Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 ✝ Jóhanna María Pálmadóttir fæddist á Akureyri 28. ágúst 1927. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 15. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Guðrún Jó- hannesdóttir, f. í Litla-Laugardal á Tálknafirði 21.9. 1904, d. 23.3. 1993, húsfreyja á Akureyri, og Pálmi Friðriksson, f. á Naustum á Akureyri 29.10. 1900, d. 16.2. 1970, útgerðarmaður og sjó- maður. Jóhanna var elst sinna systk- ina sem eru: Andrea, f. 10.12. 1930, d. 26.10. 1979, Guðbjörg, f. 20.10. 1933, d. 26.1. 2018, og Jóhannes, f. 12.7. 1944. Jóhanna ólst upp á Akureyri, tók gagnfræðapróf og fór í Húsmæðraskólann Ósk á Ísa- firði. Hún starfaði lengst hjá Sjúkrasamlagi Akureyrar sem aðalbókari og síðan í sjúkra- tryggingum. Eiginmaður Jóhönnu var Matthías Einarsson, fv. lög- regluvarðstjóri á Akureyri og áður sjómaður. Hann var fædd- ur á Grenivík 10.6. 1926 og lést 27.2. 2019. Foreldrar hans voru Guðrún Stefánsdóttir hús- 2012, og Kristín Embla, f. 26.5. 2018, Matthías, f. 22.12. 1986, hátækniverkfræðingur, sam- býliskona Heiða Anita Halls- dóttir, f. 30.9. 1986, Tómas Helgi, f. 29.8. 1989, tölvunar- fræðingur, sambýliskona El- ísabet S. Reinhardsdóttir, f. 8.4. 1994. Börn hans og Kolbrúnar Freyju Þórsdóttur Davidsen, f. 12.2. 1987, Matthías Þór, f. 15.2. 2017, og Ásdís Þóra, f. 15.2. 2017. 3) Gunnar Rúnar, f. 4.4. 1961, sjúkrahúsprestur í Reykjavík, eiginkona Arnfríður Guðmundsdóttir, f. 12.1. 1961, prófessor við HÍ, börn Guð- mundur Már, 12.3. 1991, verk- fræðingur, eiginkona Rachel Glasser, f. 24.6. 1991, Anna Rún, f. 15.5. 1997, læknanemi og Margrét Tekla, f. 27.11. 2004. Jóhanna naut þess að hafa fólk í kringum sig og gera því vel til líkama og sálar. Hún var virk í félags- og kirkjustarfi og þau hjón sóttu messur alla sunnudaga. Oddfellow-hreyf- ingin var þeim hjónum afar kær og þau störfuðu þar mikið, bæði á Akureyri og sunnan heiða. Þá tóku þau virkan þátt í starfi eldri borgara í Garða- bæ. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 23. nóv- ember 2021, klukkan 15 að við- stöddum nánustu aðstandend- um vegna takmarkana. Streymi er á slóðinni: https://streyma.is/streymi/ Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat freyja, f. á Mið- görðum á Grenivík 31.12. 1898, d. 14.3. 1990, og Ein- ar Guðbjartsson vélstjóri, f. á Skeri á Látraströnd 9.11. 1896, d. 13.11. 1927. Synir Jóhönnu Maríu og Matthías- ar eru: 1) Pálmi, f. 21.8. 1951, fv. sóknarprestur, eiginkona Unn- ur Ólafsdóttir, f. 9.6. 1954, fv. kennari og verslunarmaður, dóttir þeirra Hanna María, f. 25.9. 1975, viðskiptafræðingur, eiginmaður Davíð Freyr Odds- son, f. 26.11. 1974, börn þeirra Unnur María, f. 27.10. 2003, Pálmi Freyr, f. 11.10. 2006, og Helgi Freyr, f. 20.6. 2012. 2) Stefán Einar, f. 4.5. 1958, dokt- or í æðaskurðlækningum, eig- inkona Ásdís Ólöf Gestsdóttir, f. 15.2. 1971, viðskiptafræð- ingur og flugmaður, börn þeirra Björn Thor, f. 24.10. 2003, og Thelma Eir, f. 24.10. 2003. Fyrri eiginkona Jónína Benediktsdóttir, f. 26.3. 1957, d. 16.12. 2020, og eru þeirra börn Jóhanna Klara, f. 1.10. 