Morgunblaðið - 13.11.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.11.2021, Qupperneq 18
Stór hópur » Samkvæmt tölum Seðla- bankans áttu 141.572 almennir fjárfestar í einhvers konar fjár- málagerningum í árslok 2020. » Hafði fjölgað mjög í hópnum frá árslokum 2017 þegar þeir voru 80.076. » Nemur fjölgunin á tíma- bilinu 61.496 eða 77%. » Mikil þátttaka í stórum hlutafjárútboðum skráðra fé- laga á síðustu tveimur árum hefur haft sitt að segja. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Miklar breytingar hafa orðið á ís- lenskum hlutabréfamarkaði á síðustu misserum. Ræður þar ekki síst miklu sú aukna þátttaka almennings sem vart hefur orðið. Hefur tekið rúman áratug að byggja markaðinn upp að nýju en traust á honum hvarf í banka- hruninu og tók langan tíma að hreyfa þannig við almenningi að hann beindi sparnaði sínum inn á skipulegan verð- bréfamarkað að nýju. Fjármálaeftirlit Seðlabankans kannar reglulega fjárfestingar al- mennings (almennra fjárfesta) og er þá sjónum helst beint að umfangi þeirra og eignadreifingu. Eftirlitið miðar ekki síst að því að meta hvert eftirliti skuli beint á hverjum tíma. Í vikunni birti Seðlabankinn grein eftir Arnfríði K. Arnardóttur, sér- fræðing í markaðsgreiningu á sviði markaða og viðskiptahátta hjá bank- anum, þar sem ljósi var beint að þátttöku almennings á hlutabréfa- markaði. Lægri vextir og aukin áhætta Leiðir athugunin m.a. í ljós að al- menningur hefur í kjölfar vaxta- lækkana leitað í áhættusamari eignir en áður og að heldur hafi hægt á vexti heildareignar fólks í verðbréfasjóðum meðan töluverður vöxtur hefur verið á heildareign al- mennings í sérhæfðum sjóðum sem settir eru upp fyrir almenna fjár- festa. Slíkir sjóðir eru að sögn Seðlabankans almennt áhættusam- ari en hefðbundnir verðbréfasjóðir. Byggist slíkt mat á því hversu mikl- ar sveiflur verða á ávöxtun sjóð- anna en þær eru meiri í fyrrnefnd- um sjóðum. Í meðfylgjandi grafi má sjá að eign almennings í sérhæfðu sjóðun- um nam í árslok 2020 um 279 millj- örðum króna og hafði vaxið úr 164 milljörðum í lok árs 2017. Nemur vöxturinn 70%. Heildareign almenn- ings í verðbréfasjóðum stóð í árslok 2020 í 167 milljörðum króna en hafði numið 110 milljörðum í árslok 2017. Jafngildir það tæplega 52% aukn- ingu yfir þriggja ára tímabil. Á sömu töflu má einnig sjá að eignir almennings í skráðum hluta- bréfum jukust mikið milli áranna 2017 og 2019. Þrátt fyrir dálítinn samdrátt milli áranna 2019 og 2020 jókst hlutabréfaeignin úr 56 millj- örðum í árslok 2017 í 119 milljarða í árlsok 2020. Er það aukning um 112,5%. Sífellt fleiri þátttakendur Í greiningu Seðlabankans má sjá fjölda þeirra sem fjárfesta og í hvers konar fjármálaafurðum þeir drepa niður fæti. Gögnin sýna að þátttakan í sérhæfðum sjóðum hefur aukist gríðarlega. Árið 2017 voru 29.814 Ís- lendingar með eign í slíkum sjóði. Tveimur árum síðar var fjöldinn kominn í 44.236 og í árslok 2020 í 48.674. Á 36 mánaða tímabili fjölgaði því í þessum hópi um ríflega 63%. Áhættumeiri sérhæfðir sjóðir Seðlabankinn skipar sérhæfðum sjóðum í ólíka flokka eftir því hversu mikil áhætta felst í því að fjárfesta í þeim. Er það gert eftir fyrrgreindu mati, þ.e. hversu mikið ávöxtun sjóð- anna sveiflast. Tölur Seðlabankans sýna ótvírætt að fólk leitar í áhættu- meiri sjóði nú en áður. Í sjóðum sem minnst áhætta er talin fylgja (áhætta 1) hefur fjárfestingin bein- línis dregist saman á þremur árum. Í áhættuflokki 3 af 7 er aukningin mikil og þar liggur stærsti hluti eignanna í dag, eða ríflega 120 millj- arðar króna. Í áhættuflokkunum í kring, þ.e. flokki 2, 4 og 5, má merkja aukningu en hún er mun minni en í flokki 3. Seðlabankinn bendir á að sam- dráttur í áhættuflokki 1 sé að líkum kominn til vegna lækkandi vaxta- stigs. „Sjóðir sem flokkaðir eru í áhættuflokki 1 fjárfesta að stærstum hluta í innlánum eða peningamark- aðsskjölum,“ segir í grein Arnfríðar. Eykst með aldrinum Tölur Seðlabankans varpa einnig skýru ljósi á það hvernig sparnaður almennra fjárfesta eykst eftir því sem aldurinn færist yfir. Þannig liggja langmestar eignir hjá þeim sem eru 60 ára og eldri. Þar nemur heildareignin (í árslok 2020) 435 milljörðum