Morgunblaðið - 17.11.2021, Side 28

Morgunblaðið - 17.11.2021, Side 28
Kvartett Sigmars Þórs Matthíassonar flytur blandaða efnisskrá frumsaminna verka eftir Sigmar á morgun, 18. nóvember, í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru tónleik- arnir á dagskrá tónleikaraðarinnar Á ljúfum nótum. Auk Sigmars, sem leikur á kontrabassa, skipa kvart- ettinn Jóel Pálsson á saxófón, Ingi Bjarni Skúlason pí- anóleikari og trommuleikarinn Magnús Trygvason Eli- assen. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og er grímuskylda á þeim og 50 manna hámarksfjöldi. Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni með Kvartett Sigmars Þórs Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ríkharður Mýrdal Harðarson, mat- reiðslumaður hjá N1 í Borgarnesi, hefur að undanförnu notað frítímann til þess að endurgera leiktæki og fleira á Bjössaróló. „Björn Guð- mundsson var langafi þriggja elstu barnanna minna og mér fannst ég skulda honum að gera völlinn upp.“ Bjössi, eins og hann var kallaður, hóf gerð róluvallar fyrir börn á Vesturnesi í Borgarnesi 1979, í „Skarðinu“ svonefnda við hliðina á heimili fjölskyldunnar, og hélt hon- um síðan við og endurbætti. Hann var lærður trésmiður, var meðal annars yngsti smiðurinn sem kom að gerð Hvítárbrúar 1927, og starfaði lengi við iðnina í Bifreiða- og tré- smiðju Borgarness en lengst af var hann umsjónarmaður húseigna Kaupfélags Borgfirðinga. Hann lést 1998 og umhverfis- og landbúnaðar- fulltrúi Borgarbyggðar hefur síðan séð um eftirlit og viðhald Bjössaróló. Virðing fyrir umhverfinu Nýtni Bjössa vakti athygli. Hann bar virðingu fyrir umhverfinu, tók þátt í að bjarga gömlu verslunarhús- unum í Englendingavík frá eyðilegg- ingu, gekk með poka á leið heim úr vinnu, tíndi upp rusl og hvatti alla, sérstaklega börn, til þess að ganga vel um. „Hann henti engu og fann alltaf not fyrir allt,“ segir Rík- harður. „Ef fólk vantaði spýtur, borðplötu, gamalt borð eða annað leitaði það gjarnan í smiðju hans.“ Hann hafi fengið ósöluhæft efni í byggingavörudeild kaupfélagsins og látið það ráða hvað hann smíðaði hverju sinni á leikvellinum. „Allt efnið var endurunnið og hann lagði áherslu á að tækin væru í jarðarlit- unum svo þau féllu inn í umhverfið, en engu að síður bjóst hann ekki við löngum líftíma tækjanna og því síður vinsældunum, sem Bjössaróló hefur átt að fagna.“ Ríkharður leggur áherslu á að Bjössi hafi verið á undan sinni sam- tíð hvað umhverfisvernd og nýtni varðar. Kominn hafi verið tími á endurnýjun og endurgerð tækjanna á Bjössaróló og sér hafi runnið blóð- ið til skyldunnar. „Klifurgrind og hringekja voru vinsælustu tækin en þau voru úr sér gengin og margir hafa saknað þeirra.“ Hann hafi lengi hugsað með sér hvað væri hægt að gera og eftir að hafa fengið leyfi hjá bænum hafi hann hafist handa við að koma leiktækjum og öðru á vellinum í fyrra horf með reglur um öryggi og fleira í huga. „Ég einsetti mér að taka Bjössa mér til fyrirmyndar, að nýta það sem væri til og ekki kaupa eina einustu spýtu.“ Hann hafi með- al annars fengið aflagt efni gefins í Húsasmiðjunni, hjá Rarik og Ís- lenska gámafélaginu. „Jóhann Mýrdal, bróðir minn, vinnur í Útilegumanninum og hann fékk að nota aðstöðuna þar endur- gjaldslaust til þess að sjóða hring- ekjuna saman. Hann tók ekkert fyr- ir sinn snúð og öll mín vinna er sjálfboðastarf, en Borgarbyggð hef- ur borgað fyrir skrúfur, vinkla og annað slíkt.“ Klifurgrind, borð og bekkir eru komin á sinn stað og stutt er í hring- ekjuna. „Ég á tól og tæki, hef smíðað frá barnsaldri og skemmtilegt er að vinna og smíða í anda Bjössa til að halda minningu hans á lofti,“ segir Ríkharður. Smíðað í anda Bjössa - Ríkharður Mýrdal endurgerir leiktæki á Bjössaróló Á Bjössaróló Bjössi hvílir lúin bein á bekk sem hann smíðaði. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Hagleikur Ríkharður Mýrdal Harðarson endurtekur leikinn. MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 321. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Portúgal, Svíþjóð, Ítalía, Úkraína, Wales, Skotland, Tyrkland, Rússland, Pólland, Norður-Makedónía, Tékk- land og Austurríki verða í pottinum þegar dregið verður í umspilið fyrir lokakeppni HM 2022 í Katar í höfuð- stöðvum FIFA í Zürich í Sviss hinn 26. nóvember. Lið- unum tólf verður skipt í þrjá flokka sem innihalda fjög- ur lið hvert. Liðin mætast í undanúrslitum umspilsins og svo í úrslitaleik þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á HM en alls fara þrjár Evrópuþjóðir áfram í gegn- um umspilið. Þrettán þjóðir frá Evrópu fara á HM. »23 Tólf þjóðir berjast um þrjú síðustu Evrópusætin í lokakeppni HM ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.