1984, lögfræðingur, eiginmaður Stefán Bjarnason, f. 29.2. 1984, börn Stefán Kári, f. 17.10. Það er ekki sjálfgefið að eiga tengdamóður sem sína bestu vinkonu. Í 50 ár hefur hún verið stór hluti af lífi mínu og alltaf minn bandamaður í einu og öllu. Jóhanna María var einstök kona. Hún leit á lífið sem spenn- andi og gefandi vegferð og naut þess að vera með fólki. Í mat og heimilishaldi var hún í raun ofurkona. Alltaf að skoða eitthvað nýtt og prófa nýja hluti. Henni fannst mik- ilvægt að allur matur væri holl- ur og gerði tilraunir með svo margt á því sviði. Vandvirkni var alltaf í öndvegi og alls ekki sama hvernig allt væri fram borið. Hennar skoðun var sú að það tæki aldrei lengri tíma að gera vel og vanda sig. Tækist það gæfi það bros og þakklæti og hvað var hægt að biðja um meira. Í hannyrðum og saumaskap var hún einstök og afkastamikil. Á árum áður saumaði hún jakkaföt á feðgana auk frakka og yfirhafna auk fjölda fallegra kjóla. Í seinni tíð var það ná- kvæmur og fíngerður útsaumur sem heillaði hana mest. Saman fórum við Jóhanna og Matthías í að mynda verkin hennar. Það er verðugt verkefni að halda utan um handverk hennar. Utan þessa alls var hún per- sóna sem maður gleymir aldrei. Hún var trú og trygg. Hrein- skiptin í orðum og sagði skoðun sína án hiks. Hún tók að sér fólk, tók að sér verkefni og sinnti öllu af kærleika og um- hyggju. Jóhanna og Matthías áttu fal- lega samleið sem margt má læra af. Matthías óþreytandi í að skulta henni og fara með henni í búðir og samverur. Þau voru miklar félagsverur og eftir að þau hættu að vinna fannst manni á stundum að þau hefðu aldrei haft meira að gera. Dug- leg að fara út úr húsi og taka þátt í því félagsstarfi sem í boði var. Synir þeirra og þeirra fjöl- skyldur skiptu þau afar miklu máli og fjölskyldan hefur í raun alltaf verið sem eitt lið. Ömmu- og afabörnin voru í sérstöku uppáhaldi hjá þeim. Börnunum þótti spennandi að koma til afa og ömmu. Heimilið og heimilis- lífið var aldrei gamalt. Það var alltaf eitthvað nýtt um að vera og það sem lagt var á borð fannst krökkunum ekki aðeins spennandi heldur einfaldlega það besta sem hægt var að fá. Trúin var alltaf sterk í huga þeirra. Þau voru alls ekki að prédika yfir öðrum, en með lífi sínu og orðum kenndu þau okk- ur hinum hvaða gildi skiptu mestu máli lífinu. Ég á örugglega eftir að sakna heimsóknanna og símtalanna. Á eftir að sakna þess að geta ekki rætt um handarvinnu og sauma- skap við hana. En mest mun ég sakna samtalanna sem við áttum tvær saman og gátum rætt öll leyndarmál lífsins. Það hafa ver- ið forréttindi og mikil blessun að eiga samleið með Jóhönnu Mar- íu, sem var mér í raun sem önn- ur móðir. Hún talaði oft um að hún saknaði þess að hafa ekki átt líka dóttur en sagðist líta á mig sem slíka. Sannarlega er ég þakklát og stolt af því að hafa fengið að vera dóttir hennar í þessi 50 ár. Það hefur verið skemmtilegt og gefandi ferða- lag. Guð blessi minningu hennar og fjölskylduna alla. Unnur Ólafsdóttir. Amma uppi var mögnuð kona sem okkur þótti svo vænt um. Hún var ljúf, skemmtileg og góð við alla. Við nutum þeirra for- réttinda að búa eitt sinn í sama húsinu. Þau bjuggu