Morgunblaðið - 17.11.2021, Page 14

Morgunblaðið - 17.11.2021, Page 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021 Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Leiðari Sigmundar Ernis Rúnars- sonar í Fréttablaðinu hinn 13. nóv- ember sl. vekur óhug. Í leiðaranum leggur ritstjórinn til að fólk sem ekki hefur verið bólusett gegn kórónuveir- unni verði að miklu leyti útilokað frá samfélaginu. Orðræðan er einkar ógeðfelld. Þeir sem kjósa að láta ekki bólusetja sig hafi engin rök fyrir af- stöðu sinni, þeir séu baggi á sam- félaginu, þeim sé sama um annað fólk og þar fram eftir götunum. Þessi orð- ræða er sérstaklega óhugnanleg í ljósi þess að hún endurómar beint svipaða orðræðu fyrr á tímum í að- draganda ýmissa helstu illvirkja mannkynssögunnar. Þannig virðast skoðanir Sigmundar Ernis lýsa hugs- unarhætti og siðferðisstigi sem vænta hefði mátt að kæmi ekki upp á yfirborðið í frjálsu lýðræðissamfélagi á árinu 2021. En sagan endurtekur sig. Því er ekki að neita. Staðhæfingar úr lausu lofti gripnar Tillaga Sigmundar Ernis grund- vallast á staðhæfingum um innlagnir og smit sem ekki koma að neinu leyti heim og saman við þau gögn sem fyr- ir liggja hérlendis og raunar víðar. Hún grundvallast jafnframt á aug- ljósum fordómum gagnvart þeim hópi fólks sem af málefnalegum ástæðum kýs að þiggja ekki lyfjagjöf sem líkur eru á að geti reynst því skaðleg – nokkuð sem töluvert af gögnum rökstyður. Fyrst að hinu fyrrnefnda. Sig- mundur lætur að því liggja að sam- félagslegar takmarkanir vegna kór- ónuveirunnar séu fyrst og fremst óbólusettu fólki að kenna. Hann stað- hæfir (án heimildar) að á Saxlandi í Þýskalandi séu 95% þeirra sem leggj- ast á spítala vegna veirunnar óbólu- sett og heimfærir þessa staðhæfingu upp á stöðuna hér innanlands. Hér er farið með blekkingar. Smittölur á co- vid.is og gögn Landspítalans um inn- lagnir, að því marki að þau eru upp- færð, sýna þvert á móti að tæplega 2⁄3 hlutar innlagna eru fólk sem þegar hefur fengið bólusetningu. Sama gild- ir um smit. Sigmundur byggir þannig tillögu sína á röngum upplýsingum. Ef hlutfall bólusettra er tekið með í reikninginn má ráða að vegna bólu- setningar séu smit ríflega þriðjungi færri en þau væru án hennar. Það er nú allur munurinn. Af þessu má sjá að það er fráleitt að draga óbólusett fólk til ábyrgðar vegna vandræða illa rek- ins spítala. 150-föld áhætta miðað við önnur bóluefni Frá því að bólusetningar við kór- ónuveirunni hófust hérlendis hafa samtals 143 einstaklingar verið lagðir inn á sjúkrahús vegna aukaverkana í kjölfar bólusetningar1). Alls hafa ríf- lega 5.500 tilkynningar borist Lyfja- stofnun um aukaverkanir, þar af eru tæplega 230 vegna alvarlegra auka- verkana.2) Þá hefur verið tilkynnt um 32 dauðsföll í þessu samhengi. Árið 2019 bárust níu tilkynningar um aukaverkanir vegna bólusetningar við inflúensu.3) Leiðrétt gagnvart mis- stórum úrtökum er fjöldi aukaverkana það sem af er þessu ári því 152 sinnum fjöldinn 2019. Árið 2019 barst engin tilkynning um alvarlega aukaverkun og engin til- kynning um dauðsfall. Samkvæmt ís- lenskri rannsókn má almennt búast við einni alvarlegri aukaverkun á hverja hálfa til eina milljón bólu- settra.4) Það sem