbygging í nýjum hverfum og þéttingarreitum. Reikna má með umtalsverðri íbúa- fjölgun í Hafnarfirði á næstu árum. Við stefnum að því að fjárfesta fyrir rúmlega 5 milljarða króna á árinu 2022, en eins og hjá öðrum sveitar- félögum hefur aukinn launakostnað- ur haft mikil áhrif á rekstur bæjar- ins. Þrátt fyrir það er áætlað að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar fari undir 100% fyrir lok ársins 2022 og markar það tímamót í rekstri bæjarins,“ er haft eftir Rósu. Óbreytt útsvarsprósenta Í rekstri bæjarfélagsins er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 2,5% af heildartekjum eða 886 millj- ónir króna á næsta ári. Rekstur A- hluta verður jákvæður fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði um 1,1 milljarð kr. gangi áætlanir eftir. Útsvarsprósentan í Hafnarfirði verður óbreytt á árinu 2022 eða 14,48%. Fasteignaskattar á íbúðar- húsnæði verða lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við hækkun fasteignamats og vatns- og fráveitugjöld á atvinnuhúsnæði lækka, en það er talið munu lækka álögur á fyrirtæki um 145 milljónir króna. Góð afkoma og mikil uppbygging - Skuldaviðmið fari niður í 97% og verði það lægsta í áratugi í Hafnarfirði Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Orkubú Vestfjarða hefur lokið við að leggja þrífasa rafmagn úr Stein- grímsfirði í Djúpuvík á Ströndum. Strengurinn var spennusettur í gær. Verið er að hanna framhaldið, þrífösun í Norðurfjörð, en Elías Jónatansson orkubússtjóri segir að tímasetning framkvæmda hafi ekki verið ákveðin. Orkubúið hefur gjarnan unnið að þrífösun í sam- starfi við sveitarfélög, ekki síst í tengslum við ljósleiðaravæðingu dreifbýlis. Orkubúið vinnur að þrífösun víð- ar á Vestfjörðum og öðrum verk- efnum til eflingar raforkukerfisins. Þannig er unnið að þrífösun í Gufu- dalssveit í tengslum við vegafram- kvæmdir og er ætlunin að vinna það í góðu samstarfi við Vegagerðina og fylgja þar framkvæmdahraða við lagningu nýs vegar. Þá er unnið að þrífösun út í Örlygshöfn við Pat- reksfjörð. Orkubúið hefur lagt um 250 millj- ónir í þrísfösun og styrkingu dreifi- kerfis í dreifbýli á ári og annað eins á síðasta ári, samtals um 500 millj- ónir. Styrking með jarðstrengjum Jarðstrengur sem lagður var frá Mjólkárvirkjun að Þingeyri hefur nú verið tekinn í notkun og er Þing- eyri þá tengd bæði með jarðstreng um Dýrafjarðargöng og loftlínu um Hrafnseyrarheiði. Þá hefur einfasa kerfi í Önundarfirði verið endurnýj- að með þriggja fasa jarðstreng í Valþjófsdal og ráðgert í framhald- inu að leggja streng út á Ingjalds- sand til að leysa loftlínu af hólmi. Í Súgandafirði verður lagður streng- ur frá Suðureyri í Staðardal. Loft- línur voru endurnýjaðar með þriggja fasa jarðstreng í Tálkna- firði, Gilsfirði og utan Drangsness á Ströndum. Meðal annarra verkefna má nefna að Orkubúið vinnur í sam- vinnu við fiskeldisfyrirtækin að landtengingu fóðurpramma. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Djúpavík Búið er að spennusetja strenginn til Djúpuvíkur. Haldið verður áfram norður Strandir en framkvæmdatíminn hefur ekki verið ákveðinn. Þrífasa raf- magn í dreifbýli - Strengur að Djúpuvík spennusettur Guðni Einarsson gudni@mbl.is Engin dýr mega ganga laus í þéttbýli víðast hvar hér á landi nema kettir, að sögn Snævars Arnar Georgsson- ar, umhverfisverkfræðings á Ak- ureyri. Hann bendir á að hvorki hundar, hestar, kýr né kindur njóti sama frelsis og kettir í þéttbýli. Hon- um finnst að kattareigendur eigi að lúta sömu reglum og