Morgunblaðið - 12.11.2021, Page 21

Morgunblaðið - 12.11.2021, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 til Eggerts og fólksins hennar Maríu. Hallgrímur Helgason. Við systurnar eigum margar góðar minningar um Maju frænku, föðursystur okkar. Margar minningar eru tengdar bústaðarferðum, árlegum ferð- um að leiði ömmu Oddnýjar á Þorláksmessu og síðan gistum við stundum hjá Maju frænku og Eggerti þegar við vorum litlar. Það voru eftirminnilegar heim- sóknir: Maja frænka vaknaði oft snemma til að taka upp barna- tímann fyrir okkur ef ske kynni að við myndum sofa yfir okkur. Við áttum eina af þessum víd- eóspólum í langan tíma og var farið að sjá ansi mikið á henni í lokin. Eftirminnilegustu minning- arnar eru hins vegar ræðurnar hennar. Alltaf þegar haldin var veisla, hvort sem voru útskriftir eða brúðkaup, mátti eiga von á ræðu frá Maju frænku. Hún var ekki sparsöm á falleg orð og sýndi mikla hlýju og stuðning. Einstaka sinnum enduðu ræð- urnar á því að hún afhenti erfða- gripi frá Oddnýju ömmu til okk- ar systra. Síðasta ræðan var í brúðkaupi Urðar og Björns nú í sumar og stóðst hún allar vænt- ingar að venju: hlý og falleg orð sem skildu engan eftir ósnortinn og að endingu voru afhentar skeiðar frá Oddnýju ömmu. Þessar minningar úr brúðkaup- inu þykir brúðhjónunum ein- staklega vænt um. Við systurnar munum sakna Maju frænku mikið, hvíl í friði, elsku frænka. Arna og Urður. Í dag kveðjum við þig, elsku Mæja frænka. Þú hefur alltaf verið okkur svo miklu meira en móðursystir og frænka. Þú átt stóran þátt í okkar lífi, mótaðir og hjálpaðir okkur þegar við þurftum á því að halda. Þín ást, umhyggja og kær- leikur og ekki minnst áhugi þinn á því sem við vorum að gera í líf- inu hafði góð og varanleg áhrif á okkur. Þú varst líka snögg að til- einka þér samfélagsmiðlana sem gerði það auðvelt að vera í sam- bandi við þig hvar sem við höf- um verið stödd í heiminum. Úr Spámanninum Þá sagði ríkur maður: Talaðu við okkur um gjafir. Og hann svaraði: Að gefa af eigum sínum er lít- il gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. Því að hvað eru eig- ur þínar annað en hlutir sem þú geymir og gætir af ótta við að þarfnast þeirra á morgun? Og hvað er óttinn við skortinn annað er skortur? Er ekki ótti við þorsta, þegar brunnur þinn er fullur, sá þorsti sem ekkert fær svalað? Til eru þeir sem gefa lítið af nægtum sínum, og þeir gefa til að láta þakka sér, og hin dulda ósk þeirra eitrar gjöfina. Til eru þeir sem eiga lítið og gefa það allt. Þetta eru þeir sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóður verður aldrei tóm- ur. Til eru þeir sem gleðjast þeg- ar þeir gefa, og gleðin er laun þeirra. Því í raun og veru er það lífið sjálft sem gefur lífinu, og þú, sem heldur sjálfan þig veitanda, ert aðeins áhorfandi. (Kahlil Gibran – þýð. Gunnar Dal) Elsku Mæja, þú ert og verður alltaf okkar Mary Poppins. Hug- ur okkar er hjá fjölskyldu þinni sem þú elskaðir svo mikið. Gunnar, Harpa og Freyja. Hugur okkar er hjá fjölskyldu og vinum elsku Maríu. Við – fjöl- skylda Lydiu Holt sem er eig- inkona Snorra, sonar Maríu – erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Maríu og eytt tíma með henni. Það var svo yndislegt að fá hana í heimsókn til okkar, bæði