Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 36

Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 E inar Már Guðmundsson býður lesendum sínum í ferðalag aftur í tímann, nánar tiltekið fyrri hluta 19. aldar, í nýjustu bók sinni, Skáld- legri afbrotafræði. Hann vefur þar margar sögur í eina mannlega frá- sögn af sigrum og ósigrum, kúgun, uppreisn og valdabaráttu. Húm- orinn er aldrei langt undan þegar Einar Már er annars vegar og ber Skáldleg afbrotafræði sannarlega þess merki. Í bókinni er hörð lífs- barátta samt sem áður áberandi, sem og eymd og kúgun. Þó að sagan gerist í upphafi 19. aldar snertir hún á ýmsu sem er ofarlega á baugi í samfélagsumræð- unni í dag, til dæmis jafnréttis- málum, kynferðisofbeldi og stétta- skiptingu. Bókin segir frá hinu mannlega, þeim eiginleikum sem virðast standast tímans tönn, taka aldrei stakkaskiptum heldur eru einhvern veginn hluti af eðli okkar. Þar má nefna þrána eftir frelsi, löngun eftir meiri peningum, ást, öðruvísi lífi. Tangavík, ímyndað sjávarpláss sem áður hefur komið við sögu í bókum Einars Más, er miðpunktur frásagnarinnar en fólkið sem er und- ir smásjá lesand- ans í Skáldlegri afbrotafræði á allt einhvers konar rætur að rekja þangað. Líf fólks- ins skarast, tengj- ast beint og óbeint. Holtsræningjarnir, menn sem voru ekkert sérlega fátækir en vildu allir „verða ríkari en þeir voru“, eru áberandi í sögunni en þeir leggja á ráðin um að ræna frá auðmönnum. Þó að þessi lýsing gefi það kannski ekki til kynna birtast áberandi margar sterkar kven- persónur í bókinni, til að mynda Sigga sægarpur sem er sannarlega ekki síðri sjómaður en kollegar hennar en er sektuð fyrir það eitt að ganga í buxum. „En hvernig sem því var háttað hlýtur að hafa verið erfitt annars vegar að krefjast þess að fá að ganga til fara einsog karlmaður en eiga síðan í næsta orði að afsanna að hún væri karlmaður.“ Persóna Siggu er byggð á Þuríði Einarsdóttur, sem betur er þekkt sem Þuríður formaður, kvenskör- ungi sem var uppi í Árnesþingi á 19. öld og var þekktust fyrir for- mennsku sína á sjó. Fleiri persónur bókarinnar eru skapaðar út frá lýs- ingum á fólki sem var uppi á þessum tíma og sagan er raunar byggð á sannsögulegum atburðum, má þar helst nefna Kambsránið sem framið var í byrjun nítjándu aldar á bænum Kambi í Flóa. Einar Már nýtir sér því nú, eins og hann hefur gert áður, sannleik sögunnar og frelsi skáld- sögunnar, eins og það er nokkurn veginn orðað á kápu bókarinnar. Það eru ofboðslega margar per- sónur í bókinni sem fá, oftar en ekki verðskuldaða, athygli lesandans. Það er þó stundum sagt að saga um alla sé saga um engan. Það er ekki tilfellið hér en samt sem áður getur verið erfitt að henda reiður á því hver er hvað út í gegnum söguna því sífellt birtast nýjar persónur, þær stíga fram á einum stað og aftur á öðrum, jafnvel löngu eftir að þær voru fyrst kynntar fyrir lesendum. Þá er tímalína sögunnar fremur óskýr. Flakkað er um í tíma án þess að það sé alveg skýrt hvað gerist hvenær. Lesturinn truflast því nokkuð inn á milli við það eitt að reyna að átta sig á því hvar hann sé í raun staddur í söguþræðinum og með hverjum. Er þetta einnig hálf- gerð synd þar sem persónur bók- arinnar eru hver annarri áhuga- verðari og er því erfitt fyrir lesandann að sætta sig við það að kynnast sumum þeirra eins lítið og boðið er upp á í Skáldlegri afbrota- fræði. Plássfrekur en bráðskemmtilegur Sögumaður bókarinnar er reglulega plássfrekur, sem er atriði sem verð- ur að teljast afar vandmeðfarið, en svo bráðskemmtilegur að frásagnar- aðferðin reynist bókinni vel. Hann vitnar í ýmsar sögulegar heimildir og gefur sögunni þannig raunveru- legra yfirbragð, svo raunverulegt að hann nær jafnvel að sannfæra mestu efasemdamenn um að hinn skáldaði bær Tangavík hafi raunar eitt sinn verið á Suðurlandi. Þá set- ur sögumaðurinn, sem er fremur skoðanaglaður, einnig fram ýmiss konar samfélagsrýni sem gefur sög- unni aukna dýpt: „Þegar afbrotaöldinni lauk og um hægðist fóru fleiri Húnvetningar utan til náms og mennta en annars staðar þektist á landinu og segir það kannski hvað orðið hefði úr glæpamönnunum hefðu þeir búið við önnur skilyrði í þjóðfélaginu. Má í því samhengi skoða glæpina sem andóf gegn ástandi sem engin ástæða var til að sætta sig við.