Morgunblaðið - 23.11.2021, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Í tilefni af 95 ára afmæli tón-
skáldsins Jóns Nordal fyrr á þessu
ári hefur útgáfufyrirtækið Polarf-
onia Classics nú gefið út tvöfaldan
hljómdisk með sjö verkum eftir
Jón. Öll eru þau flutt af Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og ber útgáfan
einfaldlega nafn tónskáldsins.
Sumar þessara hljóðritana hafa
ekki verið gefnar út áður, þeirra á
meðal hljóðritun á flutningi Jóns á
eigin verki, Píanókonsert, frá
árinu 1956.
Allar upptökurnar eru úr safni
Ríkisútvarpsins og hljómsveitar-
stjórar þrír tals-
ins, þeir Petri
Sakari, Bohdan
Wodiczko og
Jerzy Maksy-
miuk.
Útgáfunni
fylgir veglegur
bæklingur með
ítarlegum texta
eftir Kolbein
Bjarnason tón-
skáld, bæði á íslensku og ensku,
um ævi Jóns, verk og feril. Einnig
er þar stuttur texti eftir Árna
Heimi Ingólfsson um samband
Jóns við Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og segir m.a. í honum að
leiðir Jóns og SÍ hafi legið saman
frá fyrstu tíð þar sem sveitin hafi
aðeins verið tveggja mánaða gömul
þegar hún frumflutti útskriftar-
verk Jóns frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík, Konsert fyrir hljóm-
sveit. Hljómsveitin hafi æ síðan
leikið öll hljómsveitarverk Jóns og
flest hafi þau hljómað í fyrsta sinn
á tónleikum sveitarinnar. Verkin á
diskunum tveimur eru sjö talsins,
á þeim fyrri Píanókonsert, Konsert
fyrir hljómsveit og Bjarkamál og á
þeim seinni Canto Elegiaco, Con-
certo lirico, Tvísöngur og Haust-
vísa. Elsta verkið, Konsert fyrir
hljómsveit, er frá 1949 og það nýj-
asta, Haustvísa, frá árinu 2000 og
spannar útgáfan því um hálfa öld.
Í flokki módernista
Kolbeinn Bjarnason, höfundur
hins ítarlega og fróðlega texta í
bæklingi útgáfunnar, hefur kennt
íslenska tónlistarsögu 20. aldar í
Listaháskóla Íslands hin síðustu ár
og einnig skrifað bók um sembal-
leikarann Helgu Ingólfsdóttur,
Sumartónleika í Skálholtskirkju og
sögu barokktónlistar á Íslandi.
Kolbeinn er spurður að því
hvernig tónskáld hann telji Jón
vera og segir hann að stórt sé
spurt. „Ég set hann í flokk með
módernistum, eins og módernism-
inn var á sjöunda áratugnum,“
svarar Kolbeinn. „Upp úr 1960
finnur hann sinn stíl sem er engum
líkur. Hann er ekki þjóðlegur þótt
stundum hafi menn haldið því
fram. Hann er abstrakt tónskáld,
að semja hreina tónlist sem tjáir
ekki neitt nema sjálfa sig, ekkert
annað, eins og það hefur verið
orðað.“
– Hann gæti þá verið frá hvaða
landi sem er?
„Já, hann gæti verið frá hvaða
landi sem er en er samt rosalega
íslenskur án þess að vera nokkurn
tíma að reyna það. Hann er ís-
lenskur vegna þess að hann hefur
svo ofboðslega góðar tengingar við
íslenska menningu, bæði í nútíð og
fortíð. Tengingin er þess vegna við
bókmenntir og svo alveg rosalega
mikið við myndlist. Hann fylgist
ofboðslega vel með abstraktmál-
verkinu, Þorvaldi Skúlasyni og því
sem er að koma fram á Íslandi í
kringum og eftir stríð. Þar slær
hjarta hans, með nýjustu straum-
um í myndlistinni og bókmennt-
unum líka,“ útskýrir Kolbeinn.
Þessi tónverk hafi verið afrakstur
mikillar og þjáningarfullrar leitar
tónskáldsins á yngri árum.
Æskuverk og seinni verk
Kolbeinn segir að á fyrri disk-
inum séu þrjú verk sem skilgreina
megi sem æskuverk Jóns, verk
sem séu afar vel samin og mögnuð.