af er þessu ári eru þær 1.000-2.000 á hverja hálfa til eina milljón. Bandarísk og evrópsk gögn sýna sömu leitni. Á fundi Matvæla- og lyfja- stofnunar Bandaríkjanna nú í haust kom fram að mannfjöldaleiðrétt gögn sýndu 50 sinnum fleiri dauðsföll vegna bólusetninga á þessu ári en meðaltal fyrri ára.5) Þegar eru komnar fram vísbend- ingar um aukna tíðni fósturláta meðal bólusettra kvenna á fyrstu 20 vikum meðgöngu6) og minna má á að mörg hundruð íslenskar konur hafa leitað til yfirvalda vegna neikvæðra afleiðinga bólusetningar á tíðahring, sem látið hefur verið hjá líða að rannsaka með viðunandi hætti. Íslenskir hjartalæknar hafa lýst áhyggjum af bólusetningu ungra karl- manna vegna óeðlilega hárrar tíðni hjartavöðvabólgu. Tölur frá CDC í Bandaríkjunum benda til sömu leitni; tilfelli a.m.k. 20 sinnum fleiri en búast hefði mátt við.7) Aðrar afleiðingar eru meðal annars blóðtappar og lömun. Tilkynningar til VAERS í Bandaríkj- unum, um hjarta- og gollurshúss- bólgur á árinu 2021, eru margfaldar á við fyrri ár.8) Vitanlega þarf ekki að vera að allar tilkynntar aukaverkanir séu við nán- ari athugun tengdar bólusetningu. Sú gríðarlega fjölgun tilkynninga sem sjáanleg er vegna þessara nýju bólu- efna gefur þó til kynna að þau kunni að hafa margfalda áhættu í för með sér miðað við eldri tegundir bóluefna. Vitað er að kórónuveiran leggst af- ar misþungt á fólk, fyrst og fremst eftir aldri. Ungu og heilbrigðu fólki er hún afar hættulítil, börnum nánast al- veg hættulaus, en dánarlíkur aldr- aðra eru háar. Nefnd breskra stjórn- valda um öryggi bólusetninga lagðist eindregið gegn bólusetningu ung- menna nú í haust, vegna þess að ávinningur væri hverfandi og lengri tíma afleiðingar óþekktar. Nefndin var beitt miklum þrýstingi af hálfu stjórnvalda, en hvikaði ekki frá af- stöðu sinni. Að endingu leyfðu stjórn- völd bólsetninguna með þeim rökum að annars myndu þau sjálf valda tjóni á skólagöngu ungmennanna! Að hafna bólusetningu er mál- efnaleg ákvörðun studd rökum Meginhluti þeirra sem hafa ekki látið bólusetja sig hérlendis er heil- brigt yngra fólk, sem er ólíklegt til að veikjast alvarlega af kórónuveirunni og því ólíklegt til að þurfa á sjúkra- húsvist að halda. Í ljósi áðurnefndra vísbendinga um stóraukna áhættu af bólusetningunni (152 sinnum meiri líkur á aukaverkun, 50 sinnum meiri líkur á dauða) er slík ákvörðun full- komlega málefnaleg. Jafnvel mætti leiða að því líkur að það að fólk sem ekki hefur þörf fyrir bólusetningu sleppi henni dragi úr álagi á heil- brigðiskerfið fremur en að auka það. Þær 143 innlagnir vegna bólusetn- ingar sem bætast við hinar 500 alls vegna kórónuveirunnar valda nefni- lega líka álagi á kerfið. Bólusetning gegn kórónuveirunni er gagnleg þeim sem þurfa á henni að halda. Fyrir ungt og heilbrigt fólk eru líkur á að bólusetningin valdi fremur tjóni en ávinningi. Það að hafna bólu- setningu á grundvelli gagna og áhættumats er málefnaleg ákvörðun og slíka ákvörðun ber að virða. Við skulum vona að þær vísbend- ingar um útilokunar- og ofríkishugs- unarhátt sem sjá má í leiðara Frétta- blaðsins séu aðeins orðin tóm. Vonum fremur að ritstjóranum hafi orðið á, að málflutningurinn grundvallist fremur á þekkingarleysi, órökréttum ótta og óskýrri hugsun en illvilja í garð samborgaranna. 