Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 14

Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021 Ríkisstjórn Austur- ríkis setti á dögunum útgöngubann á óbólu- setta íbúa landsins í tíu daga. Máttu óbólusett- ir, um tuttugu prósent landsmanna, aðeins yfirgefa íbúð sína í brýnum tilvikum. Í framhaldi af því ákvað Schallenberg kanslari, í samráði við leiðtoga sambandsríkja landsins, að bæta um betur og innleiða skyldu- bólusetningu við Covid frá febrúar 2022. Nú í vikunni tók svo Söder, for- sætisráðherra sambandslandsins Bayern í Þýskalandi, af skarið og tjáði sig með þeim hætti að það væri ekki nema ein framtíðarlausn; bólu- setning allra, sem kallaði greinilega á bólusetningarskyldu. Forsætisráð- herra sambandsríkisins Baden- Württemberg, líka í Þýskalandi, Kretschmann, sem reyndar er Græn- ingi, hinn er Kristilegur demókrati, tók í sama streng. Menn eru í vaxandi mæli að fá sig fullsadda á alls konar mótþróa við bólusetningu svo og alls kyns mála- miðlunum um reglur, fram og til baka, sem svo, þegar upp er staðið, skila ekki endanlegum lausnum. Meira að segja Kári Stefánsson, hér í okkar ágæta landi, orðaði skyldu- bólusetningu allra landsmanna í sjón- varpsþætti á dögunum. Með sínu sér- staka orðbragði sagði hann að það væri „drullusokksháttur“ að láta ekki bólusetja sig. Allt þetta tal gengur auðvitað út á að það liggur fyrir, að óbólusettir eru þeir sem næra veiruna, halda henni gangandi og valda því að sjúkrahús og gjörgæsludeildir eru að fyllast eða orðin full. Hlutfallslega eru innlagnir óbólusettra hér allt að sjö sinnum fleiri en þeirra sem bólusettir eru, auk þess sem óbólusettir smitast frekar og smita aðra meira en bólu- settir. Í viðtali í vikunni sagði forstjóri Biontech, sem þróaði Biontech- Pfizer-bóluefnið sem Pfizer fram- leiðir og dreifir, að hann sæi enga aðra varanlega lausn en að allir létu bólusetja sig, fyrst þrisvar og síðan árlega. Það væri að hans mati eina leiðin til að Evr- ópubúar gætu snúið til baka til fyrra lífs. Þessi þróun og raun- staða virðist hafa farið fram hjá stjórnvöldum hér. Alla vega er af- staða þeirra og að- ferðafræði önnur en hjá öðrum stjórnvöldum í Evrópu. Í stað málefna- legrar nálgunar þar sem farið væri í nauðsynlegt mann- greinarálit og mönnum skipt upp í áhættuhópa eins og nú gerist alls staðar erlendis eru stjórnvöld hér enn einu sinni að skerða frelsi allra landsmanna og þjarma illilega að ýmsum atvinnurekstri. Forsætisráð- herra talaði fjálglega um það að við værum svo frjálslynd þjóð að tak- markanir á ákveðna hópa myndu ekki henta okkar þjóðfélagi. Ætli frelsishyggja sé minni hjá öðrum Norðurlanda- og Evrópuþjóðum en hér? Ekki fannst mér innlegg heilbrigð- isráðherra gæfulegra. Hún taldi af og frá að þegnum landsins yrði skipt upp í hópa, greinilega án þess að skilja að óbólusettir hafa nú þegar greint sig frá miklum meirihluta þjóðarinnar með því að þráast við að láta bólusetja sig. Óbólusettir hafa því sjálfir klofið þjóðina og þar með tekið sér frelsi til að leggja kvaðir og íþyngjandi takmarkanir á alla aðra; mannlíf og atvinnulíf. Það blasir við að ef þessar um- framinnlagnir óbólusettra – nú sex til sjö sinnum fleiri en þeirra bólusettu – hefðu ekki komið til hefði ekki þurft að innleiða nýjar athafna- og sam- komutakmarkanir fyrir alla. Það frelsi sem hefur ríkt síðustu vikur og mánuði hefði þá getað gilt áfram nú í aðdraganda jóla og nýárs. Auðvitað er frelsi einstaklingsins mikilvægt og er ég mikill talsmaður þess, ekki síst þegar um eigin líkama er að ræða, en öll mál, líka frelsið, verða að hafa sín mörk. Ef óbólusett- ir, um tíu prósent landsmanna, hafa með veikindum sínum og umfram- innlagnarþörfum ráðið úrslitum um það, að nú var aftur verið að skella á takmörkunum fyrir alla, þá tel ég það óhæfu og yfirkeyrt frelsi litlum minnihlutahópi til handa. Í minni gömlu heimaborg, Ham- borg, hefur nú um skeið gilt sú regla að þeir sem eru bólusettir eða hafa hlotið bata af pestinni geta „farið um allt og gert allt“, en óbólusettir verða að sæta vaxandi