Verkin hafi Jón samið þegar hann
dvaldi á Ítalíu á árunum 1957-8 og
hafði áhyggjur af því að hann væri
að hjakka í sama farinu, skrifa
músík sem hann vildi ekki skrifa.
„Menn voru ekki svo uppteknir af
því að djöflast áfram á þessum
tíma þannig að það kom ekkert
verk frá honum árum saman, ekki
fyrr en hann leggur sig eftir því að
kynnast mestu framúrstefnunni
sem var í Darmstadt,“ segir Kol-
beinn frá. Þau kynni hafi öllu
breytt fyrir Jón og upp úr þessu,
árið 1962, samdi hann verkið
Brotaspil sem Kolbeinn segir hans
mesta framúrstefnuverk sem sé
því miður ekki til á almennilegri
upptöku.
Hann segir Jón hafa fundið sig í
verki sem nefnist Adagio sem hann
skrifaði fyrir strengjasveit, flautu,
fiðlu og hörpu. Umrætt verk hefur
margoft verið gefið út en er ekki á
tvöfalda diskinum.
Magnað verk
Kolbeinn segir Canto Elegiaco,
fyrir selló og mjög fámenna hljóm-
sveit, vera fyrsta verkið á hinni ný-
útkomnu plötu þar sem heyrist
Jón hafi verið búinn að finna sinn
stíl. Verkið samdi hann fyrir
„Þetta er magnað verk og það hef-
ur ekki verið gefið út áður,“ segir
Kolbeinn. Verkin sem koma í kjöl-
farið, á seinni diskinum, eru Con-
certo lirico frá 1975, Tvísöngur frá
1979 og Haustvísa frá árinu 2000.
Aðrar hljóðritanir af þessum verk-
um hafa áður verið gefnar út.
Alltaf leitandi
Kolbeinn segir að þó svo Jón
hafi fundið sinn stíl á sjöunda ára-
tugnum hafi hann haldið áfram að
leita. Hann hafi alltaf verið leitandi
listamaður en leitarsvæðið hafi þó
þrengst mjög mikið eftir árið 1966.
Eftir þann tíma hafi hræringar,
straumar og stefnur haft lítil áhrif
á Jón sem tónskáld. Jón hafi al-
gjörlega átt heima í heimi hreinnar
tónlistar.
Kolbeinn segir Jón hafa verið
frábæran píanóleikara, eins og
heyra megi af hljóðritun á flutn-
ingi hans á Píanókonsert sem finna
megi á fyrri disknum. Sú upptaka
sé sú sögulegasta í hinni nýju út-
gáfu. Verkið sé frá 1956 en upp-
takan nokkrum árum yngri og sin-
fóníuhljómsveitin og Jón heyrist
þar leika undir stjórn pólska
hljómsveitarstjórans Bohdans
Wodiczko.
Ómæld áhrif
Kolbeinn segist aðspurður ekki
hafa komið að vali verkanna á
diskunum tveimur. „Þetta gefur
rosalega góða mynd af Jóni sem
tónskáldi en hann skrifaði það
mörg hljómsveitarverk að gaman
hefði verið að hafa þau öll á sama
stað. Í bæklingnum tel ég upp
fjögur hljómsveitarverk sem hafa
aldrei verið gefin út og þeirra á
meðal er Brotaspil, framúrstefnu-
verkið hans,“ segir Kolbeinn.
Sem kennari við Listaháskóla
Íslands hefur Kolbeinn fjallað um
þróun tónlistar á Íslandi á 20. öld.
„Þar er Jón Nordal algjör lykil-
maður og líka vegna þess að hann
varð skólastjóri Tónlistarskólans í
Reykjavík mjög ungur maður, árið
1959 og hafði ómæld áhrif á sinn
ótrúlega hógværa hátt. Þetta er
maður sem hefur yndislega nær-
veru og hafði svo góð áhrif á kenn-
araliðið og nemendurna,“ segir
Kolbeinn um tónskáldið góða.
