Morgunblaðið - 17.11.2021, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórnmála-
menn eiga
mislukku-
legar vikur í
stjórnmálum eins
og þekkt er. Þá
getur stundum
munað nokkru
hvernig á þeim er
tekið af þeim öflum sem ein-
hverju ráða umfram aðra um
hugsanlega þróun umræð-
unnar í landinu.
Í aðdraganda kosninga í
Bandaríkjunum árið 2016
tókst með miklu afli og illvið-
ráðanlegri bíræfni að stimpla
það inn að eitt mikilvægasta
gagn í þjóðfélagsumræðuna
væri „óvænt skýrsla“ sem
fyrrverandi allháttsettur
maður í njósnakerfi Breta
hefði að eigin frumkvæði haft
mest með að gera og nánast
alla umsjón með. Sú átti að
sýna tvennt: Náið samstarf
Donalds Trumps frambjóð-
anda við Pútín forseta Rúss-
lands um framboð þess fyrr-
nefnda og að varpa vafasömu
ljósi á forsetaframbjóðanda
repúblikana. Þessum
„óvæntu og mikilvægu gögn-
um“ tókst að halda á lofti
lungann úr kosningabarátt-
unni og tóku ólíklegustu fjöl-
miðlar nær og fjær virkan
þátt í þeim leik og nánast allt
kjörtímabilið sem fór í hönd!
Þó þurfti ekki lengi að sökkva
sér niður í skýrslugarminn til
að sjá að margt þar virtist
vera á mjög hæpnum grund-
velli byggt. Þessi atgangur
var býsna óvífin hönnun at-
burðarásar sem „fínir og virt-
ir fjölmiðlar“ ekki aðeins
lögðu nafn sitt að nokkru við,
heldur tóku mánuðum og
misserum saman þátt í að
halda á lofti. Demókratar
reistu svo á delluplagginu
kröfur um að forsetinn yrði
sviptur embætti sínu.
Þrátt fyrir þetta og eðlileg-
ar efasemdir margra um að
Donald Trump væri endilega
æskilegasta forsetaefnið fyr-
ir Bandaríkin, sigraði hann
naumlega og stóð af sér tvær
tilraunir til að bola honum
frá. En áfram var rússagald-
urinn þó notaður vegna þess
að hrópað var í fjölmiðlum og
á torgum að „Trump stal
sigrinum með hjálp Rússa“.
Þær fullyrðingar voru svo
notaðar sem réttlæting fyrir
því að tugir þingmanna
demókrata mættu ekki við
innsetningu nýs forseta. Það
var sem sagt ekkert nýtt þeg-
ar stuðningsmenn Trumps
höfðu sömu full-
yrðingar uppi
vegna vafasamrar
framgöngu við
kosningahald með
vísun í „Covid-
fárið 2020“ sem
önnur ríki ver-
aldar þurftu ekki
til að slá af öryggiskröfum til
að halda utan um mikilvæg-
ustu kosningar í hverju landi.
Hin mikla fjölmiðlafjöld sem
sló skjaldborg um Joe Biden
gerði það þó varla vegna
aðdáunar á honum heldur
fremur fjandskapar og fyr-
irlitningar á Trump, sem
fjarri því var að farið væri
leynt með allt hans kjör-
tímabil.
Hluti af þeim veruleika var
að þegja blákalt um sláandi
upplýsingar og reyndar
hrikalegar um að sonur
Bidens hafði með atbeina
hans sankað að sér fúlgum
fjár sem „starfsmaður fyrir-
tækja“ í Úkraínu og Kína en
enginn treysti sér þó til að
færa fram rök fyrir sem
bentu til að sonurinn hefði
getu eða þekkingu til slíkra
starfa. Yfirgengilegar mynd-
ir sem sýndu umgengni
Hunters Bidens við eiturlyf
og gleðikonur voru taldar
falsaðar eins lengi og fært
þótti, því næst að þær væru
ekki algjörlega öruggar og
loks, löngu síðar, sagðar ber-
sýnilega sýna það sem sagt
væri en væru nú orðnar
„gamlar fréttir!“ Og þótt þær
bættust vissulega við alvar-
legar ásakanir um stórlega
misnotkun á stöðu og högum
til að auðgast stórlega á að-
stöðu varaforsetans þá væri
það mál enn ekki fullrann-
sakað.
Engu af þessu er nú lengur
neitað og hefur meðvirknin
og misnotkunin auðvitað
skaðað álit allra þessara fjöl-
miðla stórlega og til lengri
tíma og er það óneitanlega
jafn dapurlegt og það var
óþarft, ekki bara fyrir þá
heldur fyrir Bandaríkin.
Enda hefur þetta strax sín
áhrif. Fjarfundur forseta
Kína og forseta Bandaríkj-
anna í vikunni undirstrikaði
það. Fyrrnefndi forsetinn
talaði eins og sá sem valdið
hefur og hikaði ekki við að
tala niður til hins.
Hversu lengi geta Banda-
ríkin afborið sífellt vaxandi
veikleika af því tagi? Vandinn
er að hann veiklar allt sem
undir er.
