Morgunblaðið - 24.11.2021, Síða 6
Holdastuðull og stofnbreytingar rjúpu
2006 til 2020
18
15
12
9
6
3
0
-3
-6
-9
-12
1,8
1,6
1,4
1,2
1,0
0,8
0,6
0,4
Holdastuðull (g) Stofnbreytingar
2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 2020
Heimild: Náttúrufræði-
stofnun Íslands
Holdastuðull Stofnbreytingar
Holdafar rjúpna í haust var með því
besta sem sést hefur fyrir unga
fugla og það besta hjá fullorðnum
fuglum, samanborið við fyrri ár.
Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur
og rjúpnasérfræðingur Náttúru-
fræðistofnunar, telur að þetta geti
verið vísbending um að uppsveifla
rjúpnastofnsins sé að hefjast.
„Fuglarnir fara í góðum holdum
inn í veturinn, bæði fullorðnar rjúp-
ur og ungfuglarnir sem verða uppi-
staðan í næsta árgangi,“ segir Ólaf-
ur. Hann segir að Náttúrufræði-
stofnun eigi mælingar á ýmsum
lýðfræðilegum þáttum rjúpunnar,
svo sem afföllum, stofnbreytingum
og stofnvísitölum, sem hægt sé að
bera saman við tímaröðina fyrir
holdafar fuglanna. „Samsvörun á
milli raðanna er ekki fullkomin en
það er leitni í átt. Þannig virðist
vera hliðrun á stofnvísitölu og
holdastuðli þannig að stuðullinn er
hæstur þegar stofninn er í upp-
sveiflu. Samanburður á hlutfalls-
legum stofnbreytingum á milli ára
og holdastuðlinum, allavega fyrir
fyrstu ár þessara rannsókna, benti
til að þessar tvær raðir breyttust í
takt en síðustu ár hafa raðirnar ver-
ið úr fasa við þessa mynd. Allavega
sjáum við miklar breytingar í holda-
fari fuglanna á milli ára og mjög lík-
lega hafa þessar breytingar áhrif á
lýðfræði rjúpunnar,“ segir Ólafur.
Ekki er alveg ljóst hvers vegna
rjúpan, bæði fullorðnir fuglar og
ungfuglar, kom jafn vel út úr sumr-
inu og haustinu og nú. Holda-
stuðullinn sýnir að rjúpan hefur
haft það gott. Þar vegur þyngst
tímabilið frá júlí og fram í sept-
ember. Mögulega ræður hér að ein-
hverju leyti sú einmunablíða sem
ríkti á Norðausturlandi á þessum
tíma.
Rjúpan hefur yfirleitt nóg að bíta
en fæðan getur verið misjafnlega
góð eða auðmelt á milli ára.
„Rannsókn okkar á heilbrigði
rjúpunnar, en þar var gögnum safn-
að í byrjun október á hverju ári frá
2006 til 2018, sýndi að meltingar-
vegur rjúpnanna tók miklum breyt-
ingum á milli ára. Það var talið end-
urspegla meltanleika fæðunnar.
Tormeltari fæða kallar á lengri
meltingarveg en auðmelt fæða. Þeg-
ar holdastuðullinn var mældur nú í
byrjun nóvember var lengd melting-
arvegar fuglanna ekki mæld enda
þarf þá að fara innan í fuglana.“
Ólafur segir að það hafi komið
fram í tengslum við veiðiráðgjöf
Náttúrufræðistofnunar fyrr á þessu
ári að væntanlega nái sveifla
rjúpnastofnsins botni næsta vor eða
þar næsta. „Gott líkamlegt ástand
fuglanna nú getur bent til þess að
umskipti sveiflunnar séu yfirvof-
andi,“ segir Ólafur. Hann segir að
stofnbreytingar rjúpunnar séu al-
mennt á þann hátt að lágmarkið geti
varað í tvö til þrjú ár. Topparnir eru
hins vegar hvassir og hefst sam-
dráttur stofnsins strax ári eftir að
toppi er náð. gudni@mbl.is
Uppsveifla að hefjast?
- Rjúpan vel í holdum fyrir veturinn
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021
Sindrastóll
Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001)
Sindrastóllinn er bólstraður
með íslenskri lambagæru.
Verð frá: 229.000 kr.
