Morgunblaðið - 17.11.2021, Side 23

Morgunblaðið - 17.11.2021, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021 _ Knattspyrnumaðurinn Sindri Snær Magnússon er genginn til liðs við Keflavík. Sindri, sem er 29 ára gamall, skrifaði undir tveggja ára samning við Keflvíkinga. Hann hefur leikið með ÍA á Akranesi frá árinu 2019 en hann þekk- ir vel til í Keflavík eftir að hafa leikið með liðinu tímabilin 2014 og 2015. Alls á hann að baki 143 leiki í efstu deild með ÍA, ÍBV, Keflavík og Breiða- blik en hann er uppalinn hjá ÍR í Breið- holti. _ Isabella Ósk Sigurðardóttir, leik- maður Breiðabliks í körfuknattleik kvenna, er ekki enn byrjuð að æfa á ný vegna meiðsla sem hún varð fyrir í fyrsta leik tímabilsins gegn Fjölni í úr- valsdeild kvenna, Subway-deildinni. Isabella Ósk sneri sig á ökkla í leiknum og leiddi myndataka síðar í ljós að það hafði flísast úr beini í ökklanum er hún sneri sig. Fer hún í nánari skoðun í dag og kemur þá í ljós hvenær hún muni geta hafið æfingar að nýju. Breiðablik er með 2 stig í sjöunda og næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu sex leiki sína. _ Óttar Bjarni Guðmundsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Leikni úr Reykjavík. Óttar Bjarni, sem er 31 árs gamall, kemur til félagsins frá ÍA þar sem hann hefur leikið frá árinu 2019. Alls á hann að baki 92 leiki í efstu deild með ÍA, Stjörnunni og Leikni. Leiknismenn, sem voru nýliðar í efstu deild á síðustu leiktíð, höfnuðu í áttunda sæti deildarinnar með 22 stig. _ Hin bandaríska Micaela Kelly er gengin til liðs við kvennalið Breiða- bliks í körfuknattleik. Kelly er ætlað að fylla skarð Chelsey Shumpert sem var látin fara frá liðinu á dögunum. Kelly er væntanleg til landsins á morgun og verður hún orðin lögleg með liðinu þegar Breiðablik tekur á móti Fjölni á sunnudaginn kemur í úrvalsdeildinni, Subway-deildinni, í Smáranum. _ Samband enskra neðrideildaliða í knattspyrnu, EFL, hefur tilkynnt að B- deildarliðið Derby County muni missa níu stig til viðbótar við þau tólf sem voru dregin af liðinu í haust eftir að það fór í greiðslustöðvun. Derby getur svo misst þrjú stig til viðbótar uppfylli það ekki viss skilyrði sem tengjast samkomulagi milli sambandsins og fé- lagsins. Báðar ákvarðanir eru endan- legar og getur Derby því ekki áfrýjað stigamissinum. Því blasir fall niður í C- deildina við Derby, sem er eftir úr- skurð gærdagsins með -3 stig á botni B-deildarinnar, 18 stigum frá öruggu sæti. _ James Milner, Jordan Henderson og Sadio Mané tóku allir þátt í æfingu enska knattspyrnufélagsins Liverpool í gær. Mané tók virkan þátt í æfing- unni en þeir Henderson og Milner æfðu með sjúkraþjálfara liðsins. Liverpool tekur á móti Arsenal í stórleik ensku úrvals- deildarinnar á laug- ardaginn kemur en margir leikmenn Liverpool eru að glíma við meiðsli þessa dagana og ber hæst þá Andy Robert- son, Joe Gomez, Naby Keita og Curtis Jones. Eitt ogannað Birgir Már Birgisson skoraði sjö mörk fyrir FH þegar liðið vann öruggan 33:26-sigur gegn Stjörn- unni í úrvalsdeild karla í hand- knattleik, Olísdeildinni, í TM- höllinni í Garðabæ í áttundu um- ferð deildarinnar í gær. FH-ingar voru sterkari aðilinn allan tímann og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 15:11. FH jafnar Val að stigum í öðru sæti deildarinnar en bæði lið eru með 11 stig en Valur á leik til góða á FH. Stjarnan er hins vegar í fimmta sætinu með 10 stig líkt og ÍBV og Afturelding. Hafnfirðingar í þriðja sætið Morgunblaðið/Eggert Mark Birgir Már Birgisson var ill- viðráðanlegur í Garðabænum í gær. Ásta Björt Júlíusdóttir fór á kostum fyrir Hauka þegar liðið vann 30:27- sigur gegn HK í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Kórnum í Kópavogi í áttundu um- ferð deildarinnar í gær. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Haukar sigu fram úr um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddu 17:11 í hálfleik. Haukar eru með 9 stig í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en Íslandsmeistarar KA/Þórs, en HK er í fimmta sætinu með 7 stig, þremur stigum meira en Stjarnan. Morgunblaðið/Eggert Skot Birta Lind Jóhannsdóttitr skoraði fimm mörk í Kórnum. Skoraði tíu mörk í Kórnum U21 Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska U21-árs landsliðið í knatt- spyrnu karla mátti þola tap með minnsta mun, 0:1, gegn Grikklandi þegar liðin mættust í Trípóli þar í landi í D-riðli undankeppni EM 2023 í gær. Í lokuðum fyrri hálfleik, þar sem sterkur varnarleikur var í algleymingi hjá báðum liðum, komust heimamenn yfir á 36. mínútu með marki úr víta- spyrnu. Hún var dæmd eftir að Finnur Tómas Pálmason braut á Ioannis Bo- tos innan vítateigs og Ioannis Michai- lidis skoraði af öryggi úr spyrnunni. Strax í upphafi síðari hálfleiks virt- ist hagur íslenska liðsins ætla að vænkast þar sem Georgios Kanello- poulos fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Ísland lék því einum fleiri í hálfleiknum en sem fyrr gekk erfiðlega að brjóta þéttan varnarmúr Grikkja á bak aftur. Eftir góða sókn Íslands á 69. mínútu var hins vegar brotið á Hákoni Arnari Haraldssyni innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Brynjólfur Willumsson tók hana en föst ristarspyrna hans hafnaði í utan- verðri stönginni. Í uppbótartíma fór svo dauðafæri Kristals Mána Ingason- ar forgörðum og því ljóst að heilladís- irnar ferðuðust ekki með til Grikk- lands. Eftir tapið fara vonir Íslands um að komast á EM annað skiptið í röð hverfandi. Þrátt fyrir prýðis frammi- stöðu liðsins í gær virðast Grikkir að- eins lengra á veg komnir í sínum leik. Þó saknar íslenska liðið þeirra mörgu leikmanna, samtals níu, sem eru enn gjaldgengir í aldurs- flokknum en tóku þess í stað þátt í síðasta A-landsliðsverkefni. Til samanburðar eru aðeins tveir leik- menn í aldursflokknum í A-landsliði Grikkja. Ísland er nú sjö stigum á eftir Grikklandi í D-riðlinum og því ærið verkefni sem bíður ætli íslenska liðið sér að ná öðru sætinu af því gríska og tryggja þannig umspils- sæti. Erfið staða íslenska liðs- ins eftir tap í Grikklandi AFP Fyrirliði Brynjólfur Andersen Willumsson, til vinstri, brenndi af vítaspyrnu fyrir íslenska liðið í stöðunni 0:0 í síðari hálfleik en íslenska liðið er í fjórða sæti D-riðils með 7 stig eftir fimm leiki, sjö stigum minna en Grikkland. - Hverfandi vonir um að taka þátt í lokakeppni EM 2023 í Georgíu og Rúmeníu UNDANKEPPNI HM Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Holland tryggði sér sæti í loka- keppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar á næsta ári eftir 2:0-sigur gegn Noregi í G-riðli undankeppni HM í Rotter- dam í gær. Það voru þeir Steven Bergwin og Memphis Depay sem skoruðu mörk hollenska liðsins í leiknum en þau komu bæði í síðari hálfleik. Hollendingar enduðu í efsta sæti riðilsins með 23 stig en Tyrkir end- uðu í öðru sætinu og fara í umspil um laust sæti á HM eftir 2:1-sigur gegn Svartfjallalandi í Podgorica. Norðmenn sitja hins vegar eftir með sárt ennið og þurfa að gera sér þriðja sæti riðilsins að góðu. Þá tryggði Úkraína sér annað sæti D-riðils með 2:0-sigri gegn Bosníu í Zenica þar sem þeir Oleks- andr Zinchenko og Artem Dovbyk skoruðu mörk Úkraínu. Frakkar, sem unnu 2:0-sigur gegn Finnlandi í Helsinki, höfðu fyrir leik gærdagsins tryggt sér efsta sæti D- riðils. Í E-riðli endaði Wales í öðru sæti riðilsins og er komið áfram í um- spilið en liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Belgíu í Cardiff þar sem Kieffer Moore skoraði mark Wales. Tékkland, sem vann 2:0-sigur gegn Eistlandi í Vín, endar í þriðja sæti E-riðils en fer þrátt fyrir það áfram í umspilið í gegnum Þjóða- deild UEFA. Þrettán sæti á HM Evrópa fær þrettán sæti af 32 sætum á heimsmeistaramótinu í Katar sem fram fer dagana 21. nóv- ember til 18. desember. Serbía, Spánn, Sviss, Frakkland, Belgía, Danmörk, Holland, Króatía, England og Þýskaland hafa öll tryggt sér farseðilinn til Katar með sigri í sínum riðlum. Það verða því Portúgal, Svíþjóð, Ítalía, Úkraína, Wales, Skotland, Tyrkland, Rússland, Pólland og Norður-Makedónía sem verða í pott- inum þegar dregið verður í umspilið fyrir HM í höfuðstöðvum FIFA í Zürich í Sviss hinn 26. nóvember ásamt Tékkland og Austurríki sem fara í umspilið eftir góðan árangur í Þjóðadeildinni. Liðunum tólf í umspilinu verður skipt í þrjá flokka sem innihalda fjögur lið hvert. Liðin mætast í und- anúrslitum umspilsins og svo úrslita- leik þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á HM en alls fara þrjár Evrópuþjóðir áfram í gegnum um- spilið. Undanúrslit umspilsins fara fram fimmtudaginn 24. mars 2022 og úr- slitin þriðjudaginn 29. mars 2022. Tólf þjóðir berjast um þrjú sæti AFP Gleði Hollendingar fögnuðu HM-sætinu vel og innilega í Rotterdam í gær. - Holland tryggði sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.