Morgunblaðið - 13.11.2021, Qupperneq 27
jeppaferðir, rafting, Hondur,
fiskiðjan, bústaðaferðir, spila-
kvöld og ógleymanlega brúð-
kaupið ykkar.
En fyrst og síðast minnist ég
samverustunda og símtala okkar
þar sem málin voru rædd í ein-
lægni og trausti. Þeirra stunda
mun ég sakna sárt.
Elsku Erla. Hjartans þakkir
fyrir einlæga og trausta vináttu
og bara allt.
Elsku Feykir, Helgi, Krist-
jana, Guðmundur, Árný og fjöl-
skyldan öll, ykkar missir er sár-
astur. En ég veit að dásamlegar
minningar, styrkur og samheldni
muni hjálpa ykkur að halda
áfram.
Þín
Hulda Jónsdóttir.
Erla Björk er farin frá okkur
svo snöggt og óvænt. Á svona
stundu er lífið svo ótrúlega
ósanngjarnt og ósjálfrátt veltum
við okkur hvernig það má vera að
yndisleg eiginkona og móðir er
hrifin svo snögglega og óvænt
frá eiginmanni og ungum börn-
um.
Þau voru ekki gömul Feykir
og Erla þegar þau urðu par. Svo
samstiga og skemmtileg, hug-
myndarík og hörkudugleg. Og
svo komu börnin fjögur sem bera
foreldrum sínum svo fagurt vitni.
Þau voru samstiga í að byggja
líf sitt upp og Erla var með
skemmtilegar og metnaðarfullar
hugmyndir um hvernig hún ætl-
aði að byggja upp og hlúa að
jörðinni sinni.
Við erum þakklát fyrir að hafa
þekkt Erlu en hugsum til elsku
Feykis og barnanna. Það er nýr
veruleiki sem þau þurfa nú að
takast á við en baklandið er
sterkt og verður með þeim.
Við sendum þeim, foreldrum
Erlu, tengdaforeldrum og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðar- og kærleikskveðjur.
Björg og Sigmundur (Simmi).
Fjallið Glóðafeykir, um 910 m
hátt, blasir við sjónum þeirra
sem koma akandi úr vestri niður
í Skagafjörð að Stóra-Vatns-
skarði. Þá birtist Varmahlíð og
Víðimelur, heimili Erlu og Feyk-
is, í hjarta Skagafjarðar. Ein-
hverjir örlagaríkustu atburðir
Íslandssögunnar áttu sér stað í
Skagafirði.
Þá er Húseyjarkvíslin rétt fyr-
ir neðan Víðimel og margar
minningar vakna um Erlu og
Feyki. Til að mynda er brúð-
kaupsmyndatakan við Húseyj-
arkvísl enn í fersku minni, sem
tók drjúga stund. Héldu sumir
að þau hefðu brugðið sér í veiði á
meðan veislugestir biðu þeirra.
Ekki má gleyma Héraðsvötn-
um sem eru mestu fallvötnin í
Skagafirði, þar sem bleikjan var
veidd og síðan verkuð á Víðimel.
Oft var kátt á hjalla á Víðimel
á haustkvöldum sem og aðra
daga. Laufskálarétt í Hjaltadal
er meðal vinsælustu stóðrétta
landsins. Hana sækja næstum
þrjú þúsund gestir árlega síðustu
helgina í september. Laufskála-
rétt hefur komið mikið við sögu á
Víðimel, heimili Erlu og Feykis.
Ótaldar eru þær mörgu ógleym-
anlegu kvöldstundir frá þeim
tímum.
Með síðustu verkum Erlu var
húsdýragarðurinn á Víðimel þar
sem ætlunin var að kynna ís-
lensku húsdýrin, geitur, íslensku
hænsnin, aligæsir og margt ann-
að fyrir okkur. Það verður
spennandi að fylgjast með fram-
vindu þessa verkefnis Erlu og
fjölskyldu og að við fáum að
minnast hennar er við heimsækj-
um húsdýragarðinn.
Í hjarta Skagafjarðar er lítil laut
sem geymir sögu sem hvarf á braut.
Í dalnum fannst ein perla,
sagt er að konan heiti Erla.
Sendi Feyki og börnunum
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Birgir Sumarliðason.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
✝
Guðmunda Sól-
veig Harðar-
dóttir fæddist í
Reykjavík 27. októ-
ber 1946. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands Akra-
nesi 6. nóvember
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Hörður Jó-
hannesson, f. 8.
nóv. 1927 í Reykja-
vík, d. 22. jan. 2003, og Fanney
Jónsdóttir, f. 23. mars 1927 á
Siglufirði, d. 5. maí 2005.
