Morgunblaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 6
Takmarkanir innanlands sem tóku gildi á miðnætti Í skólastarfi gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk Starfsfólki í leikskólum er ekki skylt að nota grímu Nemendum og kennurum í framhaldsskólum er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofum 1m Nándarregla verður einn metrimilli ótengdra aðila Leikskólabörn og nemendur í 1. til 4. bekk í grunnskóla undanþegin 1 metra reglunni Íþróttir með snert- ingu áfram heimilar hjá börnum og fullorðnum Skylt er að nota grímu sé ekki hægt að virða 1 metra reglu, s.s. í verslunum, almennings- samgöngum og starfsemi sem krefst nándar, t.d. á hár- greiðslustofum Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu 75% Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarks- fjölda gesta sam- kvæmt starfsleyfi Óheimilt er að fleiri en 50 komi saman, hvort heldur inni eða utandyra, í opinberum rýmum eða einkarýmum. Börn fædd 2016 og síðar teljast ekki með.50 Almennar fjöldatakmarkanir 50 manns 22:00 Veitingahúsum og öðrum stöðum þar sem áfeng- isveitingar eru heimilar er óheimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 22.00 Allir gestir eiga að vera farnir hið síðasta kl.23:00. Vínveitingar skulu aðeins bornar fram til sitjandi gesta Fjölmennir viðburðir með notkun hraðprófa 500 Heimilt er að halda við- burði fyrir 500 manns í hverju sóttvarnahólfi ef allir gestir fæddir 2015 og fyrr framvísa nei- kvæðri niðurstöðu úr hraðprófi semmá ekki vera eldra en 48 klst. Ef ekki er hægt að uppfylla 1 metra reglu skulu gestir bera grímu Í verslunum og söfnum gilda almennar reglur um fjöldatakmörk, 1 metra reglu og grímuskyldu FÖ S S A R I 2 0 2 0 Heimild: Stjórnarráðið Guðni Einarsson Hólmfríður María Ragnhildardóttir Unnur Freyja Víðisdóttir Þorsteinn Ásgrímsson Hertar sóttvarnaráðstafanir tóku gildi um miðnætti í nótt. Nú miðast fjöldatakmarkanir almennt við 50 manns. Hraðpróf gera kleift að efna til viðburða með allt að 500 manns í hverju sóttvarnahólfi. Afgreiðslu- tími veitingastaða var styttur um klukkustund. Fjöldi gesta sund- og baðstaða, líkamsræktarstöðva og skíðasvæða miðast við 75% af há- marksfjölda. Aflétting var ekki mistök Reglugerðin gildir til 8. desem- ber. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst horfa til þess að smitfjöldi minnki niður í allavega 40 til 50 smit á dag áður en ráðist verður aftur í afléttingar. Hún segir það ekki hafa verið mistök að ráðast í afléttingarnar í haust en að erfitt sé að setja fram framtíðarsýn þar sem aðgerðir þurfa að miðast við þær aðstæður sem eru í samfélaginu hverju sinni. Sést fljótt hvort aðgerðir bíta „Ég vona að þessar aðgerðir nægi til að slá á faraldurinn,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smit- sjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir það koma fljótt í ljós, innan næstu viku, hvort aðgerðirnar skili árangri. Þá skipti máli hvað kúrfan falli hratt. Hann segir ljóst að það þurfi að koma nýgengi úr þessum tæplega 500 og langt niður fyrir 100. Már tel- ur að fólk eigi að temja sér að vera áfram með grímu á almannafæri. „Ef rýnt er í tölur yfir dauðsföll af völdum kórónuveirunnar til dæmis í Frakklandi, á Spáni og á Ítalíu, þar sem venja er að vera með grímu á almannafæri, að undangengnu hrað- prófi eða framvísun gilds bólusettn- ingarvottorðs, þá virðist þessum þjóðum ganga vel.“ Kröfur um slíkt séu ekki mjög íþyngjandi og jafnvel hvetjandi til þess að fólk láti bólusetja sig, svo það geti farið sem víðast um í sam- félaginu, að sögn Más. „Ég tel að það sé mjög skynsamleg ráðstöfun, það færi þá saman lýðheilsufræðileg aðgerð annars vegar, með sem minnstri íhlutun í frelsi borg- aranna.