uppi og við niðri. Þess vegna urðu þau amma uppi og afi uppi. Þau voru svo ung í anda og til í allt að það passaði ekki að kalla þau lang- ömmu og langafa. Það var engu líkt að koma til þeirra eftir skóla eða á öðrum tíma og fá smá trakteringar eins og amma kallaði það. Þetta voru í raun stórveislur og þær bestu í heimi. Það voru allir velkomnir til þeirra og veitingarnar voru alltaf ómótstæðilegar. Þau voru dugleg að bjóða heim og það voru margir sem komu til þeirra. Það var alveg sama þótt einhverjir bættust við því það var alltaf eins og amma ætti von á fullt af fólki. Ósjaldan höfum við beðið foreldra okkar um eitt- hvað alveg eins og við fengum hjá ömmu uppi og afa uppi. Hjá þeim var einfaldlega allt best. Amma uppi kenndi okkur svo margt. Hjá henni lærðum við ýmis spil og leiki. Hún kenndi okkur líka að hekla, prjóna og baka eins og við værum í hús- mæðraskóla. Hún gerði ekki hlutina fyrir okkur heldur sagði hún okkur hvað við ættum að gera og leiðbeindi okkur. Við erum rík að hafa fengið að eiga samskipti við ömmu uppi og afa uppi næstum alla daga. Þegar þau voru á Garðatorginu þá kíktu þau í heimsókn til okk- ar eða við til þeirra og svo öll símtölin frá þeim til að athuga hvernig við hefðum það og hvað við værum að gera. Þau fylgdust vel með áhugamálum okkar og fylgdu okkur eftir. Þau mættu á hinar ýmsu sýningar og tónleika til að sýna okkur stuðning. Amma sendi afa sem sinn full- trúa til að hvetja okkur í íþrótt- um. Á meðan tók hún til eitt- hvert góðgæti sem beið okkar eftir æfingar eða leiki og oft komu vinir okkar með. Við eigum óteljandi fallegar og góðar minningar um elsku ömmu uppi sem við erum þakk- lát fyrir og munum geyma í hjarta okkar. Elsku amma uppi kvaddi okkur alltaf með sömu orðunum. Við ætlum að nota þau orð til að kveðja hana: Guð geymi þig, elsku hjartað mitt. Unnur María, Pálmi Freyr og Helgi Freyr. Í dag kveðjum við hinstu kveðju mína elskulegu tengda- móður, Jóhönnu Maríu Pálma- dóttur, sem við kölluðum alltaf öll „ömmu“ í daglegu tali. Nú er hún komin yfir móðuna miklu þar sem tengdafaðir minn, Matthías Einarsson, sem lést fyrir tveimur árum, beið hennar. Bæði kvöddu þau í hárri elli eft- ir farsælt líf og samleið í 68 ár. Þau voru einstök hjón sem pöss- uðu svo vel saman þar sem þau fylltu skarð hvort annars sem gerði lífsgöngu þeirra svo takt- fasta. Það var gott að vera í ná- vist þeirra. Hlýja, umhyggja og virðing. Jóhanna var einstök og glæsi- leg kona, svo yndislega góð, ljúf og hlý. Hún var sérlega gestris- in og snillingur í að galdra fram gómsætar kökur og rétti með að því er virtist engri fyrirhöfn þó svo maður kæmi óvænt í heim- sókn. Hafði mikið yndi af að gefa af sér og gleðja aðra. Minn- ist enn síðustu jólaboða hennar þar sem hún í hárri elli töfraði fram fjölrétta veisluborð sem erfitt er að líkja eftir þótt ára- tugir skilji að. Óaðfinnanlegt í útliti sem og í gæðum. Snill- ingur var hún með alla handa- vinnu. Hún gat galdrað fram fal- legar flíkur, lopapeysur, húfur, vettlinga og sokka á börnin sem nú eru vel varðveitt. Umhyggju- söm með eindæmum. Alltaf boð- in og búin að rétta hjálparhönd. Hvar