Morgunblaðið - 12.11.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021
✝
María Norð-
dahl fæddist í
Reykjavík 13. apríl
1950. Hún lést á
Landspítalanum á
kvennafrídaginn
24. október 2021.
Foreldrar Maríu
voru Oddný Gísla-
dóttir frá Stóru-
Reykjum, f. 8. apríl
1923, d. 18. júní
1992 og Baldur
Norðdahl frá Úlfarsfelli, f. 17.
okt. 1922, d. 21. nóv. 1988.
Systkini Maríu eru Birgir Már,
f. 19. nóv. 1944, d. 11. apríl
2019, Edda Guðbjörg, f. 22.
mars 1946 og Gísli, f. 6. júlí
1947.
Fyrri eiginmaður Maríu var
Sturla Þengilsson og börn
þeirra eru þrjú: 1) Snorri, f. 2.
jan. 1970, kona hans er Lydia
Holt og börn þeirra eru a)
Andri Luke, f. 3. mars 2006 og
b) Nicholas Jaki, f. 5. nóv. 2009.
2) Kári, f. 2. júlí 1974, börn
hans með Hjördísi Unni Más-
dóttur eru a) Tindur, f. 25. nóv.
1995 og b) Nói, f. 1. apríl 2006.
3) Oddný, f. 12. ágúst 1976, hún
á tvö börn með Hallgrími
Helgasyni a) Kára Daníel, f. 29.
sept. 2003 og b) Margréti Mar-
íu, f. 10. maí 2005. Kynfaðir
Kára er Alexander Philipp.
Brynja Sigurrós, f. 8. okt. 2020.
Með Rannveigu Sigurðardóttur
á Eggert 5) Guðrúnu Ernu, f.
13. sept. 1991, börn hennar eru
með Davíð Þór Baldurssyni a)
Stefán Atli, f. 14. mars 2009 og
með Jóhanni Óla Gunnbjörns-
syni b) Erla Alexía, f. 9. sept.
2016.
María útskrifaðist sem kenn-
ari frá Kennaraskólanum 1971.
Hún starfaði lengst af sem
grunnskólakennari á mið- og
unglingastigi, var fagstjóri í líf-
fræði, sá um leiðsögn við kenn-
aranema og félagsstörf nem-
enda. Seinna hóf hún nuddnám
og fékk meistarabréf sem
nuddari árið 2000. Hún starfaði
sem skólastjóri Nuddskólans og
gaf út kennslubók um svæð-
anudd. Síðustu ár starfs-
ævinnar var hún fulltrúi
sjúkrasjóðs hjá Kennara-
sambandi Íslands. Hún gegndi
fjölmörgum trúnaðarstörfum
fyrir KÍ, var varaformaður
Kennarafélags Reykjavíkur og
áheyrnarfulltrúi í skóla-
málaráði Reykjavíkur. Hún sat
í stjórn SAMFOK og hin síðari
ár var hún virk í starfi Sorop-
timistaklúbbs Grafarvogs, Sam-
fylkingarfélagsins í Reykjavík
og í jafnréttisbaráttunni.
Útför Maríu fer fram frá
Árbæjarkirkju 12. nóvember,
kl. 13, auk streymis á slóðinni:
https://www.skjaskot.is/maria
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Með eiginmanni
sínum Sigurjóni
Jónssyni á Oddný
c) Ingunni Lilju, f.
3. maí 2015 og d)
Ásgeir Sturlu, f. 6.
ágúst 2017.
María gekk í
hjónaband með
Eggerti J. Levy
kennara 3. apríl
árið 2004. Eggert
er fæddur í Hrísa-
koti á Vatnsnesi í Húnaþingi
vestra 26. apríl 1947. Eggert á
fimm börn, með Ingunni Ásdísi
Sigurðardóttur á hann fjóra
syni: 1) Sigurður Örn, f. 29.
mars 1972, kona hans er Berg-
lind Alfreðsdóttir og börn a)
Ásdís Heiða, f. 27. apríl 2005, b)
Alfreð Örn, f. 22. júlí 2009 og c)
Þórdís Jenný, f. 23. des. 2014.
2) Jóhannes Helgi, f. 31. maí
1974, kona hans er Ragnheiður
Harpa Hilmarsdóttir og börn a)
Jóhanna Rakel, f. 14. sept. 2003
og b) Eggert Aron, f. 26. júní
2006. 3) Atli Björn, f. 4. feb.
