Morgunblaðið - 13.11.2021, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
✝
Erla Björk
Helgadóttir,
Víðimel, fæddist á
Sauðárkróki þann
10. nóvember 1981.
Hún lést á heimili
sínu þann 2. nóv-
ember 2021.
Foreldrar Erlu
eru Helgi Jóhannes
Þorleifsson, fædd-
ur 18. desember
1955, og Alma R.
Guðmundsdóttir, fædd 7. ágúst
1957.
Erla giftist Feyki Sveinssyni
þann 20. júlí 2013. Foreldrar
Feykis eru Sveinn Árnason,
fæddur 12. mars 1948, og Stein-
unn Ámundadóttir, fædd 16.
maí 1950. Börn Erlu og Feykis
eru Helgi Snævar Feykisson,
fæddur 8. nóvember 2004,
Kristjana Ýr Feykisdóttir, fædd
1. janúar 2009, Guðmundur
Sölvi Feykisson, fæddur 14.
mars 2015, og Árný Bára Feyk-
og vann þar til 2017. Þá tók hún
að starfa á KK Restaurant á
Sauðárkróki til ársins 2020. Ár-
ið 2019 flutti Erla ásamt fjöl-
skyldu á Víðimel við Varmahlíð.
Haustið 2020 hún störf í eldhúsi
grunnskóla Varmahlíðar og ár-
ið 2021 var hún ráðin sem mat-
ráður þar. Erla starfaði sem
leiðsögumaður í flúðasiglingum
í og með í gegnum tíðina. Þegar
Erla lést var hún langt komin
með að klára matvælanám í
Verkmenntaskólanum á Ak-
ureyri. Áður hafði hún lokið
fisktækninámi við Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra.
Erla og fjölskylda héldu bú-
skap á Víðimel og hafði Erla
unnið að opnun húsdýragarðs á
bænum meðfram öðrum störf-
um. Hún sinnti einnig ýmsum
nefndarstörfum og viðburða-
stjórnun.
Útför Erlu Bjarkar fer fram
frá Sauðárkrókskirkju 13. nóv-
ember 2021. Hægt verður að
fylgjast með athöfninni í safn-
aðarheimilinu og í Bifröst.
Einnig verður útförinni streymt
á Youtube-síðu Sauðárkróks-
kirkju.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
isdóttir, fædd 10.
maí 2016.
Systkini Erlu eru
Inga Skagfjörð
Helgadóttir, fædd
3. maí 1984, maki
hennar er Jón
Gunnar Helgason,
börn þeirra eru
Ragnheiður Petra
Hjartardóttir,
Fanney Mjöll Jóns-
dóttir, Viktor
Skagfjörð Jónsson, Rökkvi
Skagfjörð Jónsson og Jón
Myrkvi Skagfjörð Jónsson; og
Davíð Þór Helgason, fæddur 3.
júlí 1990, maki hans er Sunna
Gylfadóttir og barn þeirra er
Iðunn Alma Davíðsdóttir.
Erla ólst upp á Sauðárkróki
og gekk í Árskóla og Fjöl-
brautaskóla Norðurlands
vestra. Hún kynnist Feyki 15
ára gömul og voru þau saman
síðan þá. Erla hóf störf hjá Fisk-
iðjunni á Sauðárkróki árið 1999
Fyrir mörgum árum var
Sunna systir mín svo heppin að
finna sér yndislegan lífsförunaut,
hann Davíð. Með honum fylgdi
yndisleg tengdafjölskylda. Þessi
fjölskylda tók ekki aðeins stóru
systur minni opnum örmum
heldur mér líka. Þarna kynntist
ég Erlu fyrst og dætur okkar,
sem eru jafn gamlar, kynntust
líka. Með árunum áttum bæði við
Erla og dætur okkar bara eftir
að verða betri og nánari vinkon-
ur. Seinna þegar við Jón fórum
að stinga saman nefjum voru
tengslin milli okkar Erlu orðin
enn meiri því mennirnir okkar
eru systkinabörn og Davíð og
Jón bestu vinir frá barnæsku.
Erla var yndisleg vinkona.
Alltaf til staðar, aldrei að flýta
sér – alltaf nægur tími fyrir alla.
Alltaf gullfalleg – alveg sama
hvort hún var búin að hafa sig til
fyrir veislu eða á leiðinni í fjár-
húsin í flíspeysu og vinnujakka.