Systkini Sólveigar eru Eygló
Harðardóttir, f. 7.11. 1952,
Hulda Karítas Harðardóttir, f.
21.5. 1955, Brynja Harðardóttir,
f. 9.3. 1960, Jóhannes Gunnar
Harðarson, f. 11.7. 1964.
Sólveig giftist Birni Þor-
björnssyni frá Borgarnesi, f.
17.3. 1941. Börn þeirra eru: Jó-
hanna Þ., f. 28.3. 1964, maki
Valgeir Ingólfsson, eiga þau 2
börn og 8 barnabörn. Hörður, f.
6.3. 1966, maki Sylvía Daníels-
dóttir, eiga þau samtals 5 börn
og 1 barnabarn. Jökull Fannar,
f. 3.4. 1975, maki
Margaret Taaka.
Framan af ævi
sinni sinnti hún
ýmsum störfum,
meðal annars á
saumastofu, í fisk-
vinnslu o.fl.
Vann hún í um
tvo áratugi sem
starfsmaður
íþróttamiðstöðvar-
innar í Borgarnesi.
Sólveig vann lengi vel sem
verkstjóri hjá Eðalfiski í Borg-
arnesi, undi hún hag sínum þar
vel og lauk þar sinni starfsævi.
Matreiðsla og bakstur var
henni mjög kærkomið og tók
hún iðulega að sér veislur fyrir
sitt samferðafólk.
Þau Sólveig og Björn voru
stofnfélagar í Félagi húsbílaeig-
enda og ferðuðust jafnt innan-
lands sem utan.
Sólveig var einnig virkur
meðlimur í Svannasveitinni
Fjólu.
Útför hennar fer fram frá
Borgarneskirkju 13. nóvember
2021 klukkan 14.
Mig langar með örfáum orðum
að þakka þér Sólveig fyrir allt.
Mig langar að byrja á því að
þakka þér fyrir það hvað þú varst
góð amma við strákana, fyrir það
verð ég þér ævinlega þakklát.
Þeir áttu alltaf athvarf hjá þér,
hvenær og hvar sem er varstu
boðin og búin að gera allt fyrir
þá. Það hefur eflaust oft tekið á
að fá þrjá litla fjöruga gaura yfir
helgi en alltaf voruð þið Baddi
tilbúin. Heimilið ykkar var alltaf
opið öllum og mikill gestagangur.
Á sumrin hurfuð þið svo burt, þar
sem þið ferðuðust mikið hérlend-
is og erlendis á Gullvagninum.
En það var gaman að heimsækja
ykkur hingað og þangað um land-
ið. Ég borgarbarnið skildi aldrei
hvernig þú gast borið fram því-
líkan veislumat fyrir okkur án
fyrirvara á gashellum bílsins. Þú
kenndir mér svo margt, ekki bara
í eldamennsku og bakstri heldur
einnig um lífið. Við vorum ólíkar
en þess þá heldur held ég að þú
hafir haft svona mikil áhrif á mig.
Takk fyrir allt. Ég votta öllu fólk-
inu þínu samúð mína, missir
þeirra er mikill. Með kveðju,
Unnur Berglind.
Það er eiginlega hálfóraun-
verulegt að setjast niður og
skrifa minningargrein um þig,
Sólveig amma. Þetta gerðist allt
svo hratt, við erum ekki búnir að
átta okkur alveg á því að þú sért
farin. Aðeins viku eftir að þú
hélst upp á afmælið þitt með
stórri veislu í Borgarnesi, þar
sem öll fjölskyldan var saman-
komin eins og vanalega, þurftum
við að kveðja þig.
Við hefðum ekki getað óskað
okkur betri ömmu, þú gerðir allt
fyrir alla. Þegar við komum í
heimsókn varstu iðulega búin að
baka og elda góðan mat, helst
uppáhaldið okkar. Aldrei var
neitt í matinn sem okkur fannst
vont og aldrei fórum við frá þér
svangir. Þegar Haukur og Hákon
bjuggu hjá ykkur afa eitt sumarið
þá var okkur hætt að lítast á blik-
una, allar þessar kræsingar …
Við báðum þig því að elda eitt-
hvað „létt og hollt“, stungum upp
á steiktu spínati, bara hitað á
pönnu. En nei, það fannst þér al-
veg ómögulegt og skelltir nóg af
smjörlíki yfir, til að gefa því nú
eitthvert bragð. Við hlæjum enn
að þessu. Spínatið var gjörsam-
lega óætt!
