Morgunblaðið - 17.11.2021, Side 2

Morgunblaðið - 17.11.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021 Klukkur Skálholtsdómkirkju voru í gær teknar úr festingum sínum sem ásamt ýmsum stjórnbúnaði þessa mikla spilverks verða endurnýjaðar á næstunni. Alls eru klukkurnar fimm, en að- eins tvær í lagi. Aðrar tvær klukkur eru bilaðar og hin fimmta liggur brotin á gólfi turns kirkjunnar. Sú losnaði þegar hringt var inn til helgra tíða fyrir um tuttugu árum, en nú er hafin söfnun fyrir kaupum á nýrri í hennar stað. Viðgerðir þessar á klukkubún- aðinum taka nokkra mánuði. Því verður ómurinn daufari fram til vors. Hringt verður til helgiathafna á staðnum, til dæmis um jólin, með lítilli klukku sem talin er vera frá 12. öld, segir sr. Kristján Björnsson víglubiskup. Kostnaður við endur- bætur þessar verður um 10 millj- ónir króna og er greiddur af Verndarsjóði Skálholtskirkju. Mikl- ar endurbætur aðrar á kirkjunni standa nú yfir, en hún var reist fyr- ir um 60 árum. sbs@mbl.is Klukkubúnaður Skálholtskirkju tekinn til viðgerða Ómurinn daufur á næstunni Ljósmynd/Kristján Björnsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samhliða innleiðingu á nýju raf- rænu greiðslukerfi Strætó, KLAPP, í gær voru einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó, sem skipt er í nokkra flokka. Meðal breytinga má nefna að árskort fyrir aldraða hækkaði úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, eða um 60%. Helgi Pétursson, formaður Lands- sambands eldri borgara, segist sannfærður um að hækkun sem þessi verði ekki til þess að auka nýtingu eldra fólks á strætisvögnum. Helgi segist hafa saknað þess að ekki væri í boði árskort fyrir eldra fólk á viðráðanlegu verði. „Ég þekki vel til í Danmörku og þar sem ég bjó var eldra fólki boðið að kaupa árskort á 365 krónur eða fyr- ir krónu á dag. Alls staðar í kring- um okkur er verið að stefna eldra fólki úr bílum í almenningssam- göngur, að minnsta kosti er verið að búa þannig um hnútana að þetta sé raunhæfur valkostur. Hugsunin er allt önnur og þar er ekki verið að íþyngja fólki á þennan hátt. Mér finnst þetta mjög sérkenni- leg ráðstöfun og sem gamall for- maður Strætó finnst mér þetta al- veg út úr kú. Ég hefði aldrei samþykkt þetta,“ segir Helgi Pét- ursson. Stakt fargjald á 490 krónur Árskort án afsláttar kostar 80 þúsund krónur, en aldraðir eiga rétt á 50% afslætti. Samkvæmt eldri gjaldskrá hefur afsláttur til 67 ára og eldri minnkað verulega sam- kvæmt framansögðu. Sama á við um árskort fyrir ung- menni 12-17 ára, en þau hækkuðu við gjaldskrárbreytinguna úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund eins og hjá öldruðum. Nemar 18 ára og eldri greiða 40 þúsund krónur fyrir árskort, en það kostaði áður 54 þús- und krónur. Árskort fyrir öryrkja lækkar úr 25 þúsundum í 24 þúsund krónur. Stakt fargjald með Strætó, án af- sláttar, er nú 490 krónur og breytt- ist það ekki. „Þetta er alveg út úr kú“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breytingar Strætó hefur breytt gjaldskrá sinni og gagnrýnir formaður LEB hækkun á árskortum aldraðra, en þau kosta nú 40 þúsund krónur. - 60% hækkun árskorta aldraðra sérkennileg ráðstöfun, segir formaður Lands- sambands eldri borgara - Hefði ekki samþykkt þetta sem formaður Strætó Helgi Pétursson Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Ragnhildur Alda María Vilhjálms- dóttir mælti á fundi borgarstjórnar í gær fyrir tillögu sinni og annarra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að sett yrði á fót nýtt neyðarat- hvarf fyrir heimilislausar konur á vegum Reykjavíkurborgar. Kveður tillagan á um að neyðarat- hvarf verði starfrækt með skaða- minnkandi nálgun í formi herbergja- gistingar fyrir konur í virkri fíkn og eru í greinargerð tillögunnar færð rök fyrir því að vöntun sé á slíku úr- ræði í borginni. Vísað er í fyrirmynd athvarfs sem starfrækt var sem neyðarúrræði vegna heimsfaraldurs Covid-19 fyrir konur í Skipholti, og er sagt hafa gef- ið góða raun en var lokað í sumar. Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins var vísað til vel- ferðarráðs þrátt fyrir ákall flutn- ingsmanns um að það yrði ekki gert, enda tillagan fullunnin og þörfin vel skilgreind. „Ég fagna því auðvitað að meiri- hlutinn í borgarstjórn hafi ekki fellt málið heldur vísað því til meðferðar velferðarráðs, hvar ég á sæti. Þó að ekki sé um fullnaðarsigur að ræða þá er fyrsta orrustan unnin og ég mun fylgja málinu fast eftir í vel- ferðarráði, enda þolir það enga bið eðli málsins samkvæmt,“ segir Ragnhildur sem er fyrsti varaborg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og flutti sem fyrr segir tillöguna. Reykjavíkurborg rekur í dag tvö neyðarskýli fyrir heimilislausa karl- menn í borginni en ekkert fyrir kon- ur. Konukot, sem löngum hefur verið eina athvarf heimilislausra kvenna í borginni, er með þjónustusamning við borgina, en er að mestu rekið á sjálfboðaliðavinnu í óviðunandi hús- næði. Neyðarathvarf í nefnd - Segir nýtt at- hvarf fyrir konur ekki þola neina bið Borgarstjórn Ragnhildur Alda M. flutti tillöguna í borgarstjórn í gær. Margrét Rósa Grímsdóttir stíg- ur fram í að- sendri grein í Morgunblaðinu í dag og segir sögu sína af Kristni E. Andréssyni, fyrr- verandi þing- manni og rit- stjóra Máls og menningar. Mar- grét segist ekki síst gera það til stuðnings Guðnýju Bjarnadóttur sem greindi frá því í Morgunblaðinu 11. nóvember að Kristinn hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi í tvígang þegar hún var níu ára gömul. Margrét segir að Kristinn hafi verið tíður gestur heimili hennar á Akranesi. „Mér fannst hann skemmtilegur, hann gaf sig að mér, tók mig gjarn- an á lær og hossaði mér. Ég var sex ára. Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig.“ Þá lýsir Margrét því hvernig Kristinn hafi kysst hana á munninn og rekið tunguna upp í hana. Hún hafi náð að losa sig úr fangi hans og látið foreldra sína vita. » 14 Kristinn E. Andrésson Annað fórnarlamb Kristins stígur fram Hádegisfundum SES frestað! Hádegisfundum Samtaka eldri sjálfstæðismanna á miðvikudögum er frestað vegna heimsfaraldurs um óákveðinn tíma. Stjórnin Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Setning staðgengils í ráðherraemb- ætti var á dagskrá ríkisstjórnar- fundar í gær. Við nánari eftir- grennslan Morgunblaðsins kom í ljós að skipa þurfti staðgengil í stað Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna skipunar í embætti skólameistara Flensborgarskóla. Lilja hefur kosið að segja sig frá ákvarðanatöku um skipan skóla- meistara ef Ágústa Elín Ingþórs- dóttir, fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, er á meðal umsækjenda. Fellur það Sig- urði Inga Jóhannssyni, flokksbróður Lilju, í skaut. Forsaga málsins er sú að Lilja ákvað að auglýsa starf skólameistara við Fjölbrautaskóla Vesturlands eft- ir að skipunartími Ágústu rann út á síðasta ári. Ágústa taldi ákvörðunina um auglýsingu á starfi sínu ólöglega og kærði hana. Var mennta- og menningarmála- ráðherra sýknaður af kröfu Ágústu í tvígang, í héraði og í Landsrétti. Snerust deilur um lögmæti uppsagn- arinnar um hvort Ágústu hefði verið tilkynnt með fullnægjandi hætti og innan tilskilins tímaramma að til stæði að auglýsa starfið. Tilkynnti Lilja Ágústu ákvörð- unina símleiðis 30. júní það ár og hafði bílstjóri ráðherra þá sömuleiðis komið boðsendu bréfi þess efnis inn um bréfalúgu á heimili Ágústu. Þar sem Ágústa hefur lögsótt ráð- herra á tveimur dómstigum mun Lilja telja að ekki sé rétt að taka þátt í ráðningarferli þar sem Ágústa er annars vegar. Mun þetta ekki vera í fyrsta skipti sem hún segir sig frá skipun skólameistara þar sem Ágústa er á meðal umsækjenda. Víkur við skipun nýs skólastjóra - Ráðherra tvisvar verið sýknaður Lilja Dögg Alfreðsdóttir Ágústa Elín Ingþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.