Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 22

Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 Brekkustígur 2, 245 Suðurnesjabæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Töluvert endurnýjað 3ja herbergja einbýlishús á tveimur hæðum. Sólpallur. Stór lóð, gott útsýni. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 36.000.000 109,8 m2 Í útvarpsþætti Þrastar Helgasonar á dögunum töluðu Sigríður Sigur- jónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson um rannsókn á stafrænu sam- býli íslensku og ensku (sem þau hafa skrifað um ásamt Dagbjörtu Guðmundsdóttur í Íslenskt mál 2019-20). Þau sögðu frá ungmenn- um sem töldu sig ekki þurfa að læra ensku í skólanum en að íslenskan vefð- ist fyrir þeim. Málfræðing- arnir tengdu það við að enn eimdi eftir af því að leiðrétta þyrfti „málvillur“ barna fremur en að hjálpa þeim að þroska það tungumál sem þau kynnu nú þegar og hefðu lært við móður- og föðurhné. Börn yrðu að fá tilfinningu fyrir því að þau kynnu ís- lensku – ekki síður en ensku. Alkunna er að á máltökualdri fer oft vel á að tala við börn og koma orðum og orða- samböndum að í samtali ef við verðum vör við að börnin hafi ekki enn náð valdi á beygingum og orðaforða. Margir landsmenn telja sig hafa óhefta leiðréttingar-, umvöndunar- og hneyksl- unarheimild þegar kemur að tungutaki annarra; ekki ósvipaða manndrápsheimild- inni sem James Bond fékk frá Englandsdrottningu á meðan hann sjálfur var á lífi. Mörg okkar í mállögreglunni hafa reynt að boða umburð- arlyndi, víðsýni og skilning á því að málið breytist og að gera þurfi greinarmun á slík- um breytingum og málvillum – sem séu sjaldgæfar í máli fólks sem tali sitt móðurmál. Áherslan eigi að vera á málrækt fremur en málvernd enda geti fólk alltaf þróað og/eða lært ný orð og orðtök til að auðga mál sitt. Ekkert okkar þekki öll orð og blæbrigði íslenskunnar. Málleiðréttingarhefðin á sér langa sögu eins og rifjaðist nýlega upp þeg- ar mér barst endurskoðuð Stafsetningarorðabók Björns Jónssonar frá 1906. Hún endar á kafla um „Nokkur mállýti“ þar sem ráðið er frá því að nota það sem talið er „miður rétt“ s.s. „að því er snertir“. Björn mælir með „um“ og hefur Laxdælu til marks: „Þótti skaði mikill at um Glúm“. Sannar- lega væri einkennilegt að lesa í Laxdælu: *Þótti skaði mikill að því er snert- ir Glúm. Þarna má og finna margar gamlar og gleymdar dönskuslettur en öðrum ‘mállýtum’ höfum við vanist, s.s. orðum á borð við ákvörðun, eyði- leggja, gamaldags, innleiða og æfing. Listinn um mállýti frá árinu 1906 er áminning um að orku okkar er illa varið í slíkan slag. ‘Mállýti’ koma og fara úr málinu – eða búa um sig. Þegar kemur að því að leiðbeina öðrum fer vel á því að ganga mildilega um fremur en að draga upp kylfurnar og berja viðmælendur okkar til málhlýðni. Til fyrirmyndar má benda á leiðbeiningar sem Jóhannes Bjarni Sigtryggsson hefur tekið saman um réttritun og frágang texta (https://rettritun.arna- stofnun.is/). Þar má lesa um helstu ágreiningsefni sem hafa jafnvel tafið verk á mínum vinnustað árum saman: kommusetningu, svo nokkuð sé nefnt, og hvort gæsalappir lokist á undan eða eftir punkti. Allt má nú útkljá með því að lesa sér til hjá Jóhannesi og komast þannig hjá handalögmálum. „Nokkur mállýti“ Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is R akel Þorbergsdóttir, fréttastjóri ríkisútvarps- ins (RÚV), tilkynnti þriðjudaginn 9. nóv- ember að hún hefði ákveðið að láta af störfum frá næstu áramótum. Stefán Eiríksson út- varpsstjóri boðaði að starf fréttastjóra yrði „auglýst laust til umsóknar fljótlega á nýju ári“. Heiðar Örn Sig- urfinnsson varafréttastjóri tæki við af Rakel um