Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021
✝
Ingvi Th. Agn-
arsson fæddist
í Reykjavík 13. des-
ember 1950.
Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 19. októ-
ber 2021.
Móðir hans er
Erla Ásmunds-
dóttir, f. 28. maí
1931. Faðir hans
Agnar Ólafsson, f.
29. nóvember 1930, d. 9. október
2014.
Þann 14. mars 1972 kvæntist
Ingvi Margréti Báru Sigmunds-
dóttur, f. 4. júlí 1952. Þau eign-
uðust tvö börn, Ólaf Hólm Theó-
dórsson, f. 7. maí 1973 og Erlu
Björk Theódórsdóttur, f. 25.
ágúst 1976. Barn Ólafs er Anna
Lísa Ólafsdóttir, f. 20. sept-
ember 1999. Börn
Erlu eru Margrét
Lísa Ingimars-
dóttir, f. 22. sept-
ember 1997 og
Sindri Már Ingi-
marsson, f. 7. des-
ember 2000.
Systkini Ingva
eru Dagmar Agn-
arsdóttir, f. 14.
mars 1952, Kristín
Agnarsdóttir, f. 24.
maí 1955 og Agnar Agnarsson,
f. 28. maí 1961.
Ingvi lærði útvarps- og sjón-
varpsvirkjun og gaf út Íslenskan
annál um árabil. Frá 1994 störf-
uðu þau hjónin saman við mynd-
list, Myndver Margrétar, þar til
hann féll frá.
Útför Ingva hefur farið fram í
kyrrþey.
Það er þungt og sárt að kveðja
bróður sinn hinsta sinni. Við
systkinin eftirlifandi erum eigin-
lega í þoku, svo óraunverulegt er
að þurfa að sætta sig við að elsti
bróðir okkar, skemmtilegi grall-
arinn og þúsundþjalasmiðurinn,
sé ekki lengur á meðal okkar.
Ingvi var góður bróðir, glað-
beittur og áhugasamur, talaði
aldrei illa um nokkurn mann,
ávallt reiðubúinn að benda á
lausnir og lét ekkert vefjast fyrir
sér. Handlaginn umfram flest
annað fólk og lét ekkert stöðva
sig ef honum þótti líklegt að út-
koman yrði ánægjuleg eða til
gagns. Þar voru þeir feðgar,
Ingvi og Óli, í essinu sínu: smíð-
uðu í sameiningu dróna, magnara
og margt fleira sem við hin kunn-
um ekki skil á. Tólf ára gamall
opnaði hann fína stofuútvarpið og
plötuspilarann heima hjá okkur,
losaði úr því snúrur, festingar,
skrúfur og lampa – og setti svo
allt saman aftur og fékk úr því
enn betri hljóm en áður.
Í einkalífinu var stóri bróðir
okkar gæfumaður. Þau Margrét
Bára kynntust ung, gengu ung í
hjónaband og vernduðu æsku
sína og æskuástina alla tíð. Ekki
var hægt að tala um annað þeirra
án þess að hitt væri nefnt í sömu
andrá, svo samhent og samstiga
voru þau. Ef til stóð að byggja
eða bæta, þá voru þau bæði kom-
in í vinnugallann og unnu eins og
einn maður – hvort heldur sem
var við smíðar, pípulagnir, raf-
lagnir eða hvaðeina. Á liðnu vori
kom til að mynda í ljós að end-
urgera þyrfti þakkantinn á hús-
inu þeirra í Fýlshólum. Því var
leitað eftir tilboðum frá nokkrum
verktökum.
Nei, sögðu þau þegar þau
skoðuðu tilboðin: við gerum þetta
bara sjálf. Og svo var það gert!
Það sama hafði gerst þegar þau
ákváðu að það væri nauðsynlegt
að hafa heitan pott við sumarhús
þeirra við Laugarvatn. Þar áttu
þau sjálf hvert handtak og pott-
urinn varð listasmíð sem fellur
svo vel inn í umhverfið að engu er
líkara en hann hafi verið þar alla
tíð. Listfengi þeirra og vand-
virkni var viðbrugðið, aldrei var
gerður hlutur sem ekki bar höf-
undum sínum gott vitni.