1) Lyfjastofnun: tinyurl.com/5xjnsr6w 2) Lyfjastofnun: tinyurl.com/35rz4zw7 3) Upplýsingar frá Lyfjastofnun með tölvu- pósti 1.11. 2021 4) Skemman.is tinyurl.com/3b5rwkvp 5) Youtube: tinyurl.com/ykjjt5cu 6) Brock, Thornley: Spontaneous Abortions and Policies on COVID-19 mRNA Vaccine Use During Pregnancy. Science, Public Health Policy, and the Law Volume 4:130– 143 November, 2021, Clinical and Transla- tional Research 7) cdc.gov: tinyurl.com/yuc89ts 8) Open VAERS tinyurl.com/y5st63wn Eftir Erling Óskar Krist- jánsson, Geir Ágústsson og Þorstein Siglaugsson » Það að hafna bólu- setningu á grund- velli gagna og áhættu- mats er málefnaleg ákvörðun og slíka ákvörðun ber að virða. Erling Óskar Kristjánsson Erling Óskar er hugbúnaðarsérfræð- ingur, Geir er verkfræðingur, Þor- steinn er hagfræðingur. Geir Ágústsson Þorsteinn Siglaugsson Á að gera óbólusett fólk að annars flokks borgurum? Tilkynningar um hjartavöðvabólgu og gollurhúss- bólgu í kjölfar bólusetninga til VAERS 2010-2021 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Fjöldi tilkynninga Þegar ég sá umfjöll- un bókarinnar um Kristin E. Andrésson í Fréttablaðinu sendi ég netpóst á öll systkini mín með fyrirsögninni „ógeð“. Við vorum öll leið yfir því að þessum karli væri nú hampað sem mikilmenni og enginn vissi af reynslu minni. Hefðu ekki önn- ur börn lent í honum? Svarið við þeirri spurningu vissum við öll innst inni og fengum staðfest- ingu á því þegar Guðný Bjarnadóttir skrifaði grein í Morgunblaðið og lýsti hörmulegri reynslu sem hún varð fyrir, einungis níu ára gömul. Mín saga er bæði stutt og lítil í sam- anburði við hennar. Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana. Stuttar sögur geta vegið þungt og hér kem- ur mín: Fyrstu sjö ár ævi minnar bjó ég á Akra- nesi þar sem pabbi starfaði sem tann- læknir. Kristinn E. Andrésson kom endrum og sinnum til okkar, hugsanlega vegna þess að hann og föðuramma mín voru systrabörn. Mér fannst hann skemmtilegur, hann gaf sig að mér, tók mig gjarnan á lær sér og hossaði mér. Ég var sex ára. Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig. Ég kunni þessu illa og losaði mig úr fangi hans. Sem betur fer sagði ég mömmu og pabba frá þessu og man enn svipinn sem kom á andlit þeirra. Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlin- um öfugum út, enda sá ég hann aldr- ei meir. Það var ekki fyrr en ég varð unglingur að ég áttaði mig á hversu alvarlegt athæfið var. Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul, fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum. Skömmin var aldrei mín, ég var sex ára og sagði strax frá. Á ég það ekki síst foreldrum mínum að þakka að trúa mér og bregðast hárrétt við. Ég var sannarlega mun heppnari en Guðný. En hversu margar stuttar sögur leynast, hversu margar langar, hversu mörg „ógeð“? Eftir Margréti Rósu Grímsdóttur Margrét Rósa Grímsdóttir » Skömmin var aldrei mín, ég var sex ára og sagði strax frá. Á ég það ekki síst foreldrum mín- um að þakka að trúa mér og bregðast hárrétt við. Höfundur er tannlæknir. Guðný er ekki sú eina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.