og hvenær sem var. Jóhanna var eilítið forvitin og fylgdist því vel með sínum. Hvetjandi og í mun að greiða götu samferðafólks. Gladdist einlæglega með sínum þegar vel gekk en einnig kunni hún að stappa stálinu í viðkomandi þeg- ar á móti blés. Jákvæð og upp- byggjandi. Það var blessun að fá að hafa Jóhönnu sér við hlið. Hvíl í friði elsku amma. Takk fyrir samfylgdina. Guð blessi þig. Ásdís. Margt hefur breyst hér á landi síðan á fyrri hluta síðustu aldar, eða frá því að tengdamóð- ir mín var ung stúlka að vaxa upp á Akureyri. Í þá daga þótti ekki sjálfsagt að stúlkur færu í langskólanám, óháð námsgetu og áhuga. Það er ljóst að Jó- hönnu skorti hvorki getu né áhuga og ekki heldur einbeit- ingu eða sjálfstraust til náms. Hún lauk gagnfræðaprófi heima á Akureyri og nokkrum árum seinna fór hún í Húsmæðraskól- ann Ósk á Ísafirði, en hún talaði ætíð vel um dvölina og námið fyrir vestan. Hvað sem Jóhanna tók sér fyrir hendur síðar á lífs- leiðinni, hvort sem það voru skrifstofustörf eða verkefni á vettvangi félagsmála, gerði hún af heilum hug. Myndarskapur heima fyrir bar dugnaði hennar vitni, að ekki sé talað um þær hannyrðir sem hún skilur eftir sig og munu í framtíðinni vekja hlýjar minningar hjá afkomend- um hennar. Þó að Jóhanna legði metnað í allt sem hún gerði, má segja að metnaður hennar hafi ekki síst legið í afkomendum hennar, sonunum og börnum þeirra. Hún var óendanlega stolt af drengjunum sínum og óspör á hvatningu og stuðning þeim til handa. Það sama má segja um barnabörnin, sem nutu þess að finna hjá ömmu einlæga um- hyggju í sinn garð og óskipta gleði yfir smáum og stórum áföngum á lífsleiðinni. Jóhanna var dugleg að hvetja barnabörn- in til góðra verka og óhrædd við að láta aðdáun sína í ljós þegar henni fannst tilefni til þess. Hún var alltaf tilbúin að brasa eitt- hvað með þeim, sérstaklega þegar hún sá tækifæri til að kenna þeim eitthvað gagnlegt, eins og að baka jólasmákökur, sem við hin nutum líka góðs af. Ég er þakklát fyrir þá góðvild og gæsku sem hún sýndi börn- unum okkar og ég veit að þau munu búa að til framtíðar. Það er fjársjóður sem aldrei verður metinn til fjár. Ég bið góðan Guð að blessa minningu tengda- móður minnar og ömmu barnanna minna og þakka allt það góða sem hún gaf okkur af sínu ríkidæmi. Arnfríður Guðmundsdóttir. Amma okkar var yndisleg. Í hvert skipti sem við fórum í heimsókn til hennar og afa var veislumatur settur á borð. Ótal kökur, smákökur og heimabök- uð brauð voru tekin upp úr frystinum og sest til borðs, al- veg sama hversu saddur maður sagðist vera. Eftir kræsingarnar voru spiluð spil, leystar kross- gátur, saumað, heklað eða prjónað saman. Við lærðum að baka fleiri sortir af jólasmákök- um og fengum þjálfun í alls kyns hannyrðum hjá ömmu en ekki síst lærðum við að vera vandvirkar, duglegar, koma vel fyrir og að koma vel fram við náungann. Það er ekki auðvelt að kveðja ömmu sína en það er gott að vita af henni í faðmi afa enn á ný. Við þökkum fyrir allt sem amma kenndi okkur og óendanlegan stuðning og kær- leika sem hún veitti okkur. Takk fyrir allt og Guð geymi þig, elsku amma. Anna Rún og Margrét Tekla