Ingvi lærði sjónvarpsvirkjun
sem ungur maður en áttaði sig
fljótt á því að það átti ekki við
hann að vinna hjá öðrum eða und-
ir stjórn annarra, hann vildi ráða
sjálfur sínum tíma og sínu vinnu-
lagi. Þar, eins og í flestu öðru,
áttu þau Magga skap saman. Í
mörg ár nýtti hún listfengi sitt og
dugnað við málverk – málaði fyr-
irbæri af ýmsu tagi af einstakri
lagni og listfengi – og Ingvi fyllti
svo sendibílinn af myndum og ók
út um land til að selja verkin.
Börnin þeirra tvö, Ólafur Hólm
og Erla Björk, héldu dyggilega
hópinn með foreldrum sínum,
áttu þau að bestu vinum og þegar
barnabörnin fóru að koma gilti
það sama um þau.
Að fylgjast með stóra bróður
og hans fólki var aldrei minna en
afar fallegt.
Við vitum sem er að þótt Ingvi
bróðir sé farinn að spekúlera á
gresjunum eilífu, og tómleikinn
innra með okkur sé mikill og
söknuðurinn sár, þá eigum við
alltaf ljúfsáru minningarnar og
fólkið hans Ingva.
Elsku Magga Bára, Óli, Erla
og afabörn: Guð gefi ykkur styrk
í sorginni.
Dagmar, Kristín og Agnar
og fjölskyldur þeirra.
Hann Ingvi Theódór Agnars-
son bróðursonur minn hefur
kvatt þennan heim óvænt og allt-
of fljótt, rétt orðinn sjötugur. Við
Ingvi höfum fylgst að í lífinu nán-
ast frá því vorum strákar og verið
bestu vinir þrátt fyrir dálítinn
aldursmun. Þegar Ingvi og Mar-
grét Bára konan hans fóru að búa
1972 settu þau sig niður ekki
langt frá heimili mínu í Fossvog-
inum og kom ég oft til þeirra á
þeim tíma í Gautlandið.
Ingvi og Magga voru ekki bara
samhent hjón heldur kom fljótt í
ljós að þau voru hugmyndarík og
handlagin með afbrigðum og
nýttu sér það með því að búa til
fallega hluti og málverk sem
Ingvi síðan seldi með því að
ganga í hús um allt land. Þannig
eignuðust þau sína fyrstu íbúð og
þannig hafa þau mikið til unnið
fyrir sér síðan. Á þessum árum
voru Magga og Ingvi reglulegir
gestir í kaffi hjá okkur mömmu í
Keldulandinu og þannig hélst
þessi góði siður allt þar til
mamma dó 1988. Málin voru
krufin og rædd yfir kaffibolla og
oft kíkti mamma í bolla og spáði
fyrir gestunum.
Ingvi lauk námi í því sem þá
var kallað útvarps- og sjónvarps-
virkjun og vann um tíma sem
slíkur og nýtti sér líka námið og
kunnáttuna til að smíða sér hátal-
ara og magnara o.fl. sem mér
þótti spennandi og gaman að
fylgjast með verandi tæpum níu
árum yngri. Ég er ekki frá því að
þetta hafi m.a. haft áhrif á mig
þannig að ég fór í nám í raf-
magnsverkfræði. Ingvi lét aldrei
fagið alveg frá sér þrátt fyrir
annað lifibrauð. Síðustu árin hef-
ur hann m.a. smíðað sér dróna
sem voru í raun á undan sinni
samtíð því að þeir voru ekki
hvers manns leikfang þegar hann
byrjaði á því.
Lengst af hafa Magga og Ingvi
búið í Fýlshólunum í Breiðholt-
inu og þangað var alltaf gaman að
koma og sitja við borðstofuglugg-
ann og sjá yfir nánast alla
Reykjavík, Esjuna og Faxafló-
ann. Þar var gott að ræða málin
og leysa úr öllum spurningum
samtímans. Þá eru ótaldar stund-
irnar sem við áttum saman í
hestamennskunni, fórum á lands-
mót og áttum góðar stundir sam-
an þar sem alltaf var glatt á hjalla
og mikið sungið og jafnvel dans-
að. Þar tók pabbi Ingva, bróðir
minn Agnar Ólafsson, oft mikinn
þátt og við skemmtum okkur vel
saman.
