Morgunblaðið - 12.11.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 12.11.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 Íslendingar hafa forskot í virkjun grænna auðlinda og þótt framlag okkar í raforkuframleiðslu sé örlítið á heimsvísu gætum við orðið fyrsta þjóð í heimi til að verða óháð jarð- efnaeldsneyti. Íslend- ingar geta ekki státað af metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum nema horfa til framleiðslu á orkugjöfum sem koma í stað jarðefnaeldsneytis. Þar á meðal er framleiðsla rafelds- neytis og þarna eru kjörin tæki- færi fyrir fjárfesta. Þótt fram- leiðsluferli rafeldsneytis gangi illa upp frá sjónarmiði orkunýtingar gengur það upp viðskiptalega og einnig m.t.t. umhverfislegs ábata. Íslendingar eiga að hefja útflutn- ing á grænni orku í formi rafelds- neytis með tilheyrandi atvinnu- sköpun og ávinningi í loftslagsmálum en til þess þarf að endurskoða rammaáætlun og horfa til vindorku. Hver er raunverulegi hvatinn? Á undanförnum vikum hafa birst ófáar greinar um orkumál þar sem hvatt er til aukinna virkj- ana og framleiðslu á grænni orku. Hér að ofan var útdráttur þar sem fram koma helstu áhersluatriði þeirra en þær eru skrifaðar af að- ilum sem hagsmuna hafa að gæta í að auka umsvif í atvinnulífi lands- manna. Fyrri leiðarstefin í þessum greinum eru orðin „fjárfestar“, „atvinnusköpun“ og „viðskipta- legur“. En einnig er lögð áhersla á að hvatinn á bak við þær sé „umhverf- islegur ábati“, „grænn“ og „loftslags- mál“. Er þetta raun- verulegur hvati eða tylliástæða? Skv. þeim er mik- ilvægt a) að laða fjár- festa til landsins með gylliboðum um ótæm- andi virkjunarmögu- leika og arðsemi og b) að sýna gott fordæmi. Nú þegar staðfest hefur verið að loftslagsváin er raunveruleg þurfa alþjóðlegir fjár- festar að horfa í vaxandi mæli til „grænna“ lausna. Í stað þess að „láta náttúruna njóta vafans“ virð- ist nú máltækið „nauðsyn brýtur lög“ vera ráðandi og í lagi að fórna náttúrunni til þess að bjarga loftslaginu eins mótsagnakennt og það er. Íslendingar hafa þegar mikið forskot á aðrar þjóðir með 99% umhverfisvænnar raforku og orku til húshitunar og við höfum þegar sýnt heiminum gott for- dæmi! Er ekki best að staldra við og líta til annarra lausna áður en gefið er skotleyfi á íslenska nátt- úru? Hvert stefnum við í umhverfisumræðunni? Þegar skoðuð er umræða um virkjanir og umhverfi undanfarið hefur hún sveiflast eins og vind- urinn blæs hverju sinni. Fjár- málaráðherra sagði, á landsfundi Landsvirkjunar árið 2016, það já- kvætt að taka tillit til tilfinn- ingaraka varðandi orkunýtingu og orkuöflun og að í þeim málum þyrfti að hugsa til langs tíma. For- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur furð- ar sig á því, í viðtali í Silfrinu fyrir ári, að Samorka telji þörf á að virkja á viðkvæmum svæðum til þess að ná markmiðum stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsa- lofttegunda. Það sé meiri fram- leiðslugeta rafmagns ónýtt en hef- ur verið lengi og meiri líkur á offramboði en skorti. Þau ummæli sem vitnað er til í inngangi þess- arar greinar eru í talsverðri mót- sögn við þessi viðhorf. Hugtökin „umhverfisvænn“ og „grænn“, sem mest eru notuð í umræðunni, eru gildishlaðin hug- tök og rökréttara væri að nota hugtökin sjálfbær, kolefnisspor og vistspor sem öll eru skilgreind og viðurkennd alþjóðlega. Í Brundt- land-skýrslunni, sem kom út 1987, er sjálfbær þróun skilgreind sem „þróun sem mætir þörfum samtím- ans án þess að draga úr mögu- leikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Áherslan er á að sjónarmið samfélags og náttúru standi jafnfætis þeim efnahagslegu en áður var gjarnan litið svo á að hinn efnahagslegi grunnur skipti mestu máli. Al- mennt er nú viðurkennt að núver- andi framganga mannsins