Arnfríðardætur. Í dag kveðjum við ömmu okk- ar Jóhönnu Maríu í hinsta sinn. Amma var einstaklega góð kona og amma. Sannur mannvinur og alltaf ljúf og skilningsrík. Amma var svakalega góður kokkur og saumakona af guðs náð. Eftir hana liggja ótal flíkur og út- saumur. Okkur þykir einstak- lega vænt um jólasokkana sem hún saumaði handa okkur sem við hengjum upp á jólunum. Nú í hennar minningu fyrir þessi jól. Einnig prjónaði hún nokkrar lopapeysur á okkur í gegnum árin sem við höldum mikið upp á. Eiginlega listaverk á sinn hátt. Á hverjum jólum buðu þau amma og afi fjölskyldunni í jóla- boð. Amma var einstaklega gestrisin og naut þess að hafa marga í kringum sig. Einkan- lega á hátíðum þar sem hún var í essinu sínu í eldamennskunni. Uppátækjasöm og það endaði nefnilega einhvern veginn alltaf þannig að allir krakkarnir fundu möndlu í grautnum sínum. Og allir fengu möndlugjöf. Ef ein- hver af okkur krökkunum kyngdi óvart möndlunni var amma fljót að lauma einni möndlu í skálina á ný. Amma var minnst tíu sorta jólabarn í bakstrinum. Allt jafn girnilegt. Við gleymum ekki hálfmánunum hennar og hjónabandssælunni sem amma gerði betur en allir aðrir. Hálfmána bakaði hún fyr- ir hver jól og hálfmánalyktin var einkennandi á jólunum hjá ömmu Jóhönnu og afa Matt- híasi. Hún amma Jóhanna skilur eftir sig tómarúm og marga ást- vini sem ávallt munu minnast hennar fyrir það sem hún skildi eftir í uppeldi okkar. Hún var einstök. Það var alltaf stutt í húm- orinn hjá þér elsku amma og við þökkum þér fyrir allar skemmti- legu minningarnar og sögurnar sem við geymum með okkur. Guð blessi þig elsku amma og takk fyrir samfylgdina. Þín barnabörn, Björn Thor og Thelma Eir. Elsku amma mín hefur kvatt okkur. Hún var einstök kona og mikil fyrirmynd. Amma var sannkölluð ætt- móðir. Hún elskaði að hafa fólk í kringum sig. Heimili hennar og afa var samkomustaðurinn og í raun eins og ævintýraheimur. Þar hittist stórfjölskyldan og gestagangur var mikill. Veislur voru töfraðar fram og alltaf nóg af ljúffengum trakteringum, kærleika og hlýju. Það var mikil gæfa að búa í nálægð hennar og afa. Þannig voru dagleg samskipti við þau stór hluti af lífi mínu og fjöl- skyldu minnar. Við nutum þess að búa í sama húsi á Garðatorg- inu. Þau bjuggu uppi og við niðri. Þess vegna var hún aldrei annað en amma uppi hjá börn- unum mínum. Það fannst henni góð lausn því hún taldi sig ekki vera nógu gamla til að vera köll- uð langamma. Ég þakka fyrir að börnin mín fengu að njóta þess að hafa ömmu uppi og afa uppi í sínu nánasta umhverfi. Þau áttu vísan stað á Garðatorginu og nutu þess að fá að borða, læra, spila eða eiga góð og innihalds- rík samtöl. Þar var öllum sýnd- ur einlægur áhugi. Það var ómetanlegt að geta leitað ráða hjá ömmu. Hún hafði svör við öllu og var lausnamiðuð, hugmyndarík og úrræðagóð. Hún var hjálpsöm og mikill dugnaðarforkur. Leti var ekki til í hennar orðabók. Hún vildi allt fyrir alla gera og lagði sig fram um að leggja öðrum lið en fannst óþarfi að hafa um það mörg orð. Oftar en ekki gladdi hún okkur með alls konar góð- gæti eða hlutum sem hún hafði töfrað fram. Það lék allt í