Morgunblaðið - 17.11.2021, Síða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
NÝJASTA MARVEL STÓRMYNDIN
ER KOMIN Í BÍÓ
GEMMA
CHAN
RICHARD
MADDEN
KUMAIL
NANJIANI
LIA
McHUGH
BRIAN TYREE
HENRY
LAUREN
RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það er aldrei of mikið af bók-
menntahátíðum!“ segir rithöfund-
urinn Ragnar Jónasson glaðbeittur
þegar hann er spurður um glæpa-
sagnahátíðina Iceland Noir 2021
sem hófst í gær og stendur fram á
laugardagskvöld. Þau Yrsa Sigurð-
ardóttir hafa frá upphafi, árið 2013,
verið skipuleggjendur hátíðarinnar.
Boðið er upp á fjölbreytilega bók-
menntaviðburði, á daginn í Vinnu-
stofu Kjarvals við Austurstræti og á
kvöldin í Iðnó. Og gestalistinn kem-
ur eflaust út spennuhrolli á unn-
endum glæpa-
sagna en meðal
erlendra gesta
eru þekktir höf-
undar á borð við
Ian Rankin, Ant-
hony Horowitz,
Ann Cleeves,
Shari Lapena,
Sara Blædel,
Emelie Schepp
og A.J. Finn. Auk
stjórnendanna
Ragnars og Yrsu koma meðal ann-
ars fram íslensku rithöfundarnir
Óskar Guðmundsson, Eva Björg
Ægisdóttir, Sólveig Pálsdóttir, Stef-
án Máni, Jónína Leósdóttir, Kamilla
Einarsdóttir og Lilja Sigurðar-
dóttir. Og fleiri koma við sögu, þar á
meðal mun Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra á fimmtudagskvöldið
ræða við Ian Rankin í Iðnó og á
föstudag ræðir forsetafrúin Eliza
Reid við Anthony Horowitz.
„Þessi hátíð nú hefur verið í
undirbúningi í þrjú ár. Hún átti að
vera í fyrra en að skiljanlegum
ástæðum var ekki hægt að halda
hana þá,“ segir Ragnar.
„Hátíðin hefur venjulega verið á
tveggja ára fresti en þar sem við
höfðum nú þrjú ár þá náðum við í
ansi marga góða gesti sem hafa beð-
ið eftir að koma. Loksins komast
þau hingað í þessari viku, eftir allt
vesenið undanfarið.“
– Gestalistinn er tilkomumikill og
líka af innlendum silkihúfum sem
taka þátt og ræða til að mynda við
þá erlendu.
„Já, en það býr líka mikil vinna að
baki. Við Yrsa höfum unnið að þessu
í sjálfboðavinnu en síðustu tvö árin
höfum við haft gott fólk með okkur,
höfundana Evu Björgu Ægisdóttur
og Óskar Guðmundsson. Við höfum
staðið í þessu til að búa til góða
stemningu og ýta undir bókmennta-
áhuga. Og við erum mjög ánægð
með gestahópinn. Ég veit að til
dæmis hefur lengi verið reynt að fá
Rankin hingað á bókmenntahátíð og
loksins stekkur hann á þetta.“
Persónuleg sambönd
–Að smala svona gestahóp saman
hlýtur að byggja á vissan hátt á per-
sónulegum samböndum ykkar Yrsu,
þar sem hljótið hafa hafa kynnst
höfundunum á hátíðum erlendis.
„Þessir þekktari gestir eru svo til
eingöngu að mæta vegna slíkra
kynna,“ svarar Ragnar. „Við þekkj-
um þetta fólk persónulega og plöt-
um þau til að mæta. Svo eru aðrir
höfundar sem hafa ýmist komið áð-
ur eða vita af hátíðinni og sýndu
áhuga á að koma núna. Við reynum
að bjóða sem flestum sem biðja um
að koma. Og hið rómaða íslenska að-
dráttarafl er gott tromp að hafa við
að búa til svona hátíð. Það er aldrei
of mikið af bókmenntahátíðum!“
– Og íslenska trompið virkar al-
veg þótt heimurinn í sögum flestra
höfundanna sé myrkur og blóðugur?
„Já já, það virkar alltaf vel,“ svar-
ar hann og hlær. „Svo reynum við að
blanda inn í dagskrána eins mörgum
íslenskum höfundum og við getum.
Ekki bara glæpasagnahöfundum,
alls kyns höfundum sem eru að gera
áhugaverða hluti og taka til dæmis
þátt í pallborðsumræðum.“
– Þið bjóðið upp á fjölbreytilega
viðburði, samtöl við höfunda, pall-
borðsumræður, jafnvel ljóðalestur.
