Morgunblaðið - 13.11.2021, Síða 35
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Segja má að hið ótrúlega hafi
orðið að veruleika er tilkynnt
var um endurkomu ABBA.
Fyrst komu þau saman vegna
Mamma Mia!-kvikmyndarinnar, svo
byrjuðu að koma fréttir af einslags
mannlíkis-tónleikum („avatar“) og
svo var loks sagt af tveimur nýjum
lögum. Og á endanum var tilkynnt um
það sem hér verð-
ur tekið til kost-
anna, nýtt verk
eður hljómplata
frá ABBA sem
kallast Voyage.
Fyrsta hljóðvers-
plata hennar frá
því að The Visitors kom út 1981.
Ég gæti talað endalaust um að-
dragandann að þessu en þessi pistill á
ekki að vera fréttapistill. Ég gæti líka
talað afar lengi um goðsöguna í kring-
um ABBA – næstmerkustu poppsveit
allra tíma – en þetta er ekki slík út-
tekt heldur. Nei, þetta er fyrst og
fremst hugsað sem nokkurs konar
plötudómur, hvar við dýfum okkur í
plötuna, þau tíu lög sem hér eru á
borð borin.
Dómar hafa verið misjafnir. Auð-
vitað var alltaf borin von að platan
gæti staðið undir þeim vonum og
væntingum sem til hennar voru gerð-
ar. Án þess að ég átti mig almenni-
lega á því hversu djúpt það ristir allt
saman. Ég hef skynjað þetta mest
sem almenna gleði yfir því að þetta
fólk sé yfirleitt komið saman aftur og
sé að gera „eitthvað“. Tónlistin
Hin fjögur fræknu
kannski að einhverju leyti aukaatriði.
Fyrstu tvö lögin sem við fengum eru
ágæt. „I Still Have Faith In You“ er
epísk ballaða og svona 1983-fílingur í
gangi. Að einhverju leyti rökrétt
framhald af því efni sem sveitin var
að gera í enda ferilsins en samt ekki.
Söngleikjastemning, Elaine Paige
svífur yfir vötnum og ég hugsa um
Chess. Ekkert Visitors-þunglyndi,
enginn nýrómantískur broddur.
„Don’t Shut Me Down“ kom út á
sama tíma sem einslags b-hlið en
prýðir líka stóru plötuna. Fjörugra
en tómlegra um leið, fannst mér á
sínum tíma, en það hefur vaxið, eins
og mörg ABBA-lög gera einatt.
Þriðja lagið er svo hið skelfilega
„Just A Notion“. Gamalt lag sem
komst ekki inn á einhverja ABBA-
plötuna, skiljanlega.
Platan öll er dálítið svona. Ójöfn
– eins og allar þessar ABBA-plötur!
Ég var einhvern tíma búinn að sann-
færa mig um að The Visitors væri
heildstæðasta verk ABBA en þar eru
samt hundar. Hér höfum við t.d. lagið
„When You Danced With Me“, írsk
stemma sem minnir mig smá á „The
Piper“. Kauðslegt lag, eins og jólalag-
ið „Little Things“ sem er bara ekki
nægilega jólalegt. Uppáhaldslagið
mitt eins og er myndi vera „Keep An
Eye On Dan“, dulítið móðins byrjun
og uppbyggingin dulúðug. Svei mér
þá ef raddir strákanna heyrast ekki
lágt. Og svo endað á smekklegri vís-
un í „SOS“. Endatónarnir eru upp-
hafstónar þess mikla smells.
Eðlilega veit mannskapurinn
hvað hann er að gera, það er búið að
reikna þetta allt saman upp í topp
(þetta eru Svíar!) og ég myndi aldrei
segja að þessi plata skyggi eitthvað
á magnað orðspor ABBA. Megi
þetta ferðalag því vara sem lengst.
Ég sagði í einhverju fjasbókar-
spjallinu að þessi plata væri svona
„6/10“ í mínum huga og á vissan hátt
er eins og ekkert hafi breyst. Smá
hallærislegt og var það ekki alltaf
megineigindi ABBA? Að vera ekki
kúl, dulítið skver, og þar með massa-
kúl!?
»
Að einhverju leyti
rökrétt framhald af
því efni sem sveitin var
að gera í enda ferilsins
en samt ekki.
Voyage er ný hljóð-
versplata eftir sænska
ABBA-flokkinn, sú
fyrsta í fjörutíu ár.
Meistaraverk? Eða
betur heima setið
en af stað farið?
Skoðum þetta mál.
Stórsveit Enginn
átti von á endur-
komu ABBA en
hér eru þau!
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
Tónverk eftir
Önnu Þorvalds-
dóttur tónskáld
hefur verið til-
nefnt til virtra
verðlauna í Bret-
landi.
Verk hennar,
Catamorphosis,
er tilnefnt til
Ivors Academy-
tónskáldaverð-
launanna í flokki „viðamikilla tón-
verka“ en verðlaunin þykja einhver
þau merkustu sem veitt eru fyrir
klassísk og djasstónverk í Bretlandi
en tilkynnt verður um úrslitin við
athöfn í British Museum 8. desem-
ber.
Catamorphosis var frumflutt í
janúar síðastliðnum af Berlínarfíl-
harmóníunni undir stjórn Kirills
Petrenkos. Verkið var pantað sam-
eiginlega af hljómsveitinni í Berlín
og New York-fílharmóníunni, Sin-
fóníuhljómsveit Íslands og Sinfón-
íuhljómsveitinni í Birmingham.
Anna
Þorvaldsdóttir
Catamorphosis
Önnu tilnefnt
Íslandslag og
furðufiskar –
Glerverk og foto-
grafik er yfir-
skrift sýningar
sem Pía Rakel
Sverrisdóttir
opnar í Listhúsi
Ófeigs, Skóla-
vörðustíg 5, í
dag, laugardag,
kl. 14. Pía Rakel
fæddist í Skotlandi árið 1953. Þeg-
ar hún var ung flutti hún til Íslands
og bjó hér þar til hún lauk stúdents-
prófi. Þá nam hún við Konunglega
arkitektúrskólann í Kaupmanna-
höfn og við Danska hönnunarskól-
ann þar sem ferill hennar sem gler-
listamaður hófst. Verk Píu Rakelar
hafa verið sýnd víða og vinnur hún
glerverk iðulega út frá rými bygg-
inga. Hún er búsett á Amager en á
sér annað heimili á Siglufirði.
Í tilkynningu segir að heiti sýn-
ingarinnar vísi til þess að Siglu-
fjörður og Tröllaskagi voru æsku-
stöðvar hennar en verkin eru úr
„plangleri og ljósmyndum með
sandblásnum grafíkmynstrum“.
Pía Rakel sýnir
verk sín hjá Ófeigi
Eitt myndverka
Píu Rakelar.
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
NÝJASTA MARVEL STÓRMYNDIN
ER KOMIN Í BÍÓ
GEMMA
CHAN
RICHARD
MADDEN
KUMAIL
NANJIANI
LIA
McHUGH
BRIAN TYREE
HENRY
LAUREN
RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T