“ Már á von á því að þessi helgi verði erfið á Landspítalanum, í ljósi fjölda greindra kórónuveirusmita. Hann vonar einnig að fólk mæti í örvunarbólusetningu. „Ég held að það breyti svo miklu bara fyrir okkur sem samfélag. Ef að líkum lætur þá mun þetta vernda samfélagið okkar og ef vel tekst til munum við ekki sjá svona háar ný- gengistölur og vonandi aldrei aftur. Ef það gerist að við náum nýgeng- inu niður og getum viðhaldið því þannig þá getum við farið að sinna okkar venjulegu störfum, að sinna þeim sem eru bráðveikir og lang- veikir.“ Fjöldabólusetning fer fram Bólusetningarátak með örvunar- skammt af bóluefni gegn Covid-19 hefst í Laugardalshöll á mánudag- inn. Það er fyrir þá sem eru 60 ára og eldri og þá sem eru með undir- liggjandi sjúkdóma. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á von á mik- illi þátttöku. Hertar samkomutakmarkanir hafa ekki hafa áhrif á bólusetn- ingarátakið. Heilbrigðisþjónustan er undanþegin takmörkununum. Þá þarf ekki að fara fyrst í hraðpróf. Takmarkanir voru hertar í nótt - Fjöldatakmarkanir almennt 50 manns - Hraðpróf leyfa að 500 komi saman - Ráðstafanir gilda til 8. desember - Það kemur fljótt í ljós hvort aðgerðirnar bera árangur - Mælt með grímunotkun H ei m ild :c ov id .is Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 09.00 í gær Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí 377 af þeim sem eru undir eftirliti eru börn 1.591 einstaklingar er undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH 55 af þeim sem eru undir eftirliti flokkast sem gulir* 20 sjúk- lingar liggja inni á LSH með Covid-19 4 sjúklingar eru á gjörgæslu Enginn flokkast sem rauður** 1 gjörgæslu- sjúklingur er í öndunarvél *Aukin einkenni Covid-19 **Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti Frá 30. júní hefur verið 171 innlögn vegna Covid-19 á Landspítala 34 einstak- lingar eru látnir1.585 erumeð virkt smit og í einangrun 2.459 einstaklingar eru í sóttkví 89% lands- manna 12 ára og eldri eru fullbólusett 176 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring 1.591 55 0 Undir eftirliti Aukin einkenni Alvarlegri einkenni 200 150 100 50 0 júlí ágúst september október nóv. Staðfest smit 7 daga meðaltal Heimild: LSH 6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 „Við erum óskaplega fegin og þakklát fyrir það að það er hægt að halda menningarviðburði, þrátt fyrir þessar fjöldatakmarkanir,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir for- stjóri Hörpu. Hún segir að notkun hraðprófa sé lykil- atriði í þeim efnum. „Við munum keyra meira og minna viðburði í Eldborg sem eru skipulagðir nú um helgina og áfram eins og áður var ætlað. Við skiptum salnum niður í þrjú hólf og allir verða hraðprófaðir,“ sagði Svanhildur. Hún sagði að fyrstu stóru tónleikarnir með því sniði hefðu verið haldnir sl. miðvikudag þegar Concertgebouw- hljómsveitin spilaði í Eldborg. Það er því komin reynsla á þetta fyrirkomulag. Heill her af fólki skannaði vottorð gesta um að þeir hefðu reynst neikvæðir á hraðprófi. „Nú þegar gestir allra viðburða með yfir fimmtíu manns þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi er lykil- atriði að hraðprófsstöðvum verði fjölgað strax og tryggt að þjónustutíminn nýtist menningarlífinu,“ sagði Svanhildur. Menningarviðburðir eru yfirleitt á kvöldin og mikilvægt að hraðprófsstöðvar taki tillit til þess. Búið er að aflýsa talsvert mörgum viðburðum eða færa á nýjar dagsetningar. Það á við um ráðstefnur, árshátíðir, bókamessu og fleira sem ekki er hægt að halda við þessar aðstæður. Sögustund og skoðunarferð fyrir börn í Hörpu í dag var felld niður. gudni@mbl.is Hraðprófin lykilatriði fyrir tónleikagesti ELDBORG Í HÖRPU ER SKIPT UPP Í ÞRJÚ SÓTTVARNAHÓLF Eldborg Salnum er skipt í sóttvarnahólf, allir gestir verða að framvísa neikvæðu hraðprófi og bera grímu á viðburðum. ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.