Morgunblaðið - 23.11.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Utanríkisleyniþjónusta Rússlands,
SVR, hafnaði í gær ásökunum um
að Rússar væru nú að undirbúa inn-
rás í Úkraínu, en Vesturveldin
segja að rúmlega 100.000 rúss-
neskir hermenn séu við landamæri
ríkjanna.
„Bandaríkjamenn mála nú ógn-
vekjandi mynd af rússneskum
skriðdrekum sem ætli sér að
kremja borgir Úkraínu,“ sagði í
yfirlýsingu SVR, sem kallaði slíkt
„falsfréttir“ og „hræðsluáróður“
Bandaríkjamanna til bandamanna
sinna og tilraun til þess að auka
spennu í heimshlutanum.
Þá sakaði leyniþjónustan her
Úkraínumanna um að ráðgera
árásir á aðskilnaðarsinna í austur-
hluta landsins, en Dmytro Kuleba,
utanríkisráðherra Úkraínu, sagði
þær ásakanir alrangar.
Segja „innrásar“-
fregnir rangar
RÚSSLAND
Bandaríkjamenn voru slegnir hryll-
ingi í gærmorgun eftir að ökumað-
ur á rauðum jepplingi keyrði á
ofsahraða inn í jólaskrúðgöngu í
borginni Waukesha í Wisconsinríki
á sunnudagskvöld. Fimm létust hið
minnsta og rúmlega fjörutíu slös-
uðust þegar bifreiðin keyrði í gegn-
um mannfjöldann, en börn voru á
meðal fórnarlambanna.
Óttast var að um skipulagt
hryðjuverk hefði verið að ræða, en
bandarískir fjölmiðlar greindu frá
því í gær að svo virtist ekki vera,
heldur hefði ökumaður bifreiðar-
innar verið að flýja lögregluna
vegna annars brots. Var hann
nefndur í fjölmiðlum sem Darrell
Brooks, 39 ára gamall maður frá
Wisconsin, en ekki var búið að
ákæra hann í gær.
Fánar í ríkinu voru dregnir í
hálfa stöng í gær og Tony Evers
ríkisstjóri sagði að beðið yrði fyrir
samfélaginu í Waukesha, börn-
unum og ástvinum sem nú hefðu
orðið fyrir þessum „óhugsandi
harmleik“.
BANDARÍKIN
Keyrði á ofsahraða
inn í skrúðgöngu
AFP
Harmleikur Brak lá eins og hráviði um
götur Waukesha eftir ofsaaksturinn.
Stórblöðin Fin-
ancial Times og
Wall Street
Journal greindu
frá því í gær að
tilraun Kínverja
með ofur-
hljóðfráa eld-
flaug í júlí síðast-
liðnum hefði
einnig falið í sér
að annarri eldflaug var skotið frá
megineldflauginni, meðan hún
ferðaðist á meira en fimmföldum
hljóðhraða. Segja blöðin tilraunina
sýna að þróun Kínverja á kjarn-
orkuvígbúnaði sínum sé komin mun
lengra en áður var talið, en hvorki
Bandaríkin né Rússland hafa gert
áþekkar tilraunir með ofurhljóðfrá
vopn.
Ekki er vitað hvort tilgangur
seinni eldflaugarinnar er að bera
kjarnaodda eða rugla varnarkerfi í
ríminu.
KÍNA
Eldflaug skotið frá
annarri eldflaug
Eldflaugaskot
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Jens Spahn, heilbrigðisráðherra
Þýskalands, varaði við því að það
væri erfiður vetur fram undan vegna
fjórðu bylgju kórónuveirunnar, sem
leikur nú Evrópu grátt. Tilfellum í
flestum ríkjum Vestur-Evrópu fjölg-
aði ört í síðustu viku frá vikunni
áður, og er það sjöunda vikan í röð
samkvæmt Sóttvarnastofnun Evr-
ópu sem nýjum tilfellum hefur fjölg-
að í álfunni.
Sagði Spahn að ástandið væri það
slæmt að líklega yrðu allir Þjóðverj-
ar eitt af þrennu í lok vetrarins; bólu-
settir, læknaðir af kórónuveirunni
eða látnir af völdum hennar. Hvatti
hann sem flesta til þess að láta bólu-
setja sig, en stjórnvöld í Þýskalandi
hafa rætt að setja á bólusetningar-
skyldu, en einungis um 68% þýsku
þjóðarinnar hafa látið bólusetja sig.