aðrir dýraeig- endur, þ.e. að sinna dýrum sínum og að gæta þess að þau valdi öðrum hvorki skaða né ónæði. Margir hafa sömu reynslu Snævarr skrifaði grein um lausa- göngu katta í Vikublaðið á Akureyri sem birtist 2. júní síðastliðinn. „Greinin fór á flug og ég fékk al- mennt jákvæð viðbrögð. Mér bárust stuðningskveðjur víða að af landinu,“ segir Snævarr. Margir hafi haft sam- band og haft svipaða sögu að segja af samskiptum við kattareigendur. Vogi fólk sér að gera athugasemdir við lausagöngu katta eða biðja katt- areigendur að hafa gætur á gæludýr- um sínum þá sé því oft mætt með yf- irgangi, persónuárásum og jafnvel fúkyrðum. „Menn vilja ekki missa þau for- réttindi að geta látið ketti sína valsa um allt eftirlitslaust. Kattareigendur segja að það sé svo vont fyrir ketti að takmarka frelsi þeirra og að það sé í eðli þeirra að vera frjálsir! En ef það er svona hræðilegt fyrir kettina að setja þeim takmörk þá henta þeir bara alls ekki sem gæludýr í þétt- býli,“ segir Snævarr. Hann segir kannanir hafa leitt í ljós að meirihluti fólks vilji banna lausagöngu katta. „Það kemur betur og betur í ljós hvað það er hávær minnihluti sem vill ekki bera ábyrgð á gæludýrunum sínum,“ segir Snæv- arr. „Ég hef tvisvar vaknað við að það var köttur kominn upp í rúm til mín. Í báðum tilvikum voru kettirnir ólar- lausir og ómerktir, sem er bannað hér á Akureyri. Það var kattarskítur fyrir utan dyrnar hjá mér um helgina. Ég hef horft upp á ketti skíta í sandkassa í leikskólum og hef ekki tölu á öllum þeim fuglum sem ég veit að kettir hafa drepið. Ég hef nokkrum sinnum vaknað við katta- breim á nóttunni. Ef hundur héldi vöku fyrir fólki með gelti þá væri tek- ið snarlega fyrir það,“ segir Snævarr en hann hefur rætt lausagöngu katta við bæjarfulltrúa á Akureyri. Honum finnst undarlegt að heyra menn, sem í orði kveðnu styðja nátt- úruvernd, vilja leyfa köttum að ganga lausir fuglalífinu til ómælds skaða. „Það er líka skondið að heyra talsmann jafnaðarstefnunnar segja að einn lítill hópur, kattareigendur, eigi að njóta forréttinda umfram alla aðra dýraeigendur og almenning,“ segir Snævarr. Misjöfn afstaða dýralækna Hann furðar sig á ályktun Dýra- læknafélags Íslands um bann við lausagöngu katta á Akureyri. Banda- ríska dýralæknafélagið (American Veterinary Medical Association) sem í eru um 97.000 dýralæknar hvetji hins vegar félagsmenn sína til að fræða skjólstæðinga sína og almenn- ing um þær hættur sem fylgja lausa- göngu katta. Félagið segir að sé kött- um haldið heima eða á afgirtum svæðum og þeir vandir á að gengið sé með þá í taumi geti það dregið úr ýmsum hættum fyrir kettina, villt dýralíf, fólk og umhverfið. „Að mati bandarísku dýralækna- samtakanna eru lífslíkur lausa- göngukatta minni en katta sem hafð- ir eru í haldi og viðraðir í taumi. Kettir verða fyrir bílum, villast og týnast. Hér skríða þeir upp í heitar bílvélar á köldum vetrardögum. Kettir slást líka mikið. Ég veit um kött sem hefur þurft að tjasla saman þrisvar eftir slík slagsmál með til- heyrandi sýklalyfjagjöf. Það gerist líka að kettir lokist inni í geymslum og skúrum og jafnvel drepist þar. Hvaða velferð er fólgin í því?“ spurði Snævarr. Aðrar reglur um ketti en önnur dýr í þéttbýli - Verkfræðingur vill að sömu reglur gildi um allt dýrahald Morgunblaðið/Golli Veiðiköttur Það er í eðli katta að veiða, m.a. fugla. Hér hefur einn náð sér í skógarþröst. Bjöllur koma ekki í veg fyrir að kettir veiði hálffleyga unga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.