“ Skáldleg afbrotafræði er einlæg og stórskemmtileg saga sem veitir lesandanum innsýn í veröld sem var, með gleraugum nútímans. Bókin snertir við lesanda sínum og býður honum bæði eitthvað eldgamalt og annað alveg glænýtt. Sameinar sannleikann og frelsið Einlæg „Skáldleg afbrotafræði er einlæg og stórskemmtileg saga sem veitir lesandanum innsýn í veröld sem var, með gleraugum nútímans,“ segir um nýja skáldsögu Einars Más Guðmundssonar sem áritar hér bókina. Skáldsaga Skáldleg afbrotafræði bbbbn Eftir Einar Má Guðmundsson. Mál og menning, 2021. Innbundin, 232 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Á sdís Halla kynntist fjöl- skyldu blóðföður síns á fullorðinsárum með eftir- minnilegum hætti sem hún hefur skrifað um bækur. Þegar hún byrjaði að grúska í ættar- gögnum blasti við þögnin ein um bróður langalangafa hennar, Móritz Halldórsson (1854-1911). Hann var eitt sex barna Halldórs Kr. Friðriks- sonar (1819-1902) yfirkennara í lærða skólanum og konu hans, Char- lotte Caroline Leopoldine Degen (1826-1911). Móritz hlaut fangelsis- dóm í Danmörku og í bókinni er ævi hans lýst nánast í skáldsöguformi en rækilega stutt heimildum; nokkr- ar persónur og viðburðir eru skálduð í þágu frá- sagnarinnar og samtöl reist á lík- um í krafti skjala og annarra gagna; Móritz segir sjálfur söguna. Mikil al- úð og þrautseigja hefur verið lögð í öflun heimilda. Alllangur bálkur er í bókarlok til þess að gera grein fyrir þessari aðferð við ritun sögunnar, 277-323, með myndum af fólki og stöðum, og mér finnst sá kapall ganga upp. Frásögnin heldur manni við efnið og er trúverðug. Móritz gekk í lærða skólann og lauk þaðan stúdentsprófi, sigldi síð- an til náms í læknisfræði í Höfn, bjó á garði og deildi herbergi með Páli Briem, síðar lögfræðingi og amt- manni. Finnur Jónsson félagi þeirra kemur mikið við sögu, þjarkur mikill á akri norrænna fræða þegar fram liðu stundir; þeir Móritz kvæntir systrum. Hugmyndaflug Finns var „eins og fuglshreiður í desember. Yfirgefið og grátt“ segir á einum stað (61). Móritz var í flokki stúd- enta sem kenndu sig við Velvakanda og bræður hans og voru róttækir í sjálfstæðismálum og deildu hart á embættismenn hér heima, kóng og kerfið allt. Það kom honum í koll því enga stöðu fékk Móritz á Íslandi og gerðist þá læknir í Kaupmannahöfn og var vel látinn. Meðal annarra verka var hann kallaður út á fóstur- heimili fyrir börn og skrifaði þá lyf- seðil fyrir þau ef með þurfti. Lýsing- arnar á aðbúnaði barnanna eru skelfilegar og ekki var allt sem sýnd- ist. Forstöðukonan tók við börnum gegn greiðslu, oft frá efnamönnum sem vildu ekki sjá óvelkominn króga. Einhver gerði lögreglu við- vart og þá kom í ljós að allmörg börn höfðu verið drepin, vísast milli 10 og 20, kannski fleiri. Frú Rasmussen forstöðukona hengdi sig áður en tókst að handtaka hana og í blaði var heimilið kallað Englaverksmiðjan í ljóði! Þetta var fjöldamorð. Móritz dróst inn í rannsóknina vegna þess að hann hafði eytt fóstri hjá konu sem dvaldist hjá frú Ras- mussen. Móritz var tregur til verks- ins því hún var langt gengin en hann lét til leiðast. Fóstureyðingar voru bannaðar en Móritz blöskraði hins vegar sá tvískinnungur sem tröllreið samfélaginu, að banna fóstureyð- ingar en virða börnin einskis þegar þau voru fædd og fátækar ungar stúlkur áttu þess engan kost að ala fyrir þeim önn. Maren Rasmussen, systir forstöðukonu, fékk 16 ára dóm, Móritz var dæmdur í þriggja ára betrunarhússvinnu 1891 eftir að hafa setið ár í gæsluvarðhaldi. Hon- um sveið að vera bendlaður við fjöldamorðin. Líklega var dómurinn harðari vegna þess að