Morgunblaðið - 13.11.2021, Síða 21
Á þessari öld hefur
íslenska hagkerfið
sveiflast þrisvar sinn-
um meira en Evrópu-
löndin að meðaltali. Ís-
land hefur auk þess
gengið í gegnum mun
dýpri og langvinnari
efnahagslægðir á síð-
ustu 12 árum en þau
lönd sem við berum
okkur helst saman við. Nú, á árinu
2021, benda nýjustu spár greining-
araðila til þess að Ísland nái fram-
leiðslustigi fyrir heimsfaraldur um
ári á eftir helstu viðskiptalöndum.
Engu að síður ríkir þó óvissa um
efnahagsframvinduna. Minnstu
sviptingar í ytra umhverfi gætu
gjörbreytt horfum til hins verra en
óvæntir búhnykkir gætu einnig
skapað grundvöll fyrir stórauknum
hagvexti. Þetta skýrist af því að ís-
lenska hagkerfið hefur verið auð-
lindadrifið. Þessi haglýsing er okkur
mjög kunnugleg en hún hefur átt við
í kjölfar nær allra efnahagslægða í
sögu þjóðarinnar. Hvaða lærdóm
ber að draga af þessu?
Hugverkaiðnaður getur tryggt
lífskjör til lengri tíma
Ísland er harðbýlt land og hag-
kerfið lítið og einhæft. Um 70% út-
flutningstekna þjóðarinnar á síðustu
fimm árum má rekja beint eða
óbeint til náttúruauðlinda landsins
en fiskurinn, orkusækinn iðnaður og
ferðaþjónustan tengjast öll nytjum
náttúrunnar. Tekjur af náttúru-
auðlindunum hafa vissulega fært
okkur í flokk efnuðustu þjóða heims
en leiðin að auknum stöðugleika og
hagsæld á Íslandi til framtíðar er að
auka fjölbreytni í útflutnings-
atvinnuvegum. Nú er hugverkaiðn-
aður orðinn fjórða stoð útflutnings-
tekna íslenska þjóðarbúsins til
viðbótar við orkusækinn iðnað, sjáv-
arútveg og ferðaþjónustu. Hug-
verkaiðnaður skapaði 16% af út-
flutningstekjum síðasta árs og
vöxtur undanfarinna ára sýnir að í
hugverkaiðnaði felast raunveruleg
tækifæri fyrir Ísland. Skortur á sér-
fræðiþekkingu á ýmsum sviðum hér
á landi stendur vexti hugverkaiðn-
aðar fyrir þrifum. Helsta leiðin til
þess að undirbyggja áfram nýsköp-
unardrifinn hagvöxt framtíðar er að
leggja áherslu á menntun, liðka
verulega frekar fyrir komu reynslu-
mikilla sérfræðinga til landsins,
skapa rétta efnahagslega hvata og
setja háframleiðnistörf í fyrsta sæti
í atvinnustefnu þjóðarinnar. Fyrir
hvern reynslumikinn sérfræðing
sem kemur hingað til lands til að
starfa, verða til fjölmörg afleidd
störf. Við eigum vissulega mörg
framsækin fyrirtæki í hugverkaiðn-
aði nú þegar en þurfum að gera enn
betur.
Traustari tengsl
atvinnulífs, heildar-
samtaka og menntakerfis
Ef markmið um nýsköpunar- og
hugverkadrifið hagkerfi á að nást
þarf að huga að umbótum á mörgum
sviðum. Styrkja þarf einstaklings-
miðað nám og rækta hæfileika ein-
staklinga á öllum skólastigum. Auka
þarf gæði háskólanáms og treysta
tengsl atvinnulífs, heildarsamtaka
launafólks og menntakerfisins.
Starfsumhverfi og starfsaðstæður á
Íslandi verða að vera með því besta
sem þekkist svo hæfileikaríkir sér-
fræðingar af öllum þjóðernum sjái
hag sinn í að starfa fyrir íslensk
fyrirtæki. Hið opinbera þarf að
halda áfram að styðja við framsækin
hugverka- og hátæknifyrirtæki með
því að hlúa að hvötum til nýsköp-
unar og festa endurgreiðslur vegna
rannsókna og þróunar í sessi til
frambúðar. Þannig verða til ný,
verðmæt og eftirsótt störf. Fengin
reynsla varðar bjarta leið og nú þarf
að bæta í. Ný ríkisstjórn þarf um-
fram allt að marka metnaðarfulla
stefnu um leiðina fram á við í sam-
starfi við ábyrga aðila vinnumark-
aðar.
Þar getum við verið sammála
Atvinnuleysi og deilur á vinnu-
markaði hafa sett sinn svip á þenn-
an áratug en forsvarsmenn atvinnu-
lífs og launafólks munu halda áfram
að takast á um sjálfbærni launa,
kjör og réttindi, eðli málsins sam-
kvæmt. Mikilvægt er þó, í kjölfar
heimsfaraldurs, að við stöldrum við,
slíðrum sverðin og aukum samtal og
samvinnu á vinnumarkaði um þau
málefni sem standa utan kjarasamn-
inga og varða heildarhag. Við for-
menn BHM, heildarsamtaka 28
stéttarfélaga háskólamenntaðra, og
SI, samtaka 1.400 fyrirtækja og fé-
laga sjálfstætt starfandi, erum sam-
mála um að stóraukin nýsköpun og
aukin hlutdeild hugvits og mennt-
unar í verðmætasköpun Íslands sé
helsta leiðin að auknum lífsgæðum
Íslendinga og aukinni samkeppnis-
hæfni landsins. Byggjum lífskjara-
sókn til framtíðar á nýsköpun og
hugverkum og vörðum leiðina að því
markmiði saman.
Eftir Árna Sigur-
jónsson og Friðrik
Jónsson
»Ef markmið um ný-
sköpunar- og hug-
verkadrifið hagkerfi á
að nást þarf að huga að
umbótum á mörgum
sviðum.
Árni Sigurjónsson
Árni er formaður Samtaka iðnaðar-
ins, Friðrik er formaður Bandalags
háskólamanna.
Friðrik Jónsson
Sókn nýsköpunar og hugverkaiðnaðar –
þar getum við verið sammála
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
Lifandi stytta Vegfarendur framan við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í Reykjavík urðu undrandi þegar ekki varð betur séð en að Jón Sigurðsson kæmi gangandi í áttina til þeirra.
Eggert Jóhannesson