Morgunblaðið - 17.11.2021, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021
✝
Svavar Þór
Svavarsson
fæddist í Reykjavík
29. nóvember 1980.
Hann lést 3. nóv-
ember 2021.
Foreldrar Svav-
ars eru Sæbjörg
María Vilmunds-
dóttir, f. 10.4. 1940,
og Svavar Svav-
arsson, f. 29.5.
1937, d. 22.1. 2007.
Systkini hans eru Lárus Svav-
arsson, f. 31.12. 1969, og Kristín
Þorsteinsdóttir, f. 25.7. 1962.
Svavar kvæntist Pathumrat-
tönu Svavarsson 30.4. 2007 og
eiga þau börnin
Ísabellu Ósk, f.
26.4. 2012, og Svav-
ar, f. 18.12. 2016.
Útför Svavars
fer fram frá
Grindavíkurkirkju
í dag, 17. nóvember
2021, klukkan 13.
Vegna covid-
takmarkana verða
einungis nánustu
aðstandendur við-
staddir en beint streymi verður
frá útför:
https://youtu.be/WieKuWoAmmQ
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Aldrei hefði mér dottið í hug
að ég sæti við að skrifa minn-
ingargrein um Svavar bróður
minn, stóran og hraustan mann,
rétt rúmlega fertugan, en það
er ekki spurt að því hver er
næstur. Hugurinn reikar til
baka og ég man eins og gerst
hafi í gær þegar pabbi kom einn
sunnudagsmorgun og settist við
rúmstokkinn hjá mér, frekar
vandræðalegur, og sagðist
þurfa að ræða aðeins við mig.
Fór svo að tala um hvað mamma
væri búin að vera lasin og ekki
alveg eins og hún ætti að sér að
vera, ég fór að hafa áhyggjur af
því hvort hann ætlaði að segja
mér að hún væri alvarlega veik.
Svo loksins stundi hann því upp
að hún væri ófrísk og mér létti
mikið, en sú staðreynd að ég er
18 árum eldri en barnið sem var
væntanlegt var ástæða þess að
pabba fannst erfitt að segja mér
frá því. En svo kom að því að
drengurinn fæddist, myndar-
legur og duglegur.
Svavar var alltaf mikill bíla-
karl og gaf ég honum fyrsta bíl-
inn sem hann gat keyrt sjálfur
þegar ég fór í siglingu til Eng-
lands en það var flottur rauður
rafmagnsjeppi, honum fannst
nú ekki leiðinlegt að rúnta á
jeppanum og bauð stundum vin-
konu sinni í næsta húsi á rúnt-
inn. Svavar var mjög duglegur
krakki og þurfti að hafa mikið
fyrir stafni; hann tíndi dósir og
flöskur þegar var farið að
greiða skilagjald fyrir þær og
átti alltaf pening. Hann kynntist
yndislegum manni sem hét
Gestur sem var að kaupa og
gera við bíla í skúr við heimili
sitt á Vesturbrautinni, þeir urðu
miklir mátar og má segja að
áhugi hans á bílabraski hafi
byrjað þar enda ólst hann nán-
ast upp í skúrnum hjá Gesti.
Fyrsta bílinn keypti hann fyrir
fermingu, það var rauð Lata
station, og þá varð ekki aftur
snúið. Hann átti líka annan
dásamlegan mann að vini og var
tíður gestur hjá honum Bangsa í
Bárunni, þeir voru alltaf miklir
vinir og ræddu um alla heimsins
menn og málefni og allt þar á
milli. Samhliða bílaáhuganum
vann hann lengst af í fiskvinnslu
og mest á lyftara.
Hann ferðaðist mikið víða um
heiminn, einnig fór hann nokkra
hringi um Ísland og Vestfirðina.
Nú er komið að kveðjustund og
þó að við höfum ekki alltaf verið
sammála um hlutina þá er vænt-
umþykjan alltaf til staðar. Ég er
þess fullviss að vel hefur verið
tekið á móti þér í Sumarlandinu
og pabbi verið þar fremstur í
flokki. Hvíl í friði minn kæri.
Elsku Pui, Ísabella Ósk og
Svavar, elsku mamma og Lalli,
megi minningin um góðan eig-
inmann, föður, son og bróður
vera ljós í lífi um ókomin ár.