1980, kona hans er Ásdís Jóna
Sigurjónsdóttir og börn a) Val-
dís Unnur, f. 10. mars 2012 og
b) Heiðdís Birna, f. 29. ágúst
2015. 4) Valgeir Már, f. 16. okt.
1981, kona hans er Anna Sig-
urjónsdóttir og börn a) Grímur
Hrafn, f. 23. des. 2017 og b)
Sorgin
Sorgin ýfir sálarfrið
sárar stundir líða
síðan taka tárin við
taugaboðum hlýða.
Tárin lina lífsins þraut
leyfið þeim að renna
förunautur fer á braut
fellur innri spenna.
Ástkær vinur öðlast ró
engum þarf að sinna
huggun felst í hugarfró
sem hamingjuna finna.
Þinn ástkæri eiginmaður,
Eggert J. Levy
Mamma dó á fallegum haust-
degi. Ég gekk frá Landspítalan-
um og skynjaði veröldina
ókunna, tómlega og ruglings-
lega. Tilveran án hennar var
eins og óbotnuð vísa, kvikmynd
án enda eða hljóðfæri án
strengja. Sjálf hefði hún gotið til
mín glettnisfullum augum og
hlegið lágt við þessi orð:
„Dramatík er þetta.“ Hún var
jarðbundin kona og þótti dóttir
sín oft fara mikinn í orði og æði,
þó að í aðra röndina hefði hún
lúmskt gaman af því.
„Mamma þín var alltaf svo ná-
læg þér,“ sagði kær vinkona
okkar beggja og þau orð eru
sönn. Hún var nálæg mér í
áföngum og áföllum, í verki og
orði. Hún var íhugul og réttsýn
– og sá oft spaugilegar hliðar á
flókinni tilverunni.
Nær alla mína grunnskóla-
göngu kenndi mamma í hverf-
isskólanum okkar, Árbæjar-
skóla. Ferðir í hverfisbúðina
voru iðulega í lengri kantinum
því mamma stoppaði við hvern
hillurekka og spjallaði við for-
eldra, nemendur og samkenn-
ara. Hún þekkti allan minn vina-
hóp, foreldra þeirra, kennara og
félagslíf. Betra skjól og vega-
nesti er vandfundið.
Mamma var óhrædd við að
prófa nýja hluti. Hún kynnti sér
náttúrulækningar og heilun og
fékk meistarabréf sem nuddari
um fimmtugt. Fjölskyldan naut
góðs af nuddnáminu með því að
bjóða fram iljar, herðar og mjó-
bök til æfingakennslu. Mamma
elskaði að ferðast og var forvitin
um fólk. Hún heimsótti börn og
barnabörn til Bandaríkjanna,
Mið-Austurlanda og Evrópu og
fann forvitni sinni farveg í
túninu heima með samskiptum
við erlenda ferðalanga sem
leigðu af henni og Eggerti un-
aðsreitinn í Grímsnesinu.
Mæðgnaferðin okkar á Ólafs-
vöku í Færeyjum árið 1997 er þó
eftirminnilegust. Þar þræddum
við brattar götur í súld og þoku,
dönsuðum færeyskan dans í
Sjónleikarahúsinu og kjöftuðum
okkur í svefn á hverju kvöldi.
Mamma var eldheitur femín-
isti og jafnaðarkona og dró mig
17 ára gamla á kosningavöku
Reykjavíkurlistans vorið 1994.
Þar grétum við saman þegar úr-
slit lágu fyrir. Mamma var fé-
lagsmálatröll og hjarta hennar
sló með fræðslu- og menntamál-
um, í sama takti og mitt.
Mamma var dásamleg amma
sem las með barnabörnunum,
þræddi söfn og spilaði á spil.
Hún leyfði þeim aldrei að vinna,
það var ekki nógu þroskandi.
Mamma hafði væntingar fyrir
hönd barna, var nálæg en ekki
uppáþrengjandi, mild en ekki
eftirlátssöm. Hún vildi að fólk
léti um sig muna.