ára- mótin og sæti þar til nýr fréttastjóri yrði ráðinn. Sagan kennir að harka getur hlaupið í skipan frétta- stjóra RÚV. Þegar Auðun Georg Ólafsson var ráðinn í stöðu fréttastjóra hljóðvarpsins töldu fréttamenn þar vegið að starfsheiðri sínum. Þeir samþykktu 10. mars 2005 vantraust á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Hún væri augljóslega á pólitískum forsendum einvörð- ungu og með henni vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Auðun Georg hóf í raun aldrei störf hjá RÚV en árið 2017 var hann ráðinn fréttastjóri K100, útvarpsstöðvar Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins. Árið 2005 voru tveir fréttastjórar hjá RÚV, fyrir sjón- varp og hljóðvarp. Þetta breyttist í september 2008 þeg- ar stofnuð var ein fréttastofa RÚV undir stjórn Óðins Jónssonar, frétta- stjóra hljóðvarps. Rakel Þorgeirsdóttir (f. 1971) tók síðan við af Óðni vorið 2014 eftir að hafa starfað um skeið sem vara- fréttastjóri RÚV. Heiðar Örn Sig- urfinnsson, núverandi vara- fréttastjóri, keppti um fréttastjórastarfið við Rakel árið 2014. Ríkisútvarpið rekur fjölmennustu fréttastofu landsins í krafti mikilla fjármuna sem renna úr vösum skatt- greiðenda og frá auglýsendum til RÚV. Útvarpsstjóri ræður fréttastjóra og skal starf hans auglýst opinber- lega. Óvenjulegt er að útvarpsstjóri tilkynni eins og nú að starf fréttastjóra verði ekki auglýst til umsóknar fyrr en „fljótlega á nýju ári“. Almennt er opinbert starf aug- lýst skömmu eftir að því er sagt lausu. Mannaskipti dragi sem minnst úr óvissu og festa sé tryggð. Þótt almennt traust til fréttastofu RÚV mælist mikið sæta efnistök starfsmanna hennar og meðferð einstakra mála sem þeir setja á oddinn oft harðri gagnrýni. Þess gætir að fréttamenn eigni sér einstök mál eða málaflokka. Umræður vegna fréttameðferðar snúast því gjarnan meira um persónur og leikendur en efni máls- ins. Þá gætir þess að fréttamenn taki til máls á sam- félagsmiðlum til að setja ofan í við þá sem finna að fram- setningu einstakra frétta. Þetta er óvenjulegt í ljósi kröfunnar um óhlutdrægni fréttastofunnar. Fréttastjóri á að svara fyrir fréttastofuna en ekki einstakir frétta- menn. Áður en Rakel Þorbergsdóttir varð fréttastjóri eða undir lok mars 2012 var gerð húsleit í skrifstofum Sam- herja á Akureyri og í Reykjavík að kröfu Seðlabanka Ís- lands. Þegar leitin hófst voru myndatökumenn RÚV með vélar sínar fyrir utan þessar skrifstofur Samherja. Samtímis birtist frétt á heimasíðu RÚV um húsleitina. Var fréttin unnin fyrir fram í samvinnu starfsmanna Seðlabankans og fréttamanna RÚV. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði samskipti fréttastofu RÚV og Seðlabankans í aðdrag- anda húsleitarinnar „mjög óeðlileg“. Húsleitin bar ekki þann árangur sem að var stefnt með málatilbúnaðinum. Í gær, 12. nóvember, voru rétt tvö ár liðin frá upphafi annars átakamáls fréttastofu RÚV og Samherja, Namibíumálsins, í Kveik, þætti fréttastofu RÚV. Í Namibíu er talað um Fishcor- og Namgomar-málin. Þau voru formlega sameinuð í eitt sakamál 21. október 2021. Hvorki Íslendingar né félög undir stjórn Íslend- inga eru þar meðal sakborninga. Að óbreyttu hljóta því engir Íslendingar dóm. Vegna Namibíumálsins hefur málafylgja Samherja og gagnrýni á vinnubrögð fréttastofu RÚV hleypt mikilli hörku í samskipti fyrirtækisins og fréttastofunnar. Átök Sam- herja og RÚV setja svip á stjórn- málaumræður og á nýliðnu kjör- tímabili nýtti stjórnarandstaðan þetta mál óspart til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Kristján Þór Júlíusson, fráfar- andi sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, sat til dæmis undir ómaklegum árásum. Namibíumálið hefur