Við munum alltaf minnast þess
þegar við vorum yngri og fengum
að fara einir í einu í húsbílaferð
með ykkur afa. Líka þegar þið
sögðuð Hauki að diskurinn með
Gullvagninum væri bilaður, þar
sem lagið hafði verið í stanslausri
spilun hálfa hringferðina og þið
komin með meira en nóg. Ótelj-
andi útilegur, sumarbústaða- og
utanlandsferðir, af nógu er að
taka. Við munum enn þegar við
vorum öll búin að koma okkur
fyrir í Fríhöfninni í Keflavík og
biðum eftir þér og afa. Þú hafðir
ekki hugmynd um að við færum
öll með ykkur til útlanda og þú
fórst að gráta af gleði.
Þú dekraðir við okkur alla. Við
þurftum að passa að koma til þín
svangir því þú varst annars
ómöguleg ef þú gast ekki gefið
okkur eitthvað að borða. Svo
komstu á eftir okkur út í bíl þeg-
ar við vorum að fara, með kökur
eða annað gotterí sem við áttum
að taka með okkur í bæinn. Hall-
dór rifjar upp mörg skipti þar
sem hann var kominn út í bíl og
þrætti við þig um að fækka kök-
unum og matnum sem hann átti
að hafa með sér í nesti. Eða, á
hinn bóginn, að reyna að sann-
færa þig um að hann þyrfti ekk-
ert að deila góðgætinu með hin-
um bræðrunum sem voru ekki
með í för.
Þú varst líka meiri bakara-
meistarinn: bollurnar þínar á
bolludaginn og næstu daga á eft-
ir, með rommbúðingnum fræga;
randalínur fyrir öll jól, hver fékk
sína uppáhaldstegund og nóg af
henni; og slagur um endabitann á
grænu kökunni. Það var alltaf
veisla hjá þér og mikill gesta-
gangur. Við gerðum heiðarlega
tilraun til að fá uppskriftina að
slátrinu þínu en það gekk illa. Þú
byrjaðir bara á fullu, skelltir í
balann áður en við náðum að
mæla eitt né neitt og við þurftum
að vigta það sem eftir var í pok-
unum til að átta okkur á því
hversu mikið þú notaðir af hverju
fyrir sig. Við gátum heldur aldrei
sagt nei við þig, en það var eitt-
hvað sem Fannar og pabbi nýttu
sér óspart. Þeir fengu þig til að
hringja í okkur fyrir sig þegar við
vorum búnir að segja nei við þá,
en auðvitað sögðum við alltaf já
við þig. Eina rifrildið sem við átt-
um var yfir því hver ætti að borga
þegar við versluðum eitthvað
handa þér í bænum. En ef við
sögðum þér að þetta hefði ekkert
kostað og við stolið vörunum
gastu ekkert sagt og við kom-
umst hjá því að þiggja greiðslu.
Jú, og þegar við vorum í Borg-
arnesi í sóttkví var erfitt að fá þig
til að koma ekki inn til okkar, þá
skömmuðum við þig. Umhyggjan
fyrir okkur var þér alltaf efst í
huga.
Minningarnar eru svo margar,
þú varst svo stór hluti af okkar
lífi. Tilhugsunin um jólin án þín
er erfið og við eigum eftir að
sakna þín mikið. Takk fyrir allt,
amma. Þínir
Halldór Friðriks, Hákon Örn
og Haukur Ingi Harðarsynir.
Ég trúi því ekki að þú sért far-
in frá okkur því við vorum að
fagna 75 ára afmælinu þínu þar
sem þú varst bara amma mín
hress og kát og viku seinna ertu
ekki lengur hjá okkur.
Amma var ótrúleg kona sem
kvartaði aldrei og var hörkudug-
leg allt sitt líf og allir sem þekktu
hana vissu að hún var með hjarta
úr gulli. Hún stoppaði aldrei, var
ekki mikið fyrir að setjast niður í
veislum og þess háttar var alltaf
að passa upp á að öllum liði vel og
skorti ekki neitt og að sjá til þess
að allir aðrir borðuðu nú nógu
mikið. Allir í kringum hana voru
alltaf í fyrsta sæti.
Mínar fyrstu minningar snú-
ast einmitt um þetta; mér leið
alltaf eins og ég væri í fyrsta sæti
og börnunum mínum leið alltaf
eins og þau væru í fyrsta sæti.
Ég var svo heppinn að ég fékk
oft að fara með ömmu og afa í
húsbílnum og húsbíllinn var
hennar líf og yndi, elskaði hún
fátt meira en að þjóta af stað með
afa hingað og þangað um landið,
leggja bílnum og bjóða öllu öðru
húsbílafólki upp á kaffi og með
því. Ég fékk að fara margar ferð-
ir með þeim og ferðir sem munu
alltaf eiga mikilvægan stað í
hjarta mínu og man ég sérstak-
lega eftir því þegar ég fékk að
fara með í STÓRU ferðina.