Sumt fólk er með svo fallega sál
að það geislar alltaf og Erla var
ein af þeim. Erla var mikill dýra-
vinur og óskaplega ljúf og góð
móðir. Ég man eftir heimsókn á
Grundarstíginn þar sem búið var
að skera út hús úr stórum pappa-
kassa fyrir krakkana. Svona
mamma var Erla. Alltaf að finna
upp á einhverju sniðugu og
skemmtilegu fyrir börnin sín.
Erla sagði oft við mig hversu
mikilvægt það væri að við hlúð-
um að vináttu dætra okkar. Með
tímanum varð hún svolítið eins
og „aukamamma“ Dísu minnar
sem eyddi ófáum helgum á
Grundarstígnum og svo á Víði-
mel – og eins og flest börn kann-
ast við sem fengu að vera hjá
Erlu þá langaði hana oft ekki
heim. Þegar Erla og Feykir
bjuggu á Grundarstígnum var
stutt að labba heim eftir spjall
og góðan mat en þegar þau
fluttu á Víðimel var ekkert
minna um hittinga. Þá var bara
búið til gistipláss – t.d. í hjólhýs-
inu í vélaskemmunni um vetur
og tjaldað á túninu um sumar.
Við höfum átt ófáar helgar sam-
an á Víðimel, hlegið og spilað í
garðstofunni, eldað ótrúlega
góðan mat, kveikt upp í útiarn-
inum og tínt myntu í mojito. Við
vöktum fram á morgun um ára-
mótin síðustu – það var bara of
gaman til þess að fara að sofa.
Bæði steggjun og gæsun okkar
hjóna endaði í vélaskemmunni.
Auðvitað var Erla okkar búin að
sjá til þess að allt væri fullkomið.
Þegar kom að brúðkaupinu
sjálfu var hún allt í öllu og til
staðar fyrir stressuð brúðhjón.
Hún mætti með blómin sem hún
tíndi um morguninn – alveg að
verða of sein í sína eigin förðun.
Hún sá til þess að dóttir okkar
hefði gistingu á Víðimel og að
hún fengi far þangað. Hún að-
stoðaði við skreytingar á sal og
brúðarsvítu. Í veislunni tóku hún
og Dísa fallega mynd af sér og
sendu til mín. Um morguninn
þegar ég vaknaði og opnaði
skilaboðin man ég eftir að hafa
hugsað hversu heppin ég væri
með vinkonu og Dísa með Erlu
sína.
Elsku vinkona mín. Nú er
komið að okkur sem vorum svo
heppin að fá að vera vinir þínir
og fjölskylda. Komið að okkur að
vera sterk og dugleg. Að hlúa að
Feyki þínum og börnunum ykkar
og halda fast utan um hvert ann-
að á þessum erfiðu tímum.
Takk fyrir allt elsku Erla mín.
Þín vinkona,
Hanna.
Elsku Erla.
Ég var ekki búin að vinna
lengi með þér í fiski þegar við
smullum saman, trúlega af því að
þú tókst svo vel á móti mér og
öllu nýju starfsfólki þar. Það var
eitthvað við þig sem minnti mig
svo mikið á mömmu mína að ég
tengdist þér svo vel og þú áttir
svo auðvelt með að vinna inn
traustið hjá fólki. Ég kynntist
þér svo enn betur þegar þú byrj-
aðir að vinna í eldhúsinu á leik-
skólanum, en þær stundir sem
við áttum þar þegar ég var að
leysa af eru ómetanlegar. Við
treystum hvor annarri svo mikið
og þú sagðir mér frá draumunum
og markmiðunum þínum og ég
sagði þér frá mínum. Mér finnst
alveg magnað að hugsa til þess
hve róleg og yfirveguð þú varst
alltaf þrátt fyrir að það væri nóg
að gera hjá þér að elda. Þegar
litlu börnin komu í eldhúsið til að
sækja matinn tókstu alltaf vel á
móti þeim með bros á vör. Þú
tókst gagnrýni vel, þú vildir allt-
af bæta þig, þú lést aldrei neitt
frá þér nema vera 100% ánægð
með matinn, sem var líka alltaf
100%.
Ég á þér svo mikið að þakka
og það helsta er það sem þú
gerðir fyrir elsku Sisiphuwe þeg-
ar ég var í Suður-Afríku árið
2016 og var hún þá fimm ára
gömul að klára leikskóla, hún
hefði ekki getað hafið skóla-
göngu nema þín vegna, þú borg-
aðir heilt ár fyrir hana í skóla og
fæ ég reglulega fréttir af henni
og hún blómstrar svo vel. Takk
enn og aftur, elsku Erla.