Mamma snerti hjörtu nem-
enda sinna sem deila minningum
um launfyndinn kennara sem
hafði mildan aga og stóð með
minni máttar. Hún elskaði Face-
book því þar fylgdist hún með
nemendum og samferðafólki
barna sinna og hrósaði með hlýj-
um athugasemdum, nálæg og
hvetjandi.
Mamma var minn merkileg-
asti og áhrifaríkasti kennari.
Hún var vinkona í raun, hún
hvatti mig áfram og leiðbeindi.
Hún var stolt af sínu fólki, var
elskuð og elskaði á móti. Hún
kvaddi á kvennafrídaginn sem
var einn af hennar uppáhalds-
dögum. Þar fékk baráttukona
hvíld frá kvölum sem illvígur
sjúkdómurinn olli henni.
Ég mun heiðra þau gildi sem
þú stóðst fyrir, reyna að botna
vísurnar og láta strengina
hljóma. Það geri ég í þínu nafni,
elsku mamma. Takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Oddný.
Alltof, alltof ung kveður þú
amma drengjana minna og móð-
ir mín okkur. Brotthvarf þitt var
svo brátt að sannast sagna er ég
ekki búinn að átta mig á því
ennþá. Þú ert ennþá hjá mér og
ég vil helst bara hafa það þann-
ig.
Blessunarlega náði ég að vera
mikið hjá þér þessa síðustu mán-
uði án þess að vita hversu mikið
það myndi svo þýða fyrir mig.
Ég er svo þakklátur að hafa
átt þig að þó svo ég hafi ekki
alltaf sýnt það. Þú kenndir mér
að taka hverjum sem er eins og
hann er og fyrir það verð ég æv-
inlega þakklátur. Vissulega þótti
mér þú oft á tíðum svona soldið
skrýtin með hitt og þetta en það
eru einmitt þau „moment“ sem
gera þig að þér. Eins og þegar
þú hafðir ein jólin gleymt honum
Tindi okkar í pakkaflóðinu en í
flýti náð að pakka aukariti Gest-
gjafans um kökuskreytingar
handa honum 12 ára. „Price-
less“!
Á síðustu metrunum fannst
mér ég skilja þig miklu betur en
fyrr og það sem þú sýndir mér
þá með visku þinni, glettni, mýkt
og óeigingirni verður mitt leið-
arljós til framtíðar.
Finn það líka svo sterkt í
gegnum samferðafólk mitt sem
þú kenndir hversu mikil áhrif þú
hafðir á þau sem einstaklinga
burtséð frá einkunnum, hæfi-
leikum, bakgrunni eða skapgerð.
Allir voru jafnir í þínum huga.
Vonandi næ ég að halda þeim
kyndli á lofti þér til heiðurs.
Mig langar til að enda þessi
orð mín á því að það er mér svo
óendanlega kært að hafa síðustu
mánuði fengið að upplifa svo
sterkt þá djúpstæðu og innilegu
virðingu, ást og vináttu sem var
á milli þín og Eggerts. Mig lang-
ar að þakka þér mamma fyrir að
hafa kynnt Eggert til leiks og
mig langar að þakka þér Eggert
fyrir að elska móður mína eins
mikið og þú gerir. Ég tárast af
gleði við tilhugsunina eina að sjá
ykkur í Austurbrúninni að baksa
sitt í hvoru horninu en samt svo
augljóslega saman. Takk fyrir
ykkur!
Sjáumst síðar elsku, amma
Mæja og elsku mamma!
Aspassúpa, hangikjöt og
heimalagaður ís á jóladag það
sem eftir er.
Kári, Tindur og Nói.
Elsku mamma er farin.
Kannski fer fólk alltaf of
snemma, það á í öllu falli við um
hana, hún fór allt of snemma.
En samt ekki þannig að hún hafi
ekki náð að lifa innihaldsríku og
gefandi lífi, lífi sem gaf og gaf,
bæði henni sjálfri og öðrum.
Hún átti alltaf tíma, orku og
kærleik til að gefa mér og fjöl-
skyldunni minni. Þegar ég bjó
erlendis heimsótti hún mig oft,
fannst alltaf jafn gaman að sjá
hvernig ég bjó og hafði það
svona fjarri hennar heimahög-
um. Þegar ég fékk fréttirnar að
hún væri með krabbamein fyrir
15 árum var eldri sonur okkar
Lydiu að fæðast. Hún hafði
mynd af honum við sjúkrarúmið
til að gefa sér styrk og bar-
áttuþrek, hún ætlaði sér að hitta
hann og eyða með honum tíma,
og það gerði hún svo sannarlega.