Munu kristilegu flokkarnir vera
fylgjandi því, en sósíaldemókratar,
sem leiða nú viðræður um myndun
nýrrar ríkisstjórnar, eru efins.
Þjóðverjar íhuga einnig frekari
takmarkanir, einkum gagnvart þeim
sem ekki hafa þegið bólusetningu
gegn kórónuveirunni. Varaði Angela
Merkel Þýskalandskanslari við því á
fundi flokksleiðtoga kristilegra
demókrata í gær að þær aðgerðir
sem þegar hefði verið gripið til væru
ekki nóg til þess að stemma stigu við
fjórðu bylgju kórónuveirunnar.
Sagði hún að fjöldi nýrra tilfella tvö-
faldaðist nú á tólf daga fresti í
Þýskalandi.
Þau sambandslönd sem verst hafa
orðið úti í fjórðu bylgjunni hafa þeg-
ar gripið til hertra aðgerða, og hefur
t.d. öllum jólamörkuðum í Bæjara-
landi verið lokað vegna ástandsins.
Ekki er þó víst hvort Þýskaland eða
önnur ríki muni grípa til útgöngu-
banns á borð við það sem gekk í gildi
í Austurríki í gær, en það eru hörð-
ustu aðgerðir sem gripið hefur verið
til í Evrópu frá því á síðasta ári.
Fordæmdu ofbeldi helgarinnar
Forsætisráðherrar Hollands og
Belgíu fordæmdu í gær óeirðir helg-
arinnar, sem spruttu upp af mót-
mælum gegn hertum sóttvarna-
aðgerðum gegn kórónuveirunni um
helgina.
Mark Rutte, forsætisráðherra
Hollands, sagði að óeirðirnar hefðu
verið „hreint ofbeldi“, framið af
„hálfvitum“, en að minnsta kosti 145
voru handteknir vegna óeirðanna,
sem náðu til allra helstu stórborga
Hollands. Fjórir særðust í óeirðun-
um og nokkrir lögregluþjónar fengu
áverka eftir þær.
„Ég skil að það er mikil spenna í
samfélaginu vegna þess að við höfum
verið að takast á við kórónuveiru-
pláguna svo lengi,“ sagði Rutte, og
bætti við að hann myndi alltaf verja
rétt fólks til mótmæla en ekki væri
hægt að samþykkja ofbeldi. Stjórn-
völd í Hollandi íhuga nú að leyfa bör-
um og veitingastöðum að meina
óbólusettum aðgang, en takmarkað
útgöngubann hefur verið í gildi þar í
tíu daga.
Alexander de Croo, forsætisráð-
herra Belgíu, sagði hins vegar að það
ofbeldi sem hefði sést á götum
Brussel á sunnudaginn, þar sem um
35.000 manns komu til að mótmæla
hertum aðgerðum, hefði verið „al-
gjörlega óviðunandi“. Þrír lögreglu-
þjónar særðust eftir að óeirðaseggir
köstuðu grjóti og kveiktu elda í mið-
borg Brussel.
Þakkaði De Croo lögreglunni fyrir
að verja almenning. Sagði hann að
hegðun mótmælenda ætti ekkert
skylt við hugmyndir um frelsi.
„Þetta hafði ekki að gera með hvort
bólusetning væri góð eða ekki, þetta
var glæpsamleg hegðun.“
Erfiður vetur fram undan
- Tilfellum fjölgar í Evrópu sjöundu vikuna í röð - Þjóðverjar allir „bólusettir,
læknaðir eða látnir“ í lok vetrar - Rutte og De Croo fordæmdu óeirðirnar
AFP
Fordæmdu óeirðir Hér má sjá verksummerki eftir óeirðir í Rotterdam um helgina, þar sem kveikt var í hjólum og
grjóti kastað í lögreglumenn. Mark Rutte forsætisráðherra Hollands fordæmdi í gær óeirðirnar sem brutust út.
Heimild: AFP, talning byggð á opinberum tölum
Breyting frá síðustu viku í %
Fjöldi daglegra tilfella,
meðaltal síðustu 7 daga
333,500 100,000 50,000 10,000
-5-20 +5 +50+20
Tilfellum Covid-19 fjölgar enn í Vestur-Evrópu
Staðan 21. nóvember