Það er margs að minnast og
mikill söknuður hjá okkur öllum
sem kynntumst Ingva og áttum
samleið með honum. Hann var
alltaf kátur og hlýr og góður
heim að sækja, hvort sem það var
í Fýlshólunum eða í sumarbú-
staðnum á Laugarvatni þar sem
Magga og Ingvi undu sér löngum
stundum og lögðu haga hönd á
margt. Eitt af því er heiti pott-
urinn sem í raun er veraldarund-
ur, svo haganlega er hann gerður
og fellur vel að umhverfinu.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Við Unnur minnumst Ingva
með söknuði og þakklæti fyrir
allar góðu stundirnar sem hefðu
mátt vera miklu fleiri núna á
seinni árum. Við sendum Mar-
gréti Báru og börnum og barna-
börnum og allri stórfjölskyldunni
okkar bestu samúðarkveðjur og
vitum að söknuðurinn er mikill en
um leið eru minningarnar svo
góðar og dýrmætar inn í eilífðina.
Eyþór Haraldur Ólafsson.
Ingvi Th.
Agnarsson
Mér tregt er um orð til
að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð
verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Hallgrímur
Hallgrímsson
✝
Hallgrímur
Hallgrímsson
fæddist 15. apríl
1955. Hann lést 13.
október 2021.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey.
Nú ertu farinn í
síðustu ferðina þína
elsku pabbi. Eftir
sitjum við sorg-
mæddar og hugsum
hversu ósanngjörn
örlögin geta verið.
Við vildum að þú
hefðir haft lengri
tíma hér, en þú fórst
alltof fljótt.
Síðasta ferðalagið
okkar saman var í
lok árs 2018. Þá var búið að greina
þig með MND og þú fórst á ráð-
stefnu um sjúkdóminn í Skotlandi.
Við komum frá Englandi og áttum
tvo daga með þér í Glasgow. Það
var baráttuandi í þér og þú sagðist
ætla að berjast af fullum þunga
eða eins og „rjúpan við staurinn“
(eins og þú orðaðir það) við sjúk-
dóminn sem herjaði á þig. Þú
varst nefnilega þannig, þú gafst
ekki upp, varst stoltur og hafðir
ríka réttlætiskennd.
Þú sýndir okkur svo vel hversu
stórkostlegur baráttuandi þinn
gat verið meðan þú barðist við
veikindin. Þú barðist hetjulega og
fékkst meira að segja samþykkt
að fá að taka inn lyf sem hafði ekki
verið notað áður á Íslandi gegn
MND en var byrjað að nota í með-
ferð gegn sjúkdómnum í Ástralíu.
Þú tókst á við kerfið til að fá þessi
lyf og náðir þínu fram. Þannig
varstu elsku pabbi, þú varst tilbú-
inn að leggja þig allan fram fyrir
málstaðinn.
Það er svo sárt að fá ekki leng-
ur að ræða við þig um heima og
geima og fá ekki lengur að læra af
reynslu þinni. Þú fylgdist vel með,
hugsaðir út fyrir rammann, varst
frumkvöðull og heimsborgari.
Þegar við töluðum saman var aug-
ljóst að þú varst líka stoltur af
okkur, öllum stelpunum þínum, og
hafðir áhuga á því sem við vorum
að gera. Þegar litlu langafa-
snúllurnar þínar komu að hitta þig
á Droplaugarstöðum var alveg
sama hversu líðanin var slæm og
þú kvalinn á þeim degi, þú ljóm-
aðir upp og varst alltaf svo ánægð-
ur þegar þær komu.
Við stelpurnar þínar munum
aldrei gleyma þér elsku pabbi, afi
og langafi. Þú munt lifa áfram í
hjarta okkar – takk fyrir allt og
allt.
Þínar
Hildur og Heba.
Einu sinni fæddist á gömlu sím-
stöðinni á Eskifirði gullfallegur
drengur með himinblá augu, ljóst
hár og útstæð eyru. Hann var
skírður Hallgrímur og skírnin
gekk áfallalaust nema hvað hon-
um leiddist aðgerðaleysið og sleit
perluhálsfesti sem föðursystir
hans bar. Áfram þurfti Halli að
hafa nóg fyrir stafni. Hann lagði
allt undir til að klára verkefni sín
og gafst ekki upp þótt á móti blési.
Stundum fannst okkur hann vera
eins og maðurinn sem barðist við
vindmyllurnar. Ekki að andstæð-
ingurinn væri ímyndaður heldur
að sigur væri óhugsandi. Það var
þó ótrúlega oft að seigla hans og
hugkvæmni færðu honum sigur.