Mamma var baráttujaxl, hvort
sem hún var að berjast fyrir
jafnrétti kvenna, fyrir kennara,
fyrir okkur börnin sín eða við
banvænan sjúkdóm. Hún gafst
aldrei upp fyrr en í fulla hnef-
ana. Þannig var það því miður
þann 24. október síðastliðinn
þegar hún þurfti að gefast upp
fyrir nýju og ólæknandi krabba-
meini. Það var táknrænt að hún
skyldi fara þann 24. október,
kvennafrídaginn, dag sem var
henni svo kær. Hún tók þátt í
honum árið 1975 og sá dagur er
ein af mínum elstu minningum,
mamma var ekki heima eins og
vanalega til að elda kvöldmat og
ég, fimm ára snáðinn, skynjaði
að það var eitthvað mikilvægt að
gerast, eitthvað sem skipti
mömmu hjartans máli. Þegar
hún kom heim var hún upprifin
og glöð, full af orku, hún hafði
afrekað eitthvað, staðið upp á
móti feðraveldinu, og því hætti
hún aldrei. Mamma var svo
miklu meira en mamma, hún var
baráttukona en hún var líka fé-
lagsmálafrömuður og kennari af
lífi og sál. Hún kenndi lengst af í
grunnskóla og í kjölfar andláts
hennar hafa streymt til okkar
systkina kveðjur frá fyrrverandi
nemendum hennar sem lýsa
henni sem miklum áhrifavaldi í
lífi sínu, það er magnað að
heyra. Hún var auðvitað mesti
áhrifavaldur lífs míns. Hún
kenndi mér svo óendanlega
margt verðmætt um lífið, hluti
sem ég ber með mér á hverjum
degi. Hún kenndi mér réttsýni,
samkennd, sjálfstraust, sjálfs-
virðingu, fordómaleysi og að
koma fram af virðingu við öll, há
sem lág. Réttlætiskennd
mömmu verður vonandi alltaf
með mér. Hún var tær og skýr
eins og fjallalækur. Ást hennar
var fölskvalaus, móðurástin er
það sjálfsagt alltaf. En þó við
værum ekki sammála um allt í
lífinu og þó að stundum skildi
hún ekki vegferðina sem ég var
á þá dæmdi hún mig aldrei, hún
var alltaf þolinmóð og kærleiks-
rík en samt staðföst. Hún spurði
mig alltaf reglulega af hverju ég
væri að gera það sem ég væri að
gera, vildi heyra að ég væri
gagnrýninn, að ég væri með
stefnu í lífinu. Hún kenndi mér
að gera kröfur til sjálfs mín.
Fyrir það verð ég alltaf þakk-
látur, fyrir ást þína verð ég allt-
af þakklátur. Góða ferð, elsku
mamma.
Snorri Sturluson.
Með örfáum orðum langar
mig að minnast Maríu Norðdahl,
stjúpmóður minnar, sem lést 24.
október síðastliðinn eftir stutta
baráttu við krabbamein.
Það var svo ólýsanlega sárt að
kveðja þig svona fljótt og
snemma en á sama tíma dýr-
mætt að geta verið til staðar fyr-
ir þig og haldið í hönd þína síð-
ustu stundina. Það sem
einkenndi okkar síðustu stundir
var væntumþykjan sem þú sýnd-
ir okkur öllum. Þú varst svo
sterk og ég dáðist að þrautseigj-
unni og kraftinum sem þú sýndir
í gegnum þessa baráttu. Það
sem gefur mér hlýju og bros í
sorginni er kímnigáfan þín sem
skein eins og sólin á sumrin
þrátt fyrir allt sem gekk á. Á
þessum erfiða tíma sá ég svo
sterkt hversu heitt þú elskaðir
pabba minn og það er ómetanleg
ást sem mér þykir mjög vænt
um. Það hvernig þú talaðir við
hann var svo fallegt og ég mun
styðja hann fyrir þig, þar til þið
fáið ykkar tíma saman aftur.
Það var svo magnað hvað þú
tókst að þér mörg mismunandi
verkefni í gegnum okkar kynni.