Forseti Kína taldi
óþarft að hitta Joe
Biden persónulega.
Fjarfundurinn átti
að bæta úr því.
Hann gerði það ekki}
Verður sífellt
þungbærara
O
ft er sagt að embættismenn ráði
öllu og pólitískir fulltrúar hafi
engin áhrif. Það er dálítið merki-
legt því oft er líka talað um
hvernig ráðherra ræður öllu.
Hvort tveggja getur ekki verið satt á sama
tíma. Annaðhvort erum við undir hælnum á
ráðherra eða embættismönnum, ekki satt?
Áður en ég svara þeirri spurningu neitandi
finnst mér merkilegt að benda á í því sam-
hengi að aldrei er talað um að Alþingi ráði
neinu. Þrátt fyrir að við búum í þingbundnu
lýðræði. Það er nefnilega þannig að sam-
kvæmt stjórnarskrá á það að vera þingið sem
ræður. Það er þingið sem setur stefnuna,
samþykkir fjárlög og passar upp á að fram-
kvæmdarvaldið fari eftir lögum og reglum.
En aftur að spurningunni sem ég svaraði
neitandi. Hvort tveggja er nefnilega satt. Við erum bæði
með ráðherraræði og embættismannakerfi. Við eigum
hins vegar bara að hafa annað þeirra og það er ekki ráð-
herraræðið. Við eigum að hafa faglega stjórnsýslu sem
sinnir skyldum sínum samkvæmt lögum og reglum og
passar upp á réttindi borgaranna á hlutlausan hátt. Við
eigum að hafa þingræði sem snýst um pólitíska stefnu-
mörkun. Við eigum ekki að hafa ráðherraræði.
Eins og er þá er kerfið einfaldlega rangt stillt. Þingið
eftirlætur öll sín völd til ráðherra í skjóli meirihluta þings.
Sami meirihluti kemur í veg fyrir eðlilegt eftirlit með
störfum framkvæmdarvaldsins til þess að verja sinn ráð-
herra, en kemur á sama tíma í veg fyrir eftirlit
þingsins með störfum embættismannakerf-
isins. Ráðherra á hins vegar að vera fulltrúi
þingsins innan faglegrar stjórnsýslu. Ráðherra
mætir ekki í ráðuneytin til þess að „ráða“ öllu,
þótt nafnið beri það með sér. Starf ráðherra er
að fylgja stefnumörkun þingsins eftir og vera
svo til svara opinberlega um það hvernig fagleg
stjórnsýsla kemur þeirri stefnu í gagnið.
Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir
því hvernig kerfið á að virka og hvernig það er
ekki farið eftir því. Það er til dæmis augljóst að
núverandi og verðandi ríkisstjórn er alveg
sama um þingræðið, sérstaklega eftirlitið gagn-
vart framkvæmdarvaldinu. Ástæðan fyrir því
er augljós, það er til þess að verja „sinn“ ráð-
herra. Ef ráðherra væri hins vegar fulltrúi
þingsins gagnvart faglegri stjórnsýslu en ekki
alltaf í vörn vegna eigin geðþótta, þá væri staðan önnur.
Í staðinn verður faglega stjórnsýslan bara stjórnsýsla,
en ekki fagleg. Því það þarf engin faglegheit til þess að
fara eftir geðþóttaákvörðunum ráðherra. Afleiðingin er
ógagnsæ fjármálaáætlun og fjárlög þar sem enginn veit í
rauninni hvernig er verið að fara með almannafé. Vand-
inn er flokkspólitíska ráðherraræðispólitíkin sem við bú-
um við og enn og aftur lítur út fyrir að við þurfum að þola
ráðherraræði í enn fleiri ráðuneytum, enn eitt kjör-
tímabilið.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Embættismannakerfið sem ræður öllu
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
N
eyðarástand kom upp í al-
þjóðlegu geimstöðinni,
ISS, í fyrradag, þegar
viðvörun barst um að
ský af braki og geimrusli á spor-
braut um jörðu myndi fara hættu-
lega nærri stöðinni. Neyddust geim-
fararnir um borð til að búa sig undir
að yfirgefa stöðina, en á endanum
fór skýið fram hjá án þess að valda
skaða. Nú eru fjórir Bandaríkja-
menn, einn Þjóðverji og tveir Rúss-
ar um borð í geimstöðinni.
Bandaríkjamenn hófu þegar í
stað rannsókn á atvikinu og beindust
böndin fljótlega að mögulegri tilraun
Rússa með eldflaugavopn sem bein-
ast að gervihnöttum. Munu um 1.500
mismunandi smáhlutir sem hægt
var að rekja frá jörðu niðri hafa
myndast við sprenginguna.
Varnarmálaráðuneyti Rússa
viðurkenndi í gær að það hefði skot-
ið niður gamlan sovéskan njósna-
hnött við prófanir á eldflaugum sín-
um. Hafnaði ráðuneytið því hins
vegar að hætta hefði skapast við til-
raunina, þar sem brakið sem mynd-
ast hefði gæti ekki valdið skaða á
geimstöðinni, geimfarinu eða öðrum
aðgerðum í geimnum, einfaldlega
vegna staðsetningar þess á spor-
brautinni. Þá sagði rússneska geim-
ferðastofnunin Roscosmos í sér-
stakri yfirlýsingu vegna málsins að
öryggi geimfaranna í geimstöðinni
væri alltaf í fyrirrúmi og gerði að
öðru leyti lítið úr atvikinu.