Sú þrautseigja fylgdi honum alla
tíð en birtist líka sem þrjóska eða
þvermóðska. Ekki var nóg að
leysa verkefnin. Úrlausnin varð að
vera fullkomin eða því sem næst.
Það voru kröfurnar sem hann
gerði til sjálfs sín og annarra.
Honum fannst afleitt þegar sam-
ferðamenn hans notuðu öðruvísi
gleraugu á lífið en hann sjálfur.
Hann skipti þó stundum um skoð-
un en það gat allt eins farið á hinn
veginn og kostað sárindi sem erf-
itt var að græða. Halli var frum-
kvöðull og afar sjálfstæður maður.
Þetta gat valdið árekstrum þegar
hann vann fyrir aðra. Stundum
skildi því leiðir með honum og
þeim sem höfðu hin áþreifanlegu
völd í ágreiningi einstaklings og
atvinnurekanda eða í baráttu við-
skiptavinar við fjármálastofnun.
Ungur kvæntist Halli Valgerði
og þau eignuðust tvær dætur,
Hildi Rós og Hebu Björgu. Þau
hjónin slitu samvistir. Hall réði sig
sem skipstjóri á bát en vildi líka
vera hæstráðandi í landi. Hann
ætlaði sér að beina dætrum sínum
á réttar brautir í lífinu. Hann vildi
hlífa þeim við sársaukanum sem
fylgir því að villast af vegi og hann
þekkti hugsanlega af eigin raun.
Hver veit, hann átti örðugt með að
tjá tilfinningar sínar. Hann duldi
þær þar til þær sprengdu sér leið
út. Dæturnar erfðu sjálfstæðið og
þrjóskuna. Þær vildu velja sína
lífsgöngu og bera sjálfar ábyrgð á
sér. Á nítjándu öld hefði Halli ver-
ið stórbóndi með útgerð. Hann
hefði haft fjölskylduna og vinina í
kringum sig og trúlega heimilis-
lausa líka. Hann hefði stjórnað og
gert vel við alla í mat og drykk
eins og hann gerði í lífi sínu. Hann
tók mömmu til sín þegar hún gat
ekki lengur búið ein heima. Hún
dvaldi hjá honum og Irinu, sam-
býliskonu hans, síðustu tvö árin í
lífi sínu. Sagt hefur verið að dæma
skuli mann af vinum hans. Halli
bróðir átti einstaklega góða og
trausta vini. Þegar hann flutti í
Eyjafjarðarsveit eignaðist hann
góða vini á nágrannabæjunum og
fleiri reyndust honum vel. Á eng-
an þeirra er hallað þegar tveir eru
nefndir.
Árni Emilsson, frændi og vinur,
sem heimsótti Halla alltaf þegar
því varð við komið eftir að hann
greindist með sjúkdóminn sem
dró hann til dauða. Árni var
skemmtilegur maður, skarp-
greindur og víðlesinn. Raunar
birtist okkur systrum enn einn
bróðirinn þegar við upplifðum þá
saman en þar naut eðlisgreind
Halla sín einstaklega vel, hárbeitt-
ur húmorinn og minnið. Það
reyndist Halla mikið áfall þegar
Árni dó í febrúar sl.
Hinn vinurinn var Magnús
Helgason, sem setti sig ekki úr
færi að heimsækja vin sinn. Þeir
höfðu einnig þessa jákvæðu nær-
veru hvor við annan. Þessir menn
studdu Halla með ráðum og dáð.
Elsku Halli. Takk fyrir allar
góðu minningarnar þú gafst okkur
og við yljum okkur við, núna þeg-
ar þú ert farinn.
Ingibjörg og Rósa Þóra.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar
Gamlársdagur
1944 – lýðveldisárið
að kveðja. Fjögur
systkinabörnin í
Dilksnesi eru borin
til skírnar saman. Hátíð í bæ,
sungið og dansað fram á nóttina.
Dengsi litli var eitt þessara
barna, aðeins tveggja vikna gam-
all. Hlaut þar nafnið Björn Jóns-
son, alnafni afa okkar frá Hoffelli.
Og bar nafnið stoltur alla tíð.
Hann ólst upp á Sjónarhóli hjá
mömmu sinni, sem var ein af
fáum útivinnandi mömmum þess
tíma, var talsímakona hér í bæn-
um, svo litli kallinn eignaðist
góða hauka í hornum sem aðstoð-
uðu þegar þurfti. Eftir að fjöl-
skylda mín flutti á Höfn átti
Dengsi litli sitt athvarf líka hjá
mömmu minni enda þær systur
búandi í sama húsinu, sín á hvorri
hæð, þægilegra gat það ekki ver-
ið. Það þarf eitt þorp til að ala
upp barn segir einhvers staðar.