Fyrstu árin einkenndust af hár-
greiðsluleikjum, þar sem þú
varst módel fyrir mig sem þráði
ekkert heitar en að verða hár-
greiðslukona þegar ég yrði eldri.
Þú nuddaðir mig fyrir svefninn
til að koma mér í ró, sem gat oft
verið erfitt verkefni. Þegar þú
kenndir í Langholtsskóla kom
ég við hjá þér og náði mér í eitt
knús áður en ég byrjaði sjálf í
tíma. Ég minnist sundferða og
hjólatúra með Stefáni Atla. Þú
gerðist dagforeldri Erlu Alexíu
með öllu tilheyrandi. Ég gat leit-
að til þín þegar mig vantaði að-
stoð eða ráð og það var svo gott
að finna að þú varst stolt af mér.
Þú vildir alltaf aðstoða mig og
krakkana mína, sem við erum
mjög þakklát fyrir. Við varðveit-
um minningarnar okkar og
minnumst þín.
Guðrún Erna Levy og börn.
„Góðan daginn, uppáhalds-
tengdasonur“ heilsaði María
Norðdahl mér oft, kímin á svip,
enda ég giftur Oddnýju, einka-
dóttur hennar. Lúmskur húmor
hennar er bara einn kostur af
mörgum í fari hennar sem ég
þegar sakna. Ég hitti Maríu
fyrst fyrir um 10 árum þegar ég
og Oddný vorum að tala saman á
upphafsmánuðum okkar sam-
bands á Skype og María birtist
stundum í bakgrunninum.
Snorri sonur hennar lýsti því svo
í eftirminnilegri ræðu í brúð-
kaupi okkar hjóna að ég hefði
hitt tengdamóður mína „online“,
við talsverða kátínu hennar og
annarra gesta. En kynni mín af
Maríu, eða ömmu Mæju, eins og
hún er alltaf kölluð á okkar
heimili, áttu eftir aukast mikið
og það var einstakt að eiga hana
að, því hún studdi mig og okkur
fjölskylduna í einu og öllu.
Sérstaklega eru mér minnis-
stæðar þrjár heimsóknir ömmu
Mæju til okkar í Sádi-Arabíu og
ferð okkar með henni og Egg-
erti til Stuttgart í Þýskalandi.
Hiti og sól voru henni að skapi
og þegar flestir voru flúnir inn í
skuggann fór amma Maja út í
sólbað. Þennan sólarhita bar
hún líka innra með sér og um-
vafði barnabörnin með honum í
sínum samskiptum við þau. Í
henni áttu þau alltaf sinn besta
bandamann og þeirra missir er
mikill. Eins naut amma Maja sín
sérlega vel í sumarbústaðnum í
Grímsnesi, þar sem hún og Egg-
ert byggðu upp sinn unaðsreit á
skjólsömum stað. Þar var iðu-
lega sól og hitapottur, og ef
ekki, þá var bara farið í heita
pottinn. Í bústaðinn var gott að
heimsækja þau, þar voru þau tvö
í essinu sínu, stanslaust að laga
og betrumbæta þann fallega
stað.
Við eigum ömmu Mæju mikið
að þakka. Hún var með börnin
okkar nánast daglega þegar þau
voru yngri, var í raun þeirra
dagmamma áður en þau byrjuðu
í leikskóla. Eftir það nutu þau
ótal samverustunda, hjá okkur
eða heima hjá þeim Eggerti í
Austurbrún. Þessi tími og sam-
vera var ómetanleg fyrir börnin,
okkur og hana sjálfa.
Það er erfitt að kveðja ömmu
Mæju eftir öll okkar yndislegu
samskipti í gegnum árin og líka
vegna þess hve stór hluti hún
var af okkar lífi og tilveru. Það
er tómlegri veröld sem tekur nú
við og við söknum hennar mikið.
Ég er þó viss um að hún nýtur
sín vel í sól og hita í Sumarland-
inu og á meðan yljum við okkur
við góðar minningar um ömmu
Mæju. Hvíl í friði uppáhalds-
tengdamóðir.
Sigurjón Jónsson.
Ég mun aldrei gleyma einu í
fari ömmu og það er hversu ljúf
hún var við mig í hvert einasta
skipti sem við hittumst þótt ég
væri oft að prakkarast í henni.