takmörkunum. Svip- uð þróun á sér stað víða um Evrópu og víðast hvar stefnir í bólusetningar- skyldu. Þetta á líka í vaxandi mæli við á vinnustöðum. Enn geta óbólusettir tryggt sína stöðu með daglegum nei- kvæðum prófum en þolinmæði vinnu- veitenda með það fyrirkomulag er að þverra. Víða gildir nú sú regla að ef óbólusettir veikjast af Covid verði veikindadagar ekki greiddir. Sums staðar vofir uppsögn yfir ef menn láta ekki bólusetja sig. Umburðarlyndið gagnvart óbólusettum starfsmönnum í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu er líka víða komið á lokastig en eins og allir vita ber þetta fólk ábyrgð á lífi, limum og velferð þeirra sem veikastir eru fyrir og minnst þola. Auðvitað vantar alls staðar starfsmenn í heil- brigðiskerfinu, en stjórnvöld víða meta það svo að hættan af óbólusettu starfsfólki vegi þyngra en skaðinn af því að missa það. Nýlega var gerð athugun á því í Þýskalandi hverjir það væru sem streittust gegn bólusetningu. Niður- staðan var að í Vestur-Þýskalandi væru það mest harðsvíraðir vinstri- menn, en í Austur-Þýskalandi hægri- öfgamenn. Svona virðast skautin oft mætast í pólitík og lífsviðhorfum. Hvað sem þessu líður væri ekki hægt að túlka bólusetningarskyldu sem frelsisskerðingu því afgerandi inntak slíks stjórnsýsluskrefs væri einmitt að tryggja frelsi sem flestra, eða allra. Bólusetningarskylda er trygging frelsisins Eftir Ole Anton Bieltvedt » Óbólusettir eru þeir sem helst næra veiruna, halda henni gangandi og valda því að sjúkrahús og gjör- gæsludeildir eru að fyll- ast. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Borgarstjóri, Dag- ur B. Eggertsson, var gestur Egils Helga- sonar í „Silfrinu“ á Rúv, sunnudaginn 21. nóvember sl. og fór þar mikinn. Hann hrósaði sjálfum sér mjög í viðtalinu og samherjum sínum í flugvallarmálinu úr Sjálfstæðisflokki, þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Gísla Marteini Baldurssyni. Það voru einkum þrír ein- staklingar sem borgarstjóri „vand- aði ekki kveðjurnar“ svo notað þé orðalag spyrilsins, Egils Helgason- ar. Ekki kom á óvart að ég væri einn þessara einstaklinga, enda var ég sá borgarstjóri á þessari öld sem barðist einarðlegast fyrir áframhaldi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni kenndi hann um skammlíft meirihlutasamstarf mitt við Sjálf- stæðisflokkinn, þó að nær væri að benda þar á Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur og félaga hennar úr hópi flugvallarandstæðinga í Sjálf- stæðisflokknum. Hanna Birna og félagar komu Vilhjálmi Þ. frá sem oddvita borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins í júní 2008 og mér frá sem borgarstjóra tveim mán- uðum síðar. Einstaklega rætin aðför Dags að Sigmundi Davíð Athyglisvert er hve illa borgar- stjórinn núverandi talaði um Sig- mund Davíð Gunnlaugsson, for- mann Miðflokksins og fv. forsætis- ráðherra. Dagur sakaði hann um stefnuleysi og tækifærismennsku og að hann hefði á sínum tíma ver- ið meiri andstæðingur flugvallarins en Gísli Marteinn, að sögn Gísla Marteins, þegar þeir unnu saman í Kastljósinu. Athyglisvert er að bera saman frábæra fjár- málastjórn Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra og hvernig hann hjálpaði heimilinum í landinu í sinni for- sætisráðherratíð við fjármálaóstjórnina hjá núverandi borgar- stjóra. Mikil óráðsía og spilling ríkir nú í stjórn borgarinnar. Það er líka þörf á því, að bera fjármálastjórn okkar Vilhjálms í borgarstjóratíð okkar saman við fjármála- óstjórn Dags Eggerts- sonar. Dagur hefur margfaldað kostnað við rekstur borgar- stjóraskrifstofunnar frá tíð okkar Vilhjálms og stundað hreina óráð- síu í fjármálum borgarinnar með útþenslu á borgarbákninu á flest- um sviðum. Til viðbótar kemur gríðarleg lántaka og skuldaaukn- ing. Miklir fjármunir fara í að hindra umferðarflæði um götur borgarinnar og í gæluverkefni á borð við braggann fræga. Mér finnst það sérkennilegt að ekki hafi verið höfðað mál gegn Degi fyrir margar sakir, en hann höfð- aði sem formaður borgarráðs mál gegn mér fyrir engar sakir fjórum árum eftir