Morgunblaðið - 17.11.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Heitt á könn-
unni, kaffispjall kl. 10. Söngstund við píanóið með Helgu Gunnars kl.
13.45. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir
velkomnir.
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda. kl. 9-14. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Bónus-bíllinn, fer frá Árskóg-
um 6-8 kl. 12.55. Pílukast kl. 13. Dansleikfimi kl. 13.45. Hádegismatur
kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, velkomin. ir.
Sími 411-2600.
Boðinn Leikfimi Qi-gGong kl. 10.30. Handavinnustofa opnuð kl. 13.
Harmonikkuspil og söngur FELLUR NIÐUR! Sundlaugin er opin frá kl.
13.30-16.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Smíðaverkstæði
opið frá kl. 9-12.Tálgað með Valdóri frá kl. 9.15. Frjáls spilamennska
kl. 12.30-15.45. Opið kaffihús kl. 14.30.
Breiðholtskirkja Félagsstarf eldri borgara ,,Maður er manns gaman" er
kl. 13.15. Byrjum stundina kl. 12 með kyrrðar- og fyrirbænastund og
eftir hana er súpa og brauð. Í lok eldri borgara starfsins er svo kaffi og
meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Félagsstarfið fellur niður þessa vikuna vegna fjölda
smita í samfélaginu. Hittumst vonandi hress í næstu viku. Starfsfólk
Fossvogsprestakalls.
Dalbraut 18-20 Samverustund frá Laugarneskirkju kl. 14, verslunar-
ferð í Bónus kl. 14.40.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Skák í Jónshúsi kl. 10.30. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13.
Brids og tvímenningur í Jónshúsi kl. 12.30–15.30 FELLUR NIÐUR.
Stólajóga kl. 11 í Kirkjuhvoli. Gler kl. 13 í Smiðju Kirkjuhvoli. Vatnsleik-
fimi Sjálandi kl. 15 / 15.40 og 16.20. Zumba Gold kl. 16.30.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 10 til
11.15 botsía, opinn tími. Kl. 12-14.30 postulínsmálun á verkstæði. Kl.
13-15 félagsvist í aðalsal. Kl. 16-18 námskeið, Nafnlausi leikhópurinn.
Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldri borgara í dag, miðvikudaginn 17.
nóvember kl. 12. Helgistund í kirkjunni, fyrirbænir og söngur. Borðum
saman kjötbollur, kartöflumús með sveppasósu 1000 kr. Gunnlaugur
A. Jónsson prófessor ræðir um Jerúsalem, borgina helgu í máli og
myndum og tekur einnig með útskornar tréstyttur sem tengjast efn-
inu. Hlökkum til að sjá ykkur.
Gullsmári 13 Myndlist kl. 9. Botsía kl.10. Postulínsmálun kl. 13.
Kvennabrids kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
kl. 9-11. Ganga með Evu kl. 10-11 allir velkomnir. Útskurður með
leiðbeinanda kl. 9-12, 500 kr. skiptið.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Stóla jóga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl.
13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16.
Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins kl. 8.45 í Borgum, Glerlista-
námskeið með Fríðu kl. 9-12.30. Gönguhópar kl. 10, gengið frá Borg-
um og inni í Egilshöll, mismunandi styrkleikahópar. Hópsöngur fellur
niður í dag vegna Covid en kaffihúsið okkar opið frá kl. 14.30-15.30.
Qi-gong með Þóru kl. 16.30 í Borgum. Sóttvarnir í heiðri hafðar. Hag-
yrðingamótinu sem átti að vera á morgun er frestað.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er postulínsmálun í handavinnu-
stofu 2. hæðar kl. 9-12. Bókband er í smiðju 1. hæðar kl. 9-12.30 og
aftur kl. 13-16.30. Þá verður píla á 2. hæð kl. 10.30-11. Flóamarkaður á
2. hæð kl. 12.30-15.30. Myndlist verður í handavinnustofu 2. hæðar kl.
13-16. Dans með Vitatorgsbandinu kl. 14-15. Hlökkum til að sjá ykkur á
Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Leir á Skólabraut kl.