hvorki verið til lykta leitt hér á landi né í Windhoek, höfuðborg Namibíu. Þar er það átakamál innan réttarkerfisins og valdaflokks landsins. Tekst forseti Namibíu á við fyrrverandi samstarfsmenn með gagnkvæmum ásökunum um spillingu. Hér skal engu spáð um niðurstöðu Namibíumálsins en fari svo sem horfir bendir margt til þess að frétta- stofa RÚV hafi reitt of hátt til höggs í sumum frásögn- um sínum og ályktunum. Merkilegt er að svo virðist sem fréttastofunni þyki lítt eða ekkert fréttnæmt við samein- ingu málanna í eitt sakamál 21. október 2021 og að Ís- lendingar séu ekki ákærðir. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri boðar að hann ætli ekki að huga að ráðningu nýs fréttastjóra fyrr en „fljót- lega“ á næsta ári. Sameinaða sakamálið verður tekið fyrir í Windhoek fljótlega á næsta ári. Þegar á reyndi í mars 2005 tókst starfsmönnum fréttastofu hljóðvarps ríkisins að hindra að sá sem var upphaflega ráðinn kæmi til starfa sem fréttastjóri. Síð- an hafa tveir innanbúðarmenn verið ráðnir. Fundist hef- ur samnefnari sem skapar frið meðal starfsmanna. Sjálfstjórn fréttastofu telst þó hvergi algild aðferð til að tryggja hámarksgæði. Vinir fréttastofunnar segja gagnrýni á hana aðför að óháðri skoðanamyndun. Þetta verður stöðugt úreltari skoðun vegna tæknilegrar byltingar í fjölmiðlun og reynslu liðinna ára. Styrkur fréttastofunnar endur- speglar sorglega veika stöðu íslenskra fréttamiðla í skugga ríkidæmis RÚV. Fréttastjórinn kveður RÚV Óvenjulegt er að útvarps- stjóri tilkynni eins og nú að starf fréttastjóra verði ekki auglýst til umsóknar fyrr en „fljótlega á nýju ári“. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Vínarborg er kunn fyrir sín mörgu góðu kaffihús. Eitt hið frægasta er Landtmann, sem stofnað var 1873, en það er við Hringstræti, nálægt Vínarháskóla og ráðhúsinu. Á dögunum átti ég leið um borgina og leit þá inn á Landtmann. Rifjuðust þá upp fyr- ir mér sögur af fastagestum. Einn þeirra var hagfræðing- urinn Carl Menger, sem drakk þar jafnan kaffi með bræðrum sínum, Max og Anton. Menger gaf 1871 út bók um lögmál hag- fræðinnar, þar sem hann setti fram jaðarnotagildiskenninguna. Hún er í rauninni einföld: Í stað þess að horfa á vöru í heild, brjótum við hana niður í einingar og finnum, hversu margar ein- ingar af einni vöru fullnægja jafn- vel mannlegum þörfum og ein- ingar af annarri vöru. Við það mark er jaðarnotagildið hið sama. Verð sérhverrar vöru ætti að vera hið sama og jaðarnotagildi henn- ar, notagildi síðustu eining- arinnar. Bróðir Carls, Max, átti sæti í fulltrúadeild austurríska þingsins. Seint á áttunda áratug nítjándu aldar spjallaði Carl við einn vin hans, dr. Joachim Landau, sem líka var þingmaður, og sagði: „Eins og stórveldin í Evrópu hegða sér, hlýtur hræðilegt stríð að skella á, jafnframt því sem byltingar verða gerðar. Það mun marka endalok evrópskrar sið- menningar og hagsældar.“ Spá Mengers reyndist ekki vera út í bláinn. Heimsstyrjöld skall á, og kommúnistar hrifsuðu völd í Rússlandi. Snemma árs 1918 sátu þeir Max Weber og Joseph Schumpeter saman á Landtmann. Schumpeter fagnaði því, að nú fengju kommúnistar tækifæri til að prófa kenningar sínar í til- raunastofu. Weber svaraði, að þá yrði þetta tilraunastofa full af lík- um. Eftir nokkur frekari orða- skipti rauk Weber á dyr. Schumpeter sat eftir og sagði við vin sinn: „Hvernig geta menn látið svona í kaffihúsi?“ En Weber hafði rétt fyrir sér. Tilraunastofan fylltist af líkum. Kommúnisminn kostaði um eitt hundrað milljón mannslíf á tuttugustu öld. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Á Landtmann í Vínarborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.