hönd- unum á henni og handverkið var óaðfinnanlegt. Amma var glæsileg kona. Hún vildi vera fallega klædd, vel snyrt og með hárið vel lagt. Henni þótti ekki verra ef það glitraði á föt og skart. Hún fylgdist vel með nýjustu straum- um og stefnum í tísku og öðru. Hún var skipulögð og fór vel að hafa stjórn á hlutunum. Oftar en ekki valdist hún til forystu í hin- um ýmsu félagsstörfum. Hún tók virkan þátt í öllu og fé- lagslífið gaf henni mikið. Hún var aldrei fyrir að gefast upp og sýndi það og sannaði þegar við sátum við rúmstokk- inn hjá henni síðustu dagana. Henni þótti gott að hafa fólkið sitt hjá sér. Lífsviljinn var sterkur en hún lét okkur líka vita að hún væri þakklát fyrir skemmtilegt líf og ég veit að hún var tilbúin að hitta afa í Sumarlandinu. Amma lifði fallegu lífi. Hjartahlýja hennar, góðvild, nærgætni og umhyggja átti sér engin takmörk. Hún var stolt af stóra hópnum sínum og lét okk- ur óspart vita af því. Hún studdi okkur í einu og öllu. Hún hafði djúp og dýrmæt áhrif á líf mitt og fyrir það er ég ævarandi þakklát. Hún sáði fræjum kær- leikans og það er okkar að láta þau bera ávöxt. Perlur minning- anna eru margar og fallegar. Ég kveð elsku ömmu mína með þakklæti og væntumþykju. Bros hennar, hlýja og kærleikur lýsir leið okkar og fyllir hjörtu okkar af dýrmætum minningum. Guð geymi elsku ömmu. Hanna María Pálmadóttir. Þegar elsku frænka okkar hefur nú kvatt látum við systur hugann reika og minnumst konu sem reyndist okkur svo vel. Jó- hanna móðursystir okkar lét sér ætíð annt um velferð okkar og þau Matthías voru okkur systr- um sem aðrir foreldrar. Við ól- umst upp við það á Akureyri að mikill samgangur var milli heimilanna og ætíð hefur heimili þeirra hjóna verið okkur opið. Frá því að Andrea móðir okk- ar lést langt fyrir aldur fram ár- ið 1979 hefur Jóhanna frænka staðið sem klettur fyrir okkur. Hún var óspör á góð ráð til okk- ar um lífið og tilveruna og ekki komum við að tómum kofanum hjá henni hvað varðaði matseld og handavinnu. Jóhanna var þekkt fyrir hag- leik sinn, smekkvísi og gestrisni og það var alltaf gott að heim- sækja þau Matthías á þeirra fal- lega heimili í Munkaþverár- stræti, Þórunnarstræti og nú síðast á Garðatorg. Engu skipti hvort gestur gerði boð á undan sér eða ekki, á svipstundu galdraði Jóhanna fram veislu- borð og margir minnast hennar eflaust fyrir setninguna, „Má ekki bjóða þér meira“? Oftar en ekki ætluðum við að líta örstutt inn og þiggja kannski kaffi, sem við og fengum og þá ávallt með meðlæti, en svo án þess að við tækjum mikið eftir því meðan spjallað var fór Jóhanna að sýsla í eldhúsinu og svo var ekki við annað komandi en að við þægjum kvöldverð líka og þá yfirleitt þríréttað. Hún skildi svo ekkert í því þegar við af- þökkuðum kvöldkaffið. Blessaðri frænku okkar fannst líka að við systur litum alltof sjaldan inn og þegar við gerðum okkur líklegar til brottfarar þá fannst henni að okkur lægi bara ekkert á, hvað við værum að fara að gera? Við kveðjum elskulega frænku með mikilli hlýju og kæru þakklæti fyrir allt og allt. Guðrún og Rósa. Jóhanna María Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.