á jörð- inni beri skýr merki ósjálfbærni. Er verið að uppfylla skilyrði sjálf- bærni í núverandi áformum? Hagkvæmni „grænnar“ orku Við framleiðslu á „grænu“ elds- neyti ber að hafa í huga að verið er að umbreyta hærra orkustigi í lægra. Raforka er hæsta stig orku og hægt er að nýta hana til að knýja vélar og rafbúnað beint að mestu án taps. Eldsneyti sem framleitt er með raforku inniheld- ur efnaorku sem er lægra orku- stig. Við bruna eldsneytis myndast varmi sem notaður er til að knýja aflvélar. Aðeins um fjórðungur upprunalegu orkunnar nýtist í þessu ferli en afgangurinn breytist í glatvarma. Til samanburðar er raforkan sem þarf til að knýja 4-5 rafbíla nægileg til að framleiða eldsneyti fyrir 1 bensínbíl. Hversu „umhverfisvænt“ er að nýta ein- ungis 25% orkunnar og fleygja hinum 75%? Á meðfylgjandi mynd er sýnt hlutfall nýtanlegrar orku og glatvarma fyrir þessi orkustig. Niðurlag Hvernig höfum við villst af leið í umræðunni? Er ekki kominn tími til að takast á hinum raunverulega vanda? Neysludrifið kolefnisspor Íslendinga er að meðaltali 10 kol- efnisjafngildi t/ári sem er með því mesta sem gerist í heiminum. Engin þörf er á frekari fjárfest- ingum til stóriðju og nær væri að leggja fjármagn í að byggja upp minni iðnað og matvælaframleiðslu en sýnt hefur verið fram á að þær greinar skila mestu til þjóðarbús- ins m.t.t. atvinnu og þjóðartekna. Eftir Egil Þóri Einarsson »Er ekki best að staldra við og líta til annarra lausna áður en gefið er skotleyfi á íslenska náttúru? Egill Þórir Einarsson Höfundur er efnaverkfræðingur. egill.einarsson@heimsnet.is Græn orka og sjálfbærni Bjarni Harðarson skrifar grein í Frétta- blaðið 25. ágúst þar sem hann mærir talí- bana. Þar sem Frétta- blaðið hefur hafnað að birta svargrein mína get ég ekki varist þeirri hugsun að blaðið sé orðið einhliða vett- vangur fyrir málpípur þessara öfgasamtaka. Í grein sinni telur Bjarni að við getum lært margt af talíbönum og að allt tal um að alvondir menn séu komnir til valda í Afganistan sé ekk- ert annað en brjóstumkennanlegt blaður. Hann viðurkennir að þessir menn séu ekki talsmenn frjálsræðis kvenna og raunar ekki nokkurs manns en af orðum hans í framhald- inu má ráða að hann telji þetta létt- vægt atriði. Hvergi sé skrifað í ský- in að allir þurfi að lifa samkvæmt vestrænum gildum. Þá sem skilja ekki þankagang talíbana stimplar Bjarni sem rasista, mannhatara og hrokagikki. Þegar skoðaðar eru myndir frá Kabúl og öðrum afgönskum borgum frá sjöunda áratugnum má sjá kon- ur sem eru frjálslegar í fasi og klæðaburði en eftir að talíbanar komust til valda á tíunda áratugnum var konum bannað að vinna. Þær voru reknar heim og máttu ekki fara út fyrir heimilið nema í fylgd karl- manna. Auk þess voru þær neyddar til að hylja sig með búrku. Þær voru stimplaðar sem annars flokks borg- arar og skipað að hverfa úr op- inberu rými. Margar konur undu þessu illa. Þær sátu heima, reru fram í gráðið og grétu. Margar þeirra sáu engin önnur úrræði en að fyrirfara sér. Borist hafa fréttir frá Afganistan um að talíbanar séu að leita á heimilum borgarbúa í Kabúl og víðar að stúlkum frá tólf ára aldri til að neyða þær til að giftast talí- bönum eða gera þær að kynlífs- þrælum. Auk þess er kristið fólk leitað uppi og drepið. Einn helsti talsmaður talíbana lýsti því nýlega yfir að samkynhneigðir karl- menn skyldu drepnir með því að láta vegg hrynja yfir þá. Á stjórnarárum ta- líbana voru ómetanleg menningarverðmæti eyðilögð. Íþrótta- leikvangurinn í Kabúl var gerður að aftöku- stað og þar var sjaría- lögum framfylgt með grimmilegum hætti. Yfir allt þetta skautar Bjarni Harð- arson með aumkunarverðum frösum eins og þeim að Afganar snúist alltaf öndverðir gegn hugmyndum er- lendra aðila. Til að lýsa ástandinu undir