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Alls greindust 194 með kórónu-
veirusmit í fyrradag, þar af voru 100
í sóttkví við greiningu. Auk þess
greindust tíu smit á landamær-
unum.
Reiknað er með að Lyfjastofnun
Evrópu gefi leyfi til bólusetningar 5-
11 ára barna með bóluefni Pfizer
fyrir næstu mánaðamót, jafnvel í lok
þessarar viku. Þetta kom fram á
blaðamannafundi 18. nóvember sl.
Niðurstöður
tveggja hópa í
tvíblindri rann-
sókn voru lagðar
til grundvallar
þegar Lyfjastofn-
un Bandaríkj-
anna (FDA) veitti
leyfi til bólusetn-
inga 5-11 ára
barna með bólu-
efni frá Pfizer 1.
nóvember sl., að
sögn Ingileifar Jónsdóttur, prófess-
ors í ónæmisfræði við Háskóla Ís-
lands. Í öðrum hópnum var skoðuð
vernd gegn Covid-19, ónæmissvar
og öryggisatriði. Notaðar voru
niðurstöður fyrir hinn rannsóknar-
hópinn varðandi öryggi bólusetning-
arinnar. Ekki var búið að birta nið-
urstöður mælinga á ónæmissvari og
vernd í þeim hluta rannsóknarinnar.
Rannsókn á öryggi Pfizer-
bóluefnisins hjá 5-11 ára börnum
byggist á 4.600 þátttakendum (3.100
bólusettum og 1.538 sem fengu lyf-
leysu). Engar alvarlegar aukaverk-
anir komu fram hjá neinum þátttak-
anda. Ingileif sagði að sambærileg
gögn hefðu verið lögð fyrir sérfræði-
nefndir Lyfjastofnunar Evrópu.
„Við byggjum okkar leyfisveit-
ingar á ákvörðunum Lyfjastofnunar
Evrópu og erum með fólk sem situr í
matsnefndinni og tekur þátt í mat-
inu,“ sagði Ingileif. Lyfjastofnun hér
hefur venjulega gefið samdægurs út
eins leyfi og Lyfjastofnun Evrópu.
Kanada, Ísrael og fleiri ríki hafa
einnig gefið leyfi fyrir bólusetn-
ingum 5-11 ára barna og byggja þau
væntanlega á sömu gögnum.
Aðrir bóluefnaframleiðendur en
Pfizer hafa einnig gert rannsóknir
og munu niðurstöður þeirra fylgja
umsóknum um leyfi til að nota bólu-
efni þeirra við bólusetningar 5-11
ára barna. Umsóknirnar eru mis-
jafnlega langt á veg komnar.
Ingileif segir að gögn sem lögð
eru fyrir Lyfjastofnun Bandaríkj-
anna séu öllum opin minnst viku fyr-
ir fundinn þar sem þau eru tekin til
afgreiðslu. Það eru bæði gögn frá
lyfjaframleiðendum og eins skýrsla
matsnefndar Lyfjastofnunarinnar.
Lyfjastofnun Evrópu birtir gögnin
um leið og hún birtir ákvörðun sína í
málinu. Oftast er um sömu gögn að
ræða og í Bandaríkjunum.
Umfangsmiklar rannsóknir
„Almenna reglan er að rannsóknir
á bóluefnum, sem liggja til grund-
vallar leyfisveitingu, eru gerðar í
mörgum löndum og byggjast á þátt-
töku tuga þúsunda manna. Fyrsta
stóra rannsókn AstraZeneca á bólu-
efni gegn Covid-19 fyrir fullorðna
var t.d. gerð samtímis í Bretlandi,
Brasilíu og Suður-Afríku og náði til
um 32 þúsund manns,“ sagði Ingi-
leif. Rannsóknin á 5-11 ára börnum
sem fengu tvo skammta af Pfizer-
bóluefninu með þriggja vikna milli-
bili var gerð í Bandaríkjunum, Finn-
landi, Póllandi og Spáni.
Hún segir að lyfjafyrirtækin fjög-
ur, sem við höfum fengið bóluefni
frá, hafi í febrúar sl. lagt fram áætl-
anir um hvernig þau ætluðu að
rannsaka bólusetningar barna.
Lyfjastofnun Bandaríkjanna og
Lyfjastofnun Evrópu birtu þessar
áætlanir á heimasíðum sínum.