Góð mynd af merku tónskáldi
- Tvöfaldur hljómdiskur með sjö verkum Jóns Nordal hefur verið gefinn út í tilefni af 95 ára afmæli
tónskáldsins - Lykilmaður í þróun tónlistar á Íslandi á 20. öld, segir Kolbeinn Bjarnason tónskáld
Kolbeinn
Bjarnason
Morgunblaðið/Einar Falur
Afmæli Jón Nordal varð 95 ára á árinu og er hinn tvöfaldi diskur gefinn út af því tilefni. Myndin var tekin árið 2010.
Áður óþekkt teikning eftir einn dáðasta myndlistarmann
sögunnar, hinn þýska Albrecht Dürer (1471-1528), sem
seld var úr dánarbúi nærri Boston fyrir aðeins 30 dali,
um 4.000 krónur, kann að verða seld fyrir allt að 50 millj-
ónir dala, um 6,5 milljarða króna. Teikningin yrði þá sú
dýrasta sem sögur fara af en teikning eftir Rafael var
seld fyrir 12 árum á uppboði fyrir 48 milljónir dala.
Sagan um óvæntan fund teikningarinnar er sögð í The
Art Newspaper. Þar kemur fram að fjölskyldan sem
seldi dánarbúið fyrir utan Boston fyrir fimm árum hafi
talið að um 20. aldar eftirprentun væri að ræða en ekki
frummynd meistarans en hún er nú sýnd í Agnews-
galleríinu í London sem annast söluna á verkinu.
Virtur forvörður sem fyrst rannsakaði teikninguna
staðfesti að hún væri gerð á pappír eins og Dürer notaði
eftir 1500, sem í væri vatnsmerki með þrífork. Þá leiddi
efnafræðirannsókn í ljós að bæði í frægu AD-merkinu
með upphafsstöfum listamannsins neðst á örkinni og í
teikningunni sjálfri væri sama blek og hann notaði. Síðan
rannsakaði þekktur sýningarstjóri við Albertina-safnið í
Vín teikninguna, en hann stýrði síðustu yfirlitssýningu á
verkum Dürers. Sá staðfesti að um verk eftir meistarann
væri að ræða og nær örugglega skissu fyrir þekkta
vatnslitamynd Dürers sem er í Albertina-safninu.
Teikningin sýnir Maríu mey og Jesúbarnið með blóm
á grasi grónum bakka. Hún var seld úr dánarbúi arki-
tektsins Jean-Pauls Carlhians og Elizabeth konu hans.
Dætur þeirra höfðu enga trú á því að um frummynd væri
að ræða og þegar skransali kom á heimili foreldra þeirra
og keypti ýmsa gripi sagði önnur þeirra brosandi við
hann: „Svo þig langar í Dürer-verkið!“ Og sagði það
kosta 30 dali. Forfeður Carlhians voru forngripasalar í
Frakklandi og vitað er að þeir keyptu fjórar teikningar
eftir Dürer árið 1919. Þannig hefur þessi teikning komist
í hendur fjölskyldunnar en gleymst á tæpri öld.
Verðmæt Seljendur töldu verkið vera eftirprentun.
Greiddi 30 dali fyrir Dürer-verk
- Kann að vera 50 milljóna
dala virði – 6,5 milljarða kr.
Suðurkóreska sveitin BTS var valin
hljómsveit ársins á bandarísku tón-
listarverðlaunahátíðinni, American
Music Awards, sem haldin var í Los
Angeles í fyrrakvöld. Ed Sheeran
hreppti verðlaunin „vinsælasti karl-
kyns tónlistarmaðurinn“ en Taylor
Swift var „vinsælasta tónlistar-
konan“. Meðal annarra verðlauna-
hafa má nefna að „Butter“ með
BTS var valið besta dægurlag árs-
ins, bestu hipphopplistamennirnir
voru valin Drake og Megan Thee
Stallion en „Up“ með Cardi B besta
hipphopplagið. Machine Gun Kelly
var valinn rokkari ársins, Kanye
West besti gospel-listamaðurinn,
Olivia Rodrigo besti nýliðinn og
„Evermore“ með Taylor Swift var
valin besta poppplata ársins. Þá
þótti vídeóið við lag Lil Nas X,
„Montero“, best.
AFP
Glæsisýning Söngkonan Jennifer Lopez var meðal listamanna sem komu fram.
Sheeran og Swift voru vinsælust