Morgunblaðið - 23.11.2021, Síða 29

Morgunblaðið - 23.11.2021, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ GEMMA CHAN RICHARD MADDEN KUMAIL NANJIANI LIA McHUGH BRIAN TYREE HENRY LAUREN RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T 91% H asargrínmyndin Red Notice mun vera sú dýrasta sem streymis- veitan Netflix hefur framleitt til þessa. Er framleiðslu- kostnaður talinn hafa verið 200 milljónir bandaríkjadala eða um 26,8 milljarðar króna. Þessu fé var heldur illa varið því Red Notice er í lakari kantinum, þrátt fyrir flott- ar brellur, ágætan hasar og þrjár kvikmyndastjörnur, þau Gal Ga- dot, Dwayne Johnson og Ryan Reynolds. Ekki er við stjörnurnar að sakast, þær bregða sér í kunn- ugleg hlutverk og standa sig ágæt- lega. Vöðvatröllið Johnson er þögla, harða týpan. Reynolds er spaugarinn, sá sem dælir út hnyt- tiyrðum og vandræðalegum at- hugasemdum líkt og hann hefur gert í svo mörgum fyrri kvikmynd- um sínum. Gadot er „femme fatale“ myndarinnar, bardagafim þokkadís sem enginn karlmaður fær staðist og stórhættuleg. Þessi kunnuglegu hlutverk eru ekki vandamálið heldur valið á handritshöfundi myndarinnar og leikstjóra. Sá heitir Rawson Marshall Thurber og á að baki kvikmyndir sem seint munu teljast vandaðar: DodgeBall: A True Und- erdog Story, We’re the Millers, Central Intelligence Skyscraper. Auðgleymanlegar grín- og hasar- myndir virðast vera hans sérgrein og hér bætist ein slík í safnið. Red Notice vísar til eftirlýstra glæpamanna og fá þeir allra eftir- lýstustu á sig rauða litinn. Í mynd- inni segir af listaverkaþjófi, Nolan Booth (Reynolds), sem telur sig vera þann færasta í því fagi. Hann ætlar sér að stela einu af þremur gulleggjum Kleópötru en FBI- spaðinn John Hartley (Johnson) gómar hann eftir að hafa fengið vísbendingu frá öðrum þjófi sem kallar sig Biskupinn (Gadot) og er sá í raun sá færasti. Biskupi tekst að stela egginu og koma sök á Hartley. Er þeim Booth stungið í fangelsi og þar snúa þeir bökum saman og einsetja sér að ná Bisk- upinum og finna eggin þrjú. Berst þetta ævintýri víða um lönd, m.a. til Balí, Argentínu, Spánar og Egyptalands. Hafa þeir uppi á Biskupinum, skaðræðiskvendinu slæga sem virðist þó alltaf vera skrefi á undan þeim og leikur sér að þeim eins og köttur að músum. Þrátt fyrir heldur klisjukennda fléttu og framvindu, þar sem feng- ið er að láni úr kvikmyndunum um James Bond, Indiana Jones, Ocean’s 11 og fleiri kunnuglegum, kemur handritshöfundur á óvart með endi sögunnar sem er því mið- ur ekki ánægjulega óvæntur. Sú tilraun til frumlegheita hittir bara ekki í mark. Kvikmyndastjörnurnar þrjár ná ágætlega saman og hafa mikinn bíósjarma að vanda, þótt heldur sé sniðuga týpan hans Reynolds orðin þreytandi. Hún gengur hins vegar ágætlega upp í mótvægi við þurr- pumpulega FBI-gaurinn hans Johnsons. Gadot fær miklu færri mínútur á skjánum og er það mið- ur því hún er sú langbesta af þríeykinu. Leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn Thurber reynir allt hvað hann getur að skemmta áhorfendum og tekst ágætlega á köflum og þá einna helst í has- aratriðum. Inn á milli koma allt að því pínleg samtöl, t.d. eitt einlægt milli Booths og Hartleys um feður sína. Sækir þá bæði hrollur og syfja að manni. Sem afþreying á kósíkvöldi fjöl- skyldunnar, sem ekki þarf að borga aukalega fyrir, þá sleppur Red Notice. Myndin er sæmilegur grínhasar en lítið meira en það. Í klípu Gal Gadot, sem leikur Biskupinn, leikur sér að þeim Hartley og Nolan þar sem þeir eru handjárnaðir saman upp við súlu í Red Notice. Lítið fyrir peninginn Netflix Red Notice bbmnn Leikstjórn og handrit: Rawson Marshall Thurber. Aðalleikarar: Dwayne Johnson, Ryan Reynolds, Gal Gadot, Ritu Arya og Chris Diamantopulos. Bandaríkin, 2021. 118 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Streymisveitan Spotify hefur nú fjarlægt slembi- spilunarhnapp- inn, „shuffle“, þann sem gerir slembispilun mögulega, eftir að enska söng- konan Adele sagði slíka spilun skemma fyrir heildarupplifun hlustenda af hljómplötum. Lögum væri raðað upp af ákveðinni ástæðu, til að segja ákveðna sögu. Spotify brást fljótt við og fjarlægði hnappinn og þakkaði Adele fyrir- tækinu fyrir þann gjörning. Nú er því ekki lengur hægt að hlusta á nýjustu plötu Adele, 30, með slembivali heldur þarf að hlusta á lögin í réttri röð og það sama gildir um aðrar plötur. „Takk fyrir að hlusta, Spotify,“ sagði í þakkar- kveðju söngkonunnar til fyrir- tækisins og fékk hún þau svör til baka að það myndi gera hvað sem er fyrir hana. Fóru þessi samskipti fram á Twitter í fyrradag, að því er fram kemur á vef The Guardian. Slembispilun af- lögð fyrir Adele Adele Nígerísk-banda- ríski popptón- listarmaðurinn Davido fékk 330.000 sterlings- pund, jafnvirði um 59 milljóna króna, gefins frá vinum sínum og aðdáendum eftir að hafa beðið fólk um peninga á Twitter 17. nóvember síðastliðinn. Sagðist hann þurfa á peningum að halda til að geta leyst Rolls Royce-bifreið sína úr tollinum. „Ef þið vitið af lagi með mér sem slegið hefur í gegn … sendið mér þá pening,“ skrifaði Davido og lét fylgja með númer á bankareikningi í Nígeríu. Ekki stóð á viðbrögðum og um 90 mínútum síðar höfðu yfir 30 milljónir fylgjenda Davidos lagt inn á reikninginn. Hefur þetta uppátæki popparans bæði valdið kátínu og reiði þar sem hann var vellauðugur fyrir og hefur gortað sig af því. Bað um peninga og fékk milljónir Davido

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.