Kristín Þorsteinsdóttir.
Svavar Þór
Svavarsson
gerði ekki mikið mál úr hlut-
unum. Amma var hörkukona
sem var í handbolta, átti marg-
ar vinkonur, tók sénsa með afa
í atvinnulífinu og hélt á lífi
mörgum góðum hefðum í fjöl-
skyldunni. Ég get ekki nema
vonað að ég verði jafn ótrúlega
góð amma og hún einn daginn.
Amma var hress og lífsglöð
fram á síðasta dag. Alltaf stutt
í húmorinn og hlátur. Ég kveð
ömmu með sorg og miklu þakk-
læti. Takk amma mín fyrir að
auðga líf mitt og gera mig að
betri manneskju.
Þín dótturdóttir,
Perla Njarðardóttir.
Elsku besta amma mín. Nú
þegar þú ert farin frá okkur
koma upp í hugann svo margar
yndislegar minningar. Þú varst
alltaf svo góð og dugleg að gera
eitthvað með fólkinu þínu og
okkur barnabörnunum á meðan
heilsan leyfði.
Ekkert fannst mér skemmti-
legra en að mæta annan hvern
sunnudag til ykkar afa í mat-
arboð og hitta alla stórfjöl-
skylduna þar sem mikið var
spjallað og hlegið. Það er ykkur
afa að þakka hversu náin og
samheldin fjölskyldan er og
fyrir það er ég ykkur ævinlega
þakklát. Þú hélst þessi mat-
arboð í ótal mörg ár eins og
ekkert væri auðveldara sem
mér fannst alltaf svo aðdáun-
arvert og eitthvað sem ég mun
taka mér til fyrirmyndar.
Prjónaskapurinn einkenndi
þig svo mikið, alltaf með prjón-
ana á lofti að prjóna fallegar
flíkur fyrir fólkið þitt eins og
þér einni var lagið. Allt sem þú
bakaðir var líka svo gott og
finnst mér enginn baka betri
pönnukökurnar en þú gerðir og
komst svo oft með óumbeðin í
ófáar veislurnar sem alltaf
gerðu mikla lukku. Sundferð-
irnar með þér eru óteljandi og
voru alltaf jafn skemmtilegar.
Mér er svo minnisstæð síðasta
sundferðin okkar þegar við
frændsystkinin fórum saman
með þér í uppháhalds Grafar-
vogslaugina þína. Þú varst svo
stolt af okkur og vildir helst
láta alla í sundlauginni vita að
við værum sko barnabörnin
þín. Þannig varstu amma mín,
mikið að hrósa og svo stolt af
þínu fólki. Þótt það sé erfitt að
hugsa til þess að við hittumst
ekki aftur og ég fái ekki eitt
ömmukram í viðbót þá hugga
ég mig við það að nú ertu kom-
in í hvíldina þína.
Ég elska þig amma.
Þín
Soffía Dögg.
Í dag kveðjum við ástkæra
vinkonu okkar hana Perlu sem
lést þann 5. nóvember sl. 81 árs
að aldri. Við kynntumst henni
fyrir rúmum 65 árum í hand-
boltanum í KR. Margar af okk-
ur voru saman í Gaggó Vest og
skólafélagarnir plötuðu okkur í
KR af því að það vantaði stelp-
ur í félagið og fljótlega vorum
við svo komnar í meistaraflokk
félagsins. Árin 1954-1961 sner-
ist allt lífið um handbolta. Við
æfðum tvisvar í viku og keppt
var um helgar. Blómaskeið
handbolta kvenna og karla í
KR var á þessum árum og
þarna myndaðist frábær vin-
átta enda félagslífið öflugt.
Þarna voru frískar og skemmti-
legar stelpur eins og Maja
kapteinn, Hrönn, Inga Magg,
Ella Helga og Laulau. Á næstu
árum bættust svo í hópinn
Gerða, Vildís, Bára, Alla,
Guðný og Perla og síðar komu
Erna, Gulla, Erla og Maja júní-
or og fleiri stelpur. Liðið okkar
var mjög sterkt á þessum árum
og helstu andstæðingarnir voru
Ármenningar. Við urðum Ís-
landsmeistarar utanhúss árin
1954, ’55, ’58, ’59 og ’60 og unn-
um tvöfalt árið 1955 úti og inni
og þrefalt árið 1959, þ.e.a.s.,
Reykjavíkur- og Íslandsmeist-
arar úti og inni. Á sama tíma
voru Perla og Gerða að æfa og
keppa í körfubolta með ÍR.