Fordæmdu bæði Bandaríkja-
menn og Frakkar tilraunina, þar
sem brak gervihnattarins hefði get-
að valdið stórskaða og jafnvel mann-
tjóni á geimstöðinni. Bill Nelson,
forstjóri bandarísku geimferðastofn-
unarinnar NASA, sagði í fyrrakvöld
að hann væri „bálreiður“ vegna til-
raunarinnar.
Sagði Nelson það nánast óhugs-
andi í ljósi hinnar löngu og glæstu
geimferðasögu Rússlands að landið
gæti teflt í voða ekki aðeins banda-
rískum og alþjóðlegum geimförum
um borð í geimstöðinni, heldur einn-
ig þeirra eigin geimförum, sem og
þeim kínversku sem nú eru um borð
í kínversku geimstöðinni.
Óttast vígbúnaðarkapphlaup
Tilraun Rússa markaði einungis
fjórða skiptið þar sem eldflaug skot-
ið frá jörðu náði að hæfa gervihnött
á sporbraut um jörðu. Hefur til-
raunin ýtt undir áhyggjur af að í
hönd fari nýtt vígbúnaðarkapphlaup
í geimnum, þrátt fyrir yfirlýsingar
stórveldanna um að geimurinn eigi
að vera vopnlaust svæði.
Jens Stoltenberg, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, fordæmdi tilraunina
og sagði hana hafa verið háskaleik
gagnvart geimstöðvunum tveimur
sem nú eru á sporbraut um jörðu. Þá
sagði hann tilraunina sýna að Rúss-
ar væru að þróa vopn sem gætu ráð-
ist að mikilvægum innviðum sem
treysta á gervitungl, eins og sam-
skipti, leiðarstýringu og viðvör-
unarkerfi gegn eldflaugaskotum.
Hætta á keðjuverkun eykst
Tilraunin og eftirmálar hennar
hafa hins vegar einnig beint sjónum
manna að öðrum möguleika sem
geimeðlisfræðingurinn Don J. Kess-
ler vakti fyrst máls á árið 1978.
Kessler varaði þá við því að
mögulegt væri að brak á sporbraut
um jörðu yrði svo mikið, að það gæti
leitt af sér keðjuverkun, þar sem
brak úr gervihnetti, sem ferðast á 7
kílómetra hraða á sekúndu, rekst á
aðra gervihnetti eða hluti í geimnum
og splundrar þeim, sem aftur myndi
stórauka líkurnar á því að aðrir hlut-
ir á svonefndri „lág-jarðar spor-
braut“, sem nær frá 200 til 2.000 km
frá jörðu yrðu fyrir braki.
Á því svæði eru til dæmis
Hubble-sjónaukinn, báðar geim-
stöðvar, sem og flestir þeir gervi-
hnettir sem settir hafa verið á spor-
braut um jörðu. Í kvikmyndinni
Gravity frá 2013 voru áhrif „Kess-
ler-heilkennisins“ svonefnda sýnd í
mjög ýktri mynd, en þar varð keðju-
verkunin til þess að breyta nær öll-
um hlutum á þessu svæði í duftið eitt
á örskömmum tíma. Þess má raunar
geta að í myndinni hefst keðjuverk-
unin óvart eftir að Rússar eyða
gömlum njósnahnetti eftir tilraun
með eldflaugar.
En þó að myndin hafi líklega
fært mjög í stílinn hversu hröð slík
þróun yrði, gæti Kessler-heilkennið
haft það í för með sér að illmögulegt
yrði fyrir mannkynið að viðhalda
gervihnöttum sínum í þessu nær-
umhverfi jarðarinnar, og um leið
hindrað mannaðar geimferðir.
Það er að minnsta kosti um-
hugsunarefni, að nú þegar eru rúm-
lega 4.000 gervihnettir á sporbraut
um jörðu, en að auki eru um 19.000
smáhlutir eða brak sem sjást á rat-
sjám.
Í ljósi þess að líklegt er að fjöldi
bæði gervihnatta og geimbraks
muni aukast gríðarlega á næstu ár-
um hafa geimvísindamenn þegar
leitt hugann að því hvaða lausna sé
hægt að grípa til til þess að
„hreinsa“ nærumhverfi okkar í
geimnum.
Ein þeirra sem þar hefur verið
nefnd er svokallaður „geislakústur“,
þar sem leysigeisla yrði beitt til þess
að ýta brakinu til þannig að það
hrapi til jarðar og brenni upp í and-
rúmsloftinu. Enn er þó nokkuð í land
áður en slík tækni kemst í gagnið.
Brak í geimnum eyk-
ur líkur á árekstrum
Teikning/NASA
Geimrusl Hver punktur á þessari teikningu frá 2019 táknar hlut á spor-
braut um jörðu sem NASA er að fylgjast með, en 95% þeirra eru brak.