Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 15
MINNINGAR 15Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021 ✝ Ása Gréta Kristín Sæ- mundsdóttir fædd- ist á Þorvaldsstöð- um í Grindavík 21. ágúst 1924. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Mörk í Reykjavík 3. nóv- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru Sæmundur Tómasson trésmið- ur frá Járngerðarstöðum í Grindavík og Guðný Sigurð- ardóttir frá Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu. Þau voru bæði fædd 25. júní 1888. Guðný lést 1973 og Sæmundur 1975. Systkini Ásu voru Margrét, f. 1916, og Tómas Grétar, f. 1918. og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, lengst af í Gljúfurholti í Ölfusi. Hún leit alla tíð á þau og þeirra fólk sem aðra fjölskyldu sína. Í nóvember 1946 giftist Ása Haraldi Skúlasyni frá Króktúni í Landsveit, f. 1923, d. 1973. Heimili þeirra var um áratuga- skeið í Akurgerði 60 í Reykja- vík. Ása og Haraldur eignuðust ekki börn en fjölmennur hópur systkinabarna sóttist eftir sam- vistum við þau og var Ása þeim mörgum sem önnur móðir. Ása hóf eigin atvinnurekstur við fráfall Haralds en hún var ham- hleypa til vinnu. Sambýlismaður Ásu frá 1975 var Gunnar Árni Sveinsson frá Álafossi í Mosfellssveit, f. 1919, d. 2006. Hann átti sex börn. Þau Gunnar ferðuðust víða um lönd og eignuðust fjársjóð sagna og vina. Útför Ásu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 17. nóvember 2021, klukk- an 13. Þau dóu bæði í frumbernsku. Einnig Sigríður Guðný, f. 1920, d. 1991, Ásgeir, f. 1923, d. 2007. Eft- irlifandi bróðir Ásu er Haraldur, f. 1929. Hálfbróðir þeirra, samfeðra, var Guðjón, f. 1913, d. 1993. Foreldrar Ásu fluttu með börnin frá Grindavík árið 1928 og festu kaup á húsi á Spítalastíg 3 í Reykjavík, en þau héldu áfram sterkum tengslum við æskustöðvarnar. Vegna veikinda móður sinnar dvaldi Ása langdvölum hjá hjónunum Jóhanni Bjarnasyni Látin er í hárri elli Ása Sæ- mundsdóttir, kær föðursystir okkar. Ása var næstelst fjög- urra systkina og þau pabbi okkar áttu einstaklega hlýtt og gott systkinasamband alla tíð og voru í daglegu sambandi allt til hinstu stundar Ásu. Mamma okkar og Ása voru líka nánar mágkonur og við systur erum þakklátar fyrir nærveru Ásu og hlý huggunar- orð við fráfall mömmu fyrir réttum fjórum árum. Ása gegndi lykilhlutverki í stórri fjölskyldu og hin systkinabörn hennar hafa ekki síður notið hlýju hennar og visku. Það var alltaf gaman að ræða málin við Ásu, hún var stálminnug og við yngra fólkið gátum flett upp í henni um allt sem við vildum vita um fólkið okkar, leyndarmálin og sög- urnar. Hún hafði öll nöfn, ártöl og staði á hraðbergi, komin hátt á tíræðisaldur. Sama gilti um lífið í gömlu Reykjavík og í sveitinni; allt mundi Ása og gat alltaf brugðið upp lifandi myndum af mannlífinu. Lýs- ingar hennar á skautaferðum á Tjörninni eða gamlárskvöldi niðri á höfn voru næstum eins og fullbúin kvikmyndahandrit. Ása hefði örugglega brillerað í hraðaspurningunum í Gettu betur. Ása var þó ekki aðeins vitur kona, lestrarhestur og grúsk- ari heldur var hún líka veik fyrir tísku, fallegum fötum og skartgripum, sem henni fannst hún aldrei eiga nóg af. Jólaboðin hjá Ásu og Halla, manninum hennar, ljóma í end- urminningunni; þegar stórfjöl- skyldan hittist árum saman á jóladag í húsinu þeirra í Ak- urgerðinu. Það var mikill æv- intýraheimur í huga okkar frændsystkinanna, fallega búið og á mörgum hæðum. Ása varð ekkja á miðjum aldri þegar Halli féll skyndi- lega frá, á 8. áratugnum. Hún hafði fram að því verið heima- vinnandi húsmóðir eins og tíðkaðist á þeim árum. En þá vatt hún sínu kvæði í kross, tók að sér rekstur leigubílsins hans Halla og keypti sjoppu á Sogavegi sem hún rak um ára- bil af mikilli elju og dugnaði. Við dáðumst að því hve létti- lega hún vippaði goskössunum inn á lagerinn og svo gaf hún okkur stundum krembrauð og Mirinda. Tveimur árum eftir fráfall Halla hitti Ása Gunnar sem varð sambýlismaður hennar í áratugi, en samband þeirra var einstaklega kærleiksríkt. Þau spiluðu bridds, ferðuðust um heiminn og áttu gott líf saman fullt af dansi, húmor og kæti. Gunnar lést fyrir 15 árum. Ásu leið vel á Mörk síðustu fjögur ár ævinnar en henni fannst stundum nóg um ætt- gengt langlífið og var tilbúin að fara þegar kallið kom. Við munum alltaf varðveita minn- ingu Ásu frænku okkar. Helga, Hrefna og Halla Haraldsdætur. 21. ágúst 1924 er um margt sérstakur dagur í okkar fjöl- skyldusögu ekki síður en í Ís- landssögunni, en þann dag tóku á loft í Reykjavík fyrstu flug- vélarnar sem svifið höfðu yfir hafið til Íslands og héldu nú áfram leið sinni vestur um haf. Fyrsta hnattflug sögunnar var í gangi og innan skamms tengdu loftbrýr til allra átta fólk sem aldrei fyrr. Þennan sama dag fæddist í Grindavík okkar lit- ríka og lífsglaða föðursystir sem á sinni löngu ævi var sú sem byggði brýr, tengdi fólk og efldi samskiptin innan stórfjöl- skyldunnar. Ása frænka, eins og hún ætíð nefndist í okkar hópi, var glæsileg kona sem bar sig vel, röggsöm, há og bein í baki. Hún fylgdist með tískunni og naut þess að vera vel tilhöfð. Sem ung heimavinnandi hús- móðir sinnti hún gjarnan systk- inabörnum sínum, en sjálf átti Ása ekki börn, og á okkur litlar saumaði hún nýmóðins kjóla sem við klæddumst hreyknar. Hún ferðaðist mikið um landið með Haraldi eiginmanni sínum, sem varð bráðkvaddur á miðjum aldri, og seinna á lífs- leiðinni naut hún utanlands- ferðanna með sínum kærasta Gunnari sambýlismanni. Ása frænka fylgdist vel með málefnum líðandi stundar. Hún var líka stálminnug og góður sögumaður sem tengdi saman kynslóðirnar með lifandi frá- sögnum af uppvaxtarárunum í Reykjavík millistríðsáranna. Systkinin fjögur ólust ekki að öllu leyti upp saman vegna veikinda móður þeirra en gagn- kvæm væntumþykjan skein í gegn þegar Ása rifjaði upp fyr- ir okkur hvernig Ásgeir stóri bróðir hennar leiddi hana og gætti vel í ævintýrum bernsku- áranna. Sjálf gætti hún alla tíð Haralds litla bróður síns af sömu alúð, en hann var hennar trausti vinur og stoð og stytta þegar árin færðust yfir. Eftir andlát föður okkar, sem við systurnar söknuðum mikið, var það alltaf sérstök stund að hitta á þau Ásu og Harald saman, því systkinasvipurinn var sterk- ur og þau bæði alltaf jafnminn- ug, ör og glettin. Stórfjölskyldunni sýndi Ása einstaka ræktarsemi. Hún sagðist eiga góða fjölskyldu og við fundum vel að hún gerði ekki mannamun. Hún var þakk- lát fyrir allt fólkið sitt. Heim- sóknir og símtöl til hennar tóku gjarnan drjúga stund því hún var áhugasöm um okkur öll, spurði tíðinda og sagði fréttir af ættmennum. Og til hennar var leitað ef þurfti að rifja upp og fá réttar upplýsingar um hvaðeina sem liðið var. Margt var skrafað og tíminn flaug. Er nú skarð fyrir skildi. Við leiðarlok er okkur efst í huga þakklæti fyrir góðar stundir og umhyggju mætrar konu. Blessuð sé minning Ásu frænku. Ásdís og Anna Guðný Ásgeirsdætur. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta aldrei framar spjallað við elsku Ásu, hvorki kíkt til hennar né slegið á þráð- inn til hennar eins og ég gerði svo oft á síðastliðnum árum eft- ir að við hjónin fluttum til Kor- síku. Það var svo gaman að skiptast á sögum við hana, frá ferðalögum og öðrum upplifun- um. Ég var átta ára þegar Gunn- ar afi kynntist Ásu og vandaðri konu hefði hann ekki getað fundið. Ása var eintaklega glæsileg, ungleg í útliti og í anda og ævinlega prúðbúin frá toppi til táar. Þar svo fallegt að sjá þau saman. Þau voru dugleg að ferðast, spila, dansa og njóta lífsins á allan hátt. Þau kölluðu fram það besta hvort í öðru. Afi laðaði fram brosið hennar með góðlátri glettni og hún ýtti und- ir glæsibraginn hjá honum, gætti þess að hann væri ávallt fínn í tauinu, ekki síst eftir að blindan fór að hrjá hann og kannski ekki eins auðvelt fyrir hann að sjá hvað færi vel sam- an. Það bætti alltaf skapið að kíkja í kaffi til þeirra. Þau voru gestrisin og ávallt með bakkelsi á borðum þegar von var á gest- um, sem voru ansi tíðir á fal- lega heimilinu þeirra. Þau voru áhugasöm um menn og málefni og endalaust gaman að spjalla við þau um heima og geima. Ása var mjög fróð um flesta hluti og með eintaklega gott minni. Það var erfitt að slá henni við hvað það varðar og að vinna viskubikar ber þess kannski best vitni. Hún var trygg sínum nánustu, jákvæð og umburðarlynd og hallmælti aldrei nokkrum manni. Ása mun alla tíð eiga stóran sess í hjarta mínu og ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Við hjónin vottum ástvinum öllum innilegustu samúð. Guðrún Anna Matthías- dóttir og Raphaël Leroux. Nú hefur elsku Ása kvatt þennan heim og komin í faðm framliðinna ástvina. Það var árið 1975 sem pabbi kynnti mig fyrir kærustunni sinni, eins og hann kallaði hana alltaf. Ég man hvað hún var glæsileg, smekklega klædd og bar sig vel. Það var yndislegt að sjá hvað þau blómstruðu saman. Þau ferðuðust mikið saman, fóru meðal annars margar ferðir til Spánar. Þeim þótti líka gaman að dansa, en það var einmitt á dansiballi sem þau hittust fyrst. Ása fylgdist vel með þjóð- málum og var einstaklega minnug. Oft ef mig vantaði upplýsingar um hvers kyns málefni hringdi ég í Ásu, hún var eins og fjölfræðibók sem hægt var að fletta í. Hún var mikil smekkmann- eskja og sérstaklega gaman að fara með henni í fatabúðir. Þá var mikið spáð í hvað væri ný- móðins. Hún saumaði líka sjálf og prjónaði mikið á yngri árum. Ég er svo heppin að eiga af- skaplega fallega lopapeysu sem hún gaf mér. Ég átti einstaklega góð sam- skipti við Ásu, ekki síður eftir að pabbi dó. Hún sýndi mér og fjölskyldunni mikla væntum- þykju, spurði alltaf frétta af börnunum og barnabörnunum og jafnvel þó að heilsan hafi ekki alltaf verið upp á sitt besta þessi síðustu ár reyndi hún allt- af að mæta í fjölskylduboðin. Pabbi var mjög stoltur af Ásu sinni og gekk alltaf með mynd af henni í veskinu. Ég leyfi mér að birta vísu sem hann orti til hennar: Í Brautarholti fjögur ég fann fegurstu ástina mína. Bæði huga og hjarta mitt vann, með heillandi töfrana sína. Fáeinum dögum áður en hún lést kom ég að henni að borða inni í matsal og dáðist að því í huganum hvað hún sat teinrétt við borðið, með fallega gráa hárið sitt fléttað niður á bak. Hennar verður sárt saknað en góðu minningarnar lifa að eilífu. Ég votta ættingjum innileg- ustu samúð. Sigríður Ísól og fjölskylda. Ása G. Sæmundsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar Dr. Pétur Pét- ursson biskup (1808-1891), son- ur hins góðfræga síra Péturs pró- fasts Péturs- sonar á Víðivöll- um og bróðir Brynjólfs Fjöln- ismanns, gaf út bænakver þar sem í morgun- bæn á miðvikudegi er þetta ákall að finna: „Styrktu mig í stöðuglyndi og þolinmæði svo að ég með auðsveipni taki hverju því, sem þú lætur mér að höndum bera og trúi því staðfastlega að mótlæti og þjáningar eru meðul í þinni mildiríku hendi til að losa hjarta mitt við hé- góma veraldarinnar og draga það nær þínu himneska föð- urhjarta, trúi því stað- fastlega, að mótlætingar þessa tíma eru léttvægar í samanburði við þá eilífu og óumræðilegu sælu, sem þú hefur mér fyrirhugað í þínu himneska dýrðarríki. Amen.“ Hér er Guð beðinn um trú. Og trú er nýtt líf í fyllsta skilningi þeirra orða; höfð um ævi mannsins, sem lifað er við orð fyrirgefningarinnar, sem Jesús ávann okkur. Þetta líf trúarinnar er „endurnýjungin“, endurreisn hinnar ásköpuðu guðs- myndar. Það er fullkomið, kristið mannlíf, allt miðað við Krist og fyrirgefningu hans. Það er syndlaust af því að trú- in getur ekki syndgað. „Hver sem af Guði er fæddur syndg- ar ekki, því að það sem Guð hefur í hann sáð varir í hon- um. Hann getur ekki syndgað af því að hann er fæddur af Guði (I. Jóh. 3:9).“ En sá, sem í trúnni á þetta fullkomna og syndlausa líf í Kristi, er samt ekki fullkom- inn og syndlaus. Hann er „si- mul justus et peccator“, eins og Lúther orðaði það (rétt- látur og syndari í senn). Hann á nýja lífið í Kristi, en býr samt við sífellt andóf hins gamla manns (hins synduga eðlis). Þess vegna verður hann, eins og Kristur sjálfur, að þola reiðina og sektina – og deyja. En í trúnni má hann treysta því, að lífið nýja, sem Kristur færir með fyrirgefn- ingu sinni, á að rísa upp á efsta degi. Það synduga og upp- reisnargjarna líf, sem hann hefur örvað og glætt með synd sinni, eigingirni og sjálfsréttlætingu, á aftur á móti að deyja og verða til moldar borið í kirkjugarðinum. Fagnaðar- erindið boðar, að andstreymið sem Guð lætur okkur mæta sé í þágu end- urreisnar okkar, verkfæri líf- gjafarinnar. Það mótdræga, raunirnar og armæðan öll, þetta á að ganga af hinum gamla Adam dauðum, öðru- vísi fær manneskjan ekki ris- ið upp til eilífs lífs. Þegar við heyrum þetta gleðjumst við og tökum með þökkum á móti þjáningunni, fögnum hverri mannraun, en erum staðföst í bjargfastri von um upprisuna. Upprisuvonin birtist í því, að við höldum okkur fast og óbif- anlega í lífið frá Guði, þegar annarleg öfl dauðans herja á okkur. Í konungsveldi Krists og í trúnni á hann verða allir hlut- ir nýir! En þá lifum við líka í stöðugri baráttu; hinn gamli maður er dæmdur og deydd- ur, en hinn nýi maður er náð- aður og reistur upp frá dauð- um. Þessu stríði lýkur ekki fyrr en vér deyjum með Kristi og rísum upp með honum. Síra Hallgrímur Pétursson, eini stórsnillingurinn sem við Íslendingar höfum eignast, hann, sem einn skálda hefur sagt dauðanum að koma sælum, kveður í 22. versi 1. Passíusálms síns: Iðrunartárin ættu vor öll hér að væta lífsins spor. Gegnum dauðann með gleði og lyst göngum vér þá í himnavist. Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » „Mótlæti og þjáningar eru meðul í þinni mildi- ríku hendi til að losa hjarta mitt við hégóma verald- arinnar.“ Höfundur er pastor em- eritus. Gildi mótlætis Formaður Landverndar krefst þess fyrir hönd um- hverfissinna að ríkisstjórnin lýsi yfir neyð- arástandi í loftslags- málum (Mbl. 10. nóv. sl.), en það er virkj- unarbann þeirra sem á mesta sök á loftslagsvand- anum, einkum kjarn- orkubannið. Orkuverð hefur margfald- ast í Evrópu og verði ekki breyting þar á stefnir í óða- verðbólgu í ESB sem mun breiða sig til Íslands. Þrýsti- minnkun í gasholum Gasprom í Rússlandi hefur bitnað hart á ESB. Verð á húshitun hefur margfaldast. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Landverndar er nú umhverfisráðherra og hefur ekkert fram að færa nema blekkingar í loftslags- málum og friðunaraðgerðir í tugatali til að koma í veg fyrir virkjanir. Nei-pólitík umhverfissinna er nú orðin 40 ára gömul og allan þann tíma hefur CO2 safnast fyrir í andrúmsloftinu á vaxandi hraða. Magnið er nú orðið svo mikið að nægir í 12° hlýnun þótt öll losun væri stöðvuð á morgun. Hvort það verður ræðst í hafinu. Neyð- arástand? Því ekki? Það eru réttir aðilar að biðja um það. Jónas Elíasson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Loftslag og umhverfissinnar Jónas Elíasson Ljósmynd/NASA Jörðin séð úr geimnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.