9. Botsía á Skólabraut kl. 10. Billjard Selinu kl. 10. Kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 12.Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Gler á neðri hæð
félagsheimilisins kl. 13. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á
Skólabraut kl. 13. Virðum almennar sóttvarnir og grímuskyldu þar
sem það á við.
intellecta.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Við Birna kynnt-
umst þegar við
störfuðum báðar í
alþjóðlegum sam-
tökum sem vinna að bættri stöðu
kvenna. Hún var í Zontaklúbbi
Selfoss og ég í Zontaklúbbi Ak-
ureyrar. Ég var svæðisstjóri fyr-
ir Ísland en hún var varasvæð-
isstjóri og tók svo við keflinu af
Birna Sesselja
Frímannsdóttir
✝
Birna Sesselja
Frímannsdóttir
fæddist 4. janúar
1931. Hún lést 23.
október 2021.
Birna Sesselja
var jarðsungin 3.
nóvember 2021.
mér. Þannig kynnt-
ist ég þessari
skemmtilegu, gáf-
uðu og fjölhæfu
konu. Hún var eldri
en ég og reyndari.
Hún hafði reynslu af
stjórnun og var svo
góð í mannlegum
samskiptum.
Það er margs að
minnast og þær
minningar eru góð-
ar og valda gleði og vellíðan. Það
er eftirminnilegt þegar við af-
hentum heilbrigðisráðherra vönd
af gulum silkirósum sem við vor-
um að selja til fjáröflunar. Ingi-
björg Pálmadóttir var ráðherra
og hún hafði verið nemandi Birnu
í barnaskóla á Hvolsvelli þannig
að með þeim urðu fagnaðarfund-
ir. Birna var dyggur og ráðhollur
félagi í öllu sem við tókum okkur
fyrir hendur. Við stofnuðum
Zontaklúbb á Ísafirði og þar
þekkti Birna aðstæður og fólk.
Þetta var mikið átak og vanda-
samt en fór vel af stað. Við kynnt-
umst mörgum duglegum og fjöl-
hæfum konum sem við erum enn í
tengslum við.
Við Birna áttum marga fundi
hérlendis og einnig erlendis með
stöllum okkar í umdæmi 13 sem
auk Íslands eru Danmörk, Nor-
egur og Litháen. Birna var góður
ferðafélagi. Hún var sannkölluð
heimsdama. Við sóttum umdæm-
isþing í Kaupmannahöfn og
heimsþing Zonta í París. Þingið í
París er eftirminnilegt. Við vor-
um tíu íslenskar Zontasystur sem
sóttum þingið. Við vorum flestar í
þjóðbúningi á hátíðakvöldverðin-
um og ég minnist þess sérstak-
lega hve Birna var glæsileg.
Vegna búsetu okkar hittumst við
Birna ekki mjög oft en höfðum
samband í síma og í tölvupósti og
alltaf fór vel á með okkur. Ég
gætti þess að halda henni upp-
lýstri um allt sem kom frá um-
dæmisstjóra svo að við værum
báðar með á nótunum.
Svo kom að því að Birna tæki
við af mér. Við hjónin fórum með
Zontagögnin heim til Birnu og
Trúmanns á heimili þeirra í
Hveragerði og áttum þar
skemmtilega kvöldstund með
þessum góðu hjónum.
Þessar minningar eru mér
mikils virði og mölur og ryð fá
þeim ekki grandað.
Nú er Birna laus við veikindin
og komin í sumarlandið og ég
gleðst yfir því og sendi fjölskyldu
hennar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Ragnheiður Hansdóttir.
✝
Karl Bjarnason
múrari fæddist
á Suðureyri við
Súgandafjörð 16.
nóvember 1940.
Hann lést á heimili
sínu í Hafnarfirði
3. nóvember 2021.
Foreldrar hans
voru Bjarni Guð-
mundur Friðriks-
son sjómaður, f.
31. júlí 1896 á
Flateyri í Önundarfirði, d. 5.
nóvember 1975, og Sigurborg
Sumarlína Jónsdóttir húsmóðir,
f. 23. apríl 1903 á Gelti í Súg-
andafirði, d. 6. apríl 1991. Karl
var tólfti í röð sextán systkina.