að ég var borgarstjóri, þar sem ég var sakaður um fjár- drátt. Gefum Degi reisupassann Núverandi borgarstjóri finnur hins vegar ekkert að hjá sjálfum sér en talar í sífellu um borgarlínu, þéttingu byggðar og flugvöllinn í Vatnsmýri, sem hann hefur tekið ástríðufullu hatri við. Milljarða- sóun, spilling og skemmdarverk Dags í borgarstjóraembættinu gera það bráðnauðsynlegt að kjós- endur gefi honum reisupassann í næstu borgarstjórnarkosningum. Borgarstjóri kast- ar steinum úr gler- húsi í „Silfrinu“ Eftir Ólaf F. Magnússon Ólafur F. Magnússon »Mikil óráðsía og spilling ríkir nú í stjórn borgarinnar. Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Fyrir nokkru birtist hér í blaðinu grein eft- ir mig sem bar yfir- skriftina „Bylur hátt í tómri tunnu“ en ein- hverra hluta vegna vantaði helminginn, niðurlagið, á greinina, og veit ég ekki hvers vegna en dettur í hug t.d. illviðráðanlegar or- sakir, misskilningur eða bara mannleg mistök eins og alltaf eiga sér stað. En hvað um það, greinin var um heldur óvænta úrsögn góðs kunningja, Birgis Þór- arinssonar, úr Miðflokki og inn- göngu hans í Sjálfstæðisflokkinn. Birgir fékk vægast sagt óvægna út- reið og skítkast frá mikið til sínum fyrrverandi flokkssystkinum, sem jafnvel stóðu fyrir undirskriftum með ósk um að hann yrði sviptur þinghelgi, svo það gekk ekki lítið á. Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Miðflokkinn, ekki síst vegna þess að Birgir var annar þeirra sem náðu kjöri ásamt formanni flokksins, Sig- mundi Davíð, sem kjörnir þing- menn, þrátt fyrir þá arfaslökustu kosninga- baráttu sem ég hef orðið vitni að og er orðinn gamall og hef staðið í margri kosn- ingabaráttunni en allt- af á hliðarlínunni. Þá kem ég að þætti aðalritstjóra Torgs, Sigmundar Ernis Rún- arssonar, sem fór mik- inn í þessu máli og vantaði í fyrrnefnda grein. Um þetta leyti skrifaði SE leiðara í Fréttablaðið sem bar yfirskriftina „Einbeitt ósvífni“ og innihaldið eftir því þar sem hann sakar Birgi m.a. um að hafa logið sig inn á löggjafar- samkunduna. SE bætti um betur því í fréttaþætti á Hringbraut skömmu áður fannst honum við- mælendur sínir, er fjallað var um mál Birgis, ekki hafa nógu stór orð uppi um framkomu hans og lagði þeim þá gjarnan orð í munn við hæfi að honum fannst. Stuttu seinna bauð SE svo Sigmundi Davíð til viðtals í þætti sínum, með sinni ótrúlegu framkomu með hand- leggjaslætti og fingraleikfimi, og þegar honum fannst SDG ekki hafa uppi nógu stór orð um framkomu Birgis bætti hann um betur og spurði hvort þetta væri ekki sví- virðileg framkoma! Ekki veit ég hvað Sigmundi Erni gekk til með ótrúlegri framkomu sinni gagnvart Birgi og ætla ekki einu sinni að geta mér til um það, en eitt er víst, að hann sló hinum Akureyringnum á RÚV, Stefáni Eiríkssyni, al- gjörlega við og er þá mikið sagt. Eigum við Akureyringar að vera hreyknir af okkar mönnum í fjöl- miðlabransanum? Það er spurn- ingin. En eitt veit ég með vissu að lokum að Birgir Þórarinsson er bú- inn að vera ræðukóngur Alþingis í þrjú skipti í röð og hefur aldrei mætt drukkinn í ræðustól Alþingis. Enn um úrsögn Birgis úr Miðflokki Eftir Hjörleif Hallgríms » Birgir fékk vægast sagt óvægna útreið og skítkast frá mikið til sínum fyrrverandi flokkssystkinum. Hjörleifur Hallgríms Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Ég er búinn að fara á tvenna tón- leika í Hörpu sl. hálfan mánuð og þá kemur í ljós að hljóðkerfið í hús- inu er vanstillt, of mikill hávaði í hljómsveit miðað við söngvara. Ég miða við tónleika sem ég hef farið á í Háskólabíói með Baggalút og tón- leika sem ég hef farið á í London og víða í Evrópu og aldrei orðið var við svona vanstillingu. Fjölskyldan var öll með höfuðverk að loknum tónleikunum í Hörpu. Þetta er sett fram í þeirri von að þetta verði lag- að, að fólki þurfi ekki að líða illa vegna hávaða. Ekkert er sett út á tónlistarfólkið sjálft, einungis hljóð- blöndun. Ó.E. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Vanstilling á hljóðkerfi í Hörpu Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.