Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 19

Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 120 OG 200 LJÓSA INNI- OG ÚTISERÍUR Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is Kíktu á nýju vefverslunina okkar rafmark.is Ríkisstjórn Hvíta-Rússlands til- kynnti í gær að hún hefði að kröfu stjórnvalda í Tyrklandi bannað fólki frá Sýrlandi, Írak og Jemen að koma með flugi til landsins frá Ankara. Hvítrússar hafa verið sakaðir um skipulegan innflutning flóttafólks frá þessum löndum sem þeir hafi síðan beint að landamærum Póllands í því skyni að hefna refsiaðgerða sem Evr- ópusambandið hefur beitt þá vegna mannréttindabrota. Líklegt er talið að þetta muni draga úr flóttamannastraumnum að landamærum Póllands. Þar hafast nú við nokkur þúsund manns sem freista þess að komast til Vestur-Evrópu. Gaddavírsgirðingar og fjölmennur hópur vopnaðra landamæravarða stöðva fólkið. Eru pólsk stjórnvöld staðráðin í því að koma í veg fyrir að flóttamennirnir fari inn fyrir landa- mærin. Allmargir, sem það hefur tek- ist á undanförnum vikum, hafa verið handsamaðir og sendir aftur til Hvíta-Rússlands. Hvítrússar neita hins vegar flóttafólkinu um að snúa heim til sín og hefst það við í tjöldum í skóglendi við landamærin. Aðstæður þar eru mjög erfiðar enda vetur genginn í garð. Þá er matarskortur farinn að gera vart við sig. Þó nokkur hópur flóttafólks hefur þó náð að komast inn fyrir landamærin og áfram til Þýskalands. Á fimmtudag voru þrír flóttamenn, handteknir stuttu eftir að þeir kom- ust yfir landamærin, einn frá Sýr- landi og hjón frá Írak. Þau höfðu beð- ið Pólverja sem þau hittu við komuna um vatn en þeir réðust á þau, veittu þeim áverka og rændu öllu fé sem þau höfðu á sér, um 7.000 evrum. AFP Flóttafólk Vopnaðir verðir á landa- mærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Banna komu fólks frá 3 löndum - Hvítrússar urðu við kröfu Tyrkja Fangelsismála- yfirvöld í Bret- landi hafa orðið við beiðni Julians Assange um að fá að kvænast unnustu sinni og barnsmóður, Stellu Morris, þótt hann sitji á bak við lás og slá. Assange og Morris hafa verið saman í sex ár og eiga tvo drengi sem getnir voru á meðan hann dvaldi sem pólitískur flóttamaður í sendiráði Ekvador í London. Hin verðandi eiginkona hans er lög- fræðingur frá Suður-Afríku. Þau kynntust fyrst fyrir áratug og heimsótti hún hann nær daglega í sendiráðið. Bandarísk stjórnvöld vilja að Assange verði framseldur vegna birtingar Wikileaks á leyniskjölum um Afganistan en dómstólar í Bret- landi hafa ekki komist að endan- legri niðurstöðu í málinu. BRETLAND Assange fær að kvænast unnustu Stella Moris Úrskurður alrík- isdómara fyrr í vikunni um að af- henda skuli rannsóknar- nefnd Banda- rikjaþings nær 800 skjöl frá embættistíma Donalds Trumps er nú kominn til umfjöllunar áfrýjunardómstóls í Washington. Efnisleg umfjöllun hefst í lok þessa mánaðar og verða skjölin ekki afhent á meðan sam- kvæmt úrskurði dómstólsins. Skjöl- in varða fundi og ráðagerðir Trumps og ráðgjafa hans í aðdrag- anda árásarinnar á þinghúsið í Washington 6. janúar síðastliðinn. Trump hefur verið sakaður um ábyrgð á árásinni með hvatningar- orðum til múgsins um að halda að þinghúsinu. Grunsemdir eru um þátttöku ráðgjafa hans í undirbún- ingi árásarinnar. BANDARÍKIN Dómstóll frestar afhendingu skjala Donald Trump Frans páfi tók í gær þátt í undir- búningi fyrir alþjóðlegan dag fá- tæktar sem haldinn verður í fimmta sinn á sunnudaginn. Var hann í borginni Assisi á Ítalíu þar sem hann hugðist funda með fátæku fólki. Áður hitti hann hóp pílagríma í dómkirkju í grenndinni. Að venju var hann umkringdur fjölda örygg- isvarða. Kaþólska kirkjan hefur haldið dag fátæktar frá árinu 2017 undir yfirskriftinni: „Elskum með verk- um en ekki orðum einum.“ Efnt hefur verið til viðburða á þessum degi í Indlandi, Póllandi, Kanada og fleiri löndum. Auk helgihalds hefur dagskrá dagsins miðast við að bjóða upp á margs konar félagslega og heilsufarslega aðstoð við fátæka. Páfagarður Páfi undir- býr dag fátæktar AFP Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Alok Sharma, forseti loftslagsráð- stefnunnar í Glasgow í Skotlandi, lýsti því yfir í gærkvöld að aðildar- ríki ráðstefnunnar hefðu ekki náð að koma sér saman um yfirlýsingu. Yfirfara átti texta fyrirhugaðrar yfirlýsingar í nótt og birta á endur- skoðað skjal klukkan átta árdegis í dag, en óformleg fundahöld verða klukkan tíu til að meta stöðuna. Stefnt er að því að ljúka ráðstefn- unni í dag. Enn eru eftir frekari umræður um málefni á borð við framleiðslu jarð- efnaeldsneytis og þróunarstyrki til bágstraddra landa til að styðja við baráttuna gegn hamfarahlýnun. Drög að yfirlýsingunni voru birt í gær og kveða þau á um að lönd heimsins setji strangari lög í þágu loftslagsmála á næsta ári. „Margt hefur áunnist á síðastliðn- um tveimur vikum og nú er bara lokahnykkurinn eftir,“ hefur frétta- stofa Reuters eftir Alok Sharma, en hann hafði átt von á því að samkomu- lag myndi nást í gær. Markmið ráðstefnunnar er að ná markmiði Parísarsamkomulagsins; að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður í lok aldarinnar. Vísinda- menn segja hitastigið munu fara langt yfir 1,5 gráðurnar miðað við núverandi skuldbindingar ríkja heims, sem myndi orsaka hækkun sjávarborðs, þurrka, storma og skógarelda. Nýju drögin eru talin nokkurs konar málamiðlun, þar sem reynt er að koma til móts við þjóðir sem mega síst við hlýnun jarðar, rík- in sem menga mest og þau ríki sem reiða sig helst á sölu jarðefnaelds- neytis. „Kínversk stjórnvöld eru á þeirri skoðun að drögin að yfirlýs- ingu sem nú hafa verið birt þurfi að ganga lengra hvað varðar fram- kvæmd, fjármögnun, tæknilausnir og getustig,“ sagði Zhao Yingmin, fulltrúi Kína á loftlagsráðstefnunni. Enn engin niðurstaða fengist - Ekki náðist að klára ráðstefnuna í gær - Ný drög að yfirlýsingu birt klukkan átta í dag - Stærstu deiluefnin snúa að jarðefnaeldsneyti og þróunaraðstoð AFP Umhverfismál Frá loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.