Látin eru óskírður drengur, El-
ísabet, Bergþóra, Ása, Friðrik,
Þórhallur, Andrés, Karl eldri,
Úlfhildur Jónasdóttir, f. 13.
október 1963. Stjúpsonur er
Hrafn Ingason, f. 22. september
1988, sonur er Hlynur, f. 15.
ágúst 2001. 3) Svanhildur, f. 28.
desember 1966. Maður hennar
er Anton Magnússon, f. 19.
mars 1966. Stjúpdóttir er Rakel
Ósk, f. 9. júlí 1991 og synir eru
Breki Már, f. 29. júlí 2003 og
Dagur Örn, fæddur 19. janúar
2009. 4) Lilja Guðríður, f. 31.
mars 1975. Maður hennar er
Jónas Þór Oddsson, f. 3. októ-
ber 1977. Börn þeirra eru
Magni Snær, f. 9. mars 2003,
Sunna Katrín, f. 4. júlí 2006 og
Karl Oddur, f. 28. október
2011.
Jarðsett verður 17. nóv-
ember 2021 klukkan 13.
Streymt verður frá athöfn-
inni:
https://youtu.be/OTFOB0wi338
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Sigríður, Eyjólfur
og Anna. Á lífi eru
Páll, Arnbjörg,
Borghildur og Her-
mann.
Hinn 28. desem-
ber 1963 giftist
Karl Hildi Þor-
steinsdóttur, f. 3.
júlí 1944, frá Góu-
stöðum á Ísafirði.
Börn þeirra eru: 1)
Auður, f. 4. maí
1962. Maður hennar er Erling
Pétur Erlingsson, f. 29. apríl
1964. Börn þeirra eru Erling
Karl, f. 1. desember 1987, maki
hans er Hildur Björk Pálsdótt-
ir, f. 5. mars 1993, Atli Freyr, f.
6. júní 1989 og Hildur, f. 27.
júní 1998. 2) Þorsteinn Sveinn,
f. 21. maí 1963. Kona hans er
Elsku pabbi, það er sárt að
þurfa að kveðja og svo mikið sem
við hefðum viljað segja. Frá því
við vorum krakkar höfum við
heyrt svo oft frá fólki hversu
góður og hlýr maður pabbi okkar
var. „Eruð þið krakkarnir hans
Kalla, vitið þið að hann pabbi
ykkar er alveg einstakur mað-
ur?“ Það var alveg rétt, þú varst
einstakur, alinn upp á einum af-
skekktasta vita landsins, Galtar-
vita, í mjög stórum systkinahópi.
Æskusögur þínar voru því sann-
kallaðar ævintýrasögur, drag-
andi kú yfir Göltinn og veiðandi
silunga með höndunum einum
saman.
Það eina sem pabbi talaði um
með eftirsjá var skortur á skóla-
göngu því hann byrjaði ekki í
grunnskóla fyrr en fjölskyldan
flutti til Suðureyrar þegar pabbi
var 11 ára. Pabbi lagði því alla tíð
áherslu á menntun við okkur
systkinin. Þrátt fyrir þetta tókst
pabba engu að síður að klára
múriðn í Iðnskólanum í Reykja-
vík. Pabbi kynntist mömmu 1961
og byrjuðu þau búskap sinn á
Suðureyri. Áhugi pabba á múr-
iðn varð hins vegar til þess að
þau fluttu til Reykjavíkur 1967.
Að náminu loknu vann pabbi við
uppbyggingu Norðurbæjarins í
Hafnarfirði og sú vinna leiddi til
þess að fjölskyldan fluttist í
Hafnarfjörðinn 1972. Múriðnin
hefur því verið örlagavaldur í lífi
fjölskyldu okkar. Pabbi og
mamma bjuggu síðan alla tíð í
Hafnarfirði og þrjú af okkur
systkinunum búa þar enn og það
fjórða hefur eingöngu lagt í að
flytja til Garðabæjar.
