Morgunblaðið - 24.11.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.11.2021, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021 Uppsetning Unnið er að því að setja upp skautasvell Nova á Ingólfstorgi. Hleypt verður á svellið um komandi helgi, enda ekki seinna vænna þar sem fyrsti sunnudagur í aðventu er nk. sunnudag. Eggert Loksins segja marg- ir, – æ nú byrja upp- hlaupin, nagið og þrasið hugsa sjálfsagt einhverjir. En óháð því hvort almenningur fagni eða ekki þá var Alþingi sett í gær í fyrsta skipti frá kosn- ingum. Aðstæður eru á margan hátt óvenju- legar. Tveir mánuðir eru frá kosn- ingum. Þing hefur ekki komið sam- an frá miðjum júní fyrir utan dagpart í júlí til að lagfæra ágalla í lögum er varðar listabókstaf stjórn- málasamtaka. Við þingsetninguna sat hluti þingmanna óviss um stöðu sína þar sem beðið er eftir að kjör- bréf þeirra verði annaðhvort stað- fest eða gengið aftur að kjörborði í Norðvesturkjördæmi. Óvissunni verður vonandi eytt á morgun. Og þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokk- arnir sitji fastir fyrir með aukinn þingmeirihluta hafa þeir ekki enn formlega myndað nýja ríkisstjórn. Úr því verður bætt í komandi viku. Yfir þingsetningunni var skuggi Covid – takmarkanir, grímur og hraðpróf. Fyrsta verk nýkjörins þings er að taka ákvörðun um gildi kjörbréfa. Sú ákvörðun verður tek- in undir hótunum frá þeim sem vilja þó ekkert meira en tryggja sér sæti í þingsalnum. Enginn þingmaður getur látið hótanir hafa áhrif á efnislega afstöðu til erfiðs máls. Ekki frek- ar en ráðherrar sem standa vörð um grunn borgaralegra réttinda og fá yfir sig svívirð- ingar og dylgjur frá embættismönnum. Þá virðast réttar upplýs- ingar ekki vera aðal- atriðið. Fáir náðugir dagar Í pólitík er fátt öruggt en þó geta ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem kynnt verður í komandi viku, verið nokkuð vissir um að þeir fá ekki marga hveitibrauðsdaga, ef nokkra. Ríkisstjórnarinnar bíða áskoranir, sumar erfiðari en aðrar. Fjárlaga- frumvarp og fjármálastefna, sem byggja undir stöðugleika. Við- spyrna gegn Covid, þar sem gætt er að borgaralegum réttindum og tryggður aukinn viðnámsþróttur heilbrigðiskerfisins. Bætt sam- keppnisstaða atvinnulífsins sem er forsenda þess að hægt sé að bæta lífskjör almennings í náinni framtíð. Líkt og allar aðrar ríkisstjórnir mun ný samsteypustjórn þriggja ólíkra flokka standa frammi fyrir háværum kröfum um aukin útgjöld í flesta málaflokka. Það reynir því fljótt á pólitísk bein stjórnarþing- manna. Þeir verða að hafa burði til að hafna því að öll vandamál sam- félagsins verði leyst með auknum ríkisútgjöldum en um leið viður- kenna hið augljósa að víða þarf aukið fjármagn, ekki síst í heil- brigðiskerfið. Auknum framlögum verður hins vegar að fylgja fast eft- ir með ríkari kröfum til opinbers rekstrar – um betri þjónustu og aukna skilvirkni. Aukin útgjöld til heilbrigðismála, verkefnatengd fjármögnun mikilvægustu stofnana, skila samfélaginu mestu ef það tekst að nýta kosti einkaframtaks- ins og tryggja samþættingu og samvinnu sjálfstætt starfandi aðila og hins opinbera í heilbrigðisþjón- ustu. Hið sama á við víðar, ekki síst í menntakerfinu. Reynt á þolrifin Ég veit að það mun oft reyna á þolrifin í ríkisstjórnarsamstarfinu, jafnvel meira en á síðasta kjör- tímabili. Þá skiptir miklu að missa ekki sjónar af markmiðunum – gleyma ekki hugmyndafræðinni í þeirri fullvissu að þolinmæði og út- hald eru nauðsynleg til að vinna að framgangi hugsjóna. Fyrir jafn óþolinmóðan mann og þann er hér skrifar verður því nauðsynlegt að rifja upp niðurlag Moggagreinar 1. júlí á síðasta ári: „Á stundum er betra að stíga lítið skref (jafnvel hænufet) í rétta átt en reyna að komast á leiðarenda í „sjömílnas- kóm“ en festast í djúpu skófari tregðulögmálsins.“ Þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum verður málasamningur eða stefnuyfirlýsing hennar kynnt op- inberlega og forsætisráðherra fylgir fast á eftir með stefnuræðu. Sumt mun gleðja en annað ekki. Það er eðlilegt þegar komist er að sanngjarnri málamiðlun, þar sem tekið er tillit til þingstyrks. Stefnuyfirlýsingar ríkisstjórna hafa verið misjafnar, jafnt að inni- haldi og umfangi. Mér virðist sem tilhneigingin á síðustu áratugum hafi verið að lengja textann – yfir- leitt á kostnað innihalds og skýr- leika. Kannski ættum við í þessum efnum, eins og svo mörgum öðrum, að leita í kistur Ólafs Thors [1892- 1964], forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri Morgunblaðsins í áratugi, segir í ævisögu Ólafs að gaman- semin, – þessi glitrandi glettni, hafi verið eitt persónueinkenna hans. Ólafur var óhræddur að feta inn á nýjar brautir í stjórnmálum – beita vinnubrögðum og aðferð- um sem fáum hafði hugkvæmst eða ekki haft pólitísk þrek til. Þegar Ólafur gerði grein fyrir stjórnarmyndunarviðræðum 1950, hafði hann orð á hugmynd, sem sameinaði húmor og hugvitssemi. Hann lagði til að mynduð yrði samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks án mál- efnasamnings. „Ég er nú eig- inlega ekki eins fjarri því og sum- ir aðrir, að þannig eigi stjórnarmyndanir að vera (þ.e. án málefnasamninga). Þessir eilífu málefnasamningar, þar sem hver flokksbjálfi og heimspekingur í flokknum hleður upp metralöng- um tillögum til þess að gera land- ið stjórnlaust sem allra lengst og þjóðinni sem mesta bölvun […] eru ekki eftirsóknarverðir. Ég er eiginlega með því að kveða þessa karla í kútinn og mynda stjórnir án langra málefnasamninga,“ sagði Ólafur á lokuðum fundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 15. mars 1950. Eftir Óla Björn Kárason » Stefnuyfirlýsingar ríkisstjórna hafa verið misjafnar. Til- hneigingin síðustu áratugi hefur verið að lengja textann – oftast á kostnað innihalds og skýrleika. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. „… að kveða þessa karla í kútinn“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.