króna og jókst um 65% á þremur árum. Hjá hópnum á aldurs- bilinu 36-60 ára eru eignirnar ríflega 199 milljarðar og hafa aukist um 64% yfir sama tímabil. Hópurinn á aldursbilinu 19-35 ára á 20,6 millj- arða og hafa þær eignir vaxið um 93% á þremur árum. Almenningur áhættusæknari - Ný greining Seðlabanka Íslands sýnir að almennir fjárfestar leita í áhættumeiri fjárfestingarkosti - Lágt vaxtastig ýtir undir eignadreifingu - Sérhæfðir sjóðir sækja fram á kostnað verðbréfasjóða 279 167 119 32 37 24 243 151 80 33 35 23 164 110 56 22 18 28 Heildareign almennra fjárfesta Skipting eftir fjármálagerninum 2017, 2019 og 2020, ma.kr. 2017 2019 2020 Heimild: Seðlabanki Íslands Sérhæfðir sjóðir fyrir almenning Verðbréfa- sjóðir Skráð hlutabréf Skráð ríkis- skuldabréf Óskráð hlutabréf Aðrir fjármála- gerningar* *Skráð önnur skuldabréf, peninga- markaðsskjöl, óskráð skuldabréf, önnur verðbréf og sérhæfðir sjóðir Kr. Heildareign almennra fjárfesta eftir aldri 2017, 2019 og 2020, ma.kr. < 18 ára 19-35 ára 36-60 ára > 60 ára 199 167 121 435 380 263 322 211511 2017 2019 2020 Heimild: Seðlabanki Íslands 18 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 bæta aðeins í, en þó innan skynsem- ismarka,“ segir Guðmundur. Bónus hefur í gegnum árin verið mjög íhaldssamur hvað breytingar á afgreiðslutíma varðar og borið fyrir sig mikilvægi þess að halda kostnaði niðri. Guðmundur segist aðspurður hafa þráast lengi við í þessum efn- um, en þessi lenging afgreiðslutím- ans sé innan þeirra marka sem félag- ið ráði við. „Svo spilar náttúrlega sjálfsafgreiðslan inn í. Hún gerir þessa ákvörðun léttari.“ Spurður hvort neytendur megi eiga von á að fá sama langa af- greiðslutímann um land allt segir Guðmundur að Bónus sé að prófa sig áfram, en það verði klárlega skoðað ef vel gengur. „Við erum sveigjanleg hvað það varðar.“ Þetta er í annað skipti sem Bónus breytir afgreiðslutíma frá því fyrir- tækið var stofnað árið 1989. „Okkur þótti það stórt skref fyrir nokkrum árum þegar við færðum af- greiðslutímann fram um klukku- tíma, frá tólf til ellefu,“ segir Guð- mundur Marteinsson að lokum. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Verslunarkeðjan Bónus tilkynnti í gær breytingar á afgreiðslutíma í fjölda verslana sinna og verða sjö Bónusverslanir nú opnar alla daga frá klukkan 10-20 í stað 11-18.30 á virkum dögum áður og 11-19 um helgar. Þá verður almennur af- greiðslutími Bón- uss eftir breyt- ingarnar mánu- daga til fimmtu- daga frá kl. 11-19 en föstudaga og sunnudaga frá 10-19. Á Egilsstöðum, Ísafirði og Stykkishólmi verður afgreiðslutím- inn þó 11-18.30 mánudag til fimmtu- dags, 10-19 á laugardögum og 10-18 á sunnudögum. Svara kalli neytenda Guðmundur Marteinsson fram- kvæmdastjóri Bónuss segir að fyrir- tækið sé með breytingunum að svara kalli neytenda. Helsta umkvörtunar- efni þeirra í gegnum árin hafi verið hvað búðunum var lokað snemma og hve erfitt það væri oft að ná í Bónus eftir vinnu. „Við ákváðum því að Bónus opinn lengur - Breyta um allt land ef tilraunin heppnast vel - Sjálfs- afgreiðslukassar hjálpa til - Önnur breyting frá upphafi Morgunblaðið/Unnur Karen Grís Bónus hefur breytt vörumerki sínu, Bónusgrísnum, sem verið hefur óbreyttur frá upphafi. Hann var snikkaður aðeins til að sögn Guðmundar. Guðmundur Marteinsson « Markaðsvirði Icelandair Group hækk- aði um 2,4% í Kauphöll Íslands í gær þrátt fyrir tilkynningu stjórnvalda um hertar aðgerðir innanlands. Nam velta með bréf félagsins ríflega 126 millj- ónum króna og stendur gengið nú í 1,73 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins er nú 62,2 milljarðar króna. Hlutabréfaverð Play þokaðist einnig upp á First North-markaði Kauphall- arinnar en þó ekki eins mikið. Nam hækkunin þar á bæ 0,4% í 42,2 millj- óna króna viðskiptum. Icelandair hækkaði þrátt fyrir aðgerðir 13. nóvember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 131.24 Sterlingspund 175.83 Kanadadalur 104.31 Dönsk króna 20.223 Norsk króna 15.086 Sænsk króna 15.093 Svissn. franki 142.41 Japanskt jen 1.1517 SDR 184.31 Evra 150.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.2525 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.