Það var alltaf hægt að tala við
hana þegar eitthvað var að, allt-
af hlustaði hún og kom oftar en
ekki með lausnir. Bestu stund-
irnar mínar voru þegar hún og
Eggert buðu mér í heimsókn um
helgi, amma gaf mér alvörunudd
sem endaði svo með ljúffengum
kvöldmat í Austurbrún. Eftir-
minnilegustu stundirnar mínar
frá því að ég var lítill tengjast
bústaðnum hennar ömmu. Þar
var alltaf gaman, hvort sem við
vorum að leika úti garði, í kubb,
í pottinum, spila eða jafnvel bara
glápa á sjónvarpið með henni
undir teppi.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Þinn
Kári Daníel.
Elsku amma mín. Aldrei hefði
ég getað ímyndað mér að þú
myndir kveðja okkur svona
fljótt. Það er svo margt sem mig
langaði að segja þér og gera
með þér en ég held fast í góðu
stundirnar sem við áttum saman
og er endalaust þakklát fyrir
sambandið á milli okkar. Þú hef-
ur alltaf verið svo hlý og góð-
hjörtuð gagnvart mér og öllum
systkinunum og þín verður sárt
saknað. Ég mun sakna allra
sumarbústaðaferðanna, sauma-
tímanna og þegar þú kallaðir
mig alltaf „gullið þitt“. Þú munt
alltaf eiga sérstakan stað í
hjarta mínu og þér mun ég aldr-
ei gleyma.
Takk fyrir allt, elsku amma,
hvíldu í friði.
Margrét María
Hallgrímsdóttir.
María Norðdahl var mögnuð
manneskja og mikill karakter,
dimmrödduð og dularfull kona
að austan, úr sveitum og fjörð-
um, sem sat í hverju samsæti
líkt og völva, sagði fátt en dró
saman lykilatriðin og hló djúp-
um hlátri. Maður vildi hafa hana
með sér.
Hún var amma barnanna
minna, þeirra Kára Daníels og
Margrétar Maríu, en sú síðar-
nefnda heitir í höfuð ömmu sinn-
ar. Þótt við foreldrarnir hefðum
skilið datt sambandið við Maríu
aldrei niður. Að auki þekktust
hún og núverandi kona mín,
Agla, frá gamalli tíð er þær
kenndu saman í Langholtsskóla.
Agla var þá yngst í kennara-
hópnum en átti jafnan stuðning í
Maríu og minnist þess enn þeg-
ar hún einn morguninn varð frá-
vita af verkjum og galdrakonan
María bjargaði henni með
skyndinuddi, ýtti á réttu punkt-
ana.
Amma Mæja hringdi reglu-
lega til að fá fréttir af krökk-
unum og bauð þeim annað slagið
yfir í nudd eða fjölskylduhitting,
enda staðsett á nálægu horni í
hverfinu. Það var ekki amalegt
fyrir ungt íþróttafólk að fara í
bílskúrinn til ömmu til að fá al-
mennilegt nudd eftir erfiðan leik
eða æfingu, og hressingu á eftir.
Ég heimsótti Maríu og Egg-
ert í síðasta skiptið í sumar þeg-
ar þau báðu mig að lána sér und-
irskrift fyrir fasteignapappíra en
fólkið þeirra var þá allt statt ut-
anlands eða utan bæjar. Ég tók
til þess hve þau geisluðu bæði af
hamingju og létti: Þau voru búin
að selja íbúðina á Austurbrún og
nýtt líf blasti við, góðir tímar. Í
innkeyrslunni stóð meira að
segja glænýr bíll og María naut
þess að útlista þau kaup og nýju
íbúðina sem beið. Við mér blasti
hamingjupar á besta aldri.
Aðeins nokkrum mánuðum
síðar lá hún sína lokadaga á
krabbameinsdeildinni. Röddin
var farin en við gengum fyrir
hana til að fá hina síðustu heils-
an, lokavink augna. Og það brást
ekki, kímnin vakti enn þótt allt
annað væri farið, það lifði enn á
kjarnanum, kjarna þeirrar per-
sónu sem María var. Og þannig
munum við muna hana, dular-
fulla og dimmraddaða konu að
austan sem horfði á okkur líkt
og eilífðin sjálf. Við Agla send-
um okkar bestu samúðarkveðjur
María Norðdahl