Sólveig Birna
Elísabetardóttir.
Elsku Erla. Það er ekki sjálf-
gefið að eiga vini eins og þig og
ég mun búa að því alla ævi að
hafa átt þig. Þú varst manneskj-
an sem ég hringdi í þegar ég var
leið, þegar ég var glöð, þegar ég
var reið og allt þar á milli. Ég
sakna þín. Iðunn og Davíð sakna
þín. Þú varst stundum meiri
mamma Iðunnar en ég, þið voruð
svo góðar vinkonur.
Þær voru svo dýrmætar, allar
stundirnar sem við áttum saman
í garðstofunni þinni. Við gátum
setið þar og talað heilu helgarnar
á milli þess sem við brösuðum
eitthvað í fjárhúsunum eða lent-
um í ævintýrum saman. Stund-
um vorum við með samviskubit
yfir því að sitja alltof lengi að
spjalla, en ég sé ekki eftir mín-
útu.
Ég mun aldrei gleyma
helginni sem við eyddum saman
á Víðimel þar síðasta sumar. Ég,
þú, Inga og börnin. Við ætluðum
að gera svo mikið en enduðum á
því að sitja í sólbaði og spjalla
alla helgina, á meðan börnin
hlupu um í vatnsblöðrustríði og
þú passaðir að veika hænan yrði
ekki fyrir skoti. Eða veiðiferð-
unum í tjörnina á Pajero á sumr-
in, þú sást alltaf um nestið. Vél-
sleðaleikir á veturna,
vélaskemmupartí og matarboð á
haustin, kiðlingar og hænuungar
á vorin. Það var aldrei dauð
stund.
Það var svo margt á planinu
hjá okkur. Fjölskylduferð til sól-
arlanda, jólatónleikar, afmælisp-
artí, villibráðarkvöld, gellurúntar
á nýja bílnum … svo ég tali nú
ekki um bakpokaferðalagið okk-
ar.
Ég mun gera mitt besta í að
uppfylla draumana okkar og
klára verkefnin sem við vorum
byrjaðar á. Þú veist hvað ég er
að tala um.
Elsku Feykir, Helgi, Krist-
jana, Guðmundur og Árný. Við
Davíð og Iðunn munum alltaf
vera til staðar fyrir ykkur.
Ég trúi ekki að ég þurfi að
kveðja þig elskan mín. Ég mun
alltaf hugsa til þín þegar ég sé
snekkju, veika hænu eða opna
mér ylvolgan slots. Þín og garð-
stofunnar.
Þín vinkona að eilífu,
Sunna.
Aldrei átti ég von á öðru en að
við yrðum samferða til gamals
aldurs og ættum óteljandi vin-
konustundir eftir. Verða gamlar
og gráar að rifja upp gömlu dag-
ana, skella upp úr, dást að af-
komendunum og njóta samveru-
stunda með eiginmönnunum. Að
raunin sé sú að vera að kveðja
þig og ylja sér við minningarnar
um þig síðustu 22 árin en ekki
50+-árin er þyngra en tárum
taki.
Það er erfitt að ná utan um
þennan raunveruleika sem blasir
við öllum þeim sem þekktu þig
og voru samferða þér. Það er
stórt skarð sem hefur verið
höggvið því þú, elsku Erla, mín
varst ein sú fallegasta mann-
eskja sem ég þekki. Þú varst ein-
stök, með risastórt og tært
hjarta með pláss fyrir alla, bæði
menn og dýr. Þú gafst endalaust
af þér og varst alltaf til staðar
fyrir alla. Það var svo auðvelt að
elska þig strax. Þú áttir mann við
fyrstu kynni og hvað ég er þakk-
lát fyrir þau því það var upphaf
þeirra minninga sem ég á með
þér og eru í huga mér þessa dag-
ana.
Fyrir það sem þú gafst mér og
fjölskyldunni minni verð ég æv-
inlega þakklát. Þú varst svo stór
partur af uppvexti dóttur okkar
og mér svo mikill klettur, allt frá
því þegar við fluttum norður með
Gerði pínulitla. Eins og ég varð
Gerður mín strax þín og mikið
ofboðslega þótti mér vænt um
það og er þakklát fyrir ykkar
einstaka samband. Þú varst ein-
stök vinkona og hjálpaðir mér
endalaust mikið með litlu döm-
una mína þegar Hörður var úti á
sjó. Þú varðst Erla mamma eins
og Gerður mín hefur alltaf kallað
þig. Síðan þegar Helgi þinn kem-
ur í heiminn vorum við báðar
komnar með unga sem áttu eftir
að eiga svo fallega saman og
innilegt samband. Með hverju
barni ykkar Feykis var eins og
systkini Gerðar væri að fara að
fæðast. Kærleikurinn og nándin
við ykkur fölskylduna var slík.
