Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar um kjara- samninga á bak Viðskiptablaðsins í liðinni viku. Þar nefnir hún að á síðustu 32 mán- uðum hafi 326 kjarasamningar verið endurnýjaðir og að stéttarfélög séu tvöfalt fleiri hér á landi en í Sví- þjóð. Þá segir hún: „Á Norður- löndunum er það ófrávíkjanleg regla að stefnu- markandi samningar eru gerðir á vettvangi útflutningsgreina og að opinberi vinnumarkaðurinn víki ekki frá þeim ramma. Hér er þessu öfugt farið. - - - Í kjarasamningum fyrir opinbera starfsmenn líta stéttarfélögin á fyrstu kjarasamningana á almenn- um vinnumarkaði sem lágmarks- samninga og knýja svo í framhald- inu fram meiri launahækkanir. Þessi kerfisgalli hefur lengi legið fyrir en lítill áhugi verið til um- bóta.“ - - - Ásdís bendir ennfremur á að veikasti hlekkurinn í þessari keðju séu sveitarfélögin, enda hafi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga nýverið lýst „launa- hækkunum sem stórslysi í fjár- málum sveitarfélaga“. - - - Ásdís telur að grípa þurfi til að- gerða, meðal annars að veita þurfi ríkissáttasemjara „heimildir og verkfæri til að tengja saman aðila og fresta verkfallsaðgerðum ef kröfur eru óraunhæfar að hans mati“. Mögulega væri þetta liður í að laga kerfið hér á landi. Í öllu falli er ljóst að atvinnulífið þolir ekki að farið verði út í aðra eins kjarasamningalotu og síðast með þeim afleiðingum sem henni hafa fylgt. Ásdís Kristjánsdóttir Kjarasamninga- gerð í ólestri STAKSTEINAR Svört vika Netsprengja 20% afsláttur af öllum vörum dagana 22.-29. nóvember Selásbraut 98, 110 Reykjavík, sími 419 7300, sportval.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru í máli gegn karl- manni á Egilsstöðum vegna skot- árásar sem átti sér stað 26. ágúst í götunni Dalseli í bænum. Þetta stað- festi Friðrik Smári Björgvinsson hjá héraðssaksóknara við mbl.is í gær. Lögregla skaut manninn í aðgerðum sínum, en hann er á batavegi. Í skotárásinni fór maðurinn vopn- aður haglabyssu og riffli á heimili annars manns sem hann leitaði að. Sá maður hafi hins vegar ekki verið heima þegar byssumanninn bar að garði. Heimildir herma þó að börn mannsins hafi verið heima og flúið þar sem þeim stóð ógn af byssu- manninum sem hafði skotið á rúðu í húsinu á móti áður en lögreglan kom á staðinn. Fjöldi íbúa í Dalseli varð var við skotárásina sem stóð yfir í rúman hálftíma að sögn vitna. Minnst einn varð vitni að því þegar byssumaður- inn var skotinn í kviðinn í aðgerðum lögreglu. Saksóknari hefur 12 vikur til að gefa út ákæru ef halda á sakborn- ingum í gæsluvarðhaldi. Rann sá frestur út sl. föstudag. Friðrik Smári staðfesti að maðurinn yrði í gæslu- varðhaldi til 30. nóvember. Manninum hefur enn ekki verið birt ákæran. Ákæra gefin út vegna skotárásar - Byssumaðurinn á Egilsstöðum sagð- ur á batavegi - Áfram í gæsluvarðhaldi Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Egilsstaðir Frá vettvangi skotárás- arinnar í Dalseli í ágústmánuði sl. Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam tæpum 2,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við ríflega 1,6 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrar- tekjur jukust um 867 milljónir á tímabilinu og námu 4,2 millj- örðum. Rekstr- arkostnaður dróst hins vegar saman um 135 milljónir og nam 4,2 milljörðum króna. Laun og launatengd gjöld námu 1.625 millj- ónum króna og lækkuðu um 42 milljónir króna. Vaxtakostnaður lækkaði talsvert á tímabilinu og nam 1.890 millj- ónum króna en hafði numið 2.059 milljónum á sama fjórðungi í fyrra. Bjarni Bjarnason, forstjóri fyrir- tækisins, segir að góð tök á rekstr- arkostnaði séu lykillinn að því að hagstæðar ytri aðstæður, ekki síst hærra álverð og hagstæðari lána- kjör, skili sér í góðri heildarniður- stöðu árshlutareiknings. „Vegna þessa árangurs í rekstr- inum getum við haldið áfram að bjóða þjónustuna á tiltölulega lágu verði. Nýlega lækkuðu tengigjöld Veitna og nú liggur fyrir að raun- lækkun verður á kalda vatninu með því að vatnsgjald heimila verður óbreytt á næsta ári,“ segir Bjarni. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður OR 10,9 milljörð- um króna, samanborið við 743 milljóna hagnað á fyrstu níu mán- uðum ársins 2020. Munar þar miklu að rekstrarkostnaður er 867 milljónum lægri. Þá hefur það mik- il áhrif á uppgjörið að verðmæti langtímasölusamninga er fært í rekstrarreikning. Vegna lækkandi álverðs vegna kórónuveirunnar voru þeir samningar færðir um- talsvert niður. Á fyrstu níu mán- uðum ársins 2020 var virði þeirra samninga fært niður um 2,75 millj- arða en hækkar á fyrstu níu mán- uðum yfirstandandi árs um 7,86 milljarða. „Ef við lítum fram hjá reiknuð- um stærðum í uppgjörinu þá væri rekstrarafkoman jákvæð um sex milljarða króna. Það er eðlilegur afrakstur af því fé sem eigendur hafa bundið í starfseminni,“ segir Bjarni í tilkynningu. Orkuveitan hagn- ast um 2,1 milljarð - Rekstrarkostnaður lækkar milli ára Bjarni Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.