Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ NÝJASTA MARVEL STÓRMYNDIN ER KOMIN Í BÍÓ GEMMA CHAN RICHARD MADDEN KUMAIL NANJIANI LIA McHUGH BRIAN TYREE HENRY LAUREN RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T M orðin á Illugastöðum og aftakan á Þrístöpum eru grimmdarverk, með sínum formerkj- um hvort, enda hafa þau verið til umræðu í tæpar tvær aldir í munn- mælum, ritgerðum, fræðiritum, skáldsögum, réttarhöldum og kvik- myndum svo nokkuð sé nefnt og engar líkur á að ljúki þótt Þórunn hafi með þessari bók fetað slóð eins nálægt frumheimildum og kostur er þótt hún reki jafnframt þá þræði sem sagnaritarar fyrri tíma spunnu, einkum Gísli Konráðsson, Jón Espólín, Tómas Guðmundsson frá Þverá og Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi eftir honum. En hvað er það sem vekur þennan áhuga? Tvö ungmenni, Friðrik Sigurðsson og Sigríður Guðmundsdóttir, bæði 17 ára, og ung vinnukona, Agnes Magn- úsdóttir, 33 ára, taka sig saman um að myrða Natan Ketilsson, húsbónda kvennanna, en aðstæður valda því að Pétur Jónsson var drepinn líka, gestur á Illugastöðum í mars 1828. Aðfarirnar eru ægilegar, mennirnir barðir með hamri, síðan margstungnir. Blóð flæddi. Líkin voru afklædd, sett í sama rúm, ötuð lýsi og borinn að ýmis eldsmatur. Annað fémætt drifið út og falið, síð- an kveikt í svefnhúsinu og þre- menningarnir skildust, stúlkurnar á næsta bæ með reifabarn á höndum, dóttur Natans og Vatnsenda-Rósu, til að tilkynna eldsvoða, Friðrik út í náttmyrkrið. Allt komst upp þegar líkin voru skoðuð, stúlkurnar hand- teknar og guggnaði Sigríður fyrst, síðan Agnes, loks Friðrik. Björn Blöndal réttaði 20 sinnum á þremur mánuðum, yfirheyrði fjölda manns og allt niður í 10 ára börn, ákærði 12 fyrir morð, hylmingu og neyslu á þýfi o.fl., 11 voru sakfelldir. Þrír dæmdir til dauða, gerendurnir á Ill- ugastöðum, tveir í þrælkunarvinnu í Höfn, Þorbjörg móðir Friðriks í 5 ár, Daníel vinnumaður í 4 ár, hinir til húðstrýkingar, m.a. faðir Frið- riks og Gísli föðurbróðir og Þórunn, ástkona Friðriks ólétt, allt frá þrisvar sinnum 27 vandarhögg „á bert bak“ niður í 10. Kóngur breytti dómi Sigríðar í ævilanga rasp- húsvinnu, hátignin mýktist eftir beiðni að heiman. Sigríður lést eftir nokkur ár í þrælakistunni, Daníel sömuleiðs áður en refsitími leið. Þorbjörg húsfreyja í Katadal komst hins vegar heim aftur, hún var nagli sú kerling. En af hverju gripu ungmennin til þessa örþrifaráðs? Græðgi, segja sumir og Þórunn tekur undir það. „Við vitum að hvað sem ástamálum þessum leið kynti græðgin undir hatrinu“ (268). Draumurinn að brjótast úr fátæktinni. Og á öðrum stað: „Ást ást ást og aftur ást. Eng- in græðgi. Hún er ekki eins skemmtileg dauðasynd og hjart- sláttur klofsins“ (130). Ég vil snúa þessu við. Illskan er vaxin úr von- brigðum í ástamálum og ofbeldi sem urðu að hatri, græðgin bættist við með von um fé til að skilja eymdina að baki. Svo birtist ung- lingurinn Friðrik, alinn upp við glæpi, sterkur, siðlaus með öllu og bingó. Allt með öllu vonlaust frá upphafi. Þessir tímar voru fjandsamlegir almenningi, húsagatilskipun enn í gildi en hún veitti húsbónda á heim- ili mikið agavald yfir fólki sínu, jafnvel heimild til líkamlegra refs- inga. Allt búlaust fólk var skyldugt að ráða sig í vist hjá bónda, vinnuhjú voru fjölmennasta stétt samfélagsins. Hjúastaðan var í raun biðtími, karlanna eftir bóndastatus, kvennanna að verða húsfreyja. Ein- yrkjar efndu ekki í bú. Ekki var þó björgulegt hjá þorra fátækra bænda, t.d. foreldrum Friðriks sem hirtu lambsræfla á heiðum uppi og átu og stálu því sem þau gátu hirt. Allt líf fátæklinga var samfellt matarstrit. Fátækt er vondur föru- nautur og þegar hungurvofan gæg- ist um gáttir er á öllu von. Mér sýnist Natan Ketilsson hafa gert uppreisn gegn ,kerfinu’. Hann var klár strákur, svaraði fyrir sig, var stríðinn, hagmæltur og ósvífinn, hýddur ungur fyrir þjófnað sem þó sannaðist ekki á hann, óvílinn braskari. Endalaust var honum strítt á ríminu Natan/Satan. Hann var sjarmör og vissi af því, „óeirðarmaður um kvennafar“ eins og einhvern tíma var sagt að fornu, átti fimm börn með þremur konum, þar af þrjú með Vatnsenda-Rósu, giftri konu. Tvítugur eignaðist hann son með 43 ára gamalli ekkju. Margir ungir vinnumenn kvæntust mun eldri ekkjum sem áttu jörð og komust þannig í bændastétt. Kannski var Natan á þeim buxum þótt ekkert yrði úr? Hann komst til Danmerkur, dvaldist þar eitt ár eða svo og lærði eitthvað um lækningar og lyf, líklega í apóteki, og stundaði læknislist heim kominn og virðist hafa lánast vel. Alþýða manna taldi hann göldróttan enda geymir orðið læknislist í sér gömul viðhorf í þeim efnum. Margir óttuðust hann, aðrir voru fullir haturs í hans garð. Gísli og Espólín ömuðust við Natani vegna þess að hann ögraði ríkjandi skipulagi. „Sýsluflakk og rótleysi“ (113) yrði afleiðingin ef fleiri fetuðu slíka slóð. Svo fær Natan Illugastaði og þar með staðfestu. Þangað flytur með honum Agnes Magnúsdóttir vinnu- kona; hafði lent á klaka í ástamálum sínum, en nú var hún á leið í hjóna- stand. Loksins! Öðrum kosti hefði hún ekki farið. En þá leggur Natan í rekkju sína barnunga stúlku, Sig- ríði, líklega 14 vetra; hún var ljós- hærð og bláeyg. Agnes reiðist heift- arlega. Inn í þetta púkk kemur Friðrik, soltinn úlfur á 18. ári en heima á Katastöðum er ástkona hans nokkru eldri ólétt. Friðrik gerir hosur sínar grænar fyrir Sig- ríði. Agnes og Sigríður, báðar hræddar við Natan. Ekki þarf hug- myndaflug til að kveða upp úr með að hann hefur misnotað þær báðar, nauðgað þeim. Hann var húsbóndi. Upp úr þessu sprettur hugmyndin að drepa Natan. Almannarómur sagði að hann ætti stórfé í kofforti sínu. „Morðin voru framin í draum- vímu glópagulls. Það rennur létt úr greipum sem aldrei var til“ (203). Þetta er gott verk hjá Þórunni sem hún tók við úr höndum eigin- manns síns, Eggerts Þórs Bern- harðssonar (1958-2014), þegar hann lést. Hann fékk áhuga á þessu máli í æsku því að hann er kominn frá Guðmundi Ketilssyni, böðlinum á Þrístöpum, sem ýmsar heimildir segja að hafi boðist til að höggva sakamennina í hefndarskyni en það er dagljóst af frumheimildum að hann tók að sér verkið þrábeðinn, fékk stórfé fyrir sem hann gaf til fátækra. Þórunn rekur málið ná- kvæmlega, alla þræði þess og gerir það vel og læsilega, ávarpar lesanda annað slagið, kippir honum með í ferðalagið. Ég hnaut um nokkur at- riði. Á bls. 76 er talið meðal hlunn- inda á Illugastöðum að þar reki bjöllur og giskar Þórunn þar á veiðibjöllur með spurningarmerki. Bjöllur eru í þessu samhengi vafa- laust bjölluþang, sbr. gamlan máls- hátt: betur/betri er bjallan bitin en hvönnin slitin. Brynjúlfur á Minna- Núpi heitir ávallt Brynjólfur í meginmáli, en í heimildaskrá Brynj- úlfur eins og hann kaus að skrifa nafn sitt. Þorgeir Þorgeirson og Guðmundur Björnson landlæknir fá hins vegar að halda sinni sérvisku (270, 279). Ekki kann ég við orð- myndir í kvk. et. emerita, prófess- ora og frumkvöðla (268). Á einum stað stendur sína í stað sinna (116). Ég las þessa bók í einum rykk, hún er grípandi þótt fjallað sé um skelfilega hluti eða eins og Þórunn orðar það svo vel: „Mörg er ang- istin í nærmynd þessarar sögu.“ Grimmdarverk Morgunblaðið/Ómar Grípandi „Ég las þessa bók í einum rykk, hún er grípandi þótt fjallað sé um skelfilega hluti,“ skrifar gagnrýnandi um bók Þórunnar Jörlu. Sagnfræði Bærinn brennur. Síðasta aftakan á Íslandi bbbbn Eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur. JPV forlag 2021. Innbundin, 349 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.