Það var því ekki skrítið að um
leið og við komum norður í heim-
sókn var dóttirin rokin yfir á
syðri bæinn til Erlu sinnar og
tala nú ekki um eftir að þið flutt-
uð, þá voru amma og afi bara
heppin að ná að sjá hana.
Ég gæti skrifað endalausar
minningar af okkur og fjölskyld-
um okkar saman í gegnum tíðina.
Þegar við vorum að skemmta
okkur, ferðast saman, spjalla um
daginn og veginn sem var alltaf
auðvelt með þér eða þegar við
vorum að spila, fara á hestbak, í
rafting, borða saman, baka pip-
arkökur og –hús eða gera úr
trölladeigi með krökkunum. En
ég vil heldur segja hversu mikil
og falleg persóna þú varst. Þú
umvafðir alla með kærleika, tal-
aðir fallega um allt og alla, vildir
alltaf láta öllum líða vel og að öll-
um mundi lynda saman, mönnum
og dýrum. Þú umvafðir börnin
þín og okkar allra sem vorum í
kringum þig af ást og umhyggju.
Þú varst ekki bara mannvinur af
tærustu gerð heldur líka einstak-
ur dýravinur. Enda engin furða
að þú hafir tvinnað það yndisleg-
asta í lífi þínu saman með ástinni
þinni honum Feyki, á Víðimel
þar sem þið bjugguð til svo ynd-
islegt heimili fyrir ykkur og
dásamlegu börnin ykkar, umvaf-
in dýrum.
Elsku hjartans Erla mín, takk
fyrir allar samverustundirnar.
Ég hlakka til að hitta þig aftur.
Elín, Hörður, Gerður
Amalía og Brynjar Daði.
Árið 2021 höfum við hvert á
eftir öðru fagnað fertugsafmæl-
inu, hver með sínum hætti. Erla
Björk hafði undirbúið stórt og
mikið partí þar sem svo sann-
arlega átti að fagna lífinu en
harkaleg áminning um það
hversu viðkvæmt og brothætt
þetta líf er barst okkur, gömlu
skólafélögunum úr grunnskólan-
um, á köldum en fallegum þriðju-
dagsmorgni, aðeins örfáum dög-
um fyrir fertugsafmæli Erlu.
Þessi grein ætti með réttu að
vera ræða í afmæli en ekki minn-
ingargrein sem skrifuð er ára-
tugum of snemma.
Þegar við minnumst Erlu
dettur okkur gauragangur strax
í hug, það var alltaf líf og fjör í
kringum Erlu. Hún hafði við-
kvæmt en stórt hjarta, mátti
aldrei neitt aumt sjá og ef ein-
hver var dýravinur þá var það
hún Erla. Hún var réttsýn og
hugrökk og hikaði ekki við að
tala máli þeirra sem henni fannst
brotið á. Hún var uppátækjasöm,
hispurslaus, óhefluð og alveg ein-
staklega ljúf og góðhjörtuð. Eftir
situr minning um fallega breitt
bros og prakkaralegt glott.
Hvíldu í friði kæra vinkona,
við erum þakklát fyrir samfylgd-
ina og vináttuna. Megi allar góð-
ar vættir vaka yfir og styrkja
Feyki og fallegu börnin ykkar,
foreldra þína, systkini, tengda-
foreldra, ættingja og vini. Mikill
er þeirra missir.
Fyrir hönd árgangs 1981,
Sauðárkróki,
Freyja Rut Emilsdóttir.
Fyrir 30 árum flutti ný fjöl-
skylda í götuna þar sem ég bjó.
Við tvær vinkonurnar sem
bjuggum þarna fyrir ákváðum að
við þyrftum nú að bjóða stelp-
urnar í fjölskyldunni velkomnar
og buðum þeim í lítið „partí“.
Þarna voru fyrstu kynni mín af
Erlu Björk. Strax smullum við
saman og nær öll unglingsárin
vorum við óaðskiljanlegar, ég,
Erla og Guja. Það voru alltaf svo
sterk tengsl á milli okkar. Og
þegar Gujan okkar flutti svo til
Danmerkur ’98 þá styrktust bara
enn frekar tengslin á milli mín og
Erlu. Við áttum alltaf hvor aðra
að, sama hvað bjátaði á. Það
slettist aldrei upp á vinskapinn á
milli okkar.