Þær urðu Íslandsmeistarar
tvisvar með þeim árin 1957 og
5́8. Perla lék einnig í landsliði
Íslands árið 1959 þegar keppt
var í Þrándheimi á Norður-
landamóti, þar sem landsliðið
lenti í 3. sæti og svo í Vesterås
í Svíþjóð 1960 í 2. sæti. Perla
var einstök á línunni og enga
höfum við séð lárétta eins og
hana í skotstöðu enda frábær
línuspilari, með þeim betri og
mikill markaskorari.
Við fórum í nokkrar keppn-
isferðir á þessum tíma bæði
innanlands og utan. Tvær mjög
skemmtilegar ferðir fórum við
til Helsingör í Danmörku.
Seinni ferðin var að því leyti
óvenjuleg að hún var í senn
keppnis- og brúðkaupsferð
þeirra Perlu og Þróttarans
Matta.
Keppnisvöllurinn á Háloga-
landi var á þessum tíma að-
alskemmtistaðurinn, ekkert
sjónvarp, enginn gemsi og lítið
um skemmtanir. Stemningin á
Hálogalandi var því ólýsanleg
og stórkostlegur tími sem eng-
inn skilur nema þeir sem þar
voru viðstaddir. Áhorfendur
pakkaðir eins og síld í tunnu al-
veg upp í rjáfur og upp að hlið-
arlínum og því oft erfitt fyrir
keppendur að komast inn á
völlinn hvað þá að taka horn-
kast. Það var ekki heiglum
hent. Þetta var í þá daga en nú
er öldin önnur.
Perla var glæsileg og falleg
kona með fallegt bros. Hún
hafði mikla persónutöfra og út-
geislun og gekk í augun á
mörgum manninum en Matti
kom sterkur inn, sá og sigraði,
enda bráðmyndarlegur og sam-
an hafa þau gengið lífsveginn í
61 ár. Við minnumst hennar
með hlýhug.
Við stelpurnar sem hittumst
í KR þarna um árið eigum sam-
an ógleymanlegar minningar
um skemmtilegt tímabil í lífi
okkar allra. Við hittumst enn
mánaðarlega og meðan heilsan
leyfði mætti Perla ávallt kát og
glöð.
Við vildum geta tjáð vini
okkar Matta og fjölskyldu inni-
lega samúð okkar með orðum
en á slíkri stundu sem þessari
eru orðin einhvern veginn
hjómið tómt.
Blessuð sé minning hennar.
Fyrir hönd handknattleiks-
liðs KR 1954-1961,
Gerða og Erna.
Þær voru hver annarri glæsi-
legri mágkonur hennar
mömmu, en ég held að Perla
hafi borið af. Perla með fallega
brosið. Þegar ég var barn átti
ég heima norður í landi, þangað
komu Perla og Matti með börn-
in í lok veiðiferða og þá var
glatt á hjalla. En mínar minn-
ingar tengjast því þegar ég
dvaldi hjá þeim eitt vor, ég var
send suður til læknis í háls-
kirtlatöku, í kjölfarið varð ég
svo að vera fyrir sunnan á aðra
viku, ég fékk að vera hjá Perlu
og Matta í Safamýrinni. Þetta
er ferðin þar sem ég fékk að
kynnast stórborginni með
Viggó, fara í mjólkurbúðina,
kaupa mjólk í hyrnum, sjá í
fyrsta sinn nýsleginn 50 króna
pening og borða kexbrot úr
verksmiðju. En ég man þegar
Perla kom heim með kexið í
bréfpoka, daginn eftir laumuð-
umst við Viggó í pokann og ég
held bara að við höfum farið
langt með að klára. En í ferð-
inni kynntist ég líka mildri vor-
rigningu höfuðborgarinnar og
umferðarljósum.