Börnin (5-11 ára) fá þriðjungs-
skammt af bóluefni Pfizer miðað við
fullorðna. Börn 12-15 ára fá sama
skammt og fullorðnir. Þetta gildir
bæði austan hafs og vestan. Miðað
er við tvær bólusetningar með
þriggja vikna millibili.
Ingileif segir að ónæmissvar og
verndandi mótefni hjá 5-11 ára
börnum eftir bólusetningu séu sam-
bærileg við það sem sést hjá 16-25
ára bólusettum. Vernd gegn PCR-
staðfestum sjúkdómi eða einkennum
var 90,9% samkvæmt rannsóknum
sem lagðar voru til grundvallar leyf-
isveitingunni fyrir bólusetningu 5-11
ára í Bandaríkjunum. gudni@mbl.is
Stutt í að leyft verði
að bólusetja 5-11 ára
- Reiknað með samþykki Lyfjastofnunar Evrópu fljótlega
200
175
150
125
100
75
50
25
0
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is
kl
.1
3.
00
íg
æ
r
204 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
Fjöldi innanlands-
smita frá 12. júlí
175 eru í
skimunarsóttkví1.735 erumeð virkt smit
og í einangrun
2.089 einstaklingar
eru í sóttkví 24 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af þrír á gjörgæslu
júlí ágúst september október nóvember
Staðfest smit
7 daga meðaltal
Ingileif
Jónsdóttir
Skráð samskipti við heilsugæslu-
stöðvar landsins voru tæplega 2,6
milljónir á seinasta ári sem samsvar-
ar sjö samskiptum á hvern íbúa. Er
þar um að ræða viðtöl eða komur á
heilsugæslustöðvar, vitjanir, símtöl
og rafræn samskipti. Á árinu á und-
an voru samskiptin samtals 2,2 millj-
ónir eða sex á hvern íbúa. Þetta kem-
ur fram í umfjöllun í Talnabrunni
landlæknisembættisins um starf-
semi heilsugæslustöðva.
Áhrif kórónuveirufaraldursins
voru mikil á starfsemi heilsugæslu-
stöðva á seinasta ári. Um 309 þúsund
einstaklingar nýttu sér þjónustu
heilsugæslunnar í fyrra eða ríflega
84% allra landsmanna. Er það svipað
hlutfall og árið áður. Alls áttu liðlega
223 þúsund einstaklingar viðtal við
lækni á heilsugæslustöðvum lands-
ins í fyrra, eða um 61% allra íbúa.
Komur á heilsugæslustöðvar eru
skráðar sem viðtöl og kemur fram að
samtals voru tæplega 900 þúsund
viðtöl skráð á heilsugæslustöðvum á
seinasta ári. Það jafngildir tæplega
2,5 viðtölum á hvern íbúa landsins,
sem er þó nokkru minna en á undan-
gengnum áratug þegar viðtöl voru á
bilinu 2,7 til 2,9 á hvern íbúa. „Að-
sókn að heilsugæslustöðvum er
nokkuð breytileg eftir staðsetningu
þeirra. Þannig voru komur á heilsu-
gæslustöðvar fæstar á Vestfjörðum
árið 2020, tæplega 2,3 á hvern íbúa,
en flestar á Austurlandi, 3,4 á íbúa
[…],“ segir í umfjölluninni.
Rafræn samskipti og símtöl
Þegar samskipti íbúa við heilsu-
gæsluna eru skoðuð eftir mánuðum
sést vel hvílík áhrif faraldurinn hafði
á starfsemina. Bent er á að heilt yfir
fækkaði komum á heilsugæslustöðv-
ar um 15% milli áranna 2019 og 2020
en mestur var samdrátturinn í apríl
2020 þegar um 50% samdráttur varð
í komum frá sama mánuði árið áður.
„Á hinn bóginn fjölgaði símtölum í
heilsugæslunni um 35% árið 2020
miðað við fyrra ár og rafrænum sam-
skiptum um ríflega 82%.“
61% átti viðtal við
heilsugæslulækni
- 900 þúsund viðtöl
skráð á heilsugæslu-
stöðvum í fyrra
Morgunblaðið/Hari
Heilsugæsla Konur nýta þjón-
ustuna í meiri mæli en karlar.