Það eru 60 ár síðan pabbi og
mamma kynntust, á dánardegi
pabba voru komin 59 ár síðan
þau settu upp hringana. Allan
þennan tíma hafa þau verið ótrú-
lega samheldin hjón, enda hefur
mamma alltaf dekrað við hann
„Kalla sinn“.
Þó svo að pabbi hafi unnið
mikið alla tíð voru áhugamálin
mörg og það sem við minnumst
hans helst fyrir. Pabbi var mikill
íþróttamaður, keppti í frjáls-
íþróttum á yngri árum, bridds,
badminton og svo tók golfið við
árið 1974, fyrst í Öndverðarnesi
og svo einnig í golfklúbbnum
Keili í Hafnarfirði. Golf var á
þeim tíma ekki jafn vinsæl íþrótt
og hún er í dag og fengum við
systkinin oft athugasemdir um
hvaða furðulega íþrótt þetta væri
nú sem foreldrar okkar væru að
eltast við út um allt land! Í golf-
inu fundu mamma og pabbi sam-
eiginlegt áhugamál sem átt hefur
hug þeirra alla síðustu áratugina.
Þrátt fyrir íþróttaafrekin var
pabbi alltaf hógvær og rólegur
maður sem skipti sjaldan skapi.
Hann var samt hnyttinn í tilsvör-
um og með mikið keppnisskap
sem sást vel á golfvellinum þegar
illa gekk og í ótrúlegri vand-
virkni í vinnu, því pabbi var
þekktur fyrir hæfileika í flísa-
lögnum.
Pabbi hafði ótrúlega góða
nærveru og laðaðist fólk að hon-
um úr öllum áttum. Hann fór
aldrei í manngreinarálit og tók
öllu fólki opnum örmum. Pabba
var annt um fólkið sitt umfram
allt, alltaf áhugasamur um hvað
börnin og barnabörnin væru að
gera, alltaf pínu áhyggjufullur
líka yfir hvort ekki væri allt í lagi
með alla. Það er sárt að fá ekki
meiri tíma með þér og erfitt að
trúa því að þessi hola í hjartanu
sé komin til að vera. Við vitum
samt að þú hefðir viljað að við
héldum áfram að njóta lífsins,
hugsa um mömmu og okkar nán-
ustu og sjá fegurðina í litlu hlut-
unum.
Við huggum okkur við að fólk-
ið þitt hefur tekið vel á móti þér í
sumarlandinu, þar sem þú spilar
örugglega golf með Seve Bal-
lesteros og færð þér svo heitt
súkkulaði og jólaköku eftir 18
holurnar.
Við sjáumst síðar elsku pabbi,
góða nótt og sofðu rótt.
Meira á www.mbl.is/andlat
Auður (Auja), Þorsteinn
(Steini), Svanhildur
(Svana) og Lilja.
Vinur minn og mágur Kalli
Bjarna frá Súgandafirði er dá-
inn. Fréttin af andláti hans var
þungt áfall sem enginn átti von á.
Daginn áður hafði hann verið að
spila bridge í Hraunseli hér í
Hafnarfirði.
Var ekkert þá við heilsu hans
að athuga, hún var svipuð og áð-
ur. Mikill harmur fylgir andláti
manns eins og hann var, góð-
menni, hjartahlýr og hvers
manns hugljúfi. Ekki minnist ég
þess að hafa heyrt hann nokkurn
tíma leggja illt orð til annarra
manna, þvert á móti var hann
sannkallaður drengskaparmaður
og prúðmenni.
Tíu ára gamall flytur hann frá
Galtarvita, þar sem pabbi hans
var vitavörður, og kom til Suður-
eyrar, þar sem hann bjó þar til
þau hjónin flytja suður árið 1966.
Hann ólst upp við öll hefðbundin
störf í litlu sjávarþorpi. Stundaði
línubeitingar og þótti fljótur að
beita og var vandvirkur og vann
öll önnur störf sem til féllu í
þorpinu.