„Við viljum hafa fjölbreytilega
viðburði og líka óvenjulega. Við er-
um já með ljóðakvöld þar sem flutt
verða alls kyns ljóð og textar, ekki
bara af glæpatagi. Svo er bíókvöld
þar sem A.J. Finn segir frá Konunni
við gluggann og kvikmyndin verður
sýnd. Ólafur Darri stýrir þeirri dag-
skrá. Svo eru frekar hefðbundin at-
riði, eins og viðtöl á sviði. Í einu
þeirra ræðir forsætisráðherra við
Ian Rankin – það er annars varla
neitt hefðbundið við það …
Þá erum við líka með óformleg
samtöl þar sem hægt er að fara um
víðan völl; einn morguninn ætla ég
til dæmis að spjalla þannig við
Rankin og Horowitz. Ekkert endi-
lega um bækur. Við gætum alveg
eins spjallað um leikhús eða fótbolta,
um það sem höfundarnir hafa áhuga
á og fær áheyrendur til að kynnast
þeim betur.“
Hátíð fyrir alla
Þegar spurt er hvort erfitt hafi
verið að hefja hátíðina í ljósi hertra
sóttvarnaaðgerða, segir Ragnar þær
vitaskuld hafa haft áhrif.
„Þær sjokkeruðu okkur aðeins en
við sáum að sem betur fer var hægt
að vinna út frá þeim og til dæmis
skipta áheyrendasölunum í hólf.
Sem betur fer, því eftir allan undir-
búninginn hefði verið mjög slæmt að
þurfa að fresta þessu með nokkurra
daga fyrirvara.“
Hann segir að minni viðburðir
verði í Vinnustofu Kjarvals en
stærri viðburðir á kvöldin í Iðnó. „Á
daginn verða óformlegri viðburðir
og meira spjall þar sem auðveldara
verður að hitta höfundana og ræða
við þá. Einn liður í dagskránni er
síðan árleg afhending Iceland Noir-
verðlaunanna sem afhent eru fyrir
bestu þýddu glæpasöguna en ég sit í
dómnefndinni með Katrínu Jakobs-
dóttur og Kolbrúnu Bergþórs-
dóttur.“
– Hugsið þið hátíðina fyrir
ástríðufyllstu unnendur glæpasagna
hér eða breiðari hóp?
„Þetta er einfaldlega hátíð fyrir
alla sem hafa áhuga á bókum. Við
reynum smám saman að víkka efnis-
tökin, horfa ekki bara á glæpasögur.
Erlendu höfundarnir eru samt
glæpasagnahöfundar. Annars finnst
mér nú að flestar skáldsögur séu
glæpasögur í einhverjum skilningi,
höfundar eru alltaf að fjalla um
glæpi.
Aðalatriðið er að hátíðin snýst um
bækur og að hafa gaman af að hlusta
á höfunda segja frá og lesa upp,“
segir Ragnar.
Flestar sögur glæpasögur
Ragnar
Jónasson
Anthonys
Horowitz
Yrsa
Sigurðardóttir
Anne
Cleeves
Eliza
Reid
Eva Björg
Ægisdóttir
Katrín
Jakobsdóttir
Óskar
Guðmundsson
Ian
Rankin
- Iceland Noir-glæpasagnahátíðin er hafin í Reykjavík - Mjög vinsælir
höfundar á borð við Rankin, Horowitz, Cleeves og Blædel meðal gesta
Tónleikum með tenórnum Andrea
Bocelli sem áttu að fara fram 27.
nóvember í Kórnum hefur verið
frestað fram til 21. maí á næsta ári.
Segir í tilkynningu vegna þessa að
hertar hömlur sem stjórnvöld
kynntu á föstudaginn var og gilda
til 8. desember geri það að verkum
að ómögulegt sé að halda tón-
leikana. „Það hryggir okkur mjög
að þurfa að tilkynna þetta aðeins
tveimur vikum fyrir tónleikana,“
segir í tilkynningu frá skipuleggj-
endum og að allir miðar gildi áfram
á tónleikana 21. maí og miðahafar
þurfi því ekkert að gera og hafi nú
þegar verið látnir vita. Henti nýja
dagsetningin ekki geti miðahafar
fengið fulla endurgreiðslu en þurfi
að hafa samband við miðasölu inn-
an tveggja vikna með tölvupósti á
info@tix.is.
Tónleikum frestað
til 21. maí 2022
Raddfagur Tenórinn Andrea Bocelli.
Galleríið Berg
Contemporary
tekur þátt í
listahátíðinni og
-messunni Loop í
Barcelona og
sýnir þar verk
eftir Doddu
Maggý, einn
þeirra myndlist-
armanna sem eru
á mála hjá galleríinu. Loop-hátíðin
hófst í gær og lýkur á morgun og
fer fram í einni þekktustu byggingu
borgarinnar, La Pedrera sem Ant-
oni Gaudi teiknaði og gengur einn-
ig undir nafninu Casa Milá. Verkið
eftir Doddu nefnist „I’m not here“
og er frá árinu 2009.
Sýningin sem haldin er í tengsl-
um við messuna hefst 19. nóvember
og lýkur hinn 21.
Verk Doddu sýnt á
Loop í Barcelona
Dodda Maggý