Morgunblaðið - 24.11.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 24.11.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021 Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w wsýnumhvert öðru tillitssemi Jón Magnússon lögmaður vekur athygli á að forseti lýðveldisins hafi í setningarræðu Alþingis sagt að „frelsi til að sýkja aðra væri vafasamur réttur“. Jón spyr og svarar svo: - - - En hvaða réttur er það? Hefur einhver gefið ein- hverjum þann rétt? Eru einhvers staðar lagaákvæði eða önnur fyrirmæli sem mæla fyrir um það að fólk eigi þann vafasama rétt? - - - Raunar alls ekki. Samkvæmt ís- lenskum rétti hefur enginn rétt til að sýkja aðra, það er bannað. - - - Það er beinlínis refsivert sbr. 175. gr. almennra hegningar- laga sem mælir fyrir um refsingu, fangelsi allt að þremur árum, fyrir að valda því að næmur sjúkdómur berist út meðal manna. Einnig mætti vísa í sóttvarnalög. - - - Frelsi til að smita aðra er því ekki fyrir hendi í íslensku samfélagi. - - - Það á enginn þann rétt. - - - Það er beinlínis refsivert.“ Nið- urstaða Jóns Magnússonar er þessi: - - - Frelsi borgaranna er mikilvæg undirstaða siðaðra samfélaga og það er mikilvægt að æðstu stjórnendur ríkja og alþjóðlegra stofnana gæti þess að skilgreina það með réttum hætti og gæta þess að setja frelsið ekki í spennitreyju valdsins.“ Guðni Th. Jóhannesson Spurt og svarað STAKSTEINAR Jón Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tillaga sem ber heitið Baugur Bjólfs varð hlutskörpust í sam- keppni um skipulag og hönnun áfangastaðar við snjóflóðavarnar- garðana í Bjólfi á Seyðisfirði. Mark- mið samkeppninnar var að bæta að- stæður og skapa aðdráttarafl á svæði sem hefur mikil tækifæri til þess að verða einn af fjölsóttustu útsýnisstöðum Austurlands, segir m.a. á heimasíðu Múlaþings sem stóð fyrir keppninni. Baugur Bjólfs er hringlaga út- sýnispallur sem situr á Bæjarbrún. Þaðan er einstakt útsýni yfir Seyð- isfjörð, frá mynni fjarðarins, yfir bæinn, fjallahringinn og suðvestur inn í dalinn. Að ofanverðu gnæfa tindar Bjólfs yfir, segir í lýsingu með tillögunni. Leiðin að útsýnis- pallinum um fjallveg er sögð hluti af upplifuninni að heimsækja svæð- ið. Í síðari áföngum er lagt til að á leiðinni verði þrír áningarstaðir. Vinningstillagan var unnin í þverfaglegu samstarfi og eru aðal- höfundar þær Ástríður Birna Árna- dóttir og Stefanía Helga Pálmars- dóttir frá Arkibygg Arkitektum. Múlaþing fékk styrk til keppninnar frá Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða. Stefnt er að því að semja um áframhaldandi hönnun í samvinnu við vinningshafa og að sótt verði um styrk úr sjóðnum við framhald verkefnisins. aij@mbl.is Baugur Bjólfs verði aðdráttarafl eystra Tölvumynd/Arkibygg Arkitektar Bæjarbrún Af útsýnisstaðnum er útsýni yfir fjallahringinn og Seyðisfjörð. Mannanafnanefnd samþykkti nýver- ið fimmtán nöfn en hafnaði fimm. Alls voru samþykkt sjö kvenkyns- eiginnöfn: Erykah, Ítalía, Lán, Arún, Tereza, Lílú og Jasmine. Nafnið Erykah var samþykkt sem ritháttarmynd eiginnafnsins Erika. Karlkynseiginnöfnin sem nefndin samþykkti voru sex talsins: Arnþór, Ullr, Leonardo, Gottlieb, Gunni og Éljagrímur. Nafnið Ullr var sam- þykkt sem ritháttarmynd eigin- nafnsins Ullur. Þá voru nöfnin Eldhamar og Kaldakvísl samþykkt sem millinöfn en Winter hafnað. Nefndin hafnaði kvenkyns- eiginnöfnunum Geitin og Frostsóla- rún. Nöfnin voru bæði talin brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Þá hafnaði nefndin sömuleiðis karlkynseiginnöfnunum Linnet og Heiðr. Hún taldi ekki heimild fyrir því að nafnið Linnet yrði borið sem eiginnafn þar sem það er skráð í þjóðskrá sem ættarnafn. Nafnið Heiðr var talið brjóta í bága við ís- lenskt málkerfi sem og féllst nefndin ekki á að það væri í samræmi við al- mennar ritreglur íslensks máls að rita eiginnafnið Heiðar án a, en í rökstuðningi sem fylgdi umsókn um nafnið er gert ráð fyrir að Heiðr sé ritháttarmynd eiginnafnsins Heiðar. Nú hægt að heita Ítalía, Lán og Ullr - Fimmtán ný nöfn samþykkt - Nöfn- unum Winter, Geitin og Linnet hafnað Morgunblaðið/Eva Björk Mannanafnanefnd Nefndin hefur nú samþykkt fimmtán ný nöfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.