forstöðukonan svipti sig lífi og varð ekki refsað. Heimurinn hrundi. Hann sat inni í Vridløselille, fangi nr. 64, þar sem menn voru því sem næst í einangrun allan sólarhringinn og áttu að læra að iðrast. Matur einhæfur. Tvisvar messa á sunnudögum. Nýja testa- mentið í klefum. Allir lögðust á eitt að fá hann náðaðan í tilefni gullbrúð- kaups Kristjáns IX og Lovísu 1892 og það heppnaðist en skilyrðin voru ströng: hann yrði strax að fara úr landi og stíga aldrei aftur fæti á jörð í danska heimsveldinu. Nellemann ráðherra var ekki hlýtt til fangans. Móritz fór vestur um haf, settist að í N-Dakota, þangað kom konan með börnin tvö sem fædd voru og þar bættust fjögur við. Hann var vinsæll læknir, en barn í fjármálum eins og sagt var þannig að þrátt fyrir glæsta umgerð þá átti hann ekkert þegar hann lést 1911. Brugðið er upp myndum úr daglegu lífi þar vestra. Móritz leið eins og hann væri útlæg- ur. Sárast þótti honum líklega að Velvakendur vinir hans virtust nær allir hafa snúið við honum baki og andstæðingarnir í Höfn komnir í fín embætti í Reykjavík, Tryggvi Gunn- arsson, Hannes Hafstein o.fl. Þetta er grimm örlagasaga þar sem ein- manaleiki og vonbrigði eru leiðar- stef. Jóhanna, dönsk kona Móritz, hafði bein í nefi en var þó oft á nálum vestur í Ameríku, óttaðist jafnan að Móritz léti samvisku ráða en ekki lög. Ásdís Halla skrifar af festu og ein- lægni, dregur upp trúverðugar myndir af umhverfinu, hvort sem er í Reykjavík, Kaupmannahöfn eða Ameríku. Á nokkrum stöðum er óheppileg endurtekning orða, t.d. „ekki fór dult að þarna fór …“ (65); sleppt …sleppt … (146) o.s.frv. Oft er minnst á elítuna sem ég felli mig ekki við, orðið var naumast komið í málið á sögutíma, en menn töluðu hikstalaust um klíku eða klikku, jafnvel yfirstétt. Mér er tamt að nota praxís í karlkyni, en í sögunni er það kvenkynsorð, kannski af því að Móritz skrifar orðið þannig í bréfi. Orðabók háskólans hefur orðið í karlkyni. Mislingasumarið 1882 heyrðist „grafómur klukkna“ (99). Þetta má orða betur. En þetta eru smámunir þegar á heildina er litið. Morgunblaðið/Ásdís Höfundurinn „Ásdís Halla skrifar af festu og einlægni [og] dregur upp trú- verðugar myndir af umhverfinu,“ segir rýnir um bók hennar, Læknirinn í Englaverksmiðjunni. „Mikil alúð […] hefur verið lögð í öflun heimilda.“ Fangi nr. 64 Ævisaga Læknirinn í Englaverksmiðjunni bbbmn Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Veröld 2021. Innbundin, 323 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Kristín Þorkels- dóttir hönnuður heldur á morgun, sunnudag, kl. 13 fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í Garða- bæ. Mun hún fjalla um hönnun sína á íslensku peningaseðl- unum sem hún vann ásamt Stephen Fairbairn. Að baki hönnuninni liggja rann- sóknir, pælingar og skemmtilegar sögur sem, eins og segir í tilkynn- ingu, Kristín er meistari í að gæða lífi. Sýning á afrakstri ævistarfs Kristínar á sviði fjölbreytilegrar hönnunar stendur nú yfir í Hönn- unarsafninu, Garðatorgi 1, og á dögunum kom út bók í tengslum við sýninguna. Fyrirlesturinn fer fram inni á sýningunni og aðgangur er ókeypis. Grímuskylda er og skrán- ing í anddyri nauðsynleg. Kristín Þorkelsdóttir Kristín segir frá hönnun seðlanna Þuríður Sigurð- ardóttir mynd- listarkona opn- aði í gær, föstu- dag, sýningu á nýjum mál- verkum í sýning- arrými í anddyri tónlistarhússins Hörpu. Um myndefni verk- anna segir Þur- íður: „Búrfellsgjá í Garðabæ er mér innblástur og yrkisefni á þessari sýningu sem ég nefni Veggi. Ef þið hafið gengið um gjána kannist þið við veggi hennar sem eru svo ótrú- leg smíð frá náttúrunnar hendi, far- vegur hrauns sem rann þarna fyrir um 8.000 árum og skildi eftir sig þessa breiðgötu … Þar fann ég frið frá linnulausum tíðindum af heims- faraldrinum og naut einverunnar án þess að finnast ég einangruð.“ Þuríður Sigurðardóttir Veggir Þuríðar sýndir í Hörpu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.