Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 12

Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V ið komumst að því að sjálf erum við mikil jólasystkin, jólasveinn og jólasystir,“ segja þau Hallgrímur Helgason og Rán Flygenring sem senda nú frá sér jólaljóðabókina Koma jól? Bókin sú kveðst á við bók Jóhann- esar úr Kötlum og Tryggva Magnús- sonar, Jólin koma, sem allir þekkja, um jólasveinana þrettán, Grýlu og jólaköttinn. „Í bókinni okkar stíga systur jólasveinanna, Grýludætur, fram úr þúsund ára löngum skugga bræðra sinna og koma til byggða í nútímanum.“ Hallgrímur segist hafa fengið hugmyndina fyrir jólin í fyrra og hún hafi ekki látið hann í friði. „Ég hóf að yrkja þetta í heita pottinum á Hótel Sigló á Siglufirði þegar ég var veðurtepptur þar á aðventunni í fyrra. Mér fannst svo dálítið lokkandi að fá að gefa bókina út hjá Angústúru af því konan mín, Agla, rekur það bóka- forlag ásamt Maríu Rán Guðjóns- dóttur, og þar sem Rán er þeirra hirð- teiknari, þá vonaðist ég til að fá hana til að sjá um myndirnar í bókinni. Við Rán höfðum aldrei áður unnið saman og ég þorði ekki að spyrja hana, en fékk Maríu Rán til þess,“ segir Hall- grímur og Rán bætir við að hún hafi tekið ágætlega í þetta í byrjun. „Þar sem ég er aðdáandi skrifa Hallgríms var ég til í að skoða þetta, en ég efaðist þó smá um bók um kven- kyns jólasveina. Þegar ég fékk text- ann í hendur, þá var ég algjörlega seld. Mér fannst þetta geggjað, fékk gæsahúð og allt við að lesa um jóla- köttinn og Grýlu og komst samstundis í jólaskap.“ Tveir heilar, eitt verk Þegar Rán er spurð hvers vegna hún hafi valið að hafa dúkristur í bók- inni segir hún að tilfinningin fyrir því hafi strax komið til sín. „Þegar ég stakk upp á þessu hváði Hallgrímur og sagði það rosa- lega erfitt að gera dúkristur. Þá varð ég þeim mun harðákveðnari í að velja þá leið,“ segir Rán og hlær. „Þar sem Hallgrímur notar gamla aðferð til að segja nýja hluti finnst mér það sama gerast með dúkristunum; ég nota gamla aðferð til að skapa nýjar jóla- skessur, systur hinna fornu bræðra. Þar fyrir utan finnst mér gaman að fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt, en ég hef aldrei áður notað dúkristur í þeim bókum sem ég hef myndlýst. Ég þurfti að hugsa allt öðruvísi; í stað þess að teikna línuna þarf að taka burt það sem ekki er hluti af myndinni. Þetta reyndi á aðrar heilastöðvar og var mjög ögrandi verkefni en brjál- æðislega gaman,“ segir Rán og bætir við að í samstarfi með texta og myndir þurfi að ríkja mikið traust. „Það þarf alltaf að vefa saman, sem er svo skemmtilegt, þegar tveir heilar vinna saman að einu verkefni.“ Sumar eru harðir feministar Bókin hefur yfir sér feminískan blæ, enda er verið að draga fram jóla- sveinasystur sem hafa verið í skugga bræðra sinna í næstum þúsund ár: „Því þeim var gert að þræla/ og þjást í karla- heim./ Að elda, þvo og skúra/ skítinn undan þeim,“ eins og segir í einni vísu Hallgríms. „Þetta eru kvenjólasveinar, sem er hugmynd sem margir hafa vissu- lega fengið áður, en ég vildi hafa jóla- systurnar nútímalegar og að þær hefðu eitthvað að segja inn í okkar tíma. Það fylgir þeim feminískur and- blær, samt vildi ég ekki hafa hann ein- ráðan, því þetta er líka framhald af þjóðtrú, Grýla er jú 1.800 vetra. Þetta er geysilega forn sagnaarfur sem við Rán erum að framlengja í bókinni okkar, þannig að það þurfti að ná sam- bandi við þann fordæðuskap, hafa nöfnin á stelpunum svolítið gamaldags en samt líka nöfn sem eru nútímaleg. Þetta var því mikil jafnvægiskúnst, að finna persónuleika hverrar og einnar; sumar eru harðir feministar, aðrar eru nú bara lítil grey, enn aðrar stríðnar og einhverjar stórhættulegar. Sumar þeirra eru svo speglun af bræðrum sínum. Þá var líka áskorun að finna út af hvaða ástæðum nútíma- börn fara í jólaköttinn og þar ákvað ég að höfða til hins góða í fólki. Formið er mjög gamaldags, þetta er í þeim anda sem Jóhannes úr Kötlum var með og við höfum sungið þær jólavísur í næst- um hundrað ár. Mér finnst kominn tími á smá endurnýjun, eða upp- færslu,“ segir Hallgrímur og bætir við að mest spennandi hafi verið að reyna að skila þessari fornu hefð áfram í tíma. „Þannig að komandi kynslóðir taki þetta vonandi upp á sína arma og bæti þessu við hefðina.“ Ég trúi hreinlega á þær Rán segist hafa beðið Hallgrím að lesa upp allar vísurnar og senda sér hljóðupptökuna þegar hún vann að myndunum. „Ég hlustaði á þegar kvöldaði og mín fyrsta tilfinning var að þessar jólasystur hefðu alltaf verið til. Ég trúi hreinlega á þær,“ segir Rán, sem hef- ur líka sungið vísurnar fyrir son sinn og nú gerir hún varla annað en svara spurningum hans um Grýlu, hvort hún sé í alvöru með mýs í eyrunum og fleira í þeim dúr. Rán segir að í bók- inni megi jafnvel finna ný trúarbrögð, til dæmis í kvæðinu um jólaköttinn. „Við trúum einhvern veginn ekki á neitt lengur, og kannski þurfum við á tímum hamfarahlýnunar sögur eins og gömlu þjóðsögurnar okkar sem fjalla meðal annars um græðgi og vara við því að við göngum á gæði náttúr- unnar,“ segir Rán og bætir við að Birna Geirfinnsdóttir bókahönnuður hafi séð um að hanna bókina. „Ang- ústúra leggur mikið upp úr að bækur þeirra séu fagrir prentgripir. Það skiptir miklu máli.“ Útgáfuhóf verður í Ásmundarsal á morgun, sunnudag, kl. 13-17. Hallgrímur les upp kl. 14 og 15 en dúkristur Ránar verða sýndar í Gryfjunni frá 11-17 og tölusett eintök í takmörkuðu upplagi verða til sölu. Grýla með eyru full af músum Hallgrímur Helgason og Rán Flygenring fram- lengja fornan sagnaarf í nýju bókinni sinni Koma jól? Þau þurftu að ná sambandi við fordæðu- skap, en tengja um leið við nútímann. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góð saman Traust er forsenda góðs samstarfs. Hallgrímur og Rán á vinnustofu Hallgríms ásamt hundi Hallgríms. Ferleg Fitu- rönd var sú níunda. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Grýlurós var önnur, öræfanna dís, sem hjörtun allra bæja bræddi líkt og ís. En ekkert hana gladdi sem gæludýrablóð. Hún páfagauk og hömstrum í pokann sinn tróð. Öræfanna dís Grýlurós er næstfremst í röð jólasystra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.