Að vita til þess að ég eigi aldr-
ei eftir að geta hitt hana aftur,
talað við hana eða knúsað finnst
mér svo óendanlega erfið til-
hugsun. Að fá þetta örlagaríka
símtal að morgni 2. nóvember
var eins og einhver hefði stungið
rýtingi í hjartað á mér. Af hverju
fengum við ekki að hafa hana
lengur hjá okkur? Við ætluðum
að verða gamlar saman og gerast
fyllibyttur á elliheimilinu. Það
verður þá víst bara að verða ann-
ars staðar en hér á jörð.
Ég hugsa til hennar alla daga,
allan daginn og minnist allra
góðu stundanna sem við höfum
átt í gegnum öll þessi ár. Hún
mun alltaf eiga risastóran stað í
hjarta mínu. Fjölskyldan stendur
sterk saman í sorginni og allir
sem þekktu Erlu eiga eftir að
minnast hennar með ást og um-
hyggju í hjarta, hún var bara
þannig manneskja, yndisleg og
ástrík.
Hvíldu í friði engillinn minn
þar til við hittumst á ný
Þín „bestie“,
Heiða.
Elsku hjartans Erla. Það
dimmdi snögglega þriðjudaginn
2. nóvember þegar fréttir bárust
af andláti þínu.
Harkaleg áminning þess að
hafa samband við gamla vini þeg-
ar þig langar en ekki segja „ég
geri það á morgun“ því á morgun
getur það verið of seint.
Fyrir um 18 árum flutti ég frá
Sauðárkróki og einhvern veginn
stífluðust símalínurnar á sama
tíma. Sambandið við yndislega
vini rykféll og þar á meðal sam-
band okkar Erlu en ég vissi samt
sem áður að það væri alveg sama
hversu langur tími liði á milli
hittinga, það yrði alltaf eins og
við hefðum hist í gær.
Minningarnar standa ljóslif-
andi í huga mínum. Hlátrasköllin
og fíflaskapurinn í vinnunni sem
stytti vinnudaginn alla daga.
Gleðin sem umlukti þig og hinar
fjölmörgu samverustundir okkar.
Ferðin til Barcelona sem hefði
aldrei verið eins án ykkar Feykis
og hvað þá ferðin til Parísar sem
ég hugsa svo oft til. Hún var
dásamleg og hefði svo sannarlega
ekki verið eins án ykkar.
Tæknin gerði það að verkum
að ég gat fylgst með því hvað þú
og þínir voru að gera í lífinu og
ég gladdist sannarlega hvað allt
gekk vel hjá þér. Þú og Feykir að
sigla saman í gegnum lífið með
fullt hús af fallegum börnum,
flutt í sveitina sem þér þótti svo
vænt um og lífið virtist bara vera
fullkomið. En þá kom höggið og
ekkert verður eins fyrir fjöl-
skyldu þína og alla þá fjölmörgu
sem elskuðu þig.
Ég elskaði þig þá og ég elska
þig enn.
Hjartans þakkir fyrir genginn
veg kæra vinkona.
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til Feykis og
barnanna ykkar, foreldra, systk-
ina og allra þeirra sem í hjarta
þér áttu stað.
Þín vinkona,
Ásgerður.
Hversu óraunverulegt er það
að sitja hér og skrifa minning-
argrein um þig, þegar við vorum
fyrir stuttu heima fullar tilhlökk-
unar að tala um sameiginlega
væntanlega fertugsafmælisveislu
ykkar Feykis, sem halda átti 13.
nóvember? En þess í stað komum
við saman til að votta þér virð-
ingu og kveðja þig mörgum árum
of snemma.
Eitt af því dýrmætasta sem
maður eignast er góður vinur.
Erla var einlæg og heilsteypt
manneskja með mikla útgeislun,
og henni fylgdi mikill lífskraftur.
Hlýja og glaðlegt viðmót ein-
kenndi alla hennar framkomu.
Hún var hörkudugleg og það var
fátt ef nokkuð sem stoppaði hana.
Milli okkar Erlu myndaðist
djúp og traust vinátta er leiðir
okkar lágu saman í gaggó.
Strengurinn hefur alltaf haldist
milli okkar þótt seinni ár hafi
tækifærin verið færri til að hitt-
ast.
Minningarnar eru margar frá
skemmtilegum samverustundum
sem koma upp í hugann, s.s.
Erla Björk
Helgadóttir
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is