í New Jersey og Texas, og við minnumst þess með hlýju þegar hún keypti sér kúrekastígvél í Fort Worth og deildi mexíkóskum mat með okkur. Hún fagnaði líka einu sinni með okkur hinum amer- ískasta degi allra daga, þakk- argjörðarhátíðinni, í New Jer- sey. María var svo gestrisin og elskuleg þegar við heimsóttum Ísland. Við munum alltaf minn- ast hennar dansandi í brúðkaup- inu hennar Oddnýjar, ljómandi af fölskvalausri gleði sem lýsti upp salinn. Við minnumst tímans sem við eyddum með henni í sumarbústaðnum hennar sem og yndislegra máltíða sem hún reiddi fram á undurfögru mávas- tellinu á heimili sínu í Reykja- vík. Við munum sakna Maríu og við vitum að þið, fjölskyldan á Íslandi, munið sakna hennar enn meir. Við sendum innilegustu samúðarkveðjur og erum þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni og elska hana, eins og hún elskaði ykkur, og okkur. Við hvílum í fangi Guðs, um- vafin kærleika hans. 23. Davíðs- sálmur minnir okkur á nærveru Guðs á tímum sorgar og erf- iðleika og gefur fyrirheit um endurreisn og leiðsögn. Guð hef- ur lagt á borð okkar allra frið, huggun og endurreisn. Etta Atkinson, Jacinto Atkinson, Lucinda Holt, Jacinta Atkinson, Javier Atkinson, Lena Holt og fjölskyldur þeirra í Tex- as og New Jersey. Fyrir nokkrum áratugum stofnaði hópur kennara í Árbæj- arskóla saumaklúbb. Klúbbur þessi, sem enn starfar, fékk nafnið Langþráður og var María ekki bara ein af hópnum heldur einn helsti drifkrafturinn og áhugasöm um að við hittumst sem oftast. Fyrstu árin hittumst við á kvöldin yfir kaffibolla og bakk- elsi, enda flestar með börn sem þurfti að sinna áður en samkoma okkar gæti hafist. Oft var langt liðið á nótt áður en haldið var heim á leið enda margt sem þurfti að ræða. Þegar börnin urðu stærri og við áttum erf- iðara með næturbröltið var byrj- að fyrr og hafður kvöldmatur. Saumaklúbburinn Langþráður gegndi mikilvægu hlutverki í lífi okkar. Vissulega voru prjónar og útsaumsnálar með í för, enda miklar hannyrðakonur í hópn- um, en á okkar góðu kvöldstund- um gafst einnig tækifæri til að velta upp lífsins gátum og kenj- um, fá góð ráð og skiptast á skoðunum um ráðgátur hvers- dagslífsins. Þar gátum við sótt stuðning og traust, betra bak- land er vart hægt að hugsa sér. Margt annað höfum við í Langþræði gert okkur til skemmtunar. Við stungum af á sumrin, fórum í sumarbústaða- ferðir, meðal annars í sumarbú- stað Maríu í Grímsnesinu en þar var sérlega gott að vera. Í ferð- um okkar var mikið spjallað og hlegið, við elduðum saman og lærðum nýjar kúnstir í matar- gerðarlistinni. Í einni ferðinni kenndi Irena okkur að búa til salat með lauk, ættað frá Serbíu, einstaklega gott. Síðan var spil- að langt fram á bjarta sumar- nóttina og mikið hlegið, betri spennulosun er vart hægt að hugsa sér. Þetta voru góðar og eftirminnilegar stundir og María oftar en ekki bæði leiðtoginn og kletturinn sem veitti góð ráð og hvatti okkur til dáða. Á Árbæjarskólaárunum kenndi þar einnig Eggert Leví, sem varð eiginmaður Maríu. Gátum við því fylgst með fram- vindu mála hjá þeim og vorum boðnar í brúðkaupið, sem var mikill heiður fyrir okkur allar. „Gæsapartí“ Maríu var vitaskuld haldið af saumaklúbbsmeðlim- um. En nú er komið að kveðju- stund. Það er með