Þegar við fluttum suður
bjuggum við í Blesugróf og þau
í Kúrlandinu, þá kom ég oft við
hjá þeim og fékk að lesa allar
unglingabækurnar hennar
Perlu og þær voru margar,
fékk að vera í friði í herbergi
niðri að lesa, gætti þess bara að
vera ekki á matartíma, því ég
vildi alls ekki láta bjóða mér í
bleikan fisk eins og nútíma-
börnin kalla sum hver silung og
lax sem voru oft þar á borðum.
Enda þau mikið veiðifólk. Ég á
líka minningar um að vera hjá
þeim í Kúrlandinu að brjóta
saman plötuumslög sem voru
prentuð í Grafík en þurfti svo
að handbrjóta og líma. Það var
gert yfir sjónvarpinu, fjölskyld-
an saman og stundum ég, en á
meðan prjónaði Perla líka heilu
peysurnar. Eins og margar
konur af hennar kynslóð féll
henni sjaldan verk úr hendi og
raunar finnst mér eins og Perla
hafi alltaf verið með prjóna ná-
lægt. Man líka eftir mömmu og
mágkonum hennar í eldhúsinu
heima, þar sem mikið var hleg-
ið og prjónað.
Annað sem breyttist þegar
við fluttum suður var að þá
kynntumst við jólaboðum í
fyrsta sinn, fyrir norðan áttum
við ekki fjölskyldu í bænum en
það breyttist við suðurkomuna.
Fjölskyldur Perlu og Matta
hittust á jóladag í Kúrlandinu,
fjölmennar báðum megin.
Stundum hef ég hugsað hvað
það var mikið álag; þau fyrst að
standa vaktina við að brjóta
saman kort og plötuumslög og
seinna þegar þau ráku búð sem
var, eins og aðrar búðir, opin á
Þorlák og aðfangadag. En allt-
af var boðið í Kúrlandinu.
Matta fjölskylda sat gjarnan
saman og Perlu fjölskylda sam-
an í stofunni. Þar var dansað í
kringum jólatré, jólasveinn
mætti og öll börn leyst út með
kramarhúsum sem amma gerði.
Minningar sem ylja og eru hluti
af bernskujólum. Það var gott
að vera með í fermingu í sumar
hjá Gunnhildi og finna að nú
vorum við fjölskyldan hennar
Gunnhildar, sátum saman fólk-
ið hennar úr móður- og föð-
urætt.
Það er farið að hausta hjá
elstu kynslóðinni í fjölskyld-
unni, tími sem fær okkur sem
yngri erum til að staldra við og
líta til baka. Til fólksins sem
mótaði okkur og hafði áhrif á
hver við erum í dag. Perla var í
þeim hópi og fyrir það er ég
henni ævinlega þakklát.
Kristín Dýrfjörð.
Fyrir um það bil fjörutíu ár-
um kynntumst við Perlu og
Matta sem síðar varð að ævi-
langri vináttu. Þau voru ná-
grannar okkar í Fossvoginum
og Matti og Björgvin voru sam-
an í Lionsklúbbnum Nirði. Á
þeim árum fór klúbburinn í úti-
legur á hverju sumri þar sem
börn og fullorðnir skemmtu sér
saman.
Þær eru ófáar veiðiferðirnar
sem farið var í, á silungasvæðið
í Vatnsdal og seinna í Grenlæk.
Í þessum ferðum voru líka vinir
og vandamenn og því oft glatt á
hjalla. Hefðbundin verkaskipt-
ing var í þessum ferðum; karl-
arnir fóru út að veiða og kon-
urnar voru heima við og sáu
um matseld. Perla var oftast
potturinn og pannan í þeirri
eldamennsku. Góðmennska
hennar kom líka í ljós því hún
undirbjó kaffikönnuna alltaf á
kvöldin (með kaffi og vatni) svo
karlarnir þurftu bara að ýta á
einn takka til að fá morgunsop-
ann áður en þeir lögðu í hann.
Okkur eru minnisstæðar
ferðir vestur á Illugastaði í
Skálmarfirði og á Patreksfjörð.