stjórn talíbana liggur beinast við að vitna í fólk sem hefur reynslu af stjórn þeirra frá fyrstu hendi. Ég vitna hér í bók eftir alsírska mannréttinda- lögfræðinginn Karimu Bennoune sem á íslensku gæti heitið Trúar- legar tilskipanir (fatwa) ykkar gilda ekki hér. Þar tekur hún m.a. viðtal við afganska konu, Horiu Mosadiq, sem lifði undir stjórn talíbana á sín- um tíma. Hún var blaðamaður sem bjó í Íran og þurfti að ferðast til Afganistans með reglulegu millibili. Hún segir svo frá: „Þetta var ekki auðvelt fyrirkomulag. Það þýddi að ég varð að sætta mig við nýjan klæðnað í fyrsta sinn; búrkuna. Ég gat ekki gengið. Ég gat ekki séð hvert ég var að fara í gegnum netið. Vegna þess að ég var ekki vön búrkunni sátum við hjónin í fram- sæti bílsins sem flutti okkur til Ka- búl. Við vorum stöðvuð við eftirlits- stöð talíbana þar sem verðirnir byrjuðu að hrópa að eiginmanni mínum hvers konar siðleysingi hann væri að leyfa konu sinni að sitja í framsæti bílsins. Þú siðlausi maður. Veistu ekki að við höfum alltaf sagt að þú eigir að snæða fyrst, síðan að gefa börnunum að borða og eftir það gefurðu hundinum þínum. Ef eitt- hvað er afgangs getur konan þín ét- ið það. Og þú lætur þessa tík sitja í framsæti bílsins!“ Og Horia heldur áfram: „Eitt sinn fór ég út í búð til að kaupa mér föt í tilefni af giftingarveislu mágkonu minnar. Ég átti erfitt með að sjá lit- inn á fötunum inni í búðinni og lyfti því andlitsblæju búrkunnar til að sjá betur. Það virtist vera saklaust – að kaupa fataefni fyrir fjölskyldubrúð- kaup og nota augun til að athuga lit- brigðin. En ekki í Afganistan talí- bananna. Skyndilega fékk ég högg á höfuðið og augu mín fylltust blóði. Síðan barði talíbaninn mig svo illa með rafmagnskapli að nefið brotn- aði.“ Og áfram heldur Horia að lýsa reynslu sinni. „Það var árið 1999 á Microrayani-torginu í Kabúl sem ég sá þrettán ára gamlan dreng sem hélt á afskornum höndum. Þær voru orðnar dökkbláar. Þessar hendur tilheyrðu fólki sem hafði verið sakað um þjófnað og farið með það á leik- vanginn í Kabúl til aflimunar.“ Horia rifjar upp: „Drengurinn hróp- aði: Sjáið hvernig réttlætið hefur farið með þjófana. Svona eiga sjaría- lögin að vera.“ Auk aflimunar á höndum og fót- um meðan þulið var upp úr Kór- aninum var fólk hýtt fyrir hjúskap- arbrot og konur grýttar til dauða. Talíbanar fóru inn í borgina með gjallarhorn og tilkynntu refsing- arnar. Fólk sem átti ekki kost á neinni afþreyingu kom til að horfa á. Og eftir hverja aftöku hrópuðu stuðningsmenn talíbana Allahu Ak- bar. Ég kalla svona stjórnarhætti villi- mennsku og verð því að sætta mig við stimplun Bjarna Harðarsonar. Eftir Stefán Karlsson » Íþróttaleikvang- urinn í Kabúl var gerður að aftökustað og þar var sjaríalögum framfylgt með grimmilegum hætti. Stefán Karlsson Höfundur er framhaldsskólakennari á eftirlaunum. stebbikarls@gmail.com Íslenskar málpípur talíbana Flestar verslanir hafa nú látið undan stjórnmálamönnum sem vilja að not- hæfir innkaupapokar séu hvergi sjá- anlegir þegar viðskiptavinirnir þurfa þá. Innan skamms verður fólki sennilega bannað að fá nokkra poka yfirleitt en þess í stað ráðlagt að bera vörurnar heim á bakinu á sér. Mun þetta allt gert í nafni umhverf- isins. Mætti í framhaldinu spyrja hvort því fólki, sem ekki virðist vera treyst til að fara með innkaupapoka, megi þá yfirleitt treysta fyrir nokkru öðru. Tvímælalaust mun þingmönnum þykja áríðandi að banna margt fleira en innkaupapoka og það líklega á sem allra flestum sviðum. Í dag sýnist ekki líklegt að slíkir þingmenn fái nóg af nokkru einasta banni? Undarlega litla trú á almenningi hafa þeir. Varkár pokanotandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Ákefðin gegn innkaupapokunum Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.