Amma kenndi mér ansi margt,
t.d. að drekka kaffi, en það var nú
þannig að það var kaffi, mikið af
mjólk, ennþá meiri sykur og svo
var mjólkurkexi dýft ofan í.
Einnig var ég það heppinn að
þegar ég hóf mína skólagöngu og
nánast alla skólagönguna var
amma að vinna í íþróttahúsinu og
það var ómetanlegt að hafa hana
þar. Allir mínir vinir þekktu hana
– oft undir kókómjólkur-amman
þar sem undantekningarlaust
eftir leikfimi eða æfingu fékk
maður kókómjólk hjá ömmu og ef
hún var ekki að vinna hljóp mað-
ur bara upp Þorsteinsgötuna
heim til ömmu og afa og fékk
kókómjólk þar.
Amma var líklega með mesta
jafnaðargeð sem um getur því
sama hvað gekk á var hún alltaf
róleg og ljúf, sama hversu mikil
læti maður var með, hvað þá þeg-
ar barnabarnabörnin komu, sem
voru sko miklu óþekkari en við
bræðurnir, þá varð hún bara enn
ljúfari. Það var einstaklega gam-
an að grínast í ömmu. Gerðum við
mikið af því t.d. að láta barna-
börnin kalla hana langömmu og
taka myndir af henni því henni
fannst það einstaklega leiðinlegt.
Í flestum fjölskylduboðum gerð-
um við náttúrlega í því að taka
myndir af henni, hún var ekki
mikið fyrir að vera í sviðsljósinu
því hún vildi að allir aðrir væru
það.
Það er náttúrlega ekki hægt að
tala um ömmu án þess að minnast
á tvennt. Það fyrra er púðursyk-
urstertan hennar, sem er nánast
orðin heimsfræg eða allavega
fræg hjá öllum sem þekktu hana.
Svo er það béarnaisesósan henn-
ar, sem er, eins og púðursykur-
stertan, orðin að fjölskyldurétti
og ef þú vogar þér að borða þetta
ekki þá ertu ekki fullgildur fjöl-
skyldumeðlimur!
Líf okkar verður aldrei eins án
þín og söknuður okkar mun vara
lengi og oft vera ansi sár.
En ef þú hefur kennt mér eitt-
hvað þá veit ég að þú myndir vilja
að allar okkar minningar um þig
væru um gleði, ánægju og mat.
Ég er þakklátur fyrir að þú
varst stór hluti af mínu lífi, ég er
þakklátur fyrir að þú varst stór
hluti af lífi barnanna minna, þú
ert besta amma og langamma
sem hægt er að hugsa sér.
Við elskum þig og munum allt-
af elska þig.
Ást og söknuður,
Björn Sólmar.
Guðmunda Sólveig
Harðardóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KARL BJARNASON
múrari,
Klettabergi 34, Hafnarfirði,
lést 3. nóvember.
Jarðsett verður í kyrrþey frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
17. nóvember klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni, https://youtu.be/OTFOB0wi338.
Hildur Þorsteinsdóttir
Auður Baldursdóttir Erling Pétur Erlingsson
Þorsteinn Sveinn Karlsson Úlfhildur Jónasdóttir
Svanhildur Karlsdóttir Anton Magnússon
Lilja Guðríður Karlsdóttir Jónas Þór Oddsson
og barnabörn
Bróðir minn,
ÓLAFUR ORMSSON
rithöfundur,
Austurbrún 2,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
27. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
16. nóvember klukkan 13.
Ágúst Þór Ormsson
og fjölskylda
Okkar elskulegi,
ÖRN ÁRNASON,
Knowlton, Kanada,
lést laugardaginn 21. ágúst.
Fyrir hönd fjölskyldnanna,
Inga Elín Arnardóttir
Margrét Árnadóttir
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
JÓN KRISTINSSON
skipstjóri,
Fífuhvammi 15, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans 26. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Ragnhildur Jónsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir
Sigríður Haraldsdóttir
barnabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og
amma,
INGA H. ÁGÚSTSDÓTTIR,
snyrti- og fótaaðgerðafræðingur,
lést þriðjudaginn 9. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ágúst Guðmundsson Þuríður Reynisdóttir
Lýður Guðmundsson
Sigrún Guðmundsdóttir Kristján Kristjánsson
Lovísa Ágústsdóttir
Ágústa, Tómas, Alexander og María
Hjartkær eiginkona mín,
ÞÓRA DAVÍÐSDÓTTIR,
Suðurlandsbraut 60,
sem lést 27. október, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju mánudaginn 15. nóvember
klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni á:
https://youtu.be/NiubBn4ki0A
Minnt skal á þakkarskuld við hjúkrunarheimilið Mörk.
Ólafur Pálmason