öllu óskilj- anlegt að sá sem öllu ræður hafi ákveðið að kalla Maríu til sín að- eins 71 árs að aldri. Kæri Egg- ert, Snorri, Oddný, Kári og aðrir aðstandendur, megi Guð veita ykkur styrk í sorginni og marg- ar blessanir á komandi tímum. Blessuð sé minning okkar kæru vinkonu, Maríu Norðdahl. Saumaklúbburinn Langþráð- ur: Áslaug, Ásta, Gerður, Guð- björg, Irena, Kari, Katrín, Kristjana og Sólveig. Enn fækkar í A-bekknum. Nú er Mæja Norðdahl farin. Skemmtilega stelpan úr Kefla- vík. A-bekkurinn var í Kennara- skóla Íslands 1967-1971. Mótun- arár. Gaman. Vesica, Heldri- mannafélagið, stúkan Eilífðarblómið nr. 7, Sveina- félagið, Maó. María Norðdahl var ekki sísti bekkjarfélaginn. Stelpurnar voru fleiri en strákarnir. Við höfðum á þeim mikið dálæti. Mæja sýndi okkur þolinmæði og skilning – enda kímnigáfan í góðu lagi á þeim bæ. Doktor Broddi, Indriði Njálu- séní (sem sagðist aldrei skrifa zetu nema í stafsetningartím- um), Helgi Hálfi (sem sagði í byrjun efnafræðikennslu: „Elsk- urnar mínar, þegar þið ljúkið námi hjá mér vil ég að þið vitið hvað H2O er – og helst líka H2SO4. En annars skuluð þið bara lesa Jónas Hallgrímsson“), grasamaðurinn Þráinn Löve (en fyrsta tölublað Maós var skrifað í tíma hjá honum), geómetría hjá Eiríki Jónssyni (sem síðar skrif- aði um það sem Kiljan fékk að láni), danska hjá Ingólfi A. Þor- kelssyni (sem útskýrði mikilvægi tónfalls í tungumálum með því að spyrja: „Hvað þýðir luGar- daGur?“ og skrifaði svo „laug- ardagur“ á töfluna), Guðrún Ólafsdóttir (Kína-kristniboða, enska), Ingólfur Pálmason Eglu- séní (sem tók því ekki vel þegar ég skrifaði að Haraldur lúfa hefði réttilega drepið Þórólf (7,5) – en gaf mér svo 10 fyrir ritgerð um Krýsa og Skugga), síra Ing- ólfur kristinfræðikennari (sem henti mér út úr tíma í bókstaf- legum skilningi), Vigga-Digg föndurkennari (sem fannst eld- spýtna-mynd mín „Páfinn og pillan“ bara aulafyndni – auðvit- að rétt), Jón Ásgeirsson sem kenndi allt nema söng, Guð- mundur Matthíasson umsjónar- kennari sem átti að kenna þýsku en brast í söng með stelpunum af minnsta tilefni (hann var sagður hafa sí-gleymt að fara úr Kópavogsstrætó við gamla KÍ við Laufásveg, nemendur fóru þá að veifa honum á stoppistöð- inni til að minna hann á, hann veifaði bara á móti og hét áfram niður á Lækjartorg; einu sinni kom hann of seint hjá okkur, sagðist hafa lent í umferðar- teppu í Stakkahlíð á Trabant- inum - þar var leigubílastaur), Gestur Þorgrímsson, alhliða snillingur sem bauð upp á rauð- vín með myndlistinni í kjallaran- um við hliðina á sjoppunni. Mörg fleiri. Hvílíkt kennaraval! Hef aldrei séð eftir því að hafa valið KÍ frekar en MR – þótt uppáhalds- frændi minn, Bersinn, teldi það glapræði. En hann vissi ekki hvað beið mín. Mæja var glæsilegust í flott- um hópi bekkjarsystra. Var soldið skotinn í henni – en fór vel með. Sat samt alltaf til að byrja með hjá Völu-í-mínum (en við vorum samfellt saman í bekk í 10 ár, í Barnaskóla Hafnar- fjarðar, Flensborg og KÍ). Vala var gjarnan spurð: „Af hverju siturðu alltaf hjá þessum feita?“ Svo fór ég að sitja hjá Magnúsi Jóni – og skrifa með honum margt um Mæju – og hin í bekknum – í Maó. María Norðdahl var ein af mínum bestu samferðmönnum. Gáfuð, sjarmerandi, falleg, fyndin, vönduð manneskja. Blessuð sé hún og allt henn- ar. Eggert, vinir og afkomendur eiga góðar minningar. Ég líka. Ólafur Þ. Harðarson. Hún kom austan af fjörðum, það var með því fyrsta sem við vissum um Maríu Norðdal þeg- ar við settumst saman í A-bekk- inn. Af fari margra, sem komu utan af landi til að feta fram- haldsnám í Kennaraskólanum, mátti lesa varfærni og hik svona fyrsta kastið. Það voru þó varla einkenni bekkjarsystur- innar með kjarnmikla ættar- nafnið, hún bar höfuðið hátt og hafði greinilega enga þörf fyrir silkihanska. Hún myndi greini- lega spjara sig og ekkert var sjálfsagðara en að jafnræði gilti í nýja hópnum. Hún gekk til námsins af æðruleysi og einurð og dökka röddin hennar heyrð- ist vel í gegnum skvaldrið. Við skynjuðum sterkar og ein- dregnar skoðanir þegar hún tjáði sig og það var líka auðvelt að hlæja með henni þegar spaugilegu hliðarnar voru skoð- aðar. Síðar náðu þessir eigin- leikar að blómstra við kennslu- störf og ekki síður í félagsmálum stéttarfélags kennara, þar sem hún starfaði lengi og dyggilega. Hún var og einlægur liðsmaður við að styrkja vinaböndin, sem ófust frá fyrstu tíð skólagöngunnar, og sparaði okkur bekkjarsystk- inunum ekki uppörvun og hvatningu til góðra verka og nærandi samveru. Hún sagði okkur líka til syndanna þegar það átti við og við erum ekki síður þakklát fyrir það nú þegar leiðir skilur. Litróf A-bekkjar- ins, sem enn nýtur jarðvistar- innar, hefur dofnað, litunum þess hefur fækkað en minning um góðan dreng eins og Maríu Norðdahl lifir með okkur og styrkir um ókomin ár. Við send- um innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar sem María bar svo sterklega fyrir brjósti og biðjum þeim öllum blessunar. Biðukollurnar, Arnbjörg, Guðrún, Jón- ína G., Jónína E., Mar- grét, Sigríður Ása, Sig- ríður Jóna, Valgerður G.B. og Valgerður B. María Norðdahl var kennar- inn minn í Árbæjarskóla fyrir hartnær þrjátíu árum. Ég minnist hennar sem góðs kenn- ara og góðrar manneskju. Eftir því sem árin hafa liðið frá því þegar maður var í Árbæjar- skóla, öfunda ég hana ekki af því að hafa verið kennara við skólann á þessum árum. Ástandið í skólanum var oft og tíðum mjög erfitt en það var ekki að sjá á henni. Náði hún að sinna sínu starfi með mikilli prýði. Seinna hitti ég hana á landsfundum Samfylkingarinn- ar þar sem við náðum að spjalla um hvað væri títt og um pólitík- ina. Mér þykir því leitt til þess að hugsa að ég muni ekki hitta hana framar. Ég þakka því fyrir árin og það sem hún kenndi mér, það var gott veganesti sem ég bý að enn þann dag í dag. Jón Magnús Guðjónsson. Það var haustið 1983 sem 23 krakkar á aldrinum 8 - 9 ára biðu eftir nýja kennara sínum úti á skólalóðinni. Spenningur- inn var mikill og um leið kvíðinn því við vissum að við vorum að fá nýjan kennara til að kenna okkur. Við vissum ekkert um hana og vorum jú að sjálfsögðu spennt að fá að kynnast henni. Þar með byrjaði vegferð okk- ar allra í ’74-árganginum í MN- bekknum. Eitt var víst að við vorum kannski ekki alltaf sanngjörn við þig en okkur þótti vænt um þig, enda mörg okkar vinir þínir á Facebook. Við vissum vel að þú fylgist með okkur í fjarlægð og hvað við vorum gera, svo sem atvinnu- og fjölskyldulíf okkar. Elsku María. Við nemendur þínir í ’74-ár- ganginum í MN-bekknum þökk- um fyrir okkur og minnumst þín með kærleika og varðveitum góðar minningar um þig. Þú varst fyrirmynd flestra okkar. Sendum Kára, Snorra og Oddnýju kærar kveðjur ásamt Eggert eiginmanni og barna- börnum. Fyrir hönd ’74-árgangsins MN Margrét Gígja og Birna. María gekk í Soroptimista- klúbb Grafarvogs árið 2008. María var kraftmikil og drífandi kona með sterka réttlætiskennd. Hún tók að sér margvísleg verk- efni fyrir klúbbinn. Gegndi með- al annars hlutverki formanns, fulltrúa og verkefnisstjóra svo eitthvað sé nefnt. Hún tók einn- ig að sér verkefni innan Lands- sambands Soroptimista. María var bóngóð og aðstoðaði gjarnan aðrar systur í þeim verkefnum sem verið var að sinna. Hún brann fyrir starfinu í klúbbnum og var dugleg að deila skoðunum sínum en samtímis bar hún mikla virðingu fyrir skoðunum annarra systra. Hún var mjög virkur Soropti- misti og fór víða sem fulltrúi okkar, bæði innanlands og utan, því hún sótti í þá samveru og þann fróðleik sem þar var að finna. Það var gaman að ferðast með Maríu, hún hafði sitt lag á að gera ferðirnar skemmtilegar og eftirminnilegar. Minnisstæð er ferð í Munaðarnes þar sem María kom með nuddbekkinn og nuddaði allar systur. Í október síðastliðnum tók hún þátt í und- irbúningi aðalfundar, þrátt fyrir að vera orðin mjög veik. María var tengiliður okkar við verkefni þar sem verið var að styrkja byggingu nýs áfanga- heimilis Kvennaathvarfsins í Reykjavík. Hún talaði mikið við okkur um verkefnið og hélt okk- ur vel upplýstum, enda hafði hún afar mikinn áhuga á að styrkja málefnið. Hún vann störfin með sæmd og ábyrgð- artilfinningu. Á fundum kallaði hún sig gjarnan systur Maríu og þann- ig munum við minnast hennar. Við eigum góðar minningar um systur Maríu og munum sakna þess að hún sé ekki lengur með okkur. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Við vottum fjölskyldu og vin- um Maríu okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd Soroptimista- klúbbs Grafarvogs, Kristín Sigþrúður Björnsdóttir, formaður. María Norðdahl starfaði hjá og fyrir Kennarasamband Ís- lands um langa hríð og var ráð- in starfsmaður þess frá 2002 til ársins 2017. Félagsmenn kynntust henni margir gegnum störf hennar fyrir sjóði sam- bandsins. Fráfall hennar tekur á félagsfólk og starfsfólk KÍ. Samstarfsfólk hennar minnist hennar með hlýhug enda lét hún sér annt um fólk. María var félagslynd og skemmtileg, með gott skopskyn og tók virk- an þátt í félagslífi starfsmanna KÍ. Föst gat hún verið fyrir þegar henni þótti það þurfa. Hún var menntaður kennari og lét sér alla tíð annt um hag kennara. Fyrir hönd Kennara- sambands Íslands votta ég að- standendum hennar dýpstu samúð. Nú haustar að Einhverja nóttina koma skógarþrest- irnir að tína reyniber af trjánum áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið, en það eru ekki þeir sem koma með haustið það gera lítil börn með skólatöskur. (Vilborg Dagbjartsdóttir) Ragnar Þór Pétursson, formaður Kenn- arasambands Íslands. Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 1+.&*0 +4 (/ ,&&( *!!3%)#&-(4 *0 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar *!!3%)#&-(4 '23(/(4 (/)2(&$+&$*0 við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.