Þegar suður kom fór hann í
Iðnskólann og lærði múraraiðn
og þótt mjög góður þar. Fljót-
lega fór hann að vinna í álverinu í
Straumsvík og vann þar lengst
af. Síðustu árin var hann orðinn
nokkuð slæmur í lungunum og
ekki hefur sementsrykið bætt
það.
Kalli giftist góðri konu og var
hamingjumaður í einkalífi sínu.
Þau hjónin eignuðust fjölda af-
komenda, dugnaðar- og myndar-
fólk. Í mörg ár spilaði hann bad-
minton með vinum sínum og var
hann einnig liðtækur golfspilari
og voru þau hjónin samstiga þar.
Síðustu árin var hann mikill
brigde-áhugamaður og var góður
spilari. Margar góðar stundir
áttum við hjónin á heimili þeirra
hjóna og eins komu þau oft til
okkar og er margs að minnast
frá þeim stundum og allri sam-
leið okkar í gegnum tíðina.
Nú þegar þú vinur ert kominn
í Sumarlandið veit ég að þér
muni líða vel.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(B.J.)
Við hjónin vottum Hildi og öll-
um aðstandendum okkar innileg-
ustu samúð.
Eðvarð Sturluson.
Mánudaginn 1. nóv. bárust
okkur þær sorgarfréttir að vinur
okkar og frændi Kalli Bjarna
hefði látist. Það var eins og tím-
inn stæði í stað og við vissum
ekki í hvorn fótinn við áttum að
stíga. Á svipstundu hurfu vænt-
ingar um fleiri samverustundir.
Vinátta okkar Kalla hófst fyrir
þó nokkrum áratugum er við
nokkrir frá Súganda hóuðum
okkur saman til að spila brids
heima hjá hver öðrum, nokkuð
sem við gerðum í allmörg ár. Í
kjölfarið stofnuðu eiginkonur
okkar saumaklúbb sem átti held-
ur betur eftir að láta til sín taka.
Þær voru ófáar ferðirnar sem við
fórum bæði innanlands og er-
lendis. Ein sú fyrsta var ferð
með fjölskyldum okkar í Þórs-
mörk, síðan ferðir í sumarbú-
staði, allt ógleymanlegt. Fljót-
lega voru eiginkonurnar búnar
að raða niður viðburðum fyrir
okkur yfir árið, má þar nefna
þorrablótin, verslunarmanna-
helgarfagnað í Vinó, haustgrillin
að ógleymdum gamlárskvölds-
fagnaði að okkar hætti. Fljótlega
féll Kalli fyrir golfíþróttinni enda
mikill íþróttakappi og keppnis-
maður frá unga aldri. Golfið
stundaði hann af kappi allt fram
undir það síðasta. Við Kalli átt-
um því láni að fagna að spila
nokkra hringi saman og áttum
við frændurnir það til að blóta
ansi hressilega þegar kúlan fór
ekki þá leið sem við vildum. Allt
var þetta hluti af leiknum hjá
okkur og hentum við gaman að
því eftir á. Önnur íþrótt sem
tengdi okkur enn meir saman
var badminton sem við stunduð-
um um áratuga skeið. Eftir bad-
mintontímana settumst við allir
félagarnir niður og spjölluðum.
Eftir að við hættum í badmin-
toni, héldum við þessum sam-
verustundum áfram fram að
þessu. Af þessu má sjá að þær
voru fjölbreyttar samverustund-
irnar hjá okkur. Það voru for-
réttindi að fá að ganga með Kalla
lífsins veg og að hafa fengið að
njóta kærleiksríku návistar hans,
glaðværðar og sterkrar vináttu
sem ríkti alla tíð. Við vitum ekki
á hvaða ferðalagi Kalli er núna
en hann mun alltaf vera í hjört-
um okkar og sársaukann sem
fylgir að hafa misst góðan vin og
frænda munum við nýta til að
ylja okkur yfir minningunum.
Elsku Hildur, við hjónin og fjöl-
skylda okkar sendum þér og fjöl-
skyldu þinni okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi Guð leiða
ykkur úr sorginni og blessa ykk-
ur.
Jón H. og Hólmfríður.
Karl Bjarnason