Illugastaðir eru gamalt eyðibýli
en búið er að byggja nýtt hús
þar. Þar er líka Skálmardalsáin
þar sem hægt var að æfa köst
en lítil veiði. Einn daginn gegn-
um við upp á hraunið fyrir ofan
bústaðinn, nutum náttúrunnar
og fylgdumst með smyrlafjöl-
skyldu sem lék listir sínar fyrir
okkur.
Í einni ferðinni á Patreks-
fjörð gistum við í Skápadal,
sem einnig var eyðijörð. Þar
var Perla í essinu sínu þegar
hún sá gömlu olíueldavélina. Á
henni harðsteikti hún silunga-
flök af nýveiddri bleikju úr
Sauðlauksdalsvatni. Þessi
bleikja var sú allra besta sem
við höfum nokkru sinni fengið.
Í annað sinn sem við vorum
á Patreksfirði fórum við í bíltúr
og keyrðum í Dýrafjörð og yfir
á Ingjaldssand þar sem Perla
hafði dvalið í sveit þegar hún
var ung. Hún hafði svo oft talað
um þessa fallegu sveit og ekki
varð hún fyrir vonbrigðum.
Esther á rætur að rekja á Ingj-
aldssand líka og gátu þær
spjallað fram og til baka um
þessa ferð. Síðan var ferðinni
heitið á Ísafjörð og allir fengu
sér ís. Keyrðum Dynjandisheiði
og Barðaströndina til baka og
lokuðum þar með þessum Vest-
fjarðahring.
Ár hvert þegar líða tók að
hausti hittumst við með bækl-
inga frá Þjóðleikhúsinu og
Borgarleikhúsinu, full eftir-
væntingar að sjá hvað væri í
boði og hvaða sýningar við ætt-
um að velja. Leikhúsferðirnar
voru ómissandi og skemmtileg-
ar og síðustu árin fórum við og
fengum okkur að borða fyrir
sýningu svo hægt væri að
spjalla og fá nýjustu fréttir af
börnum og barnabörnum. Þess-
um ferðum fór því miður fækk-
andi vegna heilsufars.
Við kveðjum Perlu, sem var
einstök. Hún var hlý, róleg og
hafði góða nærveru. Vonandi er
hún komin í sumarlandið. Við
sendum Matta, Viggó, Andra,
Gunnhildi, Gauta og þeirra fjöl-
skyldum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Esther og Björgvin.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
VALGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR
sálfræðingur,
lést á Landspítalanum fimmtudaginnn
11. nóvember. Útför hennar fer fram frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 13.
Boðið er upp á covid-próf í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, fyrir
þá sem ætla að vera viðstaddir, miðvikudaginn 17. nóvember
frá 12 til 14 og fimmtudaginn 18. nóvember frá 10 til 12.
Kári Stefánsson
Ari Kárason Kristín Björk Jónasdóttir
Svanhildur Káradóttir David Robert Merriam
Sólveig Káradóttir David Lea
Katrín Aradóttir, Ísól Aradóttir, Katla Aradóttir,
Markús Kári Merriam, Alexender Róbert Merriam,
Leó Kristján Merriam
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KARL JÓHANN ORMSSON
rafvirkjameistari,
lést föstudaginn 5. nóvember á Hrafnistu.
Útförin fer fram föstudaginn 19. nóvember
klukkan 10 frá Bústaðakirkju.
Útförinni verður streymt á
https://youtu.be/9WADHtuRpkl
Sigrún Karlsdóttir Magnús Björn Brynjólfsson
Eyþór Ólafur Karlsson Margrét Hanna Árnadóttir
Ormur Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
HEBA ÁSGRÍMSDÓTTIR
ljósmóðir,
Hamratúni 9, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn
8. nóvember. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 19. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar eru
vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri, í gegnum
gjafasjóð SAk. Kennitala sjóðsins er 490514-0230 og
bankareikningur 565-26-654321.
Vegna sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna fram á neikvætt
covid-hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst. Heimapróf
eru ekki tekin gild. Streymt verður frá athöfninni á Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – beinar útsendingar á Facebook.
Hallgrímur Skaptason
Skapti Hallgrímsson Sigrún Sævarsdóttir
Guðfinna Þóra Hallgrímsd. Sigurður Kristinsson
Ásgrímur Örn Hallgrímsson Lena Rut Birgisdóttir
Sólveig Hallgrímsdóttir Birgir Þór Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn