Morgunblaðið - 12.11.2021, Page 28

Morgunblaðið - 12.11.2021, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 139.000 kr. Loksins fáanlegir aftur, í mörgum litum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríska tónlistarkonan Zoe Ruth Erwin, sem gengur undir listamannsnafninu Zöe, gefur út sína fyrstu breiðskífu, Shook, í dag, föstudaginn 12. nóvember og fagnar henni með tónleikum á Húrra kl. 20. Zoe hefur búið á Íslandi í fimm ár og starfar hér sem tónlistarmaður og upptökustjóri. Hún kom upp- haflega hingað til að breyta til og jafna sig eftir áföll sem hún varð fyrir í heimalandi sínu Bandaríkj- unum, í borginni Los Angeles. Segir hún föður sinn hafa látist úr krabbameini eftir níu ára baráttu við meinið og nokkru síðar hafi kær- asti hennar byrjað að drekka aftur, yfirgefið hana og hætt í hljómsveit- inni sem þau voru saman í. Þetta áfall kom ofan í sorgina sem Zoe var að glíma við og ekki tók betra við á Íslandi, ofbeldis- samband sem Zoe segist enn vera að jafna sig eftir. Núverandi kær- asti hennar hefur þar reynst henni vel og segir Zoe hann bæði ástríkan og veita henni mikinn stuðning. Hún segist hafa samið mikinn fjölda laga eftir að hún kom hingað til lands, um 60 talsins, og því hafi hún í raun átt lög fyrir nokkrar breið- skífur. Úrval þessara laga má nú finna á plötunni nýútkomnu. Kunnuglegur sársauki Zoe er spurð að því hvort hún hyggist búa á Íslandi til frambúðar og er hún snögg til svara. „Ég held að ég muni búa hérna það sem eftir er,“ segir hún létt í bragði. Hún hafi upphaflega komið hing- að til lands að græða sárin og segir hún plötuna snúast að miklu leyti um sambandið sem hún var í fyrstu þrjú árin á Íslandi þar sem hún varð fyrir miklu andlegu ofbeldi og kúg- un. „Þetta var kunnuglegur sárs- auki,“ segir Zoe um það samband og að á endanum hafi hún fengið taugaáfall og verið lögð inn á geð- deild. Hún hafi svo í framhaldi feng- ið aðstoð á Bjarkarhlíð og und- anfarin tvö ár eða svo verið í meðferð við áfallastreituröskun. Allt er því nú á réttri leið. Spurð hvort það hafi verið henni léttir að fjalla um þessi mál í tónlist sinni og textum segir Zoe létti ekki rétta orðið. „Þetta var meira líkt því þegar maður fer í teiti, drekkur of mikið og verður hreinlega að kasta upp til að líða betur, þó það sé hryllilegt,“ útskýrir Zoe. Því sé rétt- ara að tala um nauðsyn. Aðgengilegri tónlist Zoe var í hljómsveit í sex ár í Bandaríkjunum sem hún segir hafa verið á sífelldum tónleikaferðalög- um. Sveitin nefndist Little Red Lung og Zoe er spurð hvort hennar tónlist sé svipuð þeirri sem hljóm- sveitin flutti. Jú, söngurinn er það, segir hún, enda hafi hún verið söng- kona sveitarinnar en lagasmíðarnar hins vegar ólíkar. Tónlist Little Red Lung hafi verið öllu furðulegri og villtari en sú sem hún hafi sent frá sér eftir að hún flutti til Íslands. „Tónlistin mín er mun aðgengi- legri,“ segir hún. Zoe tók plötuna upp sjálf, öll hljóðfæri nema trommur sem tekn- ar voru upp í öðru stúdíói. Á kjuð- unum hélt Gunnlaugur Briem sem Zoe segir einn sinn allra besta ís- lenska vin. Af öðrum tónlistarmönn- um sem leika á plötunni má nefna Guðmund Óskar sem lék á bassa, Helga Reyni Jónsson sem lék á gít- ar og bassa og Unni Birnu Björns- dóttur sem lék á fiðlu. Zoe er spurð að því hvort hún hafi átt auðvelt með að komast inn í íslenska tónlistarbransann fyrir fimm árum og segist hún einfald- lega hafa beðið tónlistarmenn um að hitta sig í kaffi. „Ég er sannarlega forvitin um hvað drífur fólk áfram og hvernig það vinnur hlutina og ég held ég sé búin að hitta tvö til þrjú hundruð tónlistarmenn og aðra á kaffistefnumótum frá því ég flutti hingað. Það er afar mikilvægt að rækta skapandi sambönd við annað fólk, ekki bara hringja í það þegar maður þarf á því að halda. Maður þarf að mynda raunveruleg tengsl við fólk,“ útskýrir Zoe. Óþolandi spurning –Nú kemur spurning sem ég held að flestir ef ekki allir tónlistarmenn hafi andstyggð á: Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni þinni? „Guð minn góður, ég þoli ekki þessa spurningu!“ svarar Zoe og hlær innilega, greinilega ekki djúpt á því óþoli. „Henni er oftast lýst sem myrku poppi eða „alternative“ poppi, drungapoppi, eitthvað í þá veru. Hún er þungt og myrkara popp af einhverju tagi.“ –Það er alltaf betra að hlusta á tónlist en lýsa henni með orðum. En nú kemur önnur óþolandi spurning: Hvaða tónlistarmenn veita þér inn- blástur? „Tja, báðir foreldrar mínir voru hippar, mamma fór á Woodstock þannig að ég ólst upp við tónlist frá sjöunda og áttunda áratugnum og lærði líka mikið af Carol King hvað lagasmíðar varðar en uppáhaldstón- listarmaðurinn minn, fyrr og síðar, er David Bowie. Hann var allt í senn frábær persónuleiki, lagasmið- ur, tískufyrirmynd og síbreytilegur. Mér þykir hann stórmerkilegur og líka Bítlarnir, Led Zeppelin og allt þetta sígilda rokk. Ég er líka mikill aðdáandi St. Vincent, hún var brautryðjandi í gítarvinnu, er mjög óhefðbundinn lagasmiður og fer óhefðbundnar leiðir þegar kemur að samsetningu hljóðfæra,“ svarar Zoe. Og listinn lengist enn því Zoe nefnir líka Nirvana, Alice in Chains, Metallica, Tori Amos og PJ Harvey. „Ég er næntís-barn,“ segir hún kímin og bætir við að hún sé í raun alæta á tónlist. Reyndar sé henni frekar illa við popp og rapp sem bú- ið er að misþyrma með Auto-Tune. Forvitin „Ég er sannarlega forvitin um hvað drífur fólk áfram og hvernig það vinnur hlutina og ég held ég sé búin að hitta tvö til þrjú hundruð tónlistarmenn og aðra á kaffistefnumótum frá því ég flutti hingað,“ segir Zoe. Nauðsyn frekar en léttir - Tónlistarkonan Zöe gefur út sína fyrstu breiðskífu - Gerir upp ofbeldissamband sem stóð yfir í þrjú ár - Mikilvægt að rækta skapandi sambönd við annað fólk - Myrkt popp eða drungapopp Listahátíðin Humar Saman fer fram í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld og annað kvöld, föstudags- og laugardagskvöld, og lýkur síðan með tónleikum Elvars Braga Quintets á Skuggabaldri á sunnudagskvöld kl. 20.30. Á hátíðinni kemur fram í Mengi hópur tónlistarmanna og ljóð- skálda. Í tilkynningu segir að tón- listarfólkið eigi sameiginlegt að „hafa vakið mikla eftirtekt fyrir sín verk, mörg hafa þau unnið til verð- launa og sum hver sent frá sér brakandi nýjar plötur á árinu. Á milli tónleika lesa ljóðskáld úr verkum sínum. Öll hafa þau nýverið gefið út spennandi bækur sem hafa vakið talsverða athygli.“ Í kvöld hefja Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen leik kl. 19.30 og síðan koma fram Þórdís Helgadóttir, Ingibjörg Elsa Turchi, Tómas Ævar Ólafsson og Kristofer Rodriguez Svönuson. Á laugardag hefur sveitin Hist og leik kl. 19.30 og svo koma fram Brynja Hjálms- dóttir, Magnús Jóhann, Brynjar Jó- hannesson og Hróðmar Sigurðsson. Listahátíðin Humar Saman í Mengi Tríóið Hist og er meðal þeirra listamanna sem koma fram í Mengi um helgina. Listbókamessan Reykjavík Art Book Fair verður í Ásmundarsal um helgina. Opið verður frá kl. 18 til 21 í kvöld, föstudag, og kl. 11 til 17 á laugardag og sunnudag. Ýmsir útgefendur taka þátt ásamt fjölda sjálfstæðra myndlistarmanna og hönnuða. Viðburðurinn byggist á vinsælu alþjóðlegu sýningarsniði list- bókamessunnar. Þar mætast lista- menn og hönnuðir sem nota bók- verkamiðilinn sem listform, lítil listbókaforlög, gallerí og söfn sem stunda útgáfu á prentuðu efni. Litið er á bókahönnun, útgáfu og prent sem listform í stöðugri þróun. Þátttakendur sjá um sölu á eig- in efni. Meðal þeirra eru Ný- listasafnið, Kling & Bang, Prent & vinir, Lóa Hjálm- týsdóttir, Reykjavík Dance Festi- val, Bókverkafélagið ARKIR, Gra- zie Press, I8, Þrjár hendur, Angustúra og LÓFÍ. Listbókamessa í Ásmundarsal Á listbókamessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.