Mikill sannleikur í þessu, svona
var það, krakkar fengu að prófa
sig áfram í tilverunni. Haft auga
með að enginn færi sér alvarlega
að voða. Duglegum strákum leyft
að grípa í verk ef því var að
skipta. Bryggjurnar og sjórinn
voru aðalvettvangurinn. Strák-
arnir smíðuðu sér fleka sem
mátti stjaka á víkinni við Höfð-
ann, nú svo var stundum hægt að
skella sér í jakahlaup á vestur-
firðinum ef góða ísa leysti á út-
mánuðum – betra að láta ekki
strauminn grípa sig á útfallinu.
Dengsi smíðaði sér kajaka á ung-
lingsárunum, sagðist hafa
strekkt strigann á grindina í eld-
húsinu hennar mömmu sinnar,
með hennar hjálp, svo voru her-
legheitin máluð og þétt. Á þessu
fleyi var róið um fjörðinn, jafnvel
skroppið út fyrir Ós. Það var allt-
af eitthvað á döfinni hjá honum
Dengsa, eftir kajaktímabilið fékk
hann sér fjarðarbát með mótor,
átti á honum fína túrana um
fjörðinn. Tækjakallinn átti fína
Björn Jónsson
✝
Björn Jónsson
(Dengsi) fædd-
ist 16. desember
1944. Hann lést 10.
nóvember 2021.
Útförin fór fram
20. nóvember 2021.
skellinöðru „stíf-
bónaða alltaf“ sagði
einn vinurinn.
Snyrtimennskan
var Dengsa í blóð
borin og gilti þetta
líka um alla fínu bíl-
ana hans seinna
meir. Búið var að
fjárfesta í fyrsta
bílnum, Moskanum,
nokkru fyrir bíl-
prófið. Eitt af uppá-
haldsverkefnunum hans Dengsa
var að fá að brasa með vinum sín-
um á Flugfélaginu. Ekki gamall
er hann fór að smygla sér með
Tobba og Gísla Jóns þegar af-
greiða þurfti flugvélarnar, þetta
var auðvitað algjört ævintýri,
koma fragt og farþegum í Mela-
bátinn, sigla svo yfir sundið að
Melabryggjunni, stökkva í land
með tógið og binda bátinn. Hent-
aði vel okkar manni, gaman að
geta aðeins létt undir. Þessir
traustu kallar voru notalegir við
strákinn, virkjuðu hann með í
verkefnin.
Dengsi sinnti ýmsum störfum
um ævina, oftast var það tengt
vélum og tækjum einhvers konar.
Byrjaði mjög ungur að vinna á
lyftara í gamla Frystihúsinu.
Þegar síldarævintýrið byrjaði
hér færði hann sig yfir til Fiski-
mjölsverksmiðju Hornafjarðar.
Vann hann þarna nokkur ár.
Dengsi var laginn og útsjónar-
samur verkmaður og eftirsóttur
tækjamaður. Hann réðst til
starfa hjá bæjarfélaginu og vann
þar í 32 ár mest á vélum og tækj-
um, ásamt smíðaverkefnum ým-
iss konar, Þarna naut hann sín til
fullnustu, vandaði sín störf og
lagði metnað í að skila góðu verki.
Hrókur alls fagnaðar á góðri
stundu. Tilsvör Dengsa og
skemmtisögur af ýmsum atvikum
í lífi hans munu lifa hjá þeim sem
hann þekktu. Happ fyrir hvert
bæjarfélag að eiga mann eins og
hann.
Dengsi minn, þú hnýttir ekki
bagga þína alltaf sömu böndum
og aðrir. Við fjölskyldan mín er-
um þér þakklát fyrir samfylgdina
gegnum öll árin. Far þú í friði
kæri vinur.
Hildigerður
(Gerða frænka).
Guðrún Guð-
laugsdóttir
✝ Guðrún
Guðlaugs-
dóttir fæddist
15. ágúst 1924.
Hún lést 30.
október 2021.
Útför Guð-
rúnar fór fram
15. nóvember 2021